Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 4
Guðbrandsbiblía Á þessu ári eru liðin 400 ár síðan Guðbrandsbiblía var prentuð og út gefin á Hólum. Það var menning- arlegt stórvirki, sem réð mestu um það, að við töl- um nú íslenzku EFTIR ÞÓRI KR. ÞÓRÐARSON PRÓFESSOR Á Landshókasafninu eru nokkur eintök af Guö- brandsbiblíu, þar á meðal þetta. Spjöldin eru myndskreytt og málmslegin og bókin lokast með treimur málmspennum. Ekki er ritað hrersu mörg eintök eru nú til af hinni upprunalegu Guðbrands- biblíu, en þau eru allmörg. Guðbrandsbiblía er ekki aðeins stór og fögur bók, minnisverð um leikni og listhneigð 16. aldar, afrek í sögu prentlistar. Miklu fremur er hún minningarmark um víðtækt starf siðbótarmanna á mörgum sviðum, er miðaði að því að koma fram nýjum skilningi á lífinu, manninum og Guði. Þeir vildu flytja hin nýju viðhorf, hugmyndir og vísindi úr renaissansinum og siðbótinni á meginlandi Evrópu til íslands og bylta þannig íslensku þjóðfélagi, færa það „í takt við tímann“. Þeir varð'veittu samhengi íslenskrar menningar frá upphafi kristni á íslandi, en það sam- hengi fólst fyrst og fremst í íslenskri tungu, þótt hún kunni að hafa breyst og skírst í tjáningu þeirra á nýjum sannindum, eins og síðar verður að vikið. Tungan, málfarið, er nefnilega ekki aðeins tæki til að tjá meiningar með merkjum málsins, samstöfum og hljóðum. Hún er partur innsta persónuleika, og hún er sannleikurinn sjálfur. Ástundun góðs málfars er iðkan þeirra hluta sem málið flytur. Oddur Gottskálksson og Gissur Einarsson voru brennandi í andanum að flytja vorþey sunnan úr álfu og endurnýja gamla stofnun, sem þeir sjálfir tilheyrðu og tignuðu, en hafði staðnað í farvegum valdabaráttu og auðshyggju. En hvert var tæki þeirra til þess að koma breytingum til vegar og flytja nýja kenningu? Það var þýðing og útgáfa Biblíunnar. í þessu var mikil bylting fólgin. Nútímamönnum, jafnt kaþólskum sem lútherskum, finnst það sjálfsagð- ur hlutur, að túlkun ritninganna skipti sköpum um allt starf kirkjunnar. En á 16. öld á íslandi var þetta nýr og byltingasamur skilningur sunnan úr álfu, uppspretta nýrra viðhorfa til þjóðfélagsins og menningarinnar. En það var ekki fyrst og fremst biblíutextinn sjálfur í sinni sögulegu skírskotun sem skipti höfuðmáli, heldur hver túlkun hans var. Það var biblíu-túlkunin sem var upp- spretta nýrra hugmynda, túlkun á grundvelli textans. (Lúther framdi ekki siðbót sína sem prestur — hann var á móti prestum þeirrar tíðar — heldur sem prófess- or í biblíuskýringu við háskólann í Wittenberg.) Útgáfa Guðbrandsbiblíu var því í senn forsenda um- bótastarfsins og afleiðing þess. Og af henni spratt endurnýjun og varðveisla tungunnar. En sjálfstæðis- barátta er sístætt starf að því að viðhalda lífi, atvinnu og menningu þjóðarinnar með íslenska tungu að vopni, var 1584-biblían slíkur áfangi. HVAÐ GERÐIST á íslandi í SlÐBÓT? Sextánda öldin í sögu íslands, en um miðbik hennar var hinn nýi siður lögboðinn, verður ekki skýrð nema með einu móti: Á 15. öld, og raunar i nokkrum mæli þegar á 14. öld, hafði þjóðskipan riðlast í Evrópu. Losn- að haföi um bönd hagkerfis og stjórnsýslukerfis, sem kirkjan var samgróin í auðs- og valdastöðu sinni. Frels- isalda fór um löndin, og við upphaf aldarinnar höfðu völd konunga og borgara aukist svo mjög á kostnað aðals og kirkju, að bresta tók í stíflugörðum, uns þeir biluðu, og flóðalda nýrra valdastétta flæddi yfir löndin og sökkti skipi kirkjunnar (hinnar kaþólsku, sem við nefnum svo nú) í mörgum löndum. Konungar létu í skjóli borgara og bænda greipar sópa um eigur og tekj- ur klaustra, kirkna og biskupastóla og söfnuðu þannig miklu fjármagni til þess að kosta stríðsrekstur sinn. Nákvæmlega á þennan hátt varð byltingin á íslandi. Konungur og konungsmenn (á Bessastöðum) rúðu ekki aðeins klaustrin, kirkjurnar og kaþólsku biskupana eig- um, heldur féflettu þeir einnig hina nýju evangelísk- lúthersku kirkju og hindruðu þannig framgang flestra umbótamála, t.d. í skólamálum. En hverfum aftur til meginlandsins. Það var ekki aðeins að kirkjuvaldið ætti í vök að verjast upp úr aldamótum 1500 sökum nýrrar valdauppbyggingar þjóðfélaganna, heldur voru innan vébanda hennar sjálfrar menn, sem hrifist höfðu af hinni nýju frelsis- hyggju og afturhvarfi til fornaldarmenningar og frum- heimilda andlegra verka: fornmenntamenn endurreisn- ar (renaissance) og siðbótar. Meðal þeirra sem koma við sögu þessa efnis og fremstir stóðu voru þeir Marteinn Lúther og Jón Kalvín. Þeir Lúther og Kalvín börðust allt annarri baráttu en valdsherrarnir. Þeir áttu við að kljást fræðilegar spurn- ingar, sem einnig voru næsta persónulegar, um efstu rök lífsins og samband trúar og þjóðfélagsmála, er vaknað höfðu við nýjar rannsóknir á höfuðritum forn- aldar og persónulega tileinkun þeirra sjálfra á sann- leikanum. Svo illa leikur sagan oft sögupersónurnar, að hin góða barátta kemur sjálfri sér í koll. Frelsishugmyndir sið- bótarmanna evrópskra, sem fæddar voru af þjóðfélags- þróun og menntastefnu nýrra tíma, hleyptu af stað heilu stóði af stríðshestum sem tróðu niður efnalegan grundvöll kirkjulífsins og veittu konungum sigur gegn kirkjunni og almúganum. Það var á þennan veg sem ísland komst undir kóngs- ins mekt. Fulltrúar konungsvaldsins á Bessastöðum veittu bændum nærsveitanna enn meiri kúgun en þeir höfðu áður sætt um þungbær skattgjöld til klaustra og kirkna. Og fulltrúar fólksins, „tilsjónarmennirnir" nýju í Skálholti og á Hólum, skoluðust undir flóðöldu kúgar- anna nýju frá kóngsins Kaupenhafn og komu ekki fram umbótamálum kirkjunnar, sem öll þeirra guðfræði og köllun stefndi að. í ljósi þessa verður að dæma um siðskiptaöldina í sögu íslands. En tókst siðbótin? Varð íslensk menning á nokkurn hátt ríkari eftir, eða íslenskt þjóðfélag bættara með hinn nýja sið en þann gamla? Virst gæti, að siðbótar- tilraunin, sem þeir hrundu af stað m.a. Oddur Gott- skálksson og Gissur Einarsson, hafi mistekist. Hvað veldur slíkum dómi? Segja mætti, að í stað dýrlingatrú- arinnar, sem siðbótarmenn vildu afnema sem aðra hjá- trú, kæmi galdrahjátrúin á næstu öld, og að í stað kanónísks réttar kirkjunnar, sem menn byltu sökum nýs skilnings á lögfræði og réttarfari, kæmi Stóridóm- ur, sem leikmenn dæmdu. í hverju voru íslendingar þá bættari? Spurningum sem þessum er erfitt að svara. fslenskar sagnfræðirannsóknir fjölluðu áður fyrr fremur um ár- töl og staðreyndir sögunnar en merkingau þjóðfélags- þróunarinnar. Páll Eggert Ólason ræðir samt í stórvirki sínu, Mönnum og menntum siðskiptaaldarinnar á ís- landi I—IV, um það hvaða afleiðingar siðskiptin höfðu, en það vakna ótal spurningar, sem ósvarað er, um þróun íslensks þjóðfélags á 16. öld og hinum næstu, uns ís- lenskt þjóðlíf reis til nýs þroska á 19. öld. Það er auðvelt að rannsaka svokallaðar „staðreyndir" sögunnar, en öllu torsóttari er leiðin að réttum skilningi á því, hvaða mat vér nútíðarmenn skyldum leggja á liðna tíma. Einhvern veginn finnst mér, að þjóðfélagslegt umbótastarf Odds og Gissurar hafi fallið í skugga þess sem gerðist á öldinni næstu, að dimmt ský galdraaldar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.