Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Síða 12
Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum i gangi £ Strikinu í Kaupmanna-
böfn.
Síðasta hirðskáldíð
og
ungverska söngkonan
Jón Björnsson skrifar um
Asmund Jónsson frá
Skúfsstöðum og konu
hans, Irmu Weile Bark-
any.
Sá maður sem hér segir lítið
eitt frá öðlast aldrei það
hlutskipti í lífinu sem hugur
hans hefur áreiðanlega
stefnt að. Hann dreymdi
ungur að láta til sín taka á
skáldskaparsviðinu, en
minna varð úr því en vænta
mátti. Hann var vel lesinn í bókmenntum
og fljúgandi hagmælskur eins og fleiri af
ættmennum hans. Prá hans hendi komu út
tvær ljóðabækur, auk kvæðabálks um
Hóla i Hjaltadal, sem fyrst var gefinn út
1932 og síðan í skrautútgáfu eftir fráfall
hans.
Ásmundur var fæddur á Skúfsstöðum í
Hjaltadal 8. júli 1899. Foreldrar hans voru
Jón Sigurðsson bóndi þar og Guðrún
Þorsteinsdóttir kona hans. Jón bóndi var
oddviti og sýslunefndarmaður og áhrifa-
maður í sveitinni. Hann var áhugamaður
um skáldskap og margvíslegan fróðleik og
naut því Ásmundur góðrar menntunar i
heimahúsum. Síðar mun hann hafa verið á
alþýðuskóla um skeið. Að heiman fluttist
hann nokkrum árum fyrir dauða föður
síns, en hann andaðist árið 1924. Ásmund-
ur fór fyrst til Siglufjarðar, þar sem hann
stundaði ýmis störf, m.a. var hann rit-
stjóri blaðsins Neista er kom þar út um
nokkurt skeið.
ÁSMUNDUR FLYTUR
í HÖFUÐSTAÐINN
Eftir skamma dvöl á Siglufirði fluttist
Ásmundur til Reykjavíkur og fékkst við
verzlunarstörf o.fl. og gaf út Auglýs-
ingablaðið er varð skammlíft. Einnig var
hann eínn af frumkvöðlum að stofnun
nýrrar þjóðmálahreyfingar 1926, en hún
varð skammlíf.
Flestir eldri Reykvíkingar munu kann-
ast við Ásmund frá Skúfsstöðum. Hann
var á margan hátt sérkennilegur, frjáls í
fasi og allra manna ræðnastur. Ég kynnt-
Irma rar óþreytandi aö kynna ísiand, þar
sem bún fór erlendis. Hér er hún að tala um
ísland á elliheimili í Þýzkalandi.
ist honum ekki fyrr en í Kaupmannahöfn
fyrir stríð, en margt hafði ég heyrt frá
honum sagt, m.a. hafði vinur hans úr
Reykjavík, ísleifur Sigurjónsson, sem lát-
inn er fyrir nokkrum árum, margt að segja
frá Ásmundi frá því þeir kynntust fyrst
heima. Það var mikil skemmtun enda var
ísleifur gæddur sérstæðri frásagnargáfu.
— Þess má geta hér í framhjáhlaupi að
ísleifur og Halldór Laxness voru vinir frá
því er Halldór kom unglingur til Kaup-
mannahafnar. Hann skrifaði skemmtileg-
an þátt um ísleif í einni af endurminn-
ingabókum sínum.
Þegar Ásmundur settist að í Reykjavík
kynntist hann nýju umhverfi og ólíku því
er var á Siglufirði. Honum hefur sennilega
ekki fallið andrúmsloftið í síldarbænum.
Andleg störf stóðu huga hans nær en strit-
ið við „silfur hafsins", enda ekki hneigður
fyrir líkamlega vinnu. Sálufélaga hefur
hann skort. Að vísu hafði hann komið til
Akureyrar og hitt síra Matthías að máli.
Var hann Ásmundi minnisstæður. Ræddi
hann oft um skáldjöfurinn af aðdáun sem
nálgaðist tilbeiðslu.
Talið hefur verið að tímamót hafi orðið í
íslenskum ljóðaskáldskap eftir heims-
styrjöldina fyrri, með útkomu ljóðabóka
Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefáns-
sonar. Mörg ung skáld freistuðu þess að
feta í fótspor þeirra. Árið 1922 var frjó-
samt á þessu sviði. Þá komu út ljóð eftir
Kristmann Guðmundsson (Rökkursöngv-
ar), Sigurð Grímsson, Guðmund Frímann,
Jón Thoroddsen yngri og Haföldur eftir
Ásmund frá Skúfsstöðum. Eitthvað mun
hann hafa birt af kvæðum í blöðum og
tímaritum þótt ekki sé mér kunnugt um
það. Ekki verður annað séð en að þessari
frumraun hans hafi verið sæmilega tekið
af ritdómurum. Ljóðaflokkurinn um Hóla í
Hjaltadal, sem drepið er á í upphafi þessa
greinakorns, var gefinn út af Búnaðarfé-
lagi íslands 1932, í tilefni af 50 ára afmæli
Hólaskóla.
í Anda Þjóðskáldanna
Næsta ljóðabók Ásmundar, Skýjafar,
kom út 1936. Þetta er myndarleg bók og
stórmikil framför frá fyrri bókinni. Þor-
stinn Gíslason ritstjóri minnist á hana í
Lögréttu og segir þar m.a.:
„Ásmundur gaf 1922 út dálítið ljóðasafn
sem Haföldur heitir, en hann var ungur og
ekki fullþroskaður og bókinni lítið sinnt.
Þessi nýja bók tekur hinni langt fram og
eru í henni mörg góð og falleg kvæði, og öll
eru þau vönduð að frágangi og vel ort.“
í bókinni eru ættjarðarljóð, minn-
ingarkvæði eftir merka samtímamenn og
ýms kvæði annars efnis. í því sambandi
má nefna ljóðið Hljómbrot sem margir
kannast við, þar sem það hefur verið flutt
margsinnis í útvarpinu.
Ekki er það ætlunin að ræða um skáld-
skap Ásmundar hér. Hann var að öllu leyti
hefðbundinn og bar svip af skáldum fyrri
tíma. Hann dáðist mjög að Matthíasi Joch-
umssyni, Hannesi Hafstein og síðast en
ekki sízt Einari Benediktssyni. Áhrifa frá
Einari gætir víða í kvæðum hans, enda var
ekki sparað að minna á það í ritdómum. Þó
er mér til efs að hann hafi stælt Einar
frekar en ýms nútímaskáld, sem hafa ef
svo mætti að orði komast, gengið á mála
hjá vissum sænskum „módernistum"!
Ásmundur var fyrst og fremst talandi
skáld. Hann varpaði oft fram vísum, að því
er virðist án þess að þurfa að hugsa sig
um. Snertu þær oft viðburði samtímans,
hittu oftast í mark og voru tíðum meinleg-
ar. Fátt af lausavísum hans hefur komið
fyrir almenningssjónir, en ýmsir af eldri
mönnum kunna eitthvað af þeim.
Árið 1938 fluttist Ásmundur til Kaup-
mannahafnar. Sama ár kvæntist hann
dönsk-ungversku söngkonunni Irmu Weile
Barkany. Þau fluttust hingað heim 1946 og
bjuggu hér síðan. Ásmundur andaðist 1963
og hafði þá kennt sjúkleika um nokkurra
ára skeið.
„Til Konungs Íslands
Lítið mun hafa orðið úr störfum hjá Ás-
mundi á Kaupmannahafnarárunum, enda
ekki hægt um hönd að afla sér tekna á
kreppuárunum. Ýmislegt mun hann þó
hafa ort á þessum árum, en dönskukunn-
átta hans var ekki nægileg til þess að hann
gæti komið kvæðum sínum á framfæri í
dönskum fjölmiðlum. Einnig ritaði hann
nokkrar blaðagreinar um norræna sam-
vinnu sem aðrir urðu til að þýða fyrir
hann.
Kristján konungur tíundi átti sjötugs-
afmæli 1940. Eins og nærri má geta var
mikið um að vera við það tækifæri, ekki
sízt þar sem Danir töldu konung samein-
ingartákn þjóðarinnar á hernámsárunum.
Mun Ásmundur hafa minnst hins gamla
siðar islenzkra skálda að flytja þjóðhöfð-
ingjanum kvæði. Hann settist nú við að
yrkja langa drápu til kongs undir heitinu
„Til konungs íslands" og sparaði þá ekki
lofsyrðin. Kvæðið flutti hann í danska út-
varpinu. Var það síðan gefið út í viðhafn-
armikilli útgáfu sem Jón Sveinbjörnsson
konungsritari mun hafa staðið fyrir. Eins
og oft verður um slík tækifæriskvæði
skorti ekki lofsyrðin, eins og áður er sagt,
og mun skáldinu sjálfu hafa þótt nóg um,
því að rétt á eftir gerði hann bragarbót,
orti runhendu, eitt erindi, sem var alger-
lega öndvert því sem hann áður hafði
hrúgað saman af lofsyrðum í konungs-
kvæðinu! Aðeins fáir af kunningjum hans
fengu að heyra þessa „bragarbót" og óvíst
hvort hún er nú til! — Ljóðið var síðan
12