Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 14
komu að strönd, sem þeir vissu fjölmenni fyrir, að þeir brýndu skipum sínum og báru varning sinn af skipi og uppá ströndina. Ef byggð var fjarri ströndinni, sendu þeir upp reykjarstrók frá skipinu til merkis um, að þeir væru komnir til að verzla. Landsmenn komu þá með sinn varning, gullmola eða silfur, ellegar einhverjar þær afurðir, sem Föníkar gátu tekið í skiptum fyrir sínar. Ef ekki gekk saman og menn skildu ekki hvorir aðra með tali sínu, þá hurfu Föníkar aftur til skips, og sýndu þannig, að þeir vildu hafa meira fyrir sinn snúð. Þannig gekk þetta til, þar til saman gengu kaupin. Föníkar voru svo fégráðugir, að Plato hafði þetta að segja um þá: „Föníkar hlutu fyrirlitningu allra fyrir fégræðgi sína.“ Föníkar verzluðu með þræla; keyptu þá af herjum, sem höfðu sigrað í orrustum og tekið fanga. Föníkar seldu þessa þræla þangað sem þeir vissu að hörgull var á vinnuafli. Ef þeir áttu ekki kost á þrælum til að selja með því að kaupa þá af öðrum, taldar reistar um 3000 árum f.Kr. en engin þeirra hafi náð yfirráðum yfir öllum hinum til að mynda sterkt og samfellt ríki á þessari landræmu við sjóinn. Föníkar voru undir Egyptum allt þar til 1200 f.Kr. Þeir önnuðust siglingar og verzlun fyrir Egypta og urðu siglingaþjóð undir Egyptum. Það er reyndar talið þeim mest til gildis í veraldarsögunni, að þeir fluttu ekki aðeins egypzka menningu og tækni til annarra landa, heldur dreifðu allskonar tækni og þekkingu frá öðrum fornþjóðum, sem tekið var að halla undan fæti fyrir líkt og Egypt- um. í sögubókum er almennt talið að Föníkar hafi ekki fundið margt upp á sinni tíð, en þeir námu málmsmíði af Mykenu- mönnum, hjólið fengu þeir hjá Mesopótum, og myndletrið frá Egyptum. Föníkar virð- ast hafa verið í þessu efni líkir Japönum á vorri tíð. Þeir endurbættu eldri upp- finningar og þar er frægast, að þeir breyttu myndletri Egypta í stafletur, sem saman stóð af 22 samhljóðum, en Grikkir bættu síðar í hljóðstöfum. Þetta var vissulega afrek, sem alltaf mun halda nafni Föníka kveiktu þar í timbrinu og öll brúarsmíði Grikkjanna stóð fljótlega í björtu báli. Alexander var víst annað betur gefið, eftir því sem mannkynssagan segir, en hlaupast frá borgum, sem hann ætlaði sér að vinna, nema hann byrjar brúarsmíðina alla á nýjan leik, og hefur hana nú breiðari og getur þá haft á henni fleiri varðturna og auk þess greip hann nú til þess að safna að sér skipum frá þessum þjóðum nálæg- um, sem hann hafði lagt undir sig og varð af 250 skipafloti. Þegar Grikkir ætluðu að leggja þessum flota að virkinu til árásar, þá urðu fyrir þeim miklir grjóthnullungar. Grikkirnir notuðu akkerisspil sín og kaðla til að draga þessa hnullunga úr leið sinni. Alexander Krossfesti 2000 MANNS Föníkar köfuðu þá undir skipin og skáru á kaðlana. Þá notuðu Grikkirnir keðjur til að draga burtu steinana. Föníkar brugðu næst á það ráð, að þeir heistu öll segl á réðust þeir inní friðsöm þorp og rændu þar ungmeyjum. Heródótus segir, að það hafi verið upphaf Trójustríösins, að rænt hafi verið ungri dóttur konungsins í grísku þorpi og á hún að hafa heitið Io en faðir Inachos. En við höfum fyrir satt, það sem segir i Illíonskviðu, að París, sonur Priam- osar, konungs Trójumanna, hafi numið burt Helenu hina fögru, konu Menelásar Spartverjakonungs og Grikkir gert út leið- angur til að hefna þessa, og sækja aftur Helenu og færa hana manni sínum. Það tók þá tíu ár. Þá tókst þeim að vinna Tróju- borg með því sögufræga bragði, að þeir létu Trójumenn sjálfa leiða yfir sig ógæfuna. Grikkir þóttust vera snúnir frá á skipum sínum, en höfðu skilið eftir á ströndinni tréhest mikinn, sem Trójumenn tóku til sín og drógu hann í borgina til að hafa hann þar í sigurveizlu sinni. Inni í hestin- um voru saman safnaðir allir mestu kappar Grikkja og þeir laumuðust út úr hestinum og opnuðu borgarhliðið fyrir gríska hern- um, meðan Trójumenn gerðu sér glaðan dag eftir unninn sigur í þessu langa stríði. Trójuborg var brennd til ösku og íbúarnir drepnir og Grikkir sigldu heim með Hel- enu, en við getum efazt um að hún hafi þá enn verið fegursta kona heims. Enn er svo að nefna það, sem líklegast kann að þykja um þetta mikla stríð að það hafi orsakazt af skattheimtu borga við Hellusund og baráttu um siglingu á verzl- unarleiðum á því svæði. Föníkar Dreifðu Tækni Og Þekkingu Fornþjóða Þótt Föníkar gætu ekki heitið allsráð- andi í siglingum og verzlun við Miðjarðar- haf nema í 350 ár eða frá því um 1100 f.Kr. og þar til um 750 f.Kr. að Grikkir urðu stórveldi, þá voru þeir sem fyrr segir miklu lengur helzta siglingaþjóðin eða um þús- und ára skeið. Fyrstu borgir Föníka eru á lofti í mannkynssögunni, því að líklega hefur fátt fremur orsakað þá yfirburði, sem Evrópumenn náðu yfir aðrar þjóðir en einmitt þetta stafletur, sem auðveldaði mönnum öll samskipti og leiddi til að Evrópumenn tóku algert forræði í bókar- gerð og þar með þekkingarmiðlun. Þótt Egyptar og Kríteyingar væru fyrri til en Föníkar að smíða haffær skip, þá smíðuðu Föníkar stærri skip og sterkari og betur búin. Þeir stóðu sem sé öðrum þjóðum framar ekki aðeins í siglingum og verzlun, heldur og allri verkkunnáttu. Hernaðartæknin ANNO 333 F.KR. Þegar Alexander mikli tók að leggja undir sig lönd fyrir botni Miðjarðarhafs árið 333 f.Kr. þá lagði hann undir sig margar fönískar borgir. Mest þeirra var Tyros, sem stóð á eyju undan ströndinni. Það var í þennan tíma mjótt sund, tæpir þúsund metrar milli eyjarinnar og lands en nú er eyjan orðin landföst. Það var ekki erfiðislaust fyrir Alexander að vinna Tyros. Umhverfis borgina var 140 metra hár hlaðinn veggur og hún varin af 80 skipa flota. Alexander réð ekki yfir flota til að ráðast að borginni frá sjó, svo að hann greip til þess ráðs að byggja loftbrú yfir sundið, sem var grunnt við landið. Grikkjunum tók að sækjast, verkið seint í miðju sundinu, þar sem farið var að dýpka. Þá fóru líka að dynja á þeim örvar úr virkinu og steinar sem þeytt var að þeim úr slönguvélum sem þá var ein magnaðasta vígvél heimsins og nefnd Catapult. Þá byggði Alexander turna á brúnni og skaut á móti úr þeim en einnig strengdi hann leðurtjöld á milli til að hlífa sínum mönn- um við brúarsmíðina. En Tyrosar voru ekki af baki dottnir. Þeir hlóðu pramma af þurru timbri, og laumuðust með hann á dimmri óveðursnótt undir brúna og skipum sínum, sem lágu fyrir festum og meðan Grikkirnir voru að fylgjast með þessum aðgerðum um hádegisleyti laumuð- ust Föníkar á róðrarbátum að skipum Grikkjanna og tókst að sökkva nokkrum þeirra. Alexander dró lærdóm af þessu herbragði. Hann safnaði með leynd að sér árabátum við eyjuna og ströndina og tókst að komast aftan að fönísku skipunum sem lágu á legunni. Þar fóru svo leikar um síðir, að Alexander vann borgina Tyros og krossfesti 2000 manns af eyjarskeggjum uppi á ströndinni. Það má segja, að það hafi verið vegna hinnar miklu sjómanns- og siglingakunn- áttu Föníka, sem Grikkir náðu að verða valdamiklir á Miðjarðarhafi og löndunum við það haf. Sem sæfarendur lærðu Grikkir fremur af Föníkum en Persum. Það er varla að vestræn menning hefði orðið til og síðan borizt út frá Grikklandi, ef Grikk- ir hefðu ekki tekið í arf frá Föníkum skipa- tækni sína og siglingakunnáttu. Skipin og siglingakunnáttan gerði Grikkjum kleift, eins og Föníkum áður, að setjast að víða við Miðjarðarhafið og halda uppi verzlun og viðskiptum við þessa bæi og fleiri við Miðjarðarhafið. Sjóorrustan við Salamis 480 f.Kr. skipti sköpum í sögu Grikkja. Hefðu þeir tapað þeirri orrustu hefðu Grikkir aldrei orðið það veldi sem þeir urðu. Þeir voru búnir að tapa miklum hluta Grikklands í hendur Persa og það var borin von, að þeir hefðu nokkurn tímann bolmagn til að ná því landsvæði aftur. Miklu líklegra telja marg- ir sagnfræðingar, að þeir hefðu tapað Penelop-skaganum líka sem var eini hlut- inn sem þeir áttu eftir af landi sínu. Er Glæsiferill Evrópu Einu Skipi að Þakka? Eina von Grikkjanna var að sigra Pers- ana á sjó og einangra það lið, sem var í Grikklandi, frá heimalandi sínu. Orrustan við Salamis var sem sagt orrusta uppá líf og dauða fyrir þetta ríki, sem vestræn menning spratt síðan úr. Grikkir unnu þarna frægan sigur á persneska flotanum, sem var miklu stærri en þeirra eigin. í mannkynssögunni er ósig- ur Persa oftast skýrður þannig, að þeir hafi þrengt sér inní þröngt sundið milli eyjanna og ekki gagnazt flotastyrkur sinn, skipin þvældust hvert fyrir öðru. En til er sögn um það, að Grikkir hafi unnið þessa miklu sjóurrustu vegna her- skips mikils, sem Föníkar höfðu smíðað og nefndu trireme (þríræðinga), af því að á því voru áraraðirnar þrjár, hver upp af annarri eins og lýst hefur verið. Á þessu skipi voru 170 ræðarar og það var mjög hraðskreytt. Hornið á þessu skipi var geysistórt og klætt bronzþynnum og það gat klofið það skip í tvennt, sem það náði að renna sér á af fullum skriði. Það var þetta skip, Föníka, sem sagt er að hafa valdið sigri Grikkja, eða svo segir sagn- fræðingurinn John A. Crow: Það tryggði þann grundvöll, sem líf okkar Vestur- landabúa hefur síðan byggzt á ... skapaði þá Evrópu sem við nú þekkjum ... Þótt þetta kunni að vera ýkt fullyrðing, að úrslit orrustunnar hafi oltið á þessu eina mikla skipi, þá er frá því að segja, að til er annar vitnisburður þess, að Grikk- ir unnu orrustuna vegna kynna sinna af Föníkum og þeirra skipagerð. Þemistókles, annar af helztu foringjum Aþeninga í Persastyrjöldunum, barðist ákaft fyrir því, að Aþeningar kæmu sér upp flota trireme-skipa samskonar þeim, sem Fönik- ar höfðu smíðað sér. Hann fékk þessu ráð- ið, eftir mikla baráttu, og lét smíða 200 slík skip. Þessi skip fóru síðan til orr- ustunnar við Salamis og líklegri er þessi sögn, að trireme-skip hafi valdið úrslitum. Áður hefur því verið lýst, að þessi mar- grónu skip Föníkanna og með því fyrir- komulagi sem þeir höfðu á við róðurinn, hafi verið snör í snúningum og því eflaust reynzt miklu þénanlegri í þrengslunum i sundinu en skip Persanna. Auðvitað fáum við aldrei fullþakkað Föníkum að leggja okkur til stafletrið svo snemma á öldum og ekki heldur, ef rétt er, að þeirra skipatækni hafi bjargað Grikkjum í orrustunni við Salamis en það má ekki gleymast það fordæmi, sem þessi siglinga-, verzlunar og iðnaðarþjóð gaf heiminum. George Rawlinson segir svo í bók sinni Saga Föníka: „Föníkar voru á sinni blómatíð öllum þjóðum framtakssamari, þrautseigari og hagsýnni. Þeim tókst að sýna, að þjóðir geta verið öldum saman valdamiklar með því að byggja vald sitt á listum og verk- kunnáttu og unnið sér frægðarsess í sög- unni ekki minni en þær þjóðir, sem miklast af styrjaldarsigrum og landvinningum." SamanteKiö úr grein Raymond Schuessler I tlmaritinu Compose og úr mannkynssögubók- um. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.