Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 3
TPgPáW m @ [g io] [u] q m il] h u hi u] 0 g] Olgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritsfjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 10100. Hún var eins og hvítur svanur við svartan flygilinn — og þau hjónin höfðu látið útbúa sérstakan tónleikasal, þegar þau byggðu. í þessu húsi stakk enginn hlutur í stúf við annan; allt var þar í fullkomnu samræmi. Ný smásaga eftir Kristínu Sveinsdóttur. JóiVaff var kunnur maður á Suðurlandi. Sem bóndi sá hann bæ sinn hrynja í jarðskjálfta; sem kaupmaður sá hann búð sína og vörur brenna til ösku. Það er Guðmundur Daníelsson, sem hefur skráð jarðvist- arsögu Jóa Vaff og hér birtist kafli úr henni. Skugga-Sveinn er á dagskrá í tilefni sýningar Þjóðleik- hússins á þessu þjóðleikriti okkar, sem var frumraun skólapiltsins Matthíasar Joch- umssonar, en hafði til að bera svo mikið af frumkrafti og skemmtigildi, að það lifir enn góðu lífi. Lesbók birtir af þessu tilefni ritgerð Steingríms J. Þorsteinssonar próf. um Skuggasvein og Matthías Jochumson. Forsíöan er af búningum þeim, sem Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknari Þjóðleikhússins hefur teiknað á þrjár persónur úr Skugga-Sveini: Lengst til vinstri er Lárenzíus sýslumaður í embættisskrúða sam- kvæmt nýjustu 17. aldar tízku frá Hollandi, í miðið er sjálfur Skugga-Sveinn, skinnaður vel með nýjan atgeir, en til hægri er Margrét griðkona. JÓN ÚR VÖR Skáld á torgi Það er komið fram í október, aðeins nokkrir dagar til veturnótta, Esjan er hvít fyrir hærum, hérna á næstu stráum er hrím. Konan sem elskaði skáldið gengur dag hvern yfir torgið þar sem mynd hans stendur og heilsar honum eins og þegar þau voru bæði ung. Stundum er fjúk, allt í einu fer að rigna. Vegfarendur flýta sér að komast leiðar sinnar, allir þeir sem vita hvert þeir eru að fara. Nú minnir útrétt hönd skáldsins á aðrar vinnulúnar hendur sem hún þekkti. í sprungu í greip hans hefur grasstrá fest rætur, aðeins eitt strá, og það glóir líkast fiðrildi, veifar til hennar sínu græna kalli þegar styttir upp. Svo heldur hún áfram gömul kona, hárið vott eftir regnið. í taktlnum fjórir á mótl einum llt þetta ár hafa verið Auppi raddir um nauðsyn þess að bæta kjör lægst Íaunaða fólksins í land- inu og þegar leið á árið urðu þær raddir hávær- ari og almennari, þar sem æ fleirum var orðið ljóst að stór hópur fólks gat ekki lifað af launum sínum, átti ekki fyrir nauð- þurftum. Svo kemur að því að forystu- menn BSRB og ASÍ leggja fram kröfur sínar og koma í sjónvarp með forystu- mönnum gagnaðila. Þá bregður svo við, að framkvæmdastjóri vinnuveitenda, Magnús Gunnarsson, og fjármálaráð- herrann, Albert Guðmundsson, klifa báðir á því, að þeir séu reiðubúnir og reyndar ákafir í að rétta hlut lægst launaða fólksins, en bæði Ásmundur og Thorlacius gáfu lítið út á þetta tal, og mátti þó sjá, að Ásmundur tók það nærri sér, en Thorlacius lét sem hann heyrði þetta ekki, hans hjarta sló fyrir sæmilega launað fólk í leikhúsum og ríkisfjölmiðlunum og hans líka í launa- kerfi ríkisins, og hann stóð á sinni 30% kröfu upp allan launastigann, sem kunnugt er. í verkfallinu höfðu BSRB-menn uppi bæði ofbeldi og stór orð og meðal ann- ars þau, að þeir vildu lækna þjóðfélagið af þeirri meinsemd, að í því væri fullt af fólki sem velti sér í peningum og lifði bílífi meðan öðrum lægi við svelti. Þetta var og er aðdeilis rétt, en menn lækna bara ekki slíkt misrétti með verkföllum heldur auka það. 30% krafan jafnt á hæstu sem lægstu laun jók auðvitað stórlega á misréttið, þar sem þeir hæstlaunuðu fengju 4 krónur á móti 1 krónu þeirra lægst launuðu. Það blasti sem sagt strax við öllum, að BSRB-menn voru ekki að berjast fyrir réttlæti heldur auknu ranglæti, sem þeir ætluðu sjálfir að njóta góðs af. Og þessir fínu menn misstu fljótt samúð almennings. Verkalýðshreyfingin játaði að vísu samstöðu sína í orði, en var í reynd ekkert áköf til að beita sér hart fyrir Thorlacius og hans nóta í leðursóf- um ríkisins, og svo var einnig um lægst launaða fólkið í ríkiskerfinu; það heyrð- ist lítið í því eftir að þessi krafa kom fram. Burðarásinn í BSRB-verkfallinu varð fljótlega harðsnúinn hópur manna, sem var í verkfalli til að bylta ríkis- stjórninni. Það kemur útá eitt, hvað þessir menn bera þetta til baka, það var öllum landslýð orðið ljóst, þegar BSRB-forystan stóð eins og hundur í bandi á 30% kröfunni og var ekki til viðtals um annað. Þeim hafði nærri lánazt að bylta stjórninni, sem lét þá taka sig flatmag- andi í rúminu, og það kom mikið fát á forsætisráðherrann, sem sagðist þó koma hress og sprækur af Ólympíuleik- unum og magnaður af að horfa á af- reksmenn, til að takast á við vandamál- in, þegar hann var spurður, hvern fjandann hann væri að gera þarna með allt í buxunum hér heima. Steingrímur komst aldrei í fötin, hann fór í hverja flíkina á fætur ann- arri úthverfa og varð svo að fara úr henni aftur og á þessu gekk fyrir honum allan tímann, hann var að „skoða" og „athuga" á sér leppana. Albert var vígreifur að vanda, en það kom honum fljótt í klípu eins og ævin- lega, að hann tekur of mikið uppí sig og verður svo að bakka. Ekki að tala um, sagði hann í fyrstu, að samþykkja en fór úr 6% í 9%, úr 9% í 12%, úr 12% í 23%. Albert er slakur í vörn. Ef hann ekki hittir í markið strax er bezt fyrir hann að fara af vellinum. Menn höfðu þó samúð með honum þar sem hann var einn að berjast með „skoðandann" og „athugandann" Steingrím á bakinu. ÁSGEIR JAKOBSSON P.S. Thorlacius sagði í útvarpi að loknu verkfalli, að ógæfa þjóðarinn- ar væri að hún hefði keypt of mörg skip. Þetta er rangt Thorlacius, — við höfum keypt of marga stóla. A.J. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. NÓVEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.