Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Blaðsíða 6
og fleira á sýningu Baltasars á Kjarvalsstöðum Baltasar hefur nú búið og starfað á íslandi í 21 ár og er fyrir löngu þjóðkunnur málari og grafíklistamaður. Frá því hann kom til landsins hefur hann lifað af myndlist; framan af með teikningum fyrir bækur og blöð — þar á meðal Lesbók. En síðan 1973 hefur hann ekki haft „auka- búgreinar" en starfað einvörð- ungu sem málari og málað jöfn- um höndum portret og frjáls myndverk ásamt grafík. Hann er einn örfárra hérlendra málara, sem ekki vinna við annað, kennslu til dæmis, eða eiga úti- vinnandi maka. Meðal þess sem Baltasar hefur í takinu er freska í hina nýju Víðistaðakirkju. Hún mun taka yfir 200 fermetra flöt og hefur Baltasar lokið undirbúnings- vinnu. En hann er maður eigi einhamur og ræðst jafnframt í stóra sýningu á Kjarvalsstöðum, sem hann opnar í dag, og er það 10. einkasýning hans á þessum liðlega tveimur áratugum á ís- landi. Baltasar hefur áður sýnt, að hann er átakamaður og kann því vel að fást við stóra myndfleti. Nægir í því sambandi að benda á myndröð hans við Fáka Einars Benediktssonar á síðustu Kjar- valsstaðasýningu hans og kross- festingarmyndirnar frá annarri sýningu á sama stað. Þesskonar myndir gera sýningar eftir- minnilegar, en það þarf nokkra karlmennsku til að ráðast í þær, — og málarinn getur yfirleitt ekki selt þær. Þetta er samt nauðsynlegt í sölum eins og á Kjarvalsstöðum; án þess verður engin reisn yfir sýningum og myndir lítilla sanda og lítilla sæva týnast þar eins og smá- stirni í himingeimnum. Sýningunni skiptir Baltasar í flokka eftir efni. Þessir flokkar heita: Vinir og fjölskylda, Loft og láð, Sólarhringur á vinnustof- unni, Félagi hestur, Þær, Sælir eru ... og síðast en ekki síst: Goyerskur. Til nánari skýringar má geta þess, að í fyrst talda flokknum eru portret, en landslagsmyndir í tveimur þeim næstu. Hestar eru gamalkunnugt myndefni Baltasars, og „Þær“ vísar til nektarmynda. En Goyerskur, — hvað í ósköpunum eru Goyerskur? Kannski er von að einhver spyrji, en hér er á ferðinni myndröð með tilvísun til spænska málarans Goya, sem var alls óragur við að láta í ljósi í myndum skoðanir sínar á ýmsu úr spænsku þjóðlífi síns tíma, til dæmis viðbjóði styrjalda, rann- sóknarréttinum, aðlinum og jafnvel sjálfri konungsfjölskyld- unni, enda var þetta neðanjarð- arlist, sem hefði getað kostað hann lífið. Sumar þessara Goya-mynda eru hárbeitt skeyti þar sem ýmist er farið fínlega með háðið, eða ádeilan gerð augljós. Þessi myndröð Baltasars, Goyerskurnar, mun án efa vekja mesta eftirtekt á þessari sýn- ingu og ugglaust verða tilefni til ýmissa bollalegginga og menn munu hafa á þessu skiptar skoð- anir. Baltasar fer í smiðju til landa síns að því leyti, að svip- mót fólksins og afstaðan til myndefnisins sver sig í ætt Goya. Hinsvegar er stíllinn frá Baltasar sjálfum og myndirnar eru bornar uppi af þeirri list- rænu kunnáttu, sem honum er eiginleg. Þessi myndröð hefur undirtit- ilinn „í skjóli frændgarðs" og vísar til þess að hér sé fjallað um frændsemis- og kunningsskapar- þjóðfélagið, þar sem menn hafa allt á þurru, ef hin réttu sam- bönd eru fyrir hendi. Mig grunar þó, að hér sé ekki fyrst og fremst átt við þjóðfélagið í heild, heldur þann þáttinn í því, sem Baltasar þekkir best: íslenzka myndlist- arheiminn með öllum sínum klíkuskap, undirróðri, páfum, peðum og mislukkaðri opinberri viðleitni til afskipta af þessu. Myndin, sem hér fylgir með, er úr þessari röð og heitir: „Þeir bindast sterkum böndum." Hér er sumsé frændgarðurinn lifandi kominn: Samtryggingin. Text- inn, sem þarna stendur á spænsku: „No hay quin nos desade", útleggst: Enginn getur slitið okkar bönd. Það er sama hvernig allt veltist og þótt sumir séu á haus — en hver skyldi hann vera þessi menningarviti með hornspangagleraugu, sem fylgist fránum augum með öllu? Önnur úr röðinni heitir „Upp- haf“. Risavaxin hænsni fæða af sér einhverskonar afskræmi. Manni dettur í hug skoffínið úr þjóðsögunum — þótt ekki væri það fætt af hænsnum, er hér um að ræða einhverskonar skoffín. Kannski er það listaskoffínið? En það er ekki gott að segja; engar skýringar eru látnar í té. Sú þriðja er ákaflega goyersk og heitir „Konungur bitl- inganna". Undirtitill er á spænsku, „toda po desprecia", og útleggst: Metur allt einskis. Það sem við blasir er nakinn maður, ekki mjög gáfulegur, enda með asnaeyru, — ber þó kórónu — og situr á kunnuglegu húsi. Hjá honum liggur rotta eða mold- varpa, en kauði heldur á mynd — eða er það kannski spegill? Sú fjórða heitir á ensku „The eye of the beholder" og vísar til þess, að fegurðin er ekki bundinn við það sem sést, heldur býr hún í augum áhorfandans. Hér eru heldur ískyggilegir menn við vafasama iðju — eða skemmtun — og alveg í anda Goya. Undir- titill er á spænsku: „maricones , sem merktir Krítísk- Faðmurinn á förum Það er almennt haldið að steinaldarmaðurinn hafi barið konuna eða dregið hana á hár- inu, ef hann vildi fá hana til við sig, og líklega hefur þetta verið fljótvirkari aðferð en síðar var upptekin með vaxandi menn- ingu, að fara vel að konunum og faðma þær, en þá varð til, segja fróðir menn, orðið faðmur. Það eru þó ekki nema fróðustu menn, sem rekja orðið aftur í þessa at- höfn, enda vita menn ekki hve- nær barsmíðar voru aflagðar í ástamálum og upptekin faðmlög. Minna fróðir rekja orðið faðmur til engilsaxnesks orðs fæthm en það merkti að faðma. Síðar færðist einnig merking þessa orðs yfir á lengdareiningu á snærum og köðlum og mest not- að af sjómönnum. Nú er verið að ýta þessu orði út úr mælikerfi fjölmargra þjóða. Það er orðið úrelt, segja menn. Víða í ensku- mælandi heimi er til dæmis búið að ákveða með lögum að fella það niður og láta metrann taka algerlega við. Brezka flotamála- ráðuneytið gaf út 1969 tilkynn- ingu um að faöminum skyldi út- rýmt og átti það að gerast á þremur árum. Brezka stjórnin ætlaði þá almenningi lengri tíma eða 10 ár til taka upp metrakerf- ið. En Bretinn er nú íhaldssamur og það getur tekið tímann sinn að útrýma faðminum, að minnsta kosti úr máli brezkra sjómanna. Faðmurinn hefur aldrei verjð notaður sem mælieining, hvorki Ióðrétt né lárétt á landi né sjó, nema á línum, köðlum og vírum og hafdýpi enda var það mælt á tíma handlóðsins með línu. Eng- inn mælir hæð masturs í föðm- um né lengd skipsins. Faðmurinn er bilið milli krepptra hnefa mannsins, þegar hann heldur handleggjunum beinum út frá öxlum, sitt til hvorrar hliðar. Þetta bil svarar til sex feta. Þar sem þessi mælingaraðferð var þægilegust við línur og kaðla, var eðlilegt að hún væri mest notuð um borð í skipum eða við að útbúa skip og veiðarfæri. Sjómenn hafa líka haldið mikilli tryggð við faðminn. Þótt langt sé síðan við íslendingar tókum upp metrakerfið lifir faðmurinn enn góðu lífi um borð. Það eru fleiri lengdareiningar sem menn víða um heim vilja flýta sér að leggja fyrir róða, af því að þær séu orðnar úreltar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.