Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Síða 7
Úr Guðbrandsbiblíu ÚR FJALL- RÆÐUNNI En er Jesus sá lólkiö, gekk hann upp á fjallið, og þá hann setti sig niður gengu hans lærisveinar til hans. Og hann lauk sinn munn upp og tók aö kenna þeim og sagði: Sælir eru þeir sem andlega eru volaðir, þvl að þeirra er himinarlki. Sælir eru þeir sem harma, þvl að þeir munu huggaöir verða. Sælir eru hógværir, þvl að þeir munu jarðrlki erfa. Sælir eru þeir sem hungra og þyrsta eftir réttlætinu, þvl að þeir skulu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, þvl að þeir munu miskunn hljóta. Sælir eru hreinhjartaðir, þvl aö þeir munu Guð sjá. Sælir eru þeir sem friðinn gjöra, þvi að þeir munu Guðs synir kallaöir verða. Sælir eru þeir sem fyrir réttlætis- ins sakir ofsóttir verða, þvl að þeirra er himnarlki. Sælir eru þér, nær eð lýðurinn formælir yður, og ofsókn veitir, og talar I gegn yöur alla vonsku fyrir mlnar sakir, þó Ijúgandi. Fagni þér og verið glaöir, þvl að yðart verðkauþ er nóglegt á himnum, þvl að so hafa þeir ofsótt sþámennina þá eö fyrir yður voru. Þér eruð salt jarðar. Nú ef saltið deyfist, I hverju verður þá saltað? Þá dugir þaö til einskis meir, nema að þvl veröur útsnarað so að þaö sé fóttroöið af mönnum. Þér eruö Ijós veraldar; sú borg sem á fjallinu er sett fær ei fólgist, og eigi tendra þeir Ijósið og setja það undir mæliask, heldur yfir Ijóshaldinn, so að það lýsi öllum þeim sem I húsinu eru. Llka skal yðvart Ijós lýsa fyrir mönnum, so aö þeir sjái yðar góðverk, og dýrki fööur yðarn á himnum. Þér skuluð ei meina að eg sé kominn lögmálið eöur spámennina upp að leysa; eg em eigi kominn að leysa, heldur upp að fylla, þvl að eg segi yður fyrir sann: þangað til himinn og jörö forgengur, mun eigi hinn minnsti bókstafur eður titill af lögmálinu forganga, þar til að allt það skeöur. Þvl hver hann uþþleysir eitt af þessum minnstu boöorð- um, og kennir það lýönum svo, sá mun kallast minnstur I himnariki, en hver það gjörir og kennir, hann mun mikill kallast I himnarlkl. Þvl að eg segi yður, nema so sé að yðvart réttlæti sé betra en hinna skriftlærðu og Farlseis, þá munu þér eigi innganga I himnarlki. Þér hafið heyrt hvað sagt er til hinna gömlu: Þú skalt ei mann vega, en hver eð mann vegur, hann verður dóms sekur; en eg segi yöur, hver eð reiðist bróður slnum, hann verður dóms sekur. En hver sem til bróður slns segir: Rakka! hann verður ráðs sekur; en hver eð segir: Þú afglapi! hann verður sekur helvltiselds. Fyrir því, nær þú offrar þlna gáfu á altarið, og þér kemur þar til hugar aö bróður þinn hafi nokkuð á móti þér, þá láttu þar þlna gáfu fyrir altarinu, gakk áður að sætta þig við bróður þinn, og kom þá að offra þlna gáfu. Vertu snarlega samþykkur þínum mótstöðumanni, á meðan þú ert enn á vegi meö honum, so aö eigi selji þig þinn mótstöðumaður dómaranum, og dómarinn selji þig þénaranum, og verðir þú I dýflissu kastaöur. Að sönnu segi eg þér, að þú munt eigi þaðan útfara þar til þú borgar hinn slðasta pening. Þér hafið og heyrt það sagt er til hinna gömlu: Þú skalt ei hórdóm drýgja; en eg segi yður, að hver hann lltur konu til að girnast hennar, sá hefur þegar drýgt hór með henni I slnu hjarta. En ef þitt hægra auga hneykslar þig, þá kipp þvi út og kasta þvl frá þér, þvl að skárra er þér að einn þinna lima farist, heldur en allur þinn llkami kastist I helvltskan eld. Og ef þln hægri hönd hneykslar þig, þá snlð hana af og kasta frá þér, þvl að skárra er þér aö einn þinna lima tortýnist, en að allur llkami þinn kastist i helvltskan eld. So er og enn sagt, að hver hann skilur sig við slna eiginkonu, sá skuli gefa henni skilnaðar skrá. En eg segi yður: Hver hann forlætur slna eiginkonu (að undantekinni hórunar sök) sá gjörir þaö að hún verði hórdóms kona; og hver eð fastnar þá sem frá manni er skilin, sá drýgir hór. Þér hafið enn framar heyrt hvað sagt er til hinna gömlu, að eigi skulir þú rangt sverja, og þú skalt guði þln særi lúka. En eg segi yður að þér skuluð öldungis ekki sverja, hverki við himin því að hann er Guðs sæti, eigi heldur við jörðina þvl að hún er skör hans fóta, eigi við Jerúsalem þvl að hún er borg hins mikla konungs. Þú skalt og eigi sverja við höfuð þitt, þvl að þú formátt eigi að gjöra eitt hár hvltt eður svart. En yðar ræða sé: já, já, nei, nei; en hvað fram yfir það er, það er af hinu vonda. Þér hafiö og heyrt hvað sagt er: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. En eg segi yður, aö þér skuluð ei brjótast I gegn illu, heldur ef nokkur slær þig á þlna hægri kinn, þá bjóð honum hina aðra, og þeim sem viö þig vill lög þreyta, og þinn kyrtil af þér hafa, þá lát honum og þinn möttul lausan, og hver þig neyðir um mllu eina, þá gakk með honum og tvær aörar. Gef og þeim er þig biöur, og vert ei afundinn þeim er af þér vill lán taka. Þér hafið heyrt aö sagt er: Elska skaltu náunga þinn, og óvin þinn aö hatri hafa. En eg segi yður: Elski þér óvini yðra, blessið þá er yður bölva, gjörið þeim gott sem yður hata, og biðjið fyrir þeim er yður lasta, og ofsókn veita, so að þér séuð synir föður yðar þess á himnum er, hver slna sól lætur uppganga yfir vonda og yfir góöa, og rigna lætur yfir rétt- láta og yflr rangláta. Þvl ef þér elskiö þá er yöur elska, hvert verðkauþ hafi þér fyrir það? Gjöra það eigi llka tollheimtu- menn? Og þó þér látið kært að eins við bræöur yðra, hvað gjöri þér þeim meira? Gjöra þetta og eigi llka hinir heiönu? Fyrir þvl veriö algjörðir, so sem yðar himneskur faðir er algjörður. („krítík") er sem sé nauðsyn, en það er vandasamt að beita rýni og röklegu máli um texta sem eru persónuleg tjáning. Og þetta reyndu menn á 16. öld. Siðbótarmenn á meginlandinu beittu sögurýni og rökum við texta ritn- inganna, sem ritaðir voru á helgimáli og í líkingum eða af þeirri íþrótt, sem höfundar fslendingasagna tömdu tunguna við, er þeir sögðu sögu í þeim tilgangi að opin- bera hulda leyndardóma lífsins og mannssálarinnar. Við rýni og rannsókn umbreyttust þjóðtungurnar og þjálfuðust við rökfræðilegar útlistanir. Ætli þessi bylt- ing islenskunnar hafi ekki einmitt hafist á 16. öld fyrir starf siðbótarmannanna íslensku? (Ekki þykir mér ólíklegt, að nýr áhugi hafi vaknað á náttúruvísindum um þessar mundir. Guðbrandur Þorláksson gerði kort af íslandi, er markaði tímamót, og mældi hnattstöðu Hóla, segir dr. Haraldur Sigurðsson.) Stílfræðin Og Framtíðin Mál og stíll á Guðbrandsbiblíu eru ekki jafn fjarlæg nútíðarmáli og menn skyldu ætla, eins og sést á sýnis- hornunum hér að framan, þar sem stafsetningunni einni er breytt. Þó eru auðsæ áhrif frá þýsku og latinu á málfarið, og sums staðar frá dönsku. Þess ber að gæta, að latínuáhrif eru nokkur á elsta máli í hómilíubókum frá því um 1200, en á 16. öld hefjast öflug samskipti við nýlundu í fræðum meginlandsins, og verða þá málfars- áhrif af sjálfu sér. Minna ber á erlendum tökuorðum í Gbr. en í öðrum ritum, enda hurfu þau fljótt úr málinu. Próf. Halldór Halldórsson segir um þetta: „Guð- brandsbiblía er mín biblía. Hún er náma af orðtökum, sem við notum sum hver i daglegu tali, eins og að stinga hendi í eigin barm, að e-ð sé eldur í mínum beinum, og orðin ásteytingarsteinn og hneykslunarhella eru frá Oddi. Allt er þetta komið inn í málið úr N.t. Odds og Guðbrandsbiblíu, en sumt hefur breyst i munni alþýðu, eins og ’eitur í mínum beinum* í stað ’eldur í mínum beinum’. Meginatriðið er, að Nýja testamentið og Guð- brandsbiblia skyldu þýdd svo snemma. Fyrir bragðið varð kirkjan íslensk. Við hefðum getað fengið danska presta og danskt kirkjumál eins og Norðmenn." Málið í Guðbrandsbiblíu er víða kliðmjúkt og fimlegt, einkum á þýðingum Odds Gottskálkssonar og Gissurar Einarssonar. En menn hafa gefið því lítinn gaum í íslenskri málvöndun. Kjartan G. Ottósson, cand. mag., segir um það efni: „Á 18. og 19. öld varð málfar fslend- ingasagna í auknum mæli að fyrirmynd. Áhrifanna gætti einkanlega eftir að barnafræðsla varð almenn, en þetta er þó lítt sem ekki rannsakað. Menn fóru sem sé aftur fyrir 16. öldina í leit að fyrirmynd." Mín spurning er sú, hvort tungunni væri ekki endurnýjun að því, að menn gæfu gaum málfari siðbótarmanna á biblíuþýð- ingum, prentuðum sem óprentuðum, — og engu síður um mótun íslensks vísindamáls. ÍSLENDINGURINN OG Guðbrandsbiblía í Mbl.-grein (21/3/84) segir Helgi Hálfdanarson, snillingurinn meðal snillinga í þýðingum: „Þegar um máifar er að ræða, hlýtur rétt að eiga við það sem talið er æskilegt, og æskilegt munu flestir telja það sem mið- ar að varðveizlu málhefðarinnar, ef í orðinu íslendingur skal á annað borð felast eitthvað meira en manneskja sem dregur fram lífið á tilteknu eylandi í norðanverðu Atlantshafi." Helgi varpar sem sé óbeint fram þeirri spurningu, hvað það sé að vera íslendingur. Við getum velt þessari spurningu fyrir okkur. Sá er ekki íslending- ur sem kannast ekki við Maríu, Maríu Sigurðar Þórar- inssonar eða Tondeleyó Sigfúsar Halldórssonar, svo við byrjum á byrjuninni. Ennfremur munu margir segja, að íslendingur sé sá sem telur íslenska málhefð hjá Hall- grími Péturssyni, Jóni Vídalín og Oddi Gottskálkssyni og forverum hans sanna, að málið og tjáning þess sé sannleikur, að málfarið og innihald þess sé í samhljóm- an við íslenska veruleikaskynjun. Þetta eru að minnsta kosti spurningar sem vert er að rannsaka. En hver er málhefðin frá 16. öld? Hún er fólgin í þeim almenna umbótavilja sem einkenndi siðbótarmenn, en kafnaði m.a. í brigðum konungsvaldsins. En Guð- brandsbiblía var möndulásinn, sem allt annað snerist um. Með því að teyga af þeim opinberaða krafti sem þar bjó, með því að taka við andanum sem þar var fólginn „í með og undir" orðum, frásögum og ljóðum, með því að lifa af sífelldri túlkun hins heilaga orðs í ljósi nauðsynjamála hverdagsins, með því að upptendrast af heilagri vandlætingu ritninganna vegna réttlætisins og hljóta uppljómun af hugarsýninni um hið góða líf (ríki Guðs meðal manna) vildu siöbótarmennirnir vinna að framgangi landsins nauðsynjamála. Við þessa elda ornaðir störfuðu þeir að velferð heimilanna og eilífum sálarvelfarnaði einstaklinganna, sem þeir vildu styrkja frá vöggu til grafar í basli þeirra undir kóngsins mekt. Meginregla siðbótarinnar var sú, að hverjum manni mætti koma til vits og þroska og sjálfstæðrar þátttöku í lífi þjóðfélagsins. Af þeim sökum hafði siðbótin gífur- leg áhrif á meginlandinu, og hefði haft hér, ef betur hefði til tekist. En þeim auðnaðist þó að stofna fyrstu háskólana á íslandi, Skálholtsskóla og Hólaskóla, er þeir reistu á grunni stólskólanna gömlu. Hin nýja guðfræði Lúthers var ungum mönnum 16. aldar vítamínssprauta og hvatti þá til frjórrar og frum- legrar hugsunar, — einnig um málefni þjóðfélagsins. Allt varð ferskt. En flokkunaraðferð Lúthers, sem ég nefni svo, skipti viðfangsefnum í andlegt svið og ver- aldlegt svið (eða regimenti), og fór svo um síðir, að hið veraldlega var klofið frá hinu andlega, og kirkjan og guðfræðingarnir hættu að hugsa um málefni þjóðfé- lagsins. Víða um heim eru menn nú að ná sér eftir timburmennina og taka höndum saman við rómversk- kaþólska kirkjumenn um málefni þjóðfélaga í ljósi fagnaðarerindisins. Siðbótarmenn nútímans eru hagfræðingarnir. í fjör- legu viðtali við dr. Þorvald Gylfason, nýskipaðan pró- fessor í hagfræði við Háskólann (Mbl. 18/3/84), greinir frá starfi hans við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í Washing- ton að umbótamáium þriðja heimsins. í þeirri stofnun er unnið að endurreisn fátækra ríkja, sköpun og við- haldi grundvallar lífsins: atvinnuháttunum og heil- brigðu hagkerfi, er bægt geti hungurvofunni frá og tryggt afkomu heimilanna. Minnir þetta á Hannes bisk- up Finnsson og séra Arnljót Ólafsson, fyrsta hagfræð- ing íslendinga. En hafa ber í huga, þegar lagt er mat á siðbótina íslensku, að allar siðbótarhreyfingar í mannkynssög- unni hafa í sér fólginn frjóanga hins djöfullega, þ.e. hins synduga eðlis mannsins. Menn taka að leita valds- ins valdsins vegna. Kúgun almennings undir „umbóta- vilja" valdhafanna virðist daglegt brauð nú um stundir í mörgum einræðis- og alræðisríkjum. Dæmin eru mörg í samtíðinni. Margir verstu kúgarar og morðhundar á valdastóli hafa hafið feril sinn sem „umbótasinnar", eða í byrjun aðhyllst einhverja slíka hreyfingu. Nægir að benda á Kreml og sum ríki Suður-Ameríku, að Khom- eini ógleymdum. Siðskiptaöldin og hinar næstu voru engan veginn „stikkfrí" í glímu hins gamla Adams við sannleikann, og sést það m.a. á jarðabraski biskupa og presta í nýjum jafnt sem gömlum sið. En útgáfa Guðbrandsbiblíu skyldi vera mótleikur í þessu tafli. Biblíuleg kenning er kröftugt lyf gegn eitr- inu í valdapólitíkinni, þegar umbótaviljinn verður að dulu sem sveipar valda- og auðsfíkn sakleysishjúpi al- mannaforsjár. Sögur og ljóð Biblíunnar lýsa manninum eins og hann er í raun. f lýsingu sjálfs Davíðs, ættföður Messíasar, er ekkert undan dregið. Og prédikanir henn- ar birta gæsku Guðs, eru áminning til Krists, sem við menn bregðum ætíð trúnaði við, þótt við stefnum að fullkomnun. Guðbrandsbiblía Og Framtíðin Grein mín er orðin langtum of löng. Sleppa verður þætti íslenskra fræða, rannsóknum á málfari Guð- brandsbiblíu og ferli elstu texta siðbótarinnar, svo sem messubókanna. En ég vil draga fram að lokum það mikla starf sem unnið er nú á dögum að aðlögun ís- lenskunnar að nýrri öld tækni og vísinda, m.a. af orða- nefndum verkfræðinga og eðlisfræðinga. Baldur Jóns- son dósent lýsir því í Athugasemdum við tölvutæknimál Lúther vinnur riö biblíuþýðingu. Samtíma trérista. „Allur lífsskilningur siðbótarmanna mótaðist af grundrallarvit- und um guðlegt réttlæti. Þetta réttlæti rar reglan í náttúr- unni og í lífi fólks og þjóðfélags. Skipan þjóðfélagsins jafnt sem helgar tíðir miðuðu við himnesk lög, er stýrðu gangi himintungla, og skyldu menn lúta þeim ídaglegu lífi sínu.“ (Mbl. 23/3/84), að við sjálft liggi, að ensk tungá dragi lengra en íslensk um að koma til skila boðum i tölvu- málum. Á 16. öld munaði minnstu, að danskt ferming- arkver (Palladius) yrði innleitt hér á landi, og alkunna er, að islenskan hélt velli sem kirkjumál, og þar með óspjölluð tunga þjóðarinnar, vegna þess, að Biblían var út gefin á íslensku árið 1584, fyrir 400 árum. En fyrst við höfum þegið þennan arf, og úr því að samtíð okkar svipar um svo margt til 16. aldar, er nýjungar bárust til landsins (m.a. með þýskum kaup- mönnum og smáritum þeirra), er skylt að huga að endurnýjun tungunnar með því að ausa af brunnum þeirra manna sem stóðu að Guðbrandsbiblíu, sem og hins eldra máls, að það veki frjómagn tungunnar í endursköpun nýrrar aldar. „Hlutverk skálds er að breyta öllum þeim í ljóðskáld sem tileinka sér kvæðið eða lesa það,“ segir skáldið Matthías Johannessen (Lesb. 10/3/84). Hlutverk hins, kirkjulega málfars er að gera alla þá trúfasta sögunni, landinu og menningu íslendinga sem trúna iðka. 1) Ritningarstaðimir úr Guðbrandsbiblíu, sem ég heO fléttað saman, eru þessir: 1. Móse 1.27; 3.24; 12.1—3; 2. Móse 19.4—5; 24.3—8; Lúkas 22.17—20; 2. Móse 24.11; Hebrea- bréfið 9.11—26; 1. Korintubr. 10.16—17; 2. Móse 34.5—7; 4. Móse 23.9; 24.17; 5. Móse 11.10—12; 8.3—4; Markús 4.3—4. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. APRiL 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.