Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 8
Cróður íslands — þriðji hluti EFTIR INGVA ÞORSTEINSSON OG SIGURÐ BLÖNDAL Iupphafi þessarar síðustu greinar okkar um gróður íslands er ástæða til að staldra aðeins við spurninguna — hvers vegna gróður? Ein- faldasta svarið er náttúrulega, að gróður er undirstaða lífs á jörðinni. þar, heldur gera gróður landsins enn fjöl- breyttari og verðmætari en hann var fyrir landnám. HVERNIG Mótast Nátt- ÚRULEGT GRÓÐURFAR? Gróðurfar hvers lands mótast af margvíslegum aðstæðum. Lítum fyrst á hinar iandfræðilegu. Á stórum meginlönd- um hefur gróðurríkið mikið svigrúm til að þróast, og þegar landafræði plantnanna er skoðuð, kemur í ljós ákveðið samhengi eða mynstur. Á úthafseyjum, sem liggja fjarri meginlöndum, er ekki um slíkt samhengi að ræða. Þar ákvarðast fjöldi tegunda af mögulejkum þeirra til að berast yfir úthöf- in og þar er því meiri tegundafæð, sem eyjarnár eru afskekktari. ísland er gott dæmi um þetta. Hér munu hafa verið um 360 tegundir háplantna við landnám. Samanburður við gróðurríki Norðurálfu norðanverðrar bendir til þess að veðurfar hér myndi leyfa um helmingi til þrisvar sinnum fleiri tegundir há- plantna en hingað gátu borist af sjálfsdáð- um yfir hafið. Um 100 tegundir hafa numið land til viðbótar við þær, sem hér voru við upphaf landnáms. Það hefur gerst bæði fyrir til- viljanir í kjölfar samgangna til landsins og fyrir niarkvisst starf við innflutning plantna. Lönd eru því lífvænlegri og betri sem þau eru þakin meiri og fjölbreyttari gróðri. Hin hagræna þýðing gróðurs er augljós, en ekki má vanmeta hinn um- hverfislega þátt hans — yndisþáttinn — því að það er erfitt að hugsa sér mannlíf til lengdar án einhvers gróðurs. Að því er varðar gróður, er ísland okkar tíma aðeins svipur hjá sjón þess, sem var í árdaga byggðar. Ekki minna en 65% af landinu voru þá þakin gróðri, en nú aðeins 25%, og sá gróður er miklu rýrari en var. Þetta er mikið áhyggjuefni, og það hlýtur að vera eitt meginverkefni okkar nú og í framtíðinni að endurheimta horfin land- gæði. Við megum raunar ekki staldra við Teguad fri Alaska, aem befur sannað tilverurétt sinn: Alaskalúpína. Framtíðarlandið Veðurfar er meginþátturinn í því að móta dreifingarmynstur plantnanna. Fái gróðurinn að þróast án óeðlilegrar röskun- ar, t.d. við of mikið beitarálag, næst að lokum svonefnt „loftslagsjafnvægi" í gróð- urfari. Aðrir þættir, svo sem jarðvegur, hafa vissulega áhrif, en ekki eins mikil og veðurfarið. Þegar rætt er um gróðurríkið, vill oft gleymast hve mikill þáttur dýrin eru í þróun þess, einkum fjöldi grasbíta og hlutfallið milli þeirra og rándýra. ísland hafði, eins og mörg eylönd, þá sérstöðu að í náttúrulegu vistkerfi þess fyrir landnám voru engir grasbítar. Gróður var mjög við- kvæmur af þeim sökum, og búsetan í land- inu raskaði þessu vistkerfi rækilega með þeim afleiðingum, sem raktar hafa verið í greinum okkar hér áður. Endurheimt Horf- INNA LANDGÆÐA Hér er fyrst og fremst um tvíþætt verk- efni að ræða: 1. Að auka og bæta það land sem enn er gróið, uns það nær gróðurjafnvægi við ríkjandi loftslag og hóflega nýtingu. 2. Uppgræðsla ógróins lands. Athugum nú fyrst fyrra verkefnið. tímabundin friðun Gróðurlendi, sem orðið er úrkynjað vegna of mikils beitarálgs eða af öðrum sökum, má í fyrsta lagi bæta með því að veita því hvfld, sem merkir í reynd tíma- bundna friðun. Reynsla hefur fengist af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.