Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1984, Blaðsíða 6
í fyllingu tímans kom Kristur. Um hann segir: „Hann. tók og kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: Þessi kaleikur hins nýja [sáttmála] í mínu blóði, hvert fyrir yður úthellist." Það var einmitt á þennan sama hátt, sem þeir höfðu etið og drukkið í heilagri máltíð forðum á Sínaí- fjalli, en þar segir (í 2. bók Móse): „Og Móse og Aron gengu upp [á fjallið] og sáu Guð ísraels. Og þá þeir höfðu skoðað Guð, átu þeir og drukku." Þetta leggur pistillinn svo út: „En Kristur er kominn. Og þar fyrir er hann einnig meðalgöngumaður hins nýja [sáttmála]. En nú, í endalok veraldarinnar, birtist hann eitt sinn fyrir sína eigin fórnfæring til burttöku syndarinnar.“ Hér erum við stödd í sjálfum hjartastað kristindóms- ins, iðkun hins heilaga altarissakramentis. Postulinn leggur ríka áherslu á þessi tengsl sögunnar sem og opinberun nýs sannleika, er hann spyr: „Sá blessanar kaleikur, hvern vér blessum, er hann ekki samnautn Krists blóðs?“ — þ.e. vér verðum hluttakandi (í mýstískri ein- ingu) þeirrar merkingar iífsins, sem í fórninni felst og tjáð er í hinum hebreska arfi síðar. En syndin blífur í heiminum. Og á móti henni stendur tvennt: Guðs miskunn og kall til ábyrgðar mannsins. Hið síðara birtist í áminningunni um alvöru þess, að menn geta bakað afkomendum tjón með atferli sínu: „Þá kom Drottinn niður í einu skýi og stóð hjá [Móse] og prédikaði út af Drottins nafni. Og þá Drottinn gekk fram fyrir hans andlit, kallaði hann: Drottinn, Drottinn, mis- kunnsamur Guð og náðugur og þolinmóður og mjög líkn- samur og trúr. Þú sem auðsýnir miskunn í þúsund liðu og fyrirgefur misgjörðirnar, ranglætið og syndirnar, og fyrir hverjum enginn er saklaus. Þú sem vitjar ranglætis feðr- anna á börnunum og barnabörnunum inn til þriðju og fjórðu ættar.“ Á förinni um öræfin austan Dauðahafs sér sjáandinn Bíleam sýn hins komandi Messíasar: „Því ég sé hann vel af þessum hávum björgum, og af hæðunum skoða ég hann. Ég mun sjá hann, en ekki nú, ég skal skoða hann, en ekki í nánd. Þar mun upp renna ein stjarna af Jakob og ein ríkisspíra skal upp rísa af ísrael." Fyrirheitna landið er skoðað í hillingum guðiegrar vonar, og lífið í því hrjóstruga landi séð í sjóngleri verndar Guðs og líknar: „Því það land, sem þú fer nú til - að eignast, hefur fjöll og dali, sem döggin af himninum vökvar, á hverju landi að Drottinn Guð þinn hefur gætur á, og augun Drottins Guðs þíns álíta það með jafnaði, í frá upphafinu ársins og allt til enda.“ (Þessi kliðmjúka þýð- ing vekur athygli, ef torkennilegum smáorðum er breytt til nútíðarhorfs, og er svo víða.) Himnabrauð (manna) er voldugt tákn um að lífsvið- urværið sé af Guði gefið og andlegt brauð sé veraldar- auði meira, því Móse sagði við lýðinn: „Hann gaf mér man[naj að eta, svo að hann vildi láta þig vita, að maðurinn lifi ekki alleinasta af brauðinu, heldur af öllu því sem útgengur af munni Drottins.“ Þennan texta hafði Kristur að vopni, er hann barðist við freistarann í óbyggðum: „Og Freistarinn gekk til hans og sagði: Ef að þú ert Sonur Guðs, seg, að steinar þessir verði að brauðum. En hann svaraði og sagði: Skrifað er: Maöurinn lifir eigi af einu saman brauði, heldur af sérhverju orði sem framgengur af Guðs munni."1) (Hér sést munur á þýðingu Odds Gott- skálkssonar á Nýja testamenti, sem prentaö er að mestu óbreytt í Gbr.: „af einu saman brauði“, og því sem ætla mætti að sé þýðing eða breyting Guðbrands: „alleinasta af brauðinu“.) túlkun Hins Gamla Testamentis Studdir kenningu Lúthers í formálum ritninganna (sem prentaðir eru í íslenskri þýðingu í Gbr.) túlka siðbótarmennirnir Gamla testamentið „upp á Krists persónu" og gera þannig Biblíuna alla virka til mótunar kenningarinnar og lofgerðarinnar. Raunar fylgja þeir hér dæmi kirkjunnar allt frá fyrstu öldum hennar um það stefnumið, en þeir komast að markinu eftir öðrum leiðum: Lúther lagði grundvöllinn að nýrri biblíuskýr- ingu, sögulegri og málfræðilegri, og innleiddi þannig „biblíukrítík" í kirkjuna, sem sést meðal annars af breytingu hans á röð rita Nýja testamentisins, er hann byggði á rannsóknum þeirra tíma á höfundum rita og á mati sínu á gildi ritanna, eins og sjá má af formála hans fyrir Hebreabréfinu. Hér eru því á ferð ný vísindi, sprottin úr renaissans- inum, húmanismanum og siðbótinni sjálfri. Það er því ekki að undra, þótt málið á þýðingum formálanna í Gbr. sé stirfnara en á sögum, ljóðum og ræðum ritninganna. íslenskan var tamin við sögur og ljóð, en hér kemur mér í hug, að í fyrsta sinn í sögunni sé reynt að tjá ný vísindi á íslensku. Formáli Lúthers fyrir Gamla testamentinu í íslenskri þýðingu Guðbrands biskups, að ætla má, leggur höfuð- áherslu á hinar fimm bækur, sem við Móse eru kenndar. Hér fer Lúther að gyðinglegri hefð, en Torah, „kenning- in, leiðbeiningin", var höfuðþáttur ritninganna, spámennirnir viðbótarþáttur (haftarot) og „ritin" (Dav- íðs Psaltari, Job og öll önnur rit) e.k. safn sem við var skeytt. í úrvaiinu hér að framan fór ég eins að, og skeytti auk þess inn textum úr Nýja testamentinu til þess að sýna samhengið í túlkuninni. Lúther hefur að- eins fá orð um spámennina og lýsir þeim sem prédikur- um er staðfestu embætti Móse. En hann sækir einnig til þeirra hinn rétta evangelíska skilning á Móse: „[Spámennirnir] fylgja fast fram, að þeir fyrir réttan skiln- ing og undirstöðu (skilnings) lögmálsins fái mönnum hald- ið í viðurkenningu þeirra eiginlegs veikleika og reka þá til Krists, svo sem einnig Móses gjörir. Því að sannlega er Móses einn uppsprettubrunnur allrar speki og skilnings, af hverjum upp er sprottið allt það, sem spámennirnir hafa vitað og kennt. Þar að auki, þá er það Nýja testamentið þaðan upprunnið og í þeim sama uppsprettu brunni grund- vallað. Svo er þaö vissulega víst, aö Kristur sjálfur hann er fórnin, hann er altarið, hann, er sig sjálfan með sínu blóði fórnfærði. Með þessum hætti skaltu allt það sem Gudbrandur Þorláksson Hólabiskup. Málrerk á Þjódminjasafni íslands. Úr Guðbrandsbiblíu 23. DAVÍÐS- SÁLMUR DROTTINN er minn hiröir, mig mun ekki neitt bresta. Hann fóörar mig I lystilegum grashaga, og leiöir mig fram að fersku vatni. Hann endurnærir sál mlna, hann leiöir mig á réttan veg, fyrir slns nafns sakir. Og þótt að eg ráfaði I myrkvum (dauðans) dal, þá hræð- umst eg þó öngva ólukku, þvl að þú ert hjá mér, þinn vöndur og stafur þeir hugsvala mér. Þú til reiðir eitt matborö fyrir minni sálu, I gegn þeim er hrella mig; þú smyr mitt höfuö með viösmjöri og skenkir fullt á fyrir mig. Gæska og miskunnsemi mun mér eftir fylgja mlna lif- daga, og eg mun búa I húsi DROTTINS ævinlega. skrifað er um þann hæsta kennimann (Aron) útleggja og þýða uppá Krists persónu og uppá aungvan annan. En synir þess hæsta kennimanns skaltu láta merkja oss kristna, vér sem aö sitjum (frammi) fyrir vorum Föður Kristi í himnin- um, en búum hér á jörðu meö líkamanum, og erum ekki enn þangað komnir til hans, utan með trúnni andlega.“ UM Þjóðfélagslegt Gildi Þessi kenning, sem siðbótarmennirnir fluttu í ís- lenskum málfarsbúningi, er merk um það, að hún sýnir hvernig ritningin öll er ein heild í ljósi persónu Krists. En mikið vatn hefur til sjávar runnið í bibliuvísindum síðan þá, og það nægir ekki til farsæls árangurs að binda sig við túlkun Lúthers og siðbótarmanna einna. Nú er mönnum orðin ljós saga og staða lagahefðarinnar og réttarfarsins, en sér í lagi hafa hebresku spámenn- irnir og prédikun þeirra orðið samtíðarmönnum okkar, bæði í Norður- og Suður-Ameríku, en einnig, þótt í minna mæli sé, í Evrópu, hvati í umfjöllun um óréttlæti manna og hið réttláta þjóðfélag. Menn hafa sem sé uppgötvað á nýjan leik hið þjóðfélagslega gildi hins kristna boðskapar. En menn leggja enn sem fyrr áherslu á hið sístæða í fagnaðarerindinu, því eins og segir í formálanum fyrir Nýja testamentinu, merkir evangelium „góð nýmæli, Ijúfleg tíðindi, um hvert menn syngja, segja og fagna, huggunar tíðindi, af hverju þeir sungu, dönsuðu og næsta fegnir urðu“, þvi að Kristur hefur „alla þá, sem í syndum voru herteknir, endurleyst, réttlætt, lífgað og farsællega gjört, svo og til friðar skikk- • að“. málfar og merking Málfari á hvaða tungumáli sem er má skipta í tvær greinar eftir merkingu og innihaldi. Annars vegar er röklegt málfar, sem beitt er t.d. í náttúruvísindum. Byggist sannleiksgildi þess á samsvörun við þá hluti, sem utan málsins sjálfs eru, svo sem tilraunir og hlut- lægar „raunverulegar" staðreyndir. En hins vegar er Ijóðrænt og trúarlegt málfar, sem byggir á innsæi, er hlutirnir birtast, opinberast manni sem persóna, hug- lægt. Og byggist sannleiksgildi þess sem sagt er ekki á samkvæmni við ytri „staðreyndir", heldur á þeim sann- leika, sem í málfarinu sjálfu felst. Dæmi þessa er t.d. stærðfræðin. Annað dæmi, henni óskylt, er ljóðlistin. Af hverju yrkja menn ljóð eða nota líkingamál í óbundnu máli? Vegna þess að með öðrum hætti er ekki kleift að tjá það sem segja skal, en er ósegjanlegt. Ljóðið býr yfir sínum eigin sannleika, og verður hann hvorki sannaður né afsannaður með tilvísun í neina ytri hluti, sem eru utan „hrings" málsins. Ljóðið ber sann- leikann í sjálfu sér. í ljóði verða orðin að Orði, sem merkir vit, kraft og sköpunarmátt. Helgimál nefni ég málfar ritninga þann þátt málfars, sem ljóðinu er skyldastur. Helgimálið segir sannleika sem ekki verður prófaður með tilraunum náttúruvísinda, heldur býr hann í málinu sjálfu, því að málfarið er persóna þess sem talar. Guðs sannleikur byggir ekki á skírskotun til reynslu manna, heldur er hann sannur í sjálfum sér. Ritningar helgar eru tjáning veruleikans á málfari ljóðs og listar. Orðtáknin vísa á sjálf sig og þann sannleika sem textinn birtir, en skírskota hvorki til sannana né raka utan „hrings" málfarsins. Af því hlýst því hin mesta ógæfa í guðfræðinni, þegar menn beita röklegu og náttúruvísindalegu málfari einvörðungu, án þess að gera sér grein fyrir merkingu málfars í ritningunum, sem menn fást við að túlka. Vissulega er röklegt málfar tækninnar og raunvísind- anna forsenda þess, að mönnum takist að efla fram- þróun og velferð mannkynsins. En til eru þau svið lífs- ins sem rökfræði og tækni spanna ekki. Því yrkja menn, og því tjá menn tilbeiðslu sína, angist eða lofgjörð. Og í sagnalist segja menn sögur sem kafa dýpra en svo, að þær fáist við það eitt „sem raunverulega gerðist", held- ur segja þær sögu sem birtir, opinberar hið dýpsta eðli atburðanna. Því er „skáldsagan" oft nær sannleikanum en sannfræði fornleifafræðinnar, sem nær aðeins að skýra frá yfirborði hlutanna og atburðanna. Hin dýpri merking rennur úr greipum fornfræðanna. Hið röklega málfar náttúruvísinda og allrar rýni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.