Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 11
1 i fljótfarið eftir hraðbrautinni frá Lugano og leiðin ligg- ur um dali og sumstaðar eftir jarðgöngum. Það var stutt eftir af dagsbirtunni, þegar til Locarno var komið; nógu bjart samt til þess að sjá, að þetta er fallegur bær með urmul af hótelum, sem hafa merkilegan leiðarvísi á stórri töflu niðri við vatnið. Þar eru myndir af hótelun- um, upplýsingar um verð og annað og þaðan getur mað- ur sett sig í samband við þau. Við gistum á Hotel Astoria, sem kostaði 100 franka með morgunverði og leit vel út að utan, en var ekki á mjög marga fiska innanstokks. Á flestum miðlungshótelum með baði reyndist verðið 80—100 frankar. Mistrið hafði verið að þéttast og sást varla yfir vatnið fyrir því um kvöldið, en hitinn var þægilegur, eitthvað um 20 stig, — og sá sérstaki ilmur í loftinu, sem fylgir suðrænum stöðum. Fjöldi fallegra veit- ingastaða er í röðinni meðfram vatninu og við snæddum kvöldverð á Mövenpick; sú keðja virðist ná yfir allt landið, — og þar var eins og Svissarar segja sjálfir, afbragðsmatur á skikkanlegu verði: Austurlenzkur rétt- ur úr ýmsu kjöti, hrísgrjónum og firna sterku kryddi, sem kostaði 20 franka með bjórnum. Ekki var álitlegt að líta út á Lago Maggiore um morguninn 16. september: Mistrið hafði breytzt í svartaþoku og það rigndi. Þá kemur óðar upp í manniíslendingurinn og maður spyr: Ætli hann sé nú brugðinn, — lagstur í sunnanátt og rigningu? Vegna þess arna sáum við naumast annað af Loc- arno en það sem greina mátti í rökkrinu kvöldið áður. Nú voru tveir kostir fyrir hendi: Að bíða í Locarno unz kynni að stytta upp, eða halda þeirri ferðaáætlun, sem sett var í upphafi. Það var ákveðið að halda áfram, því ennþá girnilegri skoðunarefni voru talin vera á seinni hluta þessa hringaksturs; ekki sízt Berner Oberland. Ferðinni í næsta áfanga var heitið til Zermatt, sem er einn af þessum sjálfsögðu viðkomustöðum í nánd við Matter- horn, það fræga fjall. Nú áttum við um að velja hrað- brautina norður á St. Goddard-skarð og þaðan í vinkil til vesturs eftir Valais; dalnum mikla, sem nær svo að segja eftir endilöngu Sviss og að vísu með talsverðum þröskuldi við Furke-skarðið, þar sem upphefst það mikla fljót Rhone. Valais er sumsé Rhone-dalurinn framlengdur í austur frá Genfar-vatni og heyrir að verulegu leyti til franska hlutanum í Sviss. Við ákváðum samt að fara aðra leið yfir í Rhone-dal: Suðvestur með Lago Maggiore, þar sem á að vera und- urfallegt í góðu veðri og síðan inn eftir fjalladal, sem liggur í norðvestur frá Verbania, og loks yfir Simplon- skarðið. Er skemmst frá því að segja, að þokan grúfði áfram yfir vatninu og landinu og það var sama sagan inn eftir dalnum hjá Domodossola. Ljóst var, að ekki yrði mjög skemmtilegt að klifra yfir Simplon-skarðið í svartaþoku; það losar tvö þúsund metra. Svo það var ákveðið í Iselle að láta bílinn uppá bílaflutningalest, sem fer í gegnum 20 km löng jarðgöng yfir í Rhone-dal. Sú ferð tók aðeins 17 mínútur; við sátum bara í bílnum í myrkrinu og þetta var eins og ferð inní iður jarðar. Við fórum af lestinni í Brig, sem er frægðarlaus smá- bær austarlega í þessum geypilega og búsældarlega dal. Aðeins 9 km vestar er komið í annan viðlíka smábæ: Visp, þar sem fjós og súrheysturnar standa við götur með sama rétti og búðir. Og kaupfélagið í Visp er bara gott. Hér brugðum við okkur þvert út úr leið: Til Zer- matt er farið eftir þröngum afdal, sem liggur til suðurs út úr Rhone-dalnum. Hann heitir Matter-dalur og fjöll- in umhverfis eru yfirleitt í rúmum 3 þúsund metrum, nema hvað Weisshorn nær uppí 4506 metra. Þetta eru fjöll sem tekur að horfa á, eða líta upp til. Við sáum þau í bakaleiðinni, en á leiðinni til Zermatt var enn þoka í miðjum hlíðum. beðið eftir Matterhorni Bílvegurinn endar í þorpi, sem heitir Tásch. Þar er farangur og mannskapur látinn í lest og haldið með Matterhorn í allri sinni dýrö. Hálfur þriðji tugur fjallgöngumanna hrapaði þar til dauðs síðastliðið sumar. henni 6 km spöl til Zermatt. Menn kæra sig víst ekki um bílaumferð í þessu rómantíska hótelaþorpi, en útsend- arar hótelanna bíða á járnbrautarstöðinni með raf- magnsbíla. Okkur fannst traustvekjandi útsendarinn frá Hótel Allalin, enda reyndist það frábært hótel; er fjögurra stjörnu og kostaði 100 franka herbergið. Með þessu hóteli er hægt að mæla við hvern sem er. Hótel Allalin er merkt með „Garni“ sem merkir, að þar er seld gisting og morgunverður aðeins. En nóg er af veitingahúsum í Zermatt; við fundum vistlegan kjall- ara við aðalgötuna og snæddum þar ágætis fondue; sú matseld mun upprunnin í Sviss, en hefur breiðst þaðan út. Zermatt er alger jólakortabær, þar sem allir lifa á túristum. Þeir aftur á móti virðast yfirleitt á fjallgönguskóm og ætla sér að klífa hæstu tinda; eink- um og sér í lagi Matterhorn, sem Svissarar prenta utan á súkkulaðipakka og hafa gert heimsfrægt. En ekki hafa allir fjallgöngumenn átt afturkvæmt úr bergveggj- um Matterhorns. Ur Hótel Allalin blasir við kirkjugarð- urinn í Zermatt og mátti sjá margar nýjar grafir þar. Hvorki meira né minna en 25 fjallgöngumenn höfðu hrap- að til bana í Matterhorni um sumarið og margir þeirra höfðu fengið legstað í Zer- matt. Sú staðreynd aftrar þó ekki öðrum frá því að reyna. Morguninn 17. september var ekki uppörvandi að sjá, að þokan var enn í miðjum hlíðum og timburhúsin með gaflinn undan brekkunni voru þung og ábúðarmikil; regn draup af upsum og niður á blómakerin, sem hvarvetna prýða svalir. Um hádegið fór að birta lítið eitt og grillti þá í Matterhorn. Það var ákveðið að láta slag standa og taka sér far með kláfferjunni, sem liggur upp til Schwartsee við rætur Matterhorns. Fyrst er farið með smákláfi uppúr dal- botninum og þeim sem óvanir eru þessum ferðamáta, finnst hrikalega hátt niður í gljúfrin, sem verða þegar ofar dregur. En það venst. Frá skiptistöð er farið með miklu stærri kláfi upp til Schwartsee og þá er komið i 2.580 metra hæð og upp fyrir snjólínu. Þar ríkti hrá- slagi og svipað loftslag og verður uppi á öræfum íslands um réttaleytið, þegar snjó er að byrja að festa. Nú sást langleiðina á tind Matterhorns, en oftast var éljakiifur á tindinum, samt var ógleymanlegt að sjá þetta fræga fjall og skriðjöklana niðurúr austurfjöllunum. Þegar þangað er litið, sjást margar lyftur, sem ganga óraleiðir frá Zermatt og uppá hálendið þar sem heitir Kleine Matterhorn. Þar var nú allt snævi þakið og skíðavertíð- in hafin. Lyftan upp til Schwartsee fer á 10 mínútna fresti og er varla meira en 10 mínútur frá skiptistöðinni. Úr þessari miklu hæð er gaman að líta niöur og sjá sel og geitabúskap, ellegar kýr með bjöllur um hálsinn lengst uppi í hlíðum. Og þegar betur er að gáð sjást merktar gönguleiðir um allar trissur og ótrúlega margt fólk var á gangi eftir stígunum. Þeir sem geta hugsað sér að eyða sumarleyfinu í útivist á fjöllum og með dágóða áreynslu á lappirnar — mundu varla verða vonsviknir þarna, tignarleg fegurð hvert sem litið er. Á götu í Zermatt. Hér eru flestir á fjallgönguskóm og þar að auki með bakpoka og ísaxir. Næsta laugardag: ílr heimsborg í háfjöllin. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. APRlL 1984 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.