Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 3
T-EgPáW ®@®[Ö][y]®[Í][L](A][öl[8][Il[N][8l Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Simi 10100. Matter- horn er frægasta fjall í Sviss, enda bæði tignarlegt og áhrifa- mikið. Þangað er ferðinni heitið í öðr- um áfanga þeirrar leiðarlýsingar sem hófst í síðasta blaði og segir frá hring- ferð um Sviss f einkabíl — með smá- hliðarspori inn í ít- alíu. 1984 árgerðin af bílunum er að sjálfsögðu betri en nokkur önnur árgerð, því sí- fellt er verið að gera bílana tæknilega betri. Jón B. Þorbjörnsson, sem er við nám í bílaverkfræði, segir frá nokkrum nýjum. Goyerskur nefnir Baltasar röð stórra mynda, sem málaðar eru í anda spænska málarans Goya og eru á sýningunni á Kjar- valsstöðum, sem opnuð verður í dag. Þetta eru háð- og ádeilu- myndir, þar sem ýmsum úr listaheiminum hér eru send Sæla að standa upp frá taflborðinu eftir að hafa unnið, já meira að segja ólýsanleg sæla, segir einn af okkar kunnustu skákmönnum, Margeir Pétursson, og hann segir raunar margt fleira í viðtali við Illuga Jökulsson. FORSÍÐUMYNDIN: Busavigsla I MA. Málverk eftir Baltasar á Kjarvalsstaðasýningu. Sjá nánar á bls. 6. HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON Garðljóð Oðum grænkar leigulóðin, loks er blessað vorið komið með sinn ilm og skúraskin. Sólin dreifir hátt af himni hlýjum geislum milli trjánna, gerir engan greinarmun. Fyrir langalöngu síðan lék mér á því hugur mestur: erfa land og eignast það. En kannski getur leiguliði léttar búið sig að heiman, lausar tengdur stund og stað. Stoðar ei, er allt um þrýtur, óðalsréttur, dýrir munir, gildir sjóðir, glæsihöll. Síðast verður ekkert eftir annað en sálin, lítið þroskuð, hinzta von og eign þín öll. Þingsályktunar- tillaga um sögu okkar og tungu Fyrr í vetur átti ég viðræður við nokkra krakka úr fram- haldsskóla og komst að raun um mér til mikillar furðu, að þau höfðu enga hugmynd um, hver Jónas Hallgrímsson hefði verið. Einhver þeirra kannaðist að vísu við hendinguna: „Sáuð þið hana systur rnina", en þegar minnzt var á Gunn- arshólma eða Óhræsið mætti mér einber spurn. Svona óþyrmilegar uppgötvanir geta hæglega leitt til hvatvíslegra skýringa. Er hér ekki komin enn ein sönnun þess að skólarnir gegni ekki hlutverki sinu. Og hvernig getur fólk komizt upp í fram- haldsskóla án þess að vita deili á ástsæl- asta skáldi þjóðarinnar? En varla er málið svona einfalt. Mér er fullkunnugt um að í grunnskólanum læra börn ljóð eftir Jónas, Steingrím, Davíð og Tómas. Þau eru látin fara með þau í móðurmálstímum og syngja þau í söngtímum. En einhverra hluta vegna hripar þessi kunnátta niður þegar frá líður. Trúlega er þar einhverju öðru um að kenna en skólanum. Þegar ég lít til minnar eigin bernsku minnist ég þess að hafa vitað sitthvað um Jónas Hallgrímsson löngu áður en ég heyrði hans getið i skólanum. í þá daga var hinn svokallaði menningararfur ekk- ert gamalt góss, sem bundið var í náms- skrár skólanna til þess eins að taka fram á tyllidögum. Hann var daglegur kostur fólksins í landinu. Fólk raulaði ættjarðar- lög fyrir munni sér, meðan það gekk að störfum. Sumir foreldrar lásu íslendinga- sögur eða þjóðsögur fyrir börn sín og afar og ömmur geymdu ómælda sjóði sagna og kvæða. Flestir lögðu sig í framkróka við að leiðrétta málfar barna þegar þurfa þótti, en það þótti goðgá að misþyrma tungunni. Þá var algengt að börn úr þéttbýli færu til sumardvalar út á land, þar sem aldagamlir atvinnuhættir höfðu varðveitzt og kæmu heim sýnu fróðari en áður um sögu, menn- ingu og tungutak íslenzku þjóðarinnar. Viðleitni skólanna við að hlúa að menning- ararfinum og ávaxta hann átti sér því hvarvetna stoð í daglegu lífi. Sá jarðvegur sem börn okkar og ungl- ingar eru sprottin upp úr er gerólíkur. Þar skiptir mestu, að þau hafa sáralítið sam- neyti við fulltíða fólk eða roskið, en una sér við sameiginleg áhugamál, sem oft eru háð tíðaranda og tízku. Fáir hirða um að leiðrétta málfar þeirra, gauka að þeim vís- um og kvæðum og opna augu þeirra fyrir þjóðmenningunni, sem við tókum sjálf í arf. Það er því ekki að undra að menn séu farnir að óttast um menningararfinn, og margt hefur verið skrifað í vetur um bág- borna þekkingu unga fólksins í sögu þjóð- ar sinnar og tungu. Alþingismönnum rennur blóðið til skyldunnar, og nú flytja þeir þingsályktunartillögur um að varð- veita beri sögu og tungu með aukinni kennslu, og er þá ekki í kot vísað, því að sjálfan heimsfriðinn virðist eiga að treysta þannig. En því miður verður málið ekki leyst á svo einfaldan hátt. Menning og tunga hefur aldrei verið flutt milli kyn- slóða í formi þingsályktunartillagna. Þó okkur beri að gleðjast yfir því að þing- menn hafi áhuga á fleiru en efnahagsmál- um þurfum við að gera okkur það ljóst, að hvorki Alþingi né skólar geta búið svo um hnútana að komandi kynslóðir á íslandi viti deili á Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni. Hin svokallaði menningar- arfur verður ekki annað en rykfallinn forngripur, ef ekki tekst að gæða hann inntaki og glæða tilfinningu unga fólksins fyrir honum. Þannig mun hann flytjast milli kynslóða áreynslulaust og án vald- boðs. Ef frækornin, sem skólinn sáir, falla i grýtta jörð munu þau ekki spíra. En það hef ég fyrir satt að sá sé helzti þrándur í götu ljóðakennslu í skólum, að á mörgum heimilum séu aldrei lesin ljóð og raunar óvíða ljóðabækur til. GlIÐKÚM EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. APRlL 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.