Tíminn - 17.11.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 1966
ÞINGFRÉTTIR
TÍMJNN
ÞINGFRÉTTIR
7
Einar Ágústsson mæiti í gær
fyrir þingsályktunartiHög.u, er
hann flytur ásamt Sigurvin Ein-
arssyni og Ingvari Gíslasyni um
sumarheimili kaupstað;»harna í
sveit. Fjallar tiliagan um skipun
milliþinganefndar til að gera til-
lögur um stofnun sumarheimila í
sveitum fyrir börn úr kauipstöðum
og kauptúnum. Skuli stefnt aö þvi,
aS á slíkum sumarheimilmn hafi
börnin viðfangsefni, er geti orðið
þeim að sem mestum andlegur.i og
líkamlegum þroska, þ. á. m. rækt
unarstörf, gæzla húsdýra og um-
gengni við þau. Nefndin skuli hafa
samráð við borgarstjórn Rcykja
víkur og bæjarstjórnir og sveitar
stjórnir kauptúnahreppa og barna
verndarráðs.
í framsöguræðu sinni sagöi F-in
ar Ágústsson m. a.:
Okkur flutningsmönnum finnst,
að hér sé hreyft málefni, sem er
þannig vaxið að rétt sé að ganga
úr skugga um það hver sé vilji
háttvirtra Alþmgismanna í því
efni, sem tillagan fjallar um. Þess
vegna höfum við flutt tillöguna á
ný og vonumst til þess að hún
fái eðlilega afgreiðslu.
Tilefni þessa tillöguflutnings
eru þær breytingar, sem orðið hafa
á íslenzku þjóðlífi á síðustu ára-
tugum. Hér áður, þegar ég og
mínir jafnaldrar vorum að alast
upp, var það og löngum áður hátt-
ur kaupstaðanbúa að koma börn-
um sínum í sumandvöl á sveita-
heini.. .n. Slíkar sumardvalir voru
mjög efti.rsóttar og þóttu hollar
og þroskavænlegar fyrir börnin.
Á þennan hátt komust þau í tengsl
við náttúru landsins og lærðu að
u.mgangast dýrin og kynntust fr?m
leiðslustörfum í sveitum sjálfum
sér til gagns og þroska og fólk-
inu í sveitum yfirleitt til ánaegju.
Ten.gsl fólksins héldust og styrkt-
ust, þess, sem bjó í sveitunum og
hins, sem heima átti við sjávarsíð-
una og tilfinningin jókst fyrir því,
að allir ættum við íslendingar sam
eiginlega hagsmuni. Á þeim tíma,
sem mér er minnisstæðastur í
þessu sambandi voru ástæður
þannig, að sæmilegir möguleikar
voru til þess í sveitunum að
veita þessum sumardvalargestum
viðtöku. | Iílutföllin milli búsetu í
sveitum og bæjum voru svo allt
önnur þá en þau eru nú. Núna
er þetta allt saman gerbreytt eins
og allir vita. Möguleikar sveita-
heimilanna til slíkrar starfsemi
eru alveg hverfandi hjá því, sem
áður var. Sveitaheimilum hefur
farið fækkandi undanfarin ár, en
auk þess hefur fólki á þeim heim-
ilum, sem enn eru fyrir hendi,
fækkað mjög, m.a. vegna aukinn-
ar vé'lvæðingar í landbúnaðinum.
IÞar er því ekki lengur fyrir
hendi sá vinnukraftur innanhúss,
sem nauðsynlegur er til að sinna
þörfum aðkomubama. Afleiðing
þessa er auðvitað sú, að þeim börn
um, sem eiga kost á sumardvöl í
sveit, fer sífellt fækkandi.
En þörf kaupstaðarbarna er þó
alls ekki minni en áður var, þvert
á móti vex hún auðvi'tað hröðum
skrefum með auloium fólksflutn-
ingum til þéttbýlissvæðanna. í
Reykjavík einni eru n,ú búsett um
80 þúsund manns og á Faxaflóa-
svæðinu búa yfir 100 þús. manna
og víðar er þéttbýli en hér. Sveita
býli eru hins vegar um 5700 á
öllu landinu. Þessar tölur sýna,
hve langur vegur er frá því, að
sveitaheimilin geti leyst allan
þann vanda, sem hér er gerður að
umtalsefni. Hér þurfa nýjar að-
gerðir til að koma, ef kaupstað-
arbörn eiga að fá að halda áfram
að njóta sveitadvalar að sumrinu.
Ýmis félagasamtök í landinu
hafa á virðingarverðan hátt leit-
azt við að bæta nokkuð úr þörf-
inni og orðið talsvert ágengt í því
efni. Það er skylt að viðurkenna,
í þessu sambandi má t.d. nefna
Kristilegt félag ungra manna og
kvenna í Reykjavík. Þessi sam-
tök hafa haldið uppi sumardvalar-
starfsemi í Vatnaskógi og Vindás-
hlíð og mörg börn hafa notið dval
ar á þessum stöðum. Þarna er þó
einkum um stuttan tíma að ræða
fyrir hvert barn, ein og í mesta
lagi tvær vikur. Þá má nefna
Rauða Krossinn og heimili hans
að Laugarási, Silungapolli og víð-
ar. Þjóðkirkjan hefur á síðari ár-
um haldið uppi slíkri starfsemi og
fleiri samtök, sem of langt yrði
hér upp að telja. Alls eru þeir
aðilar, sem Reykjavíkurborg t.d.
eins og fram kemur í till., að
stefnt skuli að því, að á slí'kum
sumarheimilum hafi börnin við-
fangsefni, er geti orðið þeim að
sem mestum andlegum og líkam-
legum þroska, þ.á.m. ræktunar-
störf, gæzla húsdýra og umgengni
við þau, svo að eittihvað sé nefnt.
Á þann hátt teljum við, að þessar
sumardvalir verði Mkari því, sem
þær áður voru og við teljum, að
hafi reynzt vel og þær hafi meira
uppeldisgildi.
Þá þykir mér rétt, að geta þess,
að í Reykjavík hefur verið starf-
ræktur undanfarin sumur vi*nu-
skóli fyrir unglinga 12—15 ára,
sem á s.l. ári tók á móti 542
unglingum til vinnu í takmarkað-
an tíma. En í hverjum af þessum
árgöngum, 12—15 ára, munu nú
vera um 1600 ungmenni. Hvort
tveggja þetta, sem ég hef nú hér
nefnt, Vinnuskóli Reykjavíkur-
borgar og sumardvalarstaðir ann-
arra aðila, er að sjálfsögðu góðra
gjalda vert, en þau leysa ekki
nema að mjög takmörkuðu
leyti það viðfangsefni, sem hér ©r
við að fást. Um ráðstafanir ann-
arra sveitarfélaga en Reykjavíkur
er mé'r minna kunnugt en ég veit
þó, að einnig þær eru víðast hvar
ófullnægjandi. Af þessu leiðir auð
vitað, að foreldrar í kaupstöðum
og öðru þéttbýii hafa neyðzt til
að koma bömum sínum til starfa
á hinum almenna vinnumarkaði
þann tíma, sem þau eru ekki í
skóla eða láta þau ganga iðjulaus
og í hálfgerðum vandræðum með
sjálf sig, en slíkt iðjuleysi er ung
mennum áreiðanlega ekki hollt
og getur leitt til óæskilegra hluta.
Að vísu er óg þejj-rar skoðun-
ar, að hæfileg vinna sé hverju ung.
menni holl og margfalt betri en
iðjuleysið. En því er þó ekki að
neita, að barnavinna getur boðið
margvislegum hættum heim og
eru því miður dæmi þess, að
börn hafa verið sett til þeirra
starfa, sem ekki verða talin þeim
hættulaus, hvorki andlega né lík-
amlega. Koma í hugann t.d. fregn
ir þær, sem birtust í Reykjavíkur-
blöðunum á s.l. sumri um barna-
vinnuna við Reykjavíkurhöfn og
mörgum okkar era eflaust enn £
fersku minni.
Að áliti okkar flm. er hér um
tvöfalda hættu að ræða. Annars
vegar þá, að kaupstaðarbörn
missa af þeim skóla, sem sveitin
og sveitalífið hefur verið börnum
landsius. Hins vegar ráðast þau
til þeirra starfa við sjávarsíðuna,
sem jafnvel geta orðið þeim við-
sjárVerð eða þau hafa engin sér-
stök viðfangsefni við að fást, sem
e.t.v. er þó allra verst, eins og
ég áðan sagði. Hér sýnist því vera
verkefni, senj þarfnast úriausnar.
Ég tel eðlilegt, að sú nefnd, sem
skipuð verður, ef þessi till. verð-
ur samþ., hafi samráð við þá að-
ila, sem mest hafa ,að málum þess-
um unnið og þess vegna eru t
tiH. okkar nefndir þessir aði'ar:
Borgarstjórn Reykjavíkur. bæjar-
stjórnir allra kaupstaða, sveitar-
strjörnir kauptúna, hreppa og
bamaverndaráð. Vel má vera að
þessi upptalning sé ekki tæmandi
og kæmi þá til atihugunar í þeirri
nefnd, sem fengi málið til með-
ferðar að bæta þar um, ef svo
yrði talið.
Það er að sjálfsögðu mikið
verkefni að koma upp nægilega
mörgum dvalarheimilum í sveit-
um fyrir kaupstaðarbörn, þannig
að viðhlítandi verði fyrir þessum
börnum séð, og lausn þess verður
eflaust talsvert kostnaðarsöm. En
hér er líka mikið í húfi. Við segj-
um oft. að æska landsins sé dýr
mætasti þjóðarauðurinn og ekkert
verkefni er þá verðugra en það,
sem stuðlar að auknum þroska æsk
unnar. Því verður að ætla, að skiin
ingur ailra sem hér eiga hlut að
máli, Alþingis, bæjar- og sveitir-
stjóma og foreldra, á þessati þörf
reynist svo mikil'l að ekki verði
horft í það, þótt framkvæmdirn-
ar kosti nokkurt fé og þess vegna
verði fljótlega hafizt handa í þess-
um efnum. En okkur flm. er ljost,
að málið þarf gaumgæfilegrar at-
hugunar við og mikið veltur á
'því, að það sé skipulega að má'-
inu unnið. Því er gert ráð fyrir
því, að nefnd verði skipuð til tíil.-
gerðar um málið og hún verði skip
uð þannig, að ráðh. nefni 4 menn
eftir tilnefningu þingflokkanna,
en 5. manninn skipi ráðh. án til-
nefningar og verði sá formaður
nefndarinar.
Okkur flm. er kunnugt um •
það, að ýmsir eru þeir, sem telja
opiniber afskipti af þessum mál-
um óþörf, utan hvað . styrkir
'kunni að vera góðra gjalda verð-
ir, en meginstefnan eigi að vera
sú, að einstökum stofnunum verði
falin forsjá þessara mála. Muni
á þann hátt nýtast sá mikli sjálf-
boðaliðakraftur, sem þessar stofn-
anir og félög hafa yfir að ráða.
Meðal annars hefur biskup lands-
ins sent mér bréf þar sem hann
lýsir sig andvígan þeirri tillögu,
sem ég er hér að mæla fyrir, og
telur, ■ að farsælia muni verða að
'hafa sama hátt á þessum málum
og verið hefur.
Vissulega er skylt að viður-
kenna hið mikla og góða starf,
sem margir einsfaklingar hafa
unnið á þessum vettvangi, það er
siður en svo ætlun okkar flutn-
ingsmanna að gera á nokkurn
hátt lítið úr þessu, enda hef ég
bæði nú og í fyrra lagt ríka
áherzlu á þetta atriði.
En okkur finnst að þessar ráð-
stafanir séu ekki nægar, það sé
tilviljanakennt hvaða börn eigi
kost á sumardvöl í sveit og hver
ekki og þess vegna sé það rétt
að rækileg athugun fari fram á
þessu máli bæði til að kanna þörf
ina og gera tillögur um ráðstaf-
anir er til úrbóta mættu verða.
Þar með er á engan hátt sagt
að það sé meining okkar að öll-
um afskiptum félaga og áhuga-
manna skuli tafarlaust hætt. Þvert
á móti hefur jafnan af okkar
hendi verið lögð áherzla á mikil-
vægi þessarar sjálfboðaliðavinnu.
Við teljum að vand.'u.nálið sé
of stórt til þess að kægt sé að
ætlast til að það sé leyr.j með
áhugastarfi einu saman. Vek at-
hygli á að hér er ekki ?ð.;:ns um
að ræða ung bvrn, h^'úi’r ivfn-
fraint og ekl'i sí^nr s v’pað? ungl
inga. Tæpl. <-r vr*n íii þ'-..v að
áhugafél. getí. ris-ð vnáif þvi.
Á ÞINGPALU
★★ Enn var fram haldið í sameinuðu Alþingi umræðum um til-
lögiu Þórarins Þórarinssonar um kaup Seðlabankans á víxlum iðnaðar-
ins. Tóku tfl máls auk Þórarins Þórarinssonar þeir Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra og Skúli Guðmnndsson. Vegna rúmleysis í blað-
inu verður frásögn af umræðum þessum að bíða.
hefur styrkt í þessu skyni, 9 tals-
ins. Þessir 9 aðilar geta tekið á
móti 980 börnum með 30 þús. dval
ardaga, en aðrir aðilar, svo sem
KFUM og Þjóðkirkjan, sem ekki
eru. styrktir sérstaklega af Reykja
vikurborg, geta látið í té um 50
þús. dvalardaga. Sameiginlegt ÖU
um þessum heimilum er, að þar
er enginn búskapur rekinn, en það
tel ég og flm þessarar till. mik-
inn galia. Það er skoðun okkar,
KIÖRDÆMISÞING
Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn
4. des. n. k. í samkomuhúsinu að Garðaholti í Garðahreppi og hefst kl.
9,30 fyrir hádegi.
Formenn félaga Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi eru beðnir
um að tilkynna, sem allra fyrst, fulltrúa félaganna á þingið til Sigfúsar
Kristjánssonar, Hringbraut 69, K^flavík, sími 1869.
Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar.
Kjördæmisstjórnin.
FJÖLHÆFASTA
FARARTÆKID
A ,
LANDI
LAND^
-ROVER
BENZIN EÐA DIESEL
HEltDYFRZLUMIH
HEKLA hf