Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 9
Ein af myndum ínu Salóme á sýn-
ingu Textílfélagsins á Kjarralsstöð-
um.
búsettur í Finnlandi. Það er þá ekkert mál,
hugsaði ég mér sjálfri mér, og stefndi
þangað í staðinn, og hóf að safna mér fyrir
fari, sem gekk fremur erfiðlega, en að lok-
um átti ég fyrir helgarferð til Stokkhólms
og skellti mér af stað. Það var vorið ’83 og
síðan hef ég búið hér í Finnlandi.
Reyndar komst ég til Rómar í þrjá mán-
uði í fyrra, og það þótti mér einstakt. Hér
í Finnlandi hafði ég enga vinnustofu, svó
ég teiknaði mest vatnslitamyndir, skissur,
sem ég hugðist útfæra í Róm. Þannig vann
ég markvisst að því að safna hugmyndum.
Ég hafði líkað sankað að mér litum og
efni, og með þetta allt saman rogaðist ég
til Rómar, þar sem ég hafði aðstöðu í mjög
fallegu og skemmtilegu umhverfi.
Aftur Til Finnlands
Þaðan fór ég aftur hingað til Finnlands
og hef verið hér með ágæta vinnuaðstöðu,
og unnið að þessari afmælissýningu textíl-
félagsins. Annars stefni ég að þvi að halda
einkasýningu í Gallerí Langbrók um mán-
aðamótin júní/júlí.
Hvaða augum er textflmyndlist litin í sam-
anburði við aðra myndlist?
— Það eru mjög skiptar skoðanir á text-
ílvefnaði eða textílþrykki annars vegar og
olíumálverkum hins vegar. Olíumálverkið
er álitið vera raunverulegt málverk,
myndlist, en um leið og efniviðurinn er
orðinn tuska, finnst fólki að hægt sé að
klippa hana niður í búta og skipta á milli
sín. Gagnrýnendur nenna vart að skrifa
um textílsýningar. Þeir rétt stinga inn
nefninu og skrifa svo hvað þeim þótti um
sýningarskrána, segir fna og hlær. Frá-
gangurinn virðist vera aðalatriðið í þeirra
augum: athyglin beinist of mikið af því
hvernig myndirnar eru hengdar upp á
vegg.
TUSKUKERLINGAR ÚTI í BÆ
Það vantar oft á að textílkonurnar sjálf-
ar líti á sig sem listamenn, og því er ef til
vill ekki undarlegt þótt aðrir geri það ekki
heldur. Þær eru bara einhverjar tusku-
kerlingar úti í bæ, sem þær náttúrulega
eru, en það er allt í lagi að vera tusku-
kerling. Það þarf ekki að vera neikvætt.
Hér í Finnlandi eru margar góðar textíl-
myndlistakonur, og því er gott að vera hér.
Annars þeytist ég ekkert sérstaklega á
milli þeirra: „Viltu vera vinkona mín,“ og
allt það. Ég tek eftir því að ég narta í mjög
margt hér bæði í sambandi við textíl og
myndlist. Og ég fæ mjög mikið út úr dvöl-
inni hér.
Ég sit mikið ein með mínar pælingar án
þess að hafa nokkurn kollega minn eða
myndlistarmann í kringum mig. Fyrst
þegar ég byrjaði á þessum myndum, sem
ég sendi á sýninguna heima, var ég mjög
óörugg og það vafðist fyrir mér hvort ég
væri að herma eftir einhverjum ... þetta
væri einhver endaleysa. En núna finn ég
að ég get staðið undir þvi sem ég hef unnið
að hérna. Ég hef glímt við þetta ein og ég
finn að ég hef þroskast af verunni hér.
Ég var mjög frjáls með minn vinnutíma
þegar ég var heima á íslandi og alveg óháð
öðrum. Núna átta ég mig meira á sjálfri
mér í gegnum þann sem ég bý með. Gunn-
ar, sambýlismaður minn, spurði mig til
dæmis um daginn:
— ína, er ekki allt í lagi? Er eitthvað
að?
— Jú, jú, það er allt í lagi, af hverju
spyrðu að því?
— Þú hefur ekki sagt aukatekið orð í
allan dag!
Þannig get ég verið mjög þögul. Reyni
samt að taka þátt í því sem gerist í kring-
um mig, en er í rauninni stödd allt annars
staðar. Stundum verð ég að vera alveg ein-
angruð, þegar ég vinn intímt að einhverri
mynd. Það má enginn koma nálægt þar
sem ég er að vinna. Þó ég sé ein heima við
loka ég öllum hurðum, þannig að örugg-
lega heyrist ekki í dyrabjöllunni. Ég ætla
kannski að setja lit á efni og mér finnst ég
vera óörugg með hvað út úr því gæti kom-
ið. Það er svo persónulegt sem verið er að
skaða... það kemur alveg innst frá hjart-
anu. Eins líður mér þegar myndirnar fara
á sýningu. Samt er afskaplega gott að sýna
hlutina. Það er kapítuli sem hafa verður í
huga og stefna markvisst að.
TlL SVÍÞJÓÐAR
OG Danmerkur
Trausti Einarsson er búsettur I Finnlandi og er
fréttaritari útvarpsins þar. Hann hefur lesið
frönsku og franskar bókmenntir viö Sorbonne
og lauk þaöan lic.-es-lettres prófi I sagnfræöi og
mannvisindum. Slöar lauk hann cand.mag. prófi
I sagnfræöi frá Háskóla íslands. Hann vinnur aö
ritverki um sögu hvalveiða viö Island, sem
Sagnfræöistofnun Háskóla Islands mun gefa út.
ur að hafa í huga að hugmyndin getur
verið lengi að brjótast um í kollinum, það
getur tekið heilt ár áður en sjálf myndin
verður til.
Hvar stundaðir þú þitt myndlistarnám?
— Ég útskrifaðist úr Myndlistar- og
handíðaskólanum árið 1978. Þá fórum við
fjórar vinkonur úr Myndlistarskólanum í
ferðalag um Ungverjaland, Rúmeníu,
Búlgaríu og komum einnig við í Grikk-
landi, París og Amsterdam. Einhverra
hluta vegna þótti okkur myndlistarsýn-
ingar austantjalds ekki nægilega spenn-
andi, því enduðum við alltaf á þjóðminja-
söfnunum þar. Það var mun athyglisverð-
ara, segir Ina og hlær. Þar vorum við dag-
langt, hver í sínu horni að skissa, en nú-
tímalistin höfðaði ekki til okkar: sósíalre-
alisminn var þar upp um allt; þessir skilta-
málarar ríkisins!
Eftir þessa ferð fór ég til Svíþjóðar og
komst inn á Textilinstitutet í Borás, þar
sem ég var gestanemandi og einbeitti mér
aðallega að þrykk- og ljósmyndatækni.
Síðan fór ég til Kaupmannahafnar á Skole
for Brukskunst, þar sem ég lærði ljós-
myndatækni innan þrykks. I þeim skóla
byrjaði ég á þessum margföldu myndum.
Eftir það fór ég heim til að berjast við
að gera eitthvað sjálf. Þá hafði ég verið i
skóla i sex ár og þótti nóg komið. Þetta var
vorið 1980. Annars tók mig langan tíma að
átta mig á því hvernig ég ynni. Þetta er
tímaskeið sem ég held að allir myndlist-
arnemar gangi í gegnum, og það tekur sinn
tíma að átta sig á því hvað í manni býr. f
skólanum er allt sem til þarf: tæki, aðhald,
kennarar á hverju strái, sem hægt er að
ráðfæra sig við.
En það er ekki hægt að setjast inn á
vinnustofu og fara að skapa, fyrst þarf að
vinna sér inn peninga til þess að lifa. Síð-
asta veturinn, sem ég var heima, vann ég
sem kennari í fjölbrautaskóla. Þá vann ég
1—2 daga í viku. Á hinn bóginn er kennsla
illa launuð og því endar maður oftast með
skúringardjobb við hliðina, eða tekur
vinnutarnir og á svo frí inn á milli.
Draumurinn er að vera i lausamennsku
eða eins og sagt er „free lance". Þó nokkrir
reyna að hafa þetta þannig, en það er mjög
stressandi.
Eitt sinn þeyttist ég um allt höfuðborg-
arsvæðið og teiknað skilrúm fyrir fólk. Eg
vann hjá húsgagnaverslun sem bauð þessa
þjónustu. Þá kom ég inn í flest einbýlis-
húsin í Breiðholti, Garðabæ, Kópavogi og
víðar, og teiknaði. Fólk sagði mér hvernig
það vildi hafa þetta og ég teiknaði það upp
og áætlaði hvað það mundi kosta. Eitt sinn
á leiðinni heim, hugsaði ég með mér: það
sem ég hef selt í kvöld gæti nægt mér til
þess að komast til Kína!
Þetta var dæmigerð tískubylgja, eins og
þær gerast heima: nú á að hafa skilrúm og
þá kemur húsgagnaverslun þeirri þjónustu
á fót. Þjónustan kostar ekki neitt, að fá
teiknarann heim og ráðfæra sig við
hann ... Að mörgu leyti var forvitnilegt að
kynnast þessu. En, Guð minn góður, mér
þótti þetta undarleg vinna.
Frá því ég kom heim 1980 og fram til
vorsins ’83 hafði ég vinnu og vinnustofu,
og allt gekk vel. Fyrr en varði var ég einn-
ig komin á bólakaf í félagsmál. Einhvern
veginn er ekki hægt að sitja og þegja, og
um leið og þú situr ekki og þegir er búið að
grípa þig alls staðar. Það er alveg sama
hvaða félög það eru, hjá mér var það text-
ílfélagið. Og allt er þetta vinna sem unnin
er í frítímum. Fyrst er að vinna sér inn
peninga til þess að geta lifað, svo er reynt
að vera á vinnustofunni og loks eru það
fundir og félagsmál út um allan bæ.
Að því kom að ég settist niður og fór að
hugsa minn gang. Ég leigði í stóru kollekt-
ífi, þar sem komin var upp sú staða að við
urðum að finna okkur nýtt húsnæði. Mér
fannst að litla lífið mitt yrði að breytast.
r 'V* - " ''í-v iy': l 5 ■' x
'
>
Tilrómar
Eins og ég sá þetta fyrir mér hafði ég
einungis um tvo kosti að velja. Annað
hvort keypti ég mér íbúð eða færi til Róm-
ar. Þessu velti ég fyrir mér, kvöld eitt áður
en ég fór að sofa, og morguninn eftir var
ég staðráðin í því að fara heldur til Rómar.
Ég hafði séð auglýsingu um ódýra vinnu-
aðstöðu fyrir myndlistafólk á vegum
Skandinaviska föreningen. Ég sótti um ár-
ið 1983, en um jólin breyttist litla lífið mitt
og mér snérist hugur. Ég var orðin ást-
fangin af ungum og skemmtilegum manni,
sem ég vildi helst vera hjá, en hann var
Mynd eftir ínu, gerð 1985 og er
145x215 cm á stærð. Hún er á sýning-
unni á Kjarralsstöðum.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ 1985 9