Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Blaðsíða 14
Guörún Guðlaugsdóttir Minn heimur og þinn Sinn litla heim eiga allir, svo undur smáan miðað við óravíddir alheimsins. í þessum Htla heimi er allt sem einhverju skiptir. Allt, sem veldur gleði og sorg. Minn heimur og þinn hafa af hendingu mæst, fyrir tilviljun tíma og rúms. Þitt undarlega bliknaða bros og bleika, föla ásýnd vöktu mér viðkvæma þrá. En við hittumst sorglega seint það sæti er skipað sem annars hefði kannski orðið þitt. Tíminn hefur leikið okkur grátt gefið okkur vorblóm til að visna í haustkuldunum. Sorg Meðan einn bognar brotnar annar við blakka rót. Þau brotna þvert þroskamestu blómin og falla þyngst til jarðar. Þau sem eftir standa geyma stolta fegurð þess fallna. Guðrún Guðlaugsdóttir er blaðamaður á Morgunblaöinu og hefur starfað við útvarpið um margra ára skeið. Hugrún Sú var tíðin Nú er ekki lengur gaman að ganga út á kvöldin þótt góðviðrið leyfi þá er ekki nokkur friður. Hér áður sá maður herrana í fínustu fötum með frú uppá arminn, er þeirra tíðar var siður. Það nenna svo fáir um bæjarins götur að ganga ef genginn er spölur þá rætt er um verðbólgu og skatta og virðingarmerkin þau muna svo fáir lengur að menn hafa næstum þvígleymt að taka ofan hatta. Nú þjóta um bílar með flaustri og fyrirgangi ogfólkið á götunum lifir í sífeldum ótta. Þótt æðið sé mikið og hættan í hámarki reynist er hreint eins og mennirnir séu á stöðugum flótta. Þeir ungu eru að leita að gleði í bíói og böllum því búast þeir við því að gæfuna sé þar að finna. Þeir forðast það eina, sem gæti gefið þeim friðinn og gleyma þá líka að hlusta á aðvörun hinna. Svo er það vínið, sem veldur því böli og tjóni og veröld sem full er af svikum og fagurgala. Oft leynist í bikarnum útsmogin eiturnaðra svo algjör í verki, að helst má ekki um hana tala. Og sumum finnst jafnvel að allt sé á hverfanda hveli en hvernig það endi er tæplega hægt um að segja. Þótt spádómar mæli að nokkuð naumur sé tíminn og nú fari veröldin síðustu styrjöld að heyja. En hver er svo fær um að rannsaka tíma og tíðir að takandi mark sé á orðum hans fremur en hinna? Ritningin kennir að allt sé í almættis hendi að allt skuli lúta því veldi, þá stríð muni linna. Hugrún (Filippía Kristjánsdóttir) er skáld I Reykjavík T aurus er ætlað að marka tímamót hjá Ford en þessi nýi, straumlínulagaði framdrifsbíll er væntanlegur á markað á næsta ári Venjulega tíðkast mikið laumuspil þegar bíla- verksmiðjurnar eru að þróa nýjar geröir. Sú þróun fer fram fyrir luktum dyr- um og síðan er bílnum reynslu- ekið með eins konar grímu; útlit- inu er breytt til að villa um. í ljósi þessarar venju hefur vakið athygli að Ford í Ameríku hefur tekið upp nýja siði. Ný gerð af millistærðarbíl er á þróunarstigi: Mercury Sable, en framleiddur verður hann einnig í Evrópu undir heitinu Ford Taurus. í þessu tilviki hafa teiknistofur Ford staðið upp á gátt og keppinautarnir hafa get- að fylgst með því sem þeir vildu. Til þess að undirstrika þessa breyttu siði, hefur Ford látið út- búa prótótýpu — nákvæma eft- irlíkingu úr fíbergleri af bílnum eins og hann verður og þessi sýn- ingarbíll hefur verið á bíla- sýningum. Prótótýpa úr stáli hefur einnig verið gerð til handa bílablöðunum, en það sem hér er sagt, er byggt á umfjöllun úr Car and Driver, sem reyndi gripinn og lét í ljósi verulega hrifningu. Fyrir nokkrum árum sneri Ford við blaðinu og hvarf frá köntuðum, hvasshyrndum bílum til straumlínu, sem birtist til dæmis í Ford Sierra. Breytingin hefur samt ekki verið gagnger fyrr en nú: Thunderbird, Tempo og Topaz, Lincoln Continental Mark VII, — allt bílar með miklu ávalari form en áður, voru allir í beinu framhaldi af eldri gerðum hjá Ford og byggðir á hlutum úr þeim. Mercury Sable og Ford Taurus eru hins vegar af alveg nýju kyni og ekki snefill af því sem til var í hillunum, var notaður í þennan nýja fram- drifsbíl, sem Ford ætlar að nota til að hremma Meðal-Jón í Am- eriku, bílkaupandann sem kannski hefur árum saman verzlað við General Motors og ekur á Oldsmobile Cutlass eða einhverju ámóta. Þrír milljarðar dollara hafa farið í þróunarkostnað vegna þessarar nýsmíði; það er ótrú- legt en haft fyrir satt, og því liggur í hlutarins eðli, að Ford er að taka verulega áhættu. Þessu risaveldi númer tvö í bandarísk- um bílaiðnaði er í mun að byggja upp forvitni og eftirvæntingu, en bíllinn kemur ekki á markað fyrr en með haustinu, þá árgerð 1986. Yfirhönnuðurinn, Jack Teln- ack, tekur sér í munn formúlu, sem ættuð er frá þeim í Bauhaus á þriðja áratugnum, þegar mód- ernismi í húsagerðarlist varð til. Þá sögðu hinir vísu: Form foll- ows funkcion: Notagildið ræður forminu. Nú er að minnsta kosti hluti notagildisins fólginn í straumlínu og lágum vindstuðli og því er ekkert haldið leyndu, hver fyrirmyndin er: Sá þýzki Audi 100 sem skartar vindstuðl- inum 0,30. Ford bætti um betur; Mercury Sable er svo til ná- kvæmlega jafn stór að utanmáli og Audi 100 en ívið hálli; vind- stuðullinn 0,29, en jafnt og á þeim nýja Mercedes Benz 200—300. Hann verður með þriggja lítra V-6 vél, 140 hest- afla og McPherson-fjöðrun á öll- um hjólum. Stýrið er unnið sam- kvæmt fyrirmyndum frá Audi 100 og BMW 700, sem þeir hjá Ford telja að sé það bezta sem til er. Eitt er þó afskaplega óþýzkt og það er mælaborðið, sem Bret- inn Trevor Creed telst höfundur að. Að vísu minnir stýrið sterk- lega á Mercedes Benz, en mæla- borðið virðist annars það eina sem gæti verið mjög umdeilan- legt, mælarnir settir í harðvið- arskífu á brezka vísu, en harð- viðurinn er raunar úr plasti. Car and Driver telur að Ford hafi verulega sterkt tromp á hendi með þessum bíl, og reynsluakstursmenn blaðsins lofuðu hann mjög og töldu að nú mætti sjálf fyrirmyndin, Audi 100, fara að vara sig. En það hef- ur verið áberandi uppá síðkastið, hvað bandarísk bílablöð hafa hrósað Audi og að því er virðist haft hann sem viðmiðun í milli- flokknum. Munurinn er þó sá, að Ford í Ameríku miðar þennan kostagrip við Meðal-Jón en Audi 100 og aðrir ámóta Evrópubílar kosta um 900 þúsund og uppyfir milljón og teljast því fremur fyrir séra Jón. Framan frá séð minnir þessi væntanlegi Ford mjög á Audi 100 en á hlið hefur hann sinn eigin svip og hlýtur að teljast vel teiknaður og ásjá- legur b'íll. E R L E N D A R B Æ K U R D.H. Lawrence & M.L. Skinner: The Boy in the Bush. Penguin Books 1984. Á þessum jafnréttistímum þegar gengur glæpi næst að kalla konur menn ætti eftir öð- ru að vera jafn hættulegt að segja það upphátt, að D.H. Lawrence hafi verið afbragðs- rithöfundur, svo mikið karl- rembusvín sem karlinn var. En hjá því verður ekki svo auð- veldlega komist. Það er þó bót í máli fyrir jafnréttissinna, að eiginlegur höfundur sögunnar eða uppkastsins var kona ein áströlsk og hét Mollie Skinner. Lawrence vann The Boy in the Buch upp úr handriti hennar en glöggt má sjá, að ýmsa kafla hefur hann einn og óstuddur saman sett. THE BOYIN THE BUSH D. H. LAWRENCE •V Aðalhetjan, Jack Grant, var sendur suður til Ástralíu eftir að ljóst var, að illmögulegt væri að hafa hann til friðs í skóla. Á móti honum tók lög- fræðingur og kom honum fyrir hjá Ellis-fjölskyldunni. Þetta var fyrir hundrað árum og tím- arnir ólíkir þeim sem nú eru. Jack gætir sauða og drepur mann, leitar að gulli, finnur, kvænist og svo framvegis. The Boy in the Bush er á engan hátt frægasta bók Lawr- ence en ósviknir karakterar a la Lawrence koma hér fyrir og lenda í raunum eins og hetjum sæmir. Guðbrandur Siglaugsson tók saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.