Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 2
Gler brota borgin Ferðaútvegsfólk segir mér, að útlendingar kalli Reykjavík glerbrotaborgina. Draslið á götum miðbæjarins að morgni laugardags og sunnudags minnir mig á draslið á götum írskra borga, þegar ég var þar á ferð fyrir 6 árum, en þar tók ég ekki eftir glerbrotum. Hér um daginn gekk ég um götur og glerbrotin blöstu við augum. Mér datt þá í hug, hvort 200 ára afmæli kaupstaðarins mætti ekki verða tilefni til að fólk (ungling- ar?) legði niður þann sið að mölva flöskur á veggjum, gangstéttum oggötum. Heim kominn úr gönguferðinni greip ég Lesbók Morgunblaðsins 8. febrúar, þar sem ritstjór- inn Qallar um sóðaskap íslendinga. Hann sýnir, hvemig þjóðinni hefur farið fram í þeim efnum, en minnir á draslarabrag í kringum híbýli. Sú von min brást, að hann minntist á glerbrotin á götum Reykjavíkur, og því sendi ég þessa ábendingu til birtingar og vonast til, að máiið komist á dagskrá vegna hátíðarhaldanna. Björn S. Stefánsson u CC r 1 M í r J u H 0 r r j i JÓNÚRVÖR: Þýska skáldið ... ÞýskaSkáldið 16. febr. 86. — Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf frá þýsku menningarfélagi í Reykjavík. Það kennir sig við gamla skáldið Goethe. Raunar fékk ég tvö bréf og eina upphringingu, var nokkuð að mér Iagt, þó með fullri háttvisi, að koma og hlusta á kynningu á ungu þýsku skáldi, hann talaði og Iæsi, og ljóð eftir hann yrðu flutt í íslensk- um þýðingum. Þá ætti og að kynna frægt bókmenntatímarit, sem gefíð væri út í Köln. En það væri nú einmitt að útbúa íslands- hefti, yrði þar m.a. efni eftir mig. Ef ég vildi vera svo elskulegur að gefa skriflega heimild. Léttar veitingar voru í boði. Um þetta leyti var að vísu vor í lofti, en töluverðir umhleypingar. Ég hafði ekki farið að heiman að kvöldi til, það sem liðið var vetrar. Engu þorði ég samt að lofa. En þegar komið var að réttri stund bauð vensla- fólk bílferð aðra leiðina, og ég þurfti að koma prentunarheimildinni til skila. Það varð úraðégfór. Þama var samankomið í smekklegum sal um það bii sextíu til sjötíu manns, þónokkrir rithöfundar, sem ég kannaðist við. Skáldið var rétt nýbyijað að tala, velskeggjað og gáfulegt. Óðruhvoru skaust fram þýðand- inn, Frans Gíslason, og ung kona, sem ég heyrði ekki nefnda, og lásu ágætlega nú- tímaleg kvæði, lipurlega íslenskuð. En þá er þess að geta, sem ég raunar hafði sagt stúlkunni sem bauð mér, að ég er einn þeirra sem að vísu hefðu byijað í æsku á þýskunámi, — komst nokkuð fram í kennslu- bók Jóns Öfeigssonar. En þá var sá tími kominn, þegar þýsk menning tók þeim stakkaskiptum, sem fæstir aðdáendur mestu skálda þeirra höfðu búist við. Tungumálakunnáttan Minn skólagöngutíma bar upp á kreppu- árin og veldistíma nasismans. Frekara þýskunám sat á haka. Nú er löngu komin önnur tíð, sá gagnkvæmi áhugi, sem fyrr var ríkjandi á bókmenntum og menningu, aftur fyrir hendi. En forsendumar voru að nokkru leyti aðrar. Á það hafði láðst að benda unga skáldinu. Og að yfírleitt verður fólk að hafa annan hátt á erlendis en heima hjá sér. Útlendir rithöfundar þurfa að taka sér öðmhvom málhvfld hvar sem þeir em staddir og gera ráð fyrir því að stundum sé hægt að fá nóg af gáfulegu, listrænu tali, jafnvel þótt menn skilji nokkumveginn það sem sagt er. Ég sat rólegur í tvær klukkustundir. Og þá síðari þeirra var ekki einu sinni andar- takshlé fyrir fslenskan lestur. Aldrei mun hafa unnist tími til að minnast einu orði á útgáfu þýska tímaritsins með íslenska efn- inu. En í tilefni þess vom margir gestimir boðnir. Loks gafst ég upp. Gekk fram á ganginn, fór í frakka, setti upp hatt, trefíl um háls, en kom þó áður af mér aðalerindinu. En þá fóm fleiri að tínast fram, tii salemis, eða bara til að liðka sig. Ég hóf skoðanakönnun hjá þeim sem ég þekkti. Það kom í ljós að jafnvel háskólamenn urðu að viðurkenna að æðimikið hafði farið framhjá þeim af sjálfglaðri kynningu unga skáldsins. Þegar við höfðum enn staðið dijúga stund hætti maðurinn loks að tala. Ég skaust snöggvast inn fyrir dymar, fékk í glas, ostbita og eitt vínber. Þama vom miklar og góðar veiting- ar. Þetta er sjálfsagt efnilegt skáld og að þýðingunum ekkert að fínna. En mér fannst þetta snubbótt upplyfting. — Ég kvaddi og tók Kópavogsvagninn. Dagsbrúnarvakan í útvarpinu í gær var haldið upp á áttræð- isafmæli Dagsbrúnar, verkamannafélagsins í Reykjavík. Undarlegt fannst mér að vera sjálfíir ekki eldri en það að þekkja af eigin reynd sambærilega baráttusögu utan af landsbyggðinni. Þess gætir meira að segja í mínum bókum. Þama lásu ungir leikarar efni eftir Jóhannes úr Kötlum, Halldór Laxness og Ara Jósefsson. Ennfremur kafla úr gömlum blaðagreinum og minningum. Ég geymi mér að nefna einn aldraðan leikara, sem gaf dagskránni sinn öldur- mannlega og sérstæða svip. Það var Þor- steinn ö. Stephensen, öðlingurinn með sína djúpu og hlöðnu lífsreynslurödd, enn svo fagra og mikla. Allir máttu finna hvar hjarta hans sló. Mér fannst Jóhannes vinur okkar úr Kötlum væri líka að tala. Meðal þess sem sungið var í Dagsbrúnar- dagskránni var fyrstamaíkvæðið hans Haildórs, úr einni af Heimsljóssbókunum, ef ég man rétt, og samið lag við það, þegar farið var að gera leikþætti úr þeim. Én ég man eftir því nýortu, rétt fyrir fyrsta maí 1937. Ég var þá farinn að starfa hér syðra á vegum Bókaverslunarinnar Heimskringlu og nokkrir stúdentar þar höfðu fengið loforð um kvæði hjá Laxness á blaðkápu. Ég var sendur eftir því til hans. Hann bjó þá við Laufásveg. Þijú erindi. Hið sfðasta svona: En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, ogámorgunskínmaísól, þaðermaísólin hans, þaðermaísólinokkar, okkareiningarbands, fyrirþérberégfána þessaframtíðarlands. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.