Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Síða 10
páfans, en nálægt kirkjunni er víðáttumikið torg þar
sem Como-búar sitja í kvöldblíðunni og drekka kaffi við
smáborð og kannski man nú enginn lengur, að það var
einmitt hér, sem Mussolini og fylgikona hans voru
hengd upp á löppunum, almenningi til sýnis, eftir að
þau höfðu verið skotin. Þeir gómuðu Mussolini í hæðun-
um hér ofan við Como og síðan hefur honum ekki verið
mjög hátt lof haldið unz sást í blöðum í fyrra, að veru-
leg Mussolini-hrifning gripi nú um sig á Ítalíu. Ætli sú
stemmning hafi ekki fylgt einhverri kröfu um „hinn
sterka mann“ sem stundum er kallað á, þegar allt er í
steik. En það er önnur saga.
Ferðafólki skal bent á röð veitingahúsa, sem standa á
bakka Como-vatnsins. Þaðan er ævintýralegt að sjá út á
vatnið; notaleg stemmning eftir að skyggja tekur.
TlCINO - Hinn Ítalski
Hluti Sviss
Við Chasso, sem er aðeins snertuspöl utan við Como,
eru svissnesku landamærin og umferðin þar í báðar
áttir er eins og stórfljót og þeir standa ekki í neinu
veseni: Aðeins að draga fram passann og vera fljótur að
því. Þarmeð er maður kominn inn í Ticino, sem er
suðurhluti Sviss, hinn ítalski hluti. Hér er komið á
hraðbraut, sem liggur yfir akra og hæðótt landslag í
norður og þessir 25 km norður að Lugano-vatni eru
fljótfarnir. Þar upphefst Alpalandslag á ný; háir og
snarbrattir höfðar skaga fram í Lugano-vatnið og svífa
næstum því í blámóðunni og logninu.
Aðkoman til Lugano er með afbrigðum fögur og þeir
sem fara á annað borð til Sviss ættu að kappkosta að
komast þangað. Borgarstæðið er í slakka við vatnið, en
einstök hús utaní brattanum, næstum því upp á tinda
Upp að rótum Matterborns í baustbraglanda. Að ofan t.r.: útsýni úr kláfnum skammt ofan rið Zermatt. Til bægri: ÍFurri,
skiptistöð á leiðinni upp. Að neðan t.r.: í Schwartsee rið rætur Matterhorns, aðstoðarmaður Lesbókar rirðir fyrir sér
skriðjökla. Til bægri: Ofan rið snjólínu, reitingaskáli í Schwartsee.
Zermatt — hér er ferðaútregurinn það sem máli skiptir. Til rinstri: Hótelabærinn Zermatt og ferðamannasegullinn mikli að baki: Matterborn. ímiðju: Hótel Allalin íZermatt. Til hægri.
Útsendarar hótelanna koma á járnbrautarstöðina með hestragna og rafbíla til að lokka ferðamenn.
og maður skilur ekki hvernig hægt hefur verið að koma
byggingarefni þangað. Það er erfitt að gera upp á milli
fegurstu staðanna í Sviss, en Lugano verður mjög ofar-
lega á blaði hjá mér og helgast af því að þar sameinast
fegurð vatnsins, suðræn gróska og hlýja og svipmikil
fjöll.
Þegar komið er inn til bæjarins er ómaksins vert að
taka smá útúrkrók út með strönd vatnsins til hægri. Þá
er komið útá Höfðann — Capo — sem skagar framí
vatnið og verður þar undursamlega fagurt útsýni yfir
öll þessi herlegheit. Þau er hægt að virða fyrir sér á
meðan snæddur er léttur hádegisverður: Lasagna og
Lugano-bjór með. Eða eitthvað annað eftir vild.
Lugano er ekki þesskonar bær, að maður geti lagt bíl
þar sem ef til vill þætti æskilegast. Ekki þýðir annað en
finna bílageymslu og uppí á 9. hæð í Auto-silo fékkst
stæði og kostaði sem svarar 26 krónum í þrjá tíma. Það
leynir sér ekki, að Lugano er mikill ferðamannabær; til
dæmis sést það á öllum þeim skara fólks, sem ber
myndavél á maganum. Það er einnig á almennu vitorði,
að Lugano er efnamannabær, — og það á svissneska
vísu, — einn þeirra sem auðjöfrar úr öllum heiminum
velja sér til búsetu þegar líður að ævikvöldinu. Efna-
hagur manna endurspeglast til að mynda í bílaflotan-
um, sem er heldur af skárra taginu; sömuleiðis pelsa-
búðir og verzlanir með ámóta varning.
Fegurðin, sem alls staðar
blasir við, er hins vegar
ókeypis. Fólk nýtur haust-
blíðunnar á ströndinni við
vatnið, þar sem smábátar
eru leigðir út og stórar
ferjur leggja upp í sigl-
ingu um vatnið. Yfir
þessu öllu er rólegur og
afslappaður blær; einnig á
torginu, Piazza della Rif-
orma, þar sem fjöldi fólks
sat, naut veitinga og
Strandgatan í Locarno. Borgin stendur í halla rið ratnið
Lago Maggiore.
hlustaði á mexíkanskt tríó. Maður heyrir að ítalskan er
ráðandi mál hér; þar að auki eru víst allir þýzkumæl-
andi. En það er hinsvegar töluverður misbrestur á því,
að fólk í þjónustustörfum tali ensku. Áhrifin eru suð-
ræn; það er Ítalía sem liggur í loftinu.
Sá sem fer um Sviss, ætti að líta við í þessum bæ,
jafnvel þótt það kosti að taka á sig smá krók. Eins og ég
hef áður sagt, koma fleiri hringleiðir til greina, en sú
sem hér er lýst. Ein er sú að sleppa alveg útúrkrólínum
suður fyrir Como-vatn, en fara þess í stað áfram eftir
hraðbrautinni frá Chur, suðvestur yfir Bernardino-
skarð, sem er í liðlega 2 þúsund metra hæð og suður til
Locarno. Þaðan væri þá hægt að taka smá slaufu suður
til Lugano.
Uppúr síðustu aldamótum varð Lugano tízkustaður
kóngafólks úr Evrópu og sú dýrð náði hámarki árið
1910, þegar allir meiriháttar krónprinsar og greifar úr
Evrópu voru þar saman komnir að leika sér ásamt
herskara af snobburum, sem eltu þetta fólk. Þá var nú
stíll yfir staðnum, en sú blíða kóngatíð tók enda með
morðinu á Ferdinand erkihertoga í Sarajevo árið 1914
og fyrra heimsstríðinu. Síðan hafa kóngar, hertogar og
barónar ekki borið sitt barr. Nú er það ekki bara séra
Jón, heldur venjulegur Jón, sem kemur á bílnum sínum
til Lugano, þar sem völ er á 10 þúsund rúmum á hótel-
um og gististöðum. Litlar líkur eru á því að sá meðaljón
fari með aurana sína 1 Kasínóið eins og greifarnir hér
fyrr meir: Þess í stað lítur hann inn í „Das grosse
Kaufhaus Innovazione", labbar um og nýtur blíðunnar í
Parco Civico og kíkir kannski á listina í Museo di Belle
Arti. Btór hluti Lugano-gesta er þangað kominn til að
sitja ráðstefnur og gefst þá jafnframt tækifæri til að
reyna „Die Tessiner Kochkunst" — matargerðarlist
Tessino-búa, sem ku vera markverð. Þeim sem ekki láta
sér nægja eitthvert létt snarl, benda staðkunnugir á
Bellevue au Lac eða Restaurant Grill L’Oasis í Hótel
Eden. Allt önnur tegund veitingahúsa er í kjöllurum af
grófa taginu, eða „Lándlich-rustikal". Þar þykir gott að
smakka héraðsbrennivínið, sem heitir Grappa, en létt
vin og ostur er annars það sem oftast er á borðum í
„Grotto" eins og þessir kjallarar eru nefndir. Næturlíf í
Lugano er sagt markvert, hvort sem stemmningin er
fyrir dansi á La Romantica eða „sjóinu" á Europa 1001
Nacht.
LOCARNO — MIKLAVATN
Maður ekur burt frá Lugano með nokkrum söknuði og
segir við sjálfan sig, að hingað þurfi maður helzt að
koma aftur. Nú skal krækt norðurfyrir enda Lago
Maggiore — Miklavatns, þar sem stendur borgin Loc-
arno á bökkum vatnsins og langt uppí hliðar. Þangað er