Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Síða 12
Sjúkraþjálfun
samræmi við niðurstöður greinarinnar.
Sami sjúkdómurinn getur tekið á sig
margar myndir t.d. verið á mis alvarlegu
eða háu stigi. Þegar við þetta bætist að
sjúklingurinn hefur sín persónubundnu
sérkenni og félagslegu aðstæður er aug-
ljóst að ekki er hægt að semja staðlaða
meðferðaráætlun fyrir alla með sama
sjúkdóm, slys eða áfall. í meðferðinni er
reynt að setja fram raunhæf markmið
fyrir viðkomandi einstakling og stefnt að
sem mestu starfrænu sjálfstæði miðað við
aðstæður hans. Til að ná þessum mark-
miðum beitir sjúkraþjálfarinn ýmsum að-
ferðum til dæmis styrktarþjálfun, liðlos-
un, raförvun, lungnaþjálfun, þrekþjálfun
svo eitthvað sé nefnt.
Til skamms tíma hafa aðferðirnar aðallega
byggt á reynslu, en í seinni tíð hafa rann-
sóknir í faginu aukist mjög.
Já, nú eru umtalsverðar rannsóknir í
gangi víða erlendis á ýmsum aðferðum
sjúkraþjálfara og fleiru, sem tengist fag-
inu, enda eru rannsóknir því lífsnauðsyn-
legar vilji það standa fast á þeirri kröfu að
kallast fræðigrein.
í upphafi var sjúkraþjálfun tæknigrein,
litið var á sjúkraþjálfarann sem eins kon-
ar „framlengdan arm læknisins" og þannig
vilja sumir líta á fagið enn í dag. En á
síðustu áratugum hefur sjúkraþjálfun þró-
ast í fræðigrein með rætur bæði í raunvís-
indum og félagsvísindum. Hér á landi er
lítið um rannsóknir enn sem komið er
vegna fámennis og aðstöðuleysis.
Aðstaða til rannsókna er ekki góð, en
það má líka segja um aðstöðuna almennt
víða á sjúkrahúsum og endurhæfingar-
stofnunum. Hvaða áhrif telur þú að þetta
geti haft á atvinnuhorfur?
Verkefnin eru næg um fyrirsjáanlega
framtíð, en við lifum á krepputímum og
því má búast við að það komi niður á
okkur eins og öðrum á þann veg til dæmis
að aðstöðugildum fjölgi hægt og eins verð-
ur iíklega lítil aukning á húsrými fyrir
sjúkraþjálfun.
Hvaö viltu segja um möguleika til fram-
haldsnáms?
Það má segja að hægt sé að afla sér
sérfræðiþekkingar innan sjúkraþjálfunar
með tvennum hætti. Annars vegar með því
að starfa á tilteknu sérsviði um lengri
tíma og afla sér þannig víðtækrar reynslu-
þekkingar um leið og hin fræðilega þekk-
ing er aukin með lestri bóka, tímarits-
greina og þátttöku í styttri eða lengri
námskeiðum. íslenskir sjúkraþjálfarar
hafa sérhæft sig á þennan hátt í nokkrum
mæli t.d. í meðferð barna, mænuskadd-
aðra og baksjúklinga svo eitthvað sé nefnt.
Hins vegar er svo framhaldsnám, sem
hægt er að taka t.d. á Norðurlöndum og í
Englandi, meistaragráðu er hægt að taka í
Bandaríkjunum og Kanada og doktors-
gráðu í sömu löndum og viðar. T.d. voru 11
sænskir sjúkraþjálfarar í doktorsnámi á
síðasta ári.
, m Kennslugreinar í námsbraut í sjúkraþjálfun Eölisfræöi Fósturfræði Líffærafræði Starfræn líffærafræði Lífeðlisfræði Hreyfingafræði Sjúkranudd og þreifing Leikfími Taugalíffæra- og lífeðlisfræði Rafmagnsfræði Meinafræði Hópæfingar Aðferðafræði og tölfræði Sjúkdómafræði Sjúkraþjálfunarfræði Sálarfræði Afbrigðileg sálarfræði Félagsfræði BS-verkefni Klínískt nám, sjá sér grein
0r sögu námsbrautar
í sjúkraþjálfun
Námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla íslands var stofnuð árið
1976. Tildrög að stofnun námsbrautarinnar voru þau, að háskólayf-
irvöld töldu æskilegt að fjölga námsleiðum innan Háskólans, Is-
lenskir námsmenn áttu mjög erfitt með að fá inngöngu í nám í
sjúkraþjálfun erlendis og mikill skortur var á sjúkraþjálfurum hér
á landi. Árið 1973 var því sett á stofn undirbúningsnefnd á vegum
menntamálaráðherra. Nefndina skipuðu: Runólfur Þórarinsson,
formaður, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, sjúkraþjálfari, Hannes
Blöndal, prófessor, Haukur Þórðarson, yfirlæknir, og María H.
Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari. f október 1974 tók Ella Kolbrún
Kristinsdóttir til starfa með nefndinni, en fram að því hafði hún
kennt sjúkraþjálfun I Englandi um nokkurra ára skeið. Nefndin
skilaði álitsgerð að vori 1975 og skömmu síðar var samþykkt í
háskólaráði að nám I sjúkraþjálfun skyldi hefjast haustið 1976. Ella
Kolbrún Kristinsdóttir var sett námsbrautarstjóri 1. maf 1975 og
var eini Islenski kennarinn fyrsta árið, en með henni starfaði það ár
kanadískur sendikennari Marjorie Spence. Haustið 1977 var ráðinn
annar kennari og sá þriðji 1. janúar 1978 og hefur kennarastöðum
við námsbrautina ekki fjölgað sfðan.
(Sj» grein Mnrlu H. Þorsteinsdéltur, lektors i Árbék HÍ 1976-77.)
Kennsla á
sjúkrastofnunum
Kcnnsla í námsbraut f sjúkraþjálfun fer fram í fyrirlestrum um
fræðileg efni og verklegri kennslu aðferða. Á 2. 3. og 4. námsári eru
nemendur einnig í kennslu á sjúkrahúsum og endurhæfingastofnunum,
sem veitir þeim reynsluþekkingu f sjúkraþjálfun og nefnist sú kennsla
verkmenntun. Verkmenntun fer aðallega fram á Stðr-Reykjavtkursvæð-
inu, en vegna skorts á kennurum og kennsluaðstöðu þar, hefur þurft að
senda nemendur vfðar td. til Akurcyrar, Akraness, Keflavíkur og fleiri
staða.
f verkmenntun nýta nemcndur fræðilcga þekkingu sína við raun-
verulegar aðstæður.
i Þeir:
; — kynnast sjúkdómseinkennum
— öðlast leikni í að skoða og meta ástand sjúklinga
— fá reynslu í að velja viðeigandi aðferðir og beita þeim af nákvæmni
og öryggi
• — fá reynslu í að leggja fram ákveðin verkefni munnlega og skriflega.
Viðhorf nemenda heldur áfram að mótast og þeir fá reynslu f sam-
1 skiptum við sjúklinga og samstarfsfólk.
I aSArÁflingi í efnisyfirliti fyrir árið 1983, sem fylgdi Lesbók 4. febrúar, var saga eftir Franz Kafka, „Skýrsla flutt
w 1fly akademíunni", ranglega sögð þýdd af Hannesi Péturssyni. Það er hinsvegar rétt sem stendur í efnisyfir
liti, að Hannes þýddi „Fyrir dyrum lögmálsins" eftir Kafka, sem birtist í sama blaði.
Saga frá
stríðsárunum
Þessi saga var mér sögð ný-
lega. Hún er frá stríðsárunum.
Nokkrir setuliðsmenn sátu við
sama borð á Hressingarskálan-
um. Sumir voru breskir, aðrir úr
Bandaríkjaher. Þetta var í
skammdeginu og allir höfðu
mennirnir verið hér lengur en
þeim þótti við hæfi. Englending-
ur sagði: Það held ég að helming-
ur liðsins hér verði brjálaður, ef
við verðum látnir hírast hér
lengur. Bandaríkjamaður sagði:
Ekki er að undra það þótt út-
lendingar kunni illa við sig á
þessu myrkvaða skeri. Ég er
mest hissa á því að íslendingar
skuli ekki sjálfir hafa flúið héð-
an á meðan friður var.
Frásögumaður kvaðst hafa
verið á ferð í Bretlandi fyrir
nokkrum árum. Þar kynntist
hann þarlendum sálsýkisfræð-
ingi. Barst talið að hernámsár-
unum á íslandi. Læknirinn
kvaðst einmitt hafa þurft að að-
stoða marga fyrrverandi her-
menn úr setuliðinu á Islandi, en
bætti við í gamni, að fróðlegt
væri fyrir sig að kynnast alsgáð-
um íslendingi, spurði hvort veð-
urfar á því landi væri ekki dálít-
ið þrúgandi.
Meira segi ég ekki frá þessu
M I N U
H O R N 1
samtali. En auðvitað getum við
haldið áfram spjalli um sama
efni. Myrkrið hefur löngum verið
yfirþyrmandi mikinn hluta árs-
ins á landi voru, birtan mikil
hinn helming þess. Þetta hefur
að sjálfsögðu mótað okkur og þó
fremur í fortíðinni en nú. Þetta
er verðugt rannsóknarefni fyrir
lærða gáfumenn í nútíð og fram-
tíð, eflaust væri hægt að krækja
að opinberu lífi, geta við því bú-
ist að ýmislegt, sem þeir hefðu
sjálfir viljað að væri myrkrinu
hulið, komi í dagsljósið, þegar
þeir eru allir. Það er auðvitað
alltaf álitamál hvað sanngjarnt
er að ganga langt í því að rjúfa
þann trúnað, sem sýna ber
einkamálum látinna manna.
Ein jólabókanna í ár féll yfir
almenning eins og nokkurs kon-
undur.
Hluti þessarar sögu var mörg-
um kunnur áður. Dóttir Þór-
bergs heitir Guðbjörg og er nú
ekkja í Kópavogi. Maður hennar
var ívar Jónsson, járnsmiður,
greindur og einarður maður, sem
lengi var kunnur í vinstri hreyf-
ingunni. Skömmu eftir lok
stríðsins fór hann á fund Þór-
bergs ásamt konu sinni og kvað
Sjálfsögð mannréttindi
og myrkur á íslandi
sér í doktorsnafnbót út á þetta ef
vel væri að því staðið.
Ástarbréfabók
Þorbergs
Það er ekki nýtt í bókmennta-
sögunni, að bréf og handrit
skálda, sem þau hafa ætlað eldi
og gleymsku, komist síðar á
prent. Ekki væri t.d. Kafka
kunnur og dáður höfundur, ef
vinur hans hefði fylgt fyrirmæl-
um hans og brennt handrit hans.
Menn, sem alla ævi sína hafa lif-
ar bomba. Laundóttir Þórbergs
Þórðarsonar, sem fædd er 1924
og þá kennd dauðsjúkum eig-
inmanni móður sinnar, varpar á
markað ástarbréfum sem Þór-
bergur sendi ástkonu sinni og
barnsmóður. Þetta kveðst hún
gera til þess að auglýsa það fyrir
þjóðinni, hvers dóttir hún sé og
að bæði móðir hennar og hinn
rétti faðir, hafi fyrir henni og1
fjölmörgum öðrum, meira að
segja við opinber réttarhöld, lýst
því yfir að faðir hennar sé eng-
inn annar en hinn kunni rithöf-
þau vilja fá skýr svör hans um
það, hvort hann væri faðir Guð-
bjargar.
Þórbergur átti, sagði sagan, að
hafa svarað með annarri spurn-
ingu: Hvað segir móðir hennar
um það? Eitt er víst að gott sam-
band komst um hríð á milli dótt-
ur, föður og stjúpu. Síðan mun
upp úr því hafa slitnað, en aldrei
hefur þess verið getið hvað olli.
Við dauða Þórbergs munu af-
komendur hans ekki hafa verið
nefndir til arfs eigna eða höf-
undarréttar rita hans.
Mál og menning hefur keypt
rétt til útgafu á ritum Þórbergs
og í sambandi við útgáfu um-
ræddra ástarbréfa birti útgáfu-
stjórn yfirlýsingu, sem skilja má
sem hótun í garð Guðbjargar.
Vonandi verður látið við orðin
tóm sitja, annað væri ósæmilegt,
eins og allt er í pottinn búið. Al-
menningur hlýtur að harma hve
illa þessum málum hefur lyktað
og hafa samúð með ekkjunni í
Kópavogi, sem rænd hefur verið
á óskiljanlegan hátt sjálfsögð-
ustu mannréttindum.
Ekki ætla ég að fara mörgum
orðum um þessa bókargerð. Hér
er af vafasamri háttvísi staðið
að málum. Mér virðist, að aðeins
hluti bréfanna hefðu átt að
koma á prent, hitt geymast til
aðgangs fyrir seinni tíma fræði-
menn. En úr því nokkuð var birt
átti það að gerast með öðrum
hætti en hér er gert. Enn eru á
lífi menn sem varpað gætu betra
og meira ljósi á öll þessi mál.
Það verður að gera, annað væri
ósæmilegt, bæði vegna Þórbergs
og ástkonu hans. Guðbjörg hefur
ekki leitað til góðra ráðgjafa.
Hún verður að snúa sér til dug-
andi lögmanns og hér verða líka
að koma við sögu bókmennta-
legir fræðimenn.
Ritaö í des. 1983,
Jón úr Vör.