Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 2
Audi 5000 S (Þýzkaland) Honda Prelude (Japan) Cbevrolet Camaro (Bandaríkin) 10 BESTU BÍLARNIR aö mati bandaríska bílablaösins Car and Driver Bandaríska bílablaðið Car and Driver hefur þann háttinn á, að kjósa árlega „10 bestu" bílana. Þetta er svona einskonar vinsældalisti, sem þó er ekki byggður á víðtækri atkvæðagreiðslu, heldur er matið byggt á skoðun þeirra sem skrifa í fyrr- greint bílablað. Það er vitaskuld ekki eins og guð almáttugur segi það, þótt þeir kom- izt að þessari niðurstöðu hjá Car and Driv- er; þarna er ákveðiö sjónarmið, amerískt sjónarmið skulum við segja, og alveg má telja víst, að niðurstaðan yrði allt öðruvísi hjá evrópsku bílablaði. Það er þó vert að vekja athygli á því í þessu sambandi, að hér er ekki verið að viðra álit hins venju- lega bíleiganda, sem yfirleitt hefur ákaf- lega lítinn samanburð og trúir alltaf að það, sem hann ekur hverju sinni, hljóti að vera það bezta. Þeir sem standa að þessu vali, eru menn sem ekkert gera annað en að prófa bíla og skrifa um þá. Þeir hafa haft að leiðarljósi, að enginn hlutur sé góður nema í hlutfalli við það sem hann kostar — og að það sé enginn vandi að framleiða stórkostlegan bíl, ef hann má kosta hvað sem er. Þess- vegna eru bílar sem kosta meira en 25 þúsund dollara í Bandaríkjunum ekki teknir með. Mörgum mun þykja þetta val all furðu- legt í ljósi þess, að aðeins komast tveir Evrópubílar á blað: Audi 5000 S, sem raun- ar var einnig á lista blaðsins í fyrra og Porsche 944, báðir þýzkir. Að öðru leyti komust 5 amerískir bílar á blað og 4 jap- anskir. Þeir amerísku eru: Chevrolet Cor- vette og Chevrolet Camaro, hvorttveggja sportbílar, Dodge Caravan, einn af þessum nýju „rýmis“bílum og minnir á sendiferða- bíl í útliti. Mercur XR4 Ti, sprækur milli- stærðarbíll frá Lincoln-Mercury-deildinni hjá Ford og loks: Pontiac 6000 STE, „sá bezti frá General Motors", eins og segir í dómnum. Frá Japan komust þrír á úrvalslistann og mun þykja tíðindi, að þeir eru allir af gerðinni Honda: í fyrsta lagi næstminnsta gerð verksmiðjunnar, sem nú er þó orðin nokkuð stór: Honda Civic. í öðru lagi fólks- bíllinn Honda Accord og í þriðja lagi sportútgáfan: Honda Prelude. Þetta má túlka sem geysilegan sigur fyrir Honda, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem að- almarkaðurinn er. Blaðið fylgir þessu vali að sjálfsögðu eft- ir með rökstuðningi, sem er of langt mál Cberrolet Corvette (Bandaríkin) Dodge Caravan (Bandaríkin) Porscbe 944 (Þyzkaland) Mercury XR4 (Bandaríkin) Honda Accord (Japan) að birta hér. Þar er þess einnig getið, að svo virðist sem sífellt erfiðara verði með hverju árinu að taka 10 bíla framyfir aðra og er það vegna þess, að tæknilegar úrbæt- ur virðast koma jöfnum höndum í alla vandaða bíla. En úrslitin bera með sér hvar valið fer fram. Amerískir bílar mundu varla fá síka útkomu annars stað- ar. Þess má geta til samanburöar, að í þýzkum bílablöðum, t.d. Auto motor und Sport, er fyrst og fremst haldið fram þýzk- um bílum. Þótt menn vilji vera málefna- legir og vísindalegir, þá er eins og menn ráði ekki við ættjarðarástina — eða þjóð- rembuna — ætti kannski frekar að segja. GS. Honda Ciric (Japan) Pontiac 6000 STE (Bandaríkin) Leiðrétting í formála Christers Stendahl, Stokkhólmsbiskups, við doktorsrit- gerð dr. theol. Jakobs Jónssonar, „Humor and Irony in the New Testa- ment“, sem birtist í Lesbók 9. marz sl., féll niður hluti af setningu, sem hérmeð leiðréttist. Málsgreinin er rétt svona: „í öðru lagi — og er sú ástæða miklu þyngri á metunum — er hinn markvissi samanburður við Talmud og Midrash. Gagnsemin fyrir okkur, sem erum ekki sérfræðingar í Gyð- ingdómi, liggur í augum uppi, þó ekki væri nema vegna erfiðleika okkar að rata í hinni víðáttumiklu veröld þess- ara bókmennta." Það leiðréttist ennfremur, að í efn- isyfirliti yfir árganginn 1984, hefur fallið niður, að séra Sigurjón Guð- jónsson hefur þýtt þrjú ljóð eftir Rolf Jacobsen: Tréð mitt, Landslag með grafvélum og Hjarta guðs, sem birt- ust á bls. 14 í 28. tbl. Lesbókar 1984.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.