Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 10
Jón frá Pálmholti
Þrjár örsögur
Teikningar: Árni Elfar
Jón í Bakkagerði
Jón í Bakkagerði var bróðir pabba. Hann bjó litlu búi niðurvið
sjóinn og réri árabát sínum einn til fiskjar og verkaði sjálfur sinn
afla. Til hans sóttum við fisk í soðið þegar færi gafst. Við bræður
höfðum óljósar hugmyndir um sjósóknina en heyrðum margt um
öngla handfæri og fleira sem tengdist fiskidrætti. Einnig nöfn á fiskum
og öðrum sjávardýrum eins og þorski ýsu ufsa og furðuskepnu sem hét
hákarl. Við álitum það vera karl niðri í sjónum sem starfaði að því að
festa fiskana á öngulinn. Meðan gamli bærinn stóð lékum við bræður
stundum fiskveiðileik. Annar okkar var þá uppi á smíðalofti lék Jón í
Bakkagerði og renndi niður garnspotta sem átti að vera handfæri. Hinn
var niðri á hlaði og lék hákarlinn. Svo festi hákarlinn á færið eitthvert
dót sem átti að vera fiskur og Jón í Bakkagerði dró það upp. Mér er enn í
minni hlátur Jóns í Bakkagerði þegar hann eitt sinn stóð i hlaðbrekkunni
og horfði á athafnir okkar. Hann lyfti skyggnishúfunni strauk skallann
og yfirskeggið hristist í hlátrinum. Svo fór hann inn með fiskinn sem
hann kom með til að gefa okkur.
Draumar
Eins og flestir aðrir áttum við okkur þann draum að stækka túnið
til þess að geta fjölgað mjólkurkúnum því afkoman byggðist á
þeim. Búnaðarfélagið átti stóra dráttarvél sem fór milli bæja að
plægja land til ræktunar. Hvert ár var brotin ný spilda eða
sléttað þúfnastykki í túninu til að gera það véltækt. Alfreð í Fagraskógi
ók dráttarvélinni og það var framandi nautn að ganga á eftir plóginum
og hlusta á söng vélarinnar. Þannig rölti ég hring eftir hring um reitinn
andaði að mér bensínlyktinni sem blandaðist titrandi vélslættinum og
horfði á plóginn rista sundur þúfurnar sem ég þekkti. Ég vissi að aldrei
framar myndi ég sjá þessar þúfur en næsta sumar yrði ég að ganga hér
um með hrífuna í sólarhitanum og snúa sáðgresinu. Á þvílíkum dögum
bað ég oft í hljóði um dálitla rigningu svo ég mætti fara inn til mín að
dunda mér eða lesa bók. Ég varð svo þreyttur í fótunum af allri þessari
göngu. Slíkt var vitaskuld guðlasti verra að nefna upphátt en við áttum
okkur einnig drauma um stórvirkari heyvélar.
Sumardagur
Dag nokkurn snemma á túnaslætti fór ég seint framúr í björtu
sólskini og þar sem ég striplaðist í eldhúsinu sá ég útum glugg-
ann fíflastóðið og sóleyjabreiðurnar hlæja við sólinni. Þau
hefðu áreiðanlega dansað hefðu þau getað. Hvarvetna kepptust
menn við að slá í þurrkinn og skyndilega sá ég Halldór í Búlandi leggja
frá sér orfið niður á túni og koma í heimáttina. Skömmu síðar komu þeir
inn í eldhúsið pabbi og hann. Þeir settust við borðið og sulgu mjólkursýru
úr gömlum skipskönnum. Þegar Halldór hafði lokið sínum drykk sagði
hann uppúr eins manns hljóði. Það er ekki fallegt að heyra frá útlöndum.
Það er búist við styrjöld með haustinu. Við sátum hljóð enn um stund
nema mamma spurði hvort stríð gæti náð hingað. Ég man enn hvernig
þetta orð styrjöld ómaði í eyrum mér þótt ég skyldi það ekki til fulls.
Hljómur þess var sár og þrunginn dulrænum kvíða sem stakk í stúf við
kyrrðina útifyrir. Og bændurnir fóru út aftur að slá til að nota þurrkinn.
Jón trá Pálmholti erskáld og rinnur hjá Reykjaríkurborg. Árni Elfar er
hljóöfæraleikari og teiknari. Hann býr í Garðabæ.
Fyrsta prentverk á íslandi
Blöð úr
Fátt er vitað um, hvaða bækur voru fyrst
prentaðar. Sagnir herma, að Jón biskup hafi
látið prenta einhver minniháttar rit, en ekki
vita menn hvaða rit það voru. Þó munu vera
sæmilega traustar heimildir fyrir tveimur
bókum. Er önnur þeirra áðurnefnd Brevi-
arium Holense, hin er jafnan nefnd Fjórir
guðspjallamenn.
Fyrir allmörgum árum fundust tvö blöð
úr fornri bænabók, norrænni að talið er,
innan í spjöldum á handriti einu íslensku í
bókasafni Uppsalaháskóla, komnu til Sví-
þjóðar frá íslandi árið 1681. Einn af bóka-
vörðum safnsins, dr. Isak Collijn, rannsak-
aði þessi blöð og komst að þeirri niður-
stöðu, að þau væru ekki úr neinni kunnri
norrænni bænabók. Leiddi hann síðan rök
að því, að blöð þessi væru úr hinni týndu
bók, Breviarium Holense (eða „Nidrosi-
ense“, sem hún er einnig kölluð).
En Guðbrandur Jónsson hefur síðan
fært rök fyrir því, að blöð þessi séu ekki úr
Breviarium Holense, heldur „prófarkir af
erlendu, nú týndu, breviario, sem síra Jón
sænski annaðhvort hefur prentað í prent-
smiðju sinni, áður en hann fluttist til íslands,
eða hefur verið prentað með letri hans, áður
en hann eignaðist það, eða í prentsmiðju, er
hafði letur frá sama letursteypara og hann.“
(G.J.: Síra Jón ... bls. 186). Byggir Guð-
brandur þessa skoðun sína á því meðal
annars, að blöð þessi úi svo og grúi af
prentvillum, að varla geti verið um
hreinprent að ræða; blöðin séu í 8vo, en
Jón Grunnvíkingur (sem lýst hefur útliti
og innihaldi Breviarium Holense) segi að
bókin hafi verið í 4to; þá segi Jón, að bókin
hafi verið með rauðum grenirósum, en
grenirósirnar á blöðum þessum séu svart-
ar. Og fleira er það, sem Guðbrandur
Jónsson tínir til. En ekki eru tök á að rekja
þetta mál hér frekar.
Um tilvist hinnar bókarinnar, Fjórir
guðspjallamenn, eru enn skiptari skoðanir.
Torfi Jónsson (1617—1689) prestur í
Gaulverjabæ, bróðursonur Brynjólfs
Sveinssonar (1605—1675) biskups í Skál-
holti (en Brynjólfur mun hafa verið 4.
maður frá Jóni biskupi Arasyni samdi
ævisögu Brynjólfs frænda síns, en hún var
lengi talin glötuð. Vitneskju um þessa
ævisögu höfðu menn af því, að stuttur út-
dráttur úr henni, er séra Torfi hafði gert,
var til í fjórum afskriftum, tveimur í safni
Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og
tveimur á Landsbókasafni íslands. Voru
þær allar frá 18. öld.
En upp úr síðustu aldamótum fundu
menn, óvænt, handrit af ævisögunni allri.
Hafði það handrit komið að Landsbóka-
safninu áratug áður eða svo, að menn
telja, en ekki vissu menn hvaðan.
Það sem einkum vakti undrun manna, er
þeir fóru að kynna sér handritið, var sú
upplýsing þess, að Brynjólfur biskup
Sveinsson hefði verið „kistulagður með
hans N.T. Græco, Davíðs psaltara og Fjórum
guðspjallamönnum, er biskup Jón gamli að
Hólum lét útleggja og þrykkja, sem hans
formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt ex-
emplar.“
Áð vísu hafði þess verið getið áður á
prenti, að Jón biskup hefði látið þýða guð-
spjöllin, en um prentun þeirra var hvergi
getið, fyrr en ævisaga þessi fannst.
Rétt er þó að geta ummæla Jóns pró-
fasts Halldórssonar (1665—1736) í ævis-
ögu Guðbrands biskups Þorlákssonar, en
þar segir: „Jón Matthíasson ... hafði fyrst-
ur hér í landi brúkað eitt lítið prentverk, svo
hann þrykkti Guðspjallabók í 4to fyrir Jón
biskup Arason og nokkra bæklinga fyrir
h(erra) Ólaf Hjaltason." Hér er þess getið
fullum fetum, að Jón svenski muni hafa
prentað þetta fyrir Jón biskup1
Aðrar frásagnir (að Þórði Jónssyni und-
anskildum, sjá síðar) miða við það, sem
Jón svenski prentaði, en ekki við það sem
Jón biskup gaf út.
Arngrímur Jónsson lærði segir t.d. í
Crymogæa, að Jón svenski hafi prentað
„texta sunnudaga guðspjalla og pistla ...
auk þess nokkur andleg kvæði, og að því er
sagt er handbók presta, svo og, ef til vill, einn
eða annan bækling"2. Björn Jónsson á
Skarðsá segir, að séra Jón hafi prentað
„handbók presta, sunnudaga guðspjöll og
fleira annað"3. Séra Þórður Jónsson
(1609—1670) í Hítardal segir Jón svenska
hafa prentað „guðspjallabók og pistla; item
andlega sálma nokkra, handbók presta, og
máske nokkrar fáeinar bækur fleiri“4. Síðan
bætir Þórður við: „Það eitt er og víst, að
biskup Jón Arason hefír látið prenta guð-
spjallabók í Quarto á Breiðabólstað í Vestur-
hópi af síra Jóni svenska." Þá segir Finnur
Jónsson (1704—1789) biskup, að séra Jón
hafi „sent úr prentsmiðju sinni handbók
presta og, ef til vill, eitthvað annað“s. Þá
hefur Jón Espólín (1769—1836) nákvæm-
lega upp það, sem Björn á Skarðsá segir
um þetta efni, en bætir svo aðeins um bet-
ur (J.E.: Árbækur ... IV., bls. 12—13).
Eins og sjá má eru þessar frásagnir
næsta óljósar og erfitt að byggja með þeim
eitthvað fast undir fætur, nema ef vera
skyldi orð þeirra Hítardalsklerka, Jóns
Halldórssonar og Þórðar Jónssonar, þar
sem þess er beinlínis getið, aö prentað hafi
verið fyrir Jón biskup.
Það sem einkum veldur þessum vanda
er, að Jón svenski mun hafa prentað bók
eina fyrir Ólaf biskup Hjaltason, árið 1562
að talið er, og gekk sú bók undir nafninu
„Guðspjallabókin" á meðal manna, því að
titill hennar mun hafa verið firnalangur
eða sem svara mundi hálfri blaðsíðu í með-
alstórri bók. Og vegna þess, að frásagnirn-
ar miða flestar við það sem Jón svenski
prentaði, en ekki við það sem Jón biskup
Arason gaf út, er erfitt að henda reiður á
við hvaða bók er miðað, eða um hvaða
guðspjallabók er að ræða.
Það er því engin furða, að skoðanir
manna hafi verið, og séu, næsta skiptar,
þegar „upplýsing" ævisögunnar hefur
komið til tals.
UM Handritið
Sumir telja heimild þessa óhrekjandi,
vitnisburð hennar skýlausan. Byggja þeir
skoðun sína á ummælum þeim, sem á und-
an hafa farið og eins á því, að Torfi hafi
bersýnilega lesið formála ritsins og verði
hér þvi ekki um deilt. Þeir allra áköfustu
tala jafnvel um að hér hafi verið um að
ræða „hið eina prentaða eintak, sem til hefur
verið í heiminum 1675, af Nýjatestamentis-
þýðingu Jóns biskups Arasonar ... “6.
Aðrir benda á, að ýmislegt sé við þessa
„upplýsingu" að athuga. Halldór Her-
mannsson er í þeim flokki.
Hann bendir á, að þessi orð séra Torfa
um Fjóra guðspjallamenn séu það óljós, að
þau megi skilja á þann veg, að eintak það
sem um er rætt hafi jafnvel ekki verið
heilt, formálann hafi vantað („sem hans
formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt ex-
emplar“). Því kunni þetta aö hafa verið
byggt á sögusögn einni saman, eða skrifað
á eintakið. En nú hljóti séra Torfi samt aö
vita hvað sett var í kistuna með Brynjólfi,
því að hann muni hafa verið viðstaddur þá
athöfn. Þess vegna sé erfitt að rengja það,