Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 8
Teikning Pétur Halldórsson
LAUSAMAL
HANNES PÉTURSSON ÞÝDDI
Fyrsta bók Franz Kafka var kver sem hafði að geyma átján stuttar frásögur, prentað í Leipzig 1912. Höfundurinn stóð þá brátt á þrítugu. Hann nefndi syrpuna Betrachtung („Athugun").
Ftitformið sem þar á í hlut („Kleine Prosastucke") er mikið ræktað með þýzkumælandi þjóðum, og Kafka var einn af meisturum þess. Hann vildi þó ekki síðar gangast við fyrstu bók sinni,
frekar en mörgu ööru sem hann ritaði og nú þykir afbragð.
Hér á eftir fara þýðingar fimm frásagna úr „Athugun". Kafla-fræðingar telja að þær hafi allar verið samdar á árabilinu 1906—09.
Gluggi sem snýr
að götunni
Hver sá sem býr einn og einmana og óskaði þó við
og við að eiga samleið með öðru fólki einhvers stað-
ar, hver sá sem kýs, með hliðsjón af því að dags-
stundirnar eru breytingum undirorpnar, veðráttan
og aðstæðurnar í vinnunni, að líta armlegg sem
hann gæti stuðzt við, sama hver væri, lendir fljótt í
vandræðum án glugga sem snýr að götunni. Og sé
þann veg ástatt fyrir honum, að hann leitar einskis
öðru fremur, gengur út að glugga sínum og lætur
aðeins sem lúinn maður augun hvarfla milli himins
og fólksins á ferð, áhugalaus og höfuðið lítið eitt
afturhallt, þá hrífa hann hestarnir fyrir neðan samt
með sér inn í vagnaröðina, skarkalann og jafnframt
að lokum inn í hið mannlega samlyndi.
Farþeginn
Ég stend á útipalli vagnsins rafknúna og veit
nákvæmlega ekki neitt fyrir víst um stöðu mína í
þessum heimi, þessari borg, innan fjölskyldu minn-
ar. Mér tækist meira að segja ekki að skýra frá því í
stærstu dráttum, hverjar kröfur ég kynni með réttu
að hafa fram að bera í þessa áttina ellegar hina. Ég
get ekki sagt nokkurn hlut því til varnar að ég stend
á þessum útipalli, held mér í þennan hanka, læt
berast áfram með þessum vagni, að fólk víkur undan
fyrir vagninum eða gengur rólega leiðar sinnar eða
þá hvílir sig framan við búðargluggana. Enginn
krefst þess af mér heldur, en það skiptir ekki máli.
Vagninn nálgast biðstöð, stúlka kemur sér fyrir
hjá þrepunum, viðbúin að stíga úr. Hún stendur mér
svo skýrt fyrir sjónum að það er eins og ég hefði
þreifað á henni. Hún er svartklædd, pilsfellingarnar
haggast varla, blússan er þröng og með hvítan, fín-
möskvaðan kniplingakraga, hún leggur lófa vinstri
handar flatan með veggnum, lætur odd sólhlífarinn-
ar í hægri hendi hvíla á næstefsta þrepi. Hún er
brún í andliti, nefið í þynnra lagi um miðju, en
verður hvelfdara og breiðara fremst. Hún er þykk-
hærð og jarphærð og með eitt og eitt hár, ofursmátt,
á hægra gagnauga. Fíngert eyrað liggur þétt að, þó
greini ég, af því ég stend nálægt, allt ytra eyrað
hægra megin aftan frá og skuggablæinn við rót þess.
Eg spurði sjálfan mig þegar þetta var: Hvernig
stendur á því að hún vekur ekki undrun sjálfrar sín,
að hún er með munninn luktan og segir ekki nokk-
urn skapaðan hlut sem hnígur í þá átt?
Þeir sem koma
hlaupandi fram
hjá
Þegar gengið er eftir götu á næturþeli til hress-
ingar og maður sem sést óðara langt að, því gatan
rís dálítið í fangið og tunglið er fullt, kemur hlaup-
andi á móti okkur, þá þrífum við ekki til hans,
jafnvel ekki þótt hann sé kraftalítill að sjá og tötra-
legur, jafnvel ekki þótt einhver sé á hælum hans og
öskri, heldur látum við hann hlaupa þangað sem
hann vill.
Því að það er nótt, og við getum ekki að því gert að
gatan skuli rísa í fangið, undir fullu tungli, og þar að
auki eru þessir tveir menn kannski að skemmta sér í
eltingarleik, kannski eru þeir báðir að elta þriðja
mann, kannski er verið að elta þann fyrri algjörlega
að ósekju, kannski er sá sem á eftir hleypur með
morð í huga og við yrðum samsekir um morðið,
kannski vita mennirnir tveir ekkert hvor af öðrum
og báðir að hlaupa upp á eigin spýtur heim í háttinn,
kannski eru þetta svefngenglar, kannski sá fyrri sé
vopnaður.
Og að síðustu, leyfist okkur ekki að vera slæptir,
höfum við ekki þjórað svo mikið? Við erum fegnir að
seinni maðurinn skuli líka vera horfinn úr augsýn.
Heimleiðis
Sjá sannfæringarkraft loftsins eftir þrumuveðrið!
Þeir verðleikar sem ég hef til að bera birtast mér og
hertaka mig, og þó er ég ekki að belgja mig út.
Ég geng og geng, og hraði minn er hraði þessarar
húsaraðar við götuna, þessarar götu, þessa hverfis.
Með réttu ber ég ábyrgð á öllum höggum sem eru
drepin á hurðir, borðplötur, ber ábyrgð á öllum
skálaræðum, elskendum í rúminu, innan um upp-
slátt bygginganna nýju, í dimmum götum þar sem
þeir klessa sér að veggjunum, á legubekkjum hóru-
húsanna.
Ég veg og met það líf, sem ég hef lifað, andspænis
hinu sem ég á eftir, finnst hvort tveggja fyrirtak,
geri ekki upp á milli, ég hlýt einungis að áfellast
óréttmæti forsjónarinnar sem er mér svona hliðholl.
Það er ekki fyrr en ég kem inn í herbergið mitt að
ég verð ofurlítið hugsi, þó án þess mér fyndist eitt
fremur en annað umhugsunarvert meðan ég gekk
upp stigann. Mér er ekki mikil hjálp í því að galopna
gluggann og að enn skuli heyrast til hljómsveitar í
garði.
Horft út,
annars hugar
Hvað tökum við okkur fyrir hendur á þessum
vordögum sem koma nú óðfluga? í morgun snemma
var gráskýjaður himinn, en gangi máður núna út að
glugganum, þá vaknar undrun og maður leggur
vangann að gluggahúninum.
Úti, fyrir neðan, sést birta hnígandi sólar á andliti
barnslegrar stúlku; hún er sisvona á gangi og horfir
í kringum sig, og jafnframt sést á andlitinu skuggi
manns sem kemur á eftir henni hröðum skrefum.
Og svo er maðurinn fyrr en varir genginn hjá, og
andlit stúlkunnar litlu er albjart.
8