Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 9
BS— W, , Sjálfgróið land eftir beftingu jökulfljóta í A-Skaftafellssýslu. Sjilfsáður ríðir í framræstri mýri bjá Svína- felli í Öræfum. Nytjaskógar á íslandi eru ekki draumórar. þessari aðferð á ýmsum tímum á þessari öld í öllum landshlutum og má nefna eftir- farandi dæmi: — Við fjárskiptin, sem gripið var til gegn sauðfjársjúkdómum voru víð- áttumikil svæði friðuð tímabundið, sum aðeins skamman tíma, en önn- ur í lengri tíma. Afleiðingarnar komu víðast skjótt í ljós í aukinni grósku og endurnýjun plantna, sem voru að hverfa úr gróðurlendunum. Birki- og víðigróður spratt upp, þar sem menn höfðu gleymt að hann ætti að vaxa. — í eyðibyggðum hefur gróður breyst og margfaldast, svo sem margrómað er. Hornstrandir og Loðmundarfjörður eru góð dæmi um það. — Afgirt landgræðslu- og skógrækt- arsvæði eru lýsandi dæmi. Á skóg- ræktarsvæðum er afturkoma birkis og víðis meginmarkmiðið og sums staðar má telja, að gróður á slíkum svæðum hafi aftur náð jafnvægi við ríkjandi loftslag. — í þjóðgörðunum og mörgum af- girtum þcttbýlissvæðum er hið sama upp á teningnum. Fleiri dæmi mætti nefna. Árangur af þessari aðferð — hvíldinni — hefur yfirleitt verið mjög góður, en breytilegur eftir veðurfari og ástandi gróðursins, þegar hann er tekinn til frið- unar. Yfirleitt hefur þó orðið mikil breyt- ing til batnaðar á örfáum árum, svo að ekki sé talað um einn til tvo áratugi. Þessi aðferð verður engu að síður að teljast seinvirk miðað við ýmsar aðrar leiðir, t.d. áburðargjöf. Hún er hins vegar ódýr og hefur í rauninni ekki annan kostnað í för með sér en þann, sem er fólginn í girðing- um, og svo er landið að sjálfsögðu tíma- bundið tekið undan beit. Annar megin- kostur hennar er hins vegar sá, að við frið- un ná yfirhöndinni þær tegundir plantna, sem best eru aðlagaðar ríkjandi veðurfari og staðháttum. Þær geta staðið á eigin fótum, sé gróðurinn hóflega nýttur, og þær þola best tímabundin áföll eins og kóln- andi veðurfar og þurrka. RÆKTUN Ræktun er önnur leið til þess að bæta gróið land. Þær aðferðir, sem þá er beitt eru einkum: 1. Áburðargjöf. Þá er raunar verið að skapa nýtt vistkerfi — graslendi — sem kalla má manngert. Til þess að viðhalda því vistkerfi þarf að bera á landið öðru hverju. Það fer m.a. eftir því hve mikið beitarálag er á landinu, hversu oft þarf að bera á það. 2. Plöntun og sáning trjágróðurs. Þegar notaðar eru erlendar trjáteg- undir í þessu skyni er verið að skapa nýtt vistkerfi í landinu. Þær teg- undir, sem ná að nema hér land, munu smám saman mynda náttúru- leg vistkerfi, sem ekki voru hér fyrir áður. Dæmi um það eru þegar sýni- leg. Til skýringar má geta þess að trjátegund er talin hafa numið land, er hún hefur borið þroskað fræ, sem fellur til jarðar og upp af því vex sjálfstæður einstaklingur af eigin rammleik. Sjö innfluttar trjáteg- undir, sem hér eru í ræktun, hafa numið land á síðustu 20 árum. Margar fleiri hafa borið þroskað fræ og munu nema land í næstu framtíð. Birki- og víðikjarr og skógur er hluti hins náttúrulega vistkerfis landsins og ætti raunar að þekja 25—30 þús. km2 lands í stað þeirra 1.250 km2, sem það nú er. Unnt er að flýta fyrir útbreiðslu þessara teg- unda, og þar með eðlilegu gróður- fari landsins, með sáningu og plönt- un þessara tegunda, en því verkefni hefur alltof lítið verið sinnt til þessa. Þær ræktunaraðferðir, sem hér hafa verið nefndar, þ.e.a.s. áburðargjöf og plöntun og sáning trjágróðurs, hafa mik- inn kostnað í för með sér, en geta borið mikinn og oft skjótan árangur. Ógetið er hér fullræktunar lands. Túnrækt í landinu er um 130 þús. hektarar að flatarmáli og tún geta gefið af sér 5—6 sinnum meiri uppskeru en óræktaður úthagi gerir að meðaltali nú. Túnræktin og önnur ræktun í landinu er að sjálfsögðu mikið framlag til endurheimtar horfinna landgæða. Uppgræðsla ÓGRÓINS LANDS Síðara verkefniðð er uppgræðsla ógróins lands. Hér er um að ræða land, sem orðið hefur örfoka eða sem aldrei hefur verið gróið, eins og ógrónir aurar margra stór- fljóta, jökulurðir og land sem liggur of hátt til þess að gróður nái þar að þróast. Við uppgræðslu á slíku landi koma til greina hinar sömu tvær aðferðir og við hjúkrun gróins lands. f fyrsta lagi friðun fyrir beit og ræktun. Álfriðun ógróins lands leiðir ekki til eins skjóts árangurs og friðun gróins lands. Þó fer þetta mjög eftir veðurfari, einkum rakaskilyrðum, og best- ur árangur næst yfirleitt við mikla úr- komu. Þessi aðferð verður þó að teljast seinvirk, nema uppgræðsla áraura, eins og síðar verður vikið að. Sáning fjölærrar lúpínu er raunverulega allra virkasta aðferðin, sem hér hefur ver- ið reynd. Lúpínan er tiltölulega fljótvaxin og getur staðið á eigin fótum án áburð- argjafar og þess vegna er aðferðin tiltölu- lega ódýr. Friðun frá beit er hins vegar nauðsynleg í upphafi. Sáning og gróðursetning trjátegunda er möguleg víða á örfoka landi á láglendi. Gróðursetning er dýr, en ódýrust þar sem hægt er að nota órætta græðlinga. Sáning trjáfræs er aftur á móti tiltölulega ódýr. Það er einkum birki, sem kemur til greina við sáningu, en víðitegundir, alaskaösp og lerki eru vænlegustu tegundir til gróður- setningar. Lerkið hefur það fram yfir allar aðrar trjátegundir og raunar grastegundir líka, að það getur vaxið vel í örfoka landi án áburðargjafar. Ræktun örfoka lands með trjátegundum hefur lítt verið stunduð hérlendis. Til eru smáblettir hér og þar, en samt nægilega stórir og gamlir til þess að sýna, að miklir möguleikar felast í þessari aðferð. Uppgræðsla aura við jökulárnar er sér- stök. Hún hefur fengist ókeypis í kjölfar fyrirhleðslna, sem gerðar hafa verið við vega- og brúargerð. Víðáttumikið land hef- ur þegar unnist við þetta og miklu má enn bæta við. Markarfljótsaurar og aurarnir f Austur-Skaftafellssýslu eru talandi dæmi. Hér er sennilega um að ræða hentugasta ógróna landið til uppgræðslu. Það grær yfirleitt fljótt og vel af sjálfu sér, bæði vegna hagstæðrar grunnvatnsstöðu, og vegna ríkulegra næringarefna, sem jökul- vatnið hefur borið með sér og skilið eftir á landinu. VOTLENDI Votlendi — mýrar og flóar — eru um 40 prósent af flatarmáli gróins lands á ís- landi og þekja því um 10 þús. kmz. Það er jafnbest gróna landið og gefur nú meiri uppskeru en þurrlendið gerir að jafnaði, ef skóg- og blómlendi eru undanskilin. Vot- lendi er síst hætt við vatns- og vindrofi, og það þolir beit betur en önnur gróðurlendi. Hins vegar er það tiltölulega lítið eftirsótt af búfé og uppskera þess kemur því að takmörkuðum notum, nema það sé fram- ræst. Votlendi er vistkerfi, sem hefur sérstaka þýðingu fyrir vatnsbúskap og fuglalíf. Með framræslu þess er skapað nýtt vistkerfi, sem í mörgu tilliti er ólíkt hinu náttúru- lega. Mikil breyting verður þá á gróðri og dýralífi, en í flestum tilvikum eykst upp- skera votlendisins, og beitargildi þess margfaldast. Þetta nýja vistkerfi helst svo lengi sem framræslan er virk. Mikið af framræstu votlendi er hentugt til túnræktar og hefur verið notað í ríkum mæli í því skyni. Það er einnig eitthvert besta land sem völ er á fyrir ræktun ým- issa trjátegunda. Fjölmörg dæmi víða um land sanna það. INNLEIÐING NÝRRA NÁTTÚRUGÆÐA Með þessu er átt við innflutning plöntu- tegunda, sem ekki hafa verið hluti hins náttúrulega vistkerfis landsins. Þess var áður getið að um 100 háplöntur hefðu bæst við gróðurríki íslands í kjölfar búsetunn- ar, bæði fyrir tilviljun og markvisst starf. í þessu sambandi má nefna, að í görðum á íslandi, þar sem fólk stundar ræktun sér til ánægju og ræktar mest innfluttar plöntur, munu vera um helmingi fleiri teg- undir en í hinu náttúrulegu gróðurríki landsins. Fjölmargar þessara piantna eru meðal landnemanna og eru þegar skráðar í Flóru íslands sem íslenskar plöntur. Flestar helstu nytjajurtir í garðrækt eru innfluttar. Nýjasta dæmið er beringspunt- urinn frá Alaska, sem fluttur var til lands- ins fyrir fáum árum og virðist ætla að reynast ein duglegasta grastegund, sem hingað hefur verið flutt til ræktunar. Að framan var nefnd alaskalúpínan, sem flutt var til landsins fyrir 40 árum og hefur verið reynd við hin ólíkustu skilyrði víða um land. Hún er ótrúlega harðger, sem meðal annars sést á því að hún þroskar fræ nálega öll ár og jafnvel fyrr en margar íslenskar tegundir. Víst má telja, að hún eigi eftir að skipa breiðan sess í upp- græðslu örfoka lands hér í framtíðinni. Hin náttúrulega trjáflóra íslands er ákaflega fábreytt: Björk, reynir, blæösp og víðitegundir. Nú er fullsannað, að landið getur boðið miklu fleiri tegundum heim. Hjá Skógrækt ríkisins hafa verið reyndar 80 tegundir trjáa og yfir 600 kvæmi af þeim. í leit að nýjum kvæmum og tegund- um plantna erlendis felast enn meiri möguleikar til landvinninga en flesta grunar. Af þeim mikla tegundafjölda trjáa, sem hér hefur verið reyndur, eru um 20 nokk- urn veginn í stöðugri ræktun. Þær eiga orðið heima í íslensku lífríki. Um 10 teg- undir trjáa koma til greina til viðarfram- leiðslu, en hinar til skjóls og prýði á úti- vistarsvæðum, við þéttbýli eða til land- bóta. Þessar innfluttu trjátegundir eru betur til vitnis um það en nokkuð annað, að hin náttúrulega flóra landsins, eins og land- námsmenn sáu hana, gefur ekki rétta mynd af því hvaða gróður getur vaxið hér. Reynsla af innflutningnum hefur leitt í ljós, að ýmsar tegundir trjáa geta orðið miklu hávaxnari og beinvaxnari en ís- lenska birkið. Margar hafa þegar náð 12—17 m hæð og eiga enn eftir að bæta miklu við sig. Hæstu bjarkir í landinu eru hins vegar um 12—13 m. Margar þessara tegunda framleiða margfaldan lífmassa á við íslenska birkið. Vöxtur birkisins í bolmassa er um 1 teningsmetri á hektara á ári, þegar best lætur, en 45 ára gamalt lerki hefur þegar skilað sjö sinnum meiri bolmassa. Þannig má álykta með vissu, að tré geta vaxið hér til beinna nytja fyrir nútíma þjóðfélag, ekki síður en aðrar innfluttar nytjaplöntur. Skógrækt er vissulega dýr ræktun í fyrstu umferð miðað við gras- rækt, svo að ekki sé talað um lúpínurækt. Hún er einnig seinvirkari en ræktun jurta. En með markvissri og víðtækri skógrækt mætti breyta svip landsins stórkostlega til hins betra á mestöllu láglendi íslands og skapa höfuðstól, sem allar framsæknar þjóðir keppast við að efla sem mest um þessar mundir. LOKAORÐ í þeim þremur greinum, sem við höfum nú skrifað í Lesbók Morgunblaðsins, hefur verið fjallað um hnignun gróðurs í land- inu, núverandi ástand hans og nokkrar leiðir til að byggja hann upp að nýju. Hér hefur verið stiklað á stóru, en vonandi hef- ur tekist að vekja einhverja til umhugsun- ar um þetta sameiginlega hagsmunamál allra íslendinga. Það má ekki dragast lengur að skipta á þeim tötrum, sem landið er nú klætt í og þeim viðhafnarklæðum, sem því ber. Spurningin er ekki, hvort það verður gert, heldur hvenær og á hvern hátt. Margar leiðir eru færar til að ná þessu marki. Engin ein verður fyrir valinu, heldur verða þær notaðar jöfnum höndum eftir aðstæðum á hverjum stað. Gera verð- ur langtíma áætlun um landnýtingu, sem byggir á náttúrufarslegum skilyrðum, en gengur ekki þvert á þau eins og víða gerist nú. Þá munu gróðurlendi landsins fram- leiða margfalt meira magn jurta og trjáa og geta framfleytt miklu fjölmennari þjóð en hér býr nú. Önnur Alaskategund, sem reynst befur rel: Beringspuntur. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. NÖVEMBER 1984 S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.