Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 9
’nnihluta 18. aldar. íbókinni eru 49 blöð með munstrum þar af 35 að nokkru eða öllu er hér ritar, upp í hendurnar ian íslenzkan útsaum, er Elsa ert í búning. rnar tvær, því að enska út- svo að hér er merkilega vel prentunar árið 1982, svo sem getur að lesa í upplýsingum um tiiurð hennar, hönnun og prentun. Má af því ráða, að ýmis ljón hafi verið á vegi útgefenda og er vel, að á þeim skuli loks hafa verið sigrast, því að mikiil menningarauki er að framkvæmdinni. Það má í einu og öllu taka undir aðfararorð Elsu E. Guðjónsson og svo vei lýsa þau innihaldi bókarinnar, að ég leyfí mér að hafa þau hér eftir í heild: „Engum sem gengur um sali Þjóðminjasafns ísiands dylst að íslenzkar konur fyrri alda höfðu yndi af fögrum hannyrðum og lögðu við þær mikla rækt. Um það bera altarisklæði, rekkjutjöld og rúmábreiður ljóst vitni, þótt ekki sé fieira talið. Flest eru þessi útsaumsverk með glöggum íslenzkum sérkennum. Á það ekki aðeins við um munstur, efni og litaval, heldur einnig um notkun útsaumsgerða. Fátt samfellt hefur birst á prenti um ís- lenzkar hannyrðir, og eru þær enda ekki kunnar almenningi sem vert væri. Þá hafa íslenzku saumagerðirnar mjög þokað fyrir erlendum tízkusporum hin síðari ár, en illa er farið ef þær verða gleymskunni að bráð, því að þær eru bæði sérstæðar og falla einkar vel að íslenzku munstrunum. Flestar eru gömlu hannyrðimar úr ís- lenzkri ull, og færi vel á því ef hún yrði meira notuð til útsaums en verið hefur að undanfömu. Með riti þessu er reynt að sameina á eina bók stutt yfirlit yfir hefðbundin íslenzk út- saumsverk, kynningu á gömlum íslenzkum saumagerðum og úrval íslenzkra reita- munstra, ef vera mætti að hún gæti veitt lesendum nokkum fróðleik um sögu íslenzks útsums og jafnframt stuðlað að því að auka íjölbreytni íslenzkra hannyrða í framtíðinni og efla með þeim þjóðlegt yfirbragð." Af þessum aðfararorðum má glöggt ráða, að hér sé um mikið brautryðjendaverk að ræða, þó að sjálfsögðu hafi sitthvað verið ritað um þessa hiuti áður í afmörkuðum köflum bóka, ritgerðum og í tímaritum. Hér er skilmerkilega komist að orði og einkum er það rannsóknarefni hví útlend tízkuspor og yfirborðsleg áhrif hafi í jafn ríkum mæli þokað íslenzkum saumagerðum og arfleifðinni gömlu til hliðar. Enginn verður gamaldags, er byggir á gömlum hefðum, einkum ekki ef hann eykur við þær og færir í nýjan búning. Hér verða menn að hafa það hugfast, að frumform náttúr- unnar eru ávallt hin sömu og þeim lögmálum getur ekkert mannlegt hnikað. Menn byggja þannig alltaf á sama grunninum, þótt út- færslan verði önnur. Ferskieikinn og nýjar hugmyndir eru það, sem gildir auk þess sem undirstrikuð eru gild og gróin sannindi frá öllum tímum. Rit þetta er tileinkað íslenzkum hann- yrðakonum og kennurum, sem er vel við eigandi, því að störf þeirra, sem áður voru vel metin og virt, hlutu seinna mótbyr og voru vanmetin. Þær hafa þó ekki látið hugfallast, heldur eflst og styrkst, því að hlutverk þeirra var og er mikið, enda um það að ræða að halda uppi einstæðum þjóð- legum arfi og skila honum með sóma til nýrra kynslóða. Það má og gjarnan árétta það hér enn einu sinni, að það voru einmitt handíðir kvenna ásamt útskurði ýmiss konar, sem héldu uppi myndrænum þroska þjóðarinnar á erfiðustu tímum hennar. Þannig glataðist sjónmenntaarfurinn aldrei og því áttu menn auðveldara með að taka upp þráðinn aftur, er skilyrði sköpuðust til þess, og gerast svo til umsvifalaust hlutgengir í heimslistinni. Þessu mega íslenzkir lista- og listiðnaðar- menn aldrei gleyma og ei heldur, að þessi sjónmenntaarfleifð er engu ómerkari tungu- málinu og að mögulegt er að rækta hana í öllum tegundum nýlista. Skuld okkar við eyjarskeggjar og sveitamenn í bland. Fram kemur í ritinu, að þótt íslenzkar konur hafi án efa stundað útsaum frá upphafi íslenzkr- ar landsbyggðar, er ekki vitað um nein varðveitt verk þeirra eldri en frá seinni hluta 14. aldar, ef þau eru þá svo gömul, því að tímasetning er í nokkrum tilvikum óviss að þessu leyti. Frá miðöldum er aðeins um kirkjugripi að ræða, þó svo að heimildir geti einnig um veraldleg útsaumsverk, bæði húsbúnað og búningshluta . .. Utsaumsmynstrin sem stuðst var við voru mörg og útsaumsgerðimar fjölþættar og nöfnin sérkennileg og hljómmikil. Má þar nefna refilsaum, glitsaum, skakkaglit, gamla krosssauminn, augnasaum, pellsaum, sprang, blómstursaum og skatteringu. Sjálfar útsaumsgerðimar em af erlendum uppruna, og þannig hef ég rakið sprang allt aftur til síðari hluta býzantímabilsins. Hér er það útfærslan, sem skiptir máli, og þó kenna megi sterk erlend áhrif, er hér um íslenzka vinnu og handbragð að ræða °g byggist að auki á sterkri og rammri hefð, sem er hafin yfír alla léttrista tízku- strauma. Bókarhöfundur leitast einmitt við að útskýra þetta allt í texta sínum og verður lesandinn snöggtum fróðari um þessa hluti list heiðninnar er og einnig vafalaust mikil, og það er blettur í sögu þjóðarinnar, að menn skyldu brenna heiðin hof, hörg og skurðgoð, kasta þeim fyrir björg eða í fossa í stað þess að varðveita minjamar þrátt fyrir kristnitöku. Kristinni trú fylgdi engin mikil myndlist né myndlistarþroski, en hún nærðist hér og hefur nærst á grískri og egypskri hámenningu. Það hefur þannig lítið varðveist frá fyrstu byggð á íslandi og þessi árátta að vanmeta séríslenzkt framlag til menningar á öllum sviðum hefur verið býsna lífsseig og er langt frá því að tekist hafi að uppræta hana. Ef ekki hefðu örfáar konur og karlar skiiið þýðingu íslenzkrar arfleifðar á sviði útsaums í tíma, væri hér ekki eftir miklu að slæðast. íslendingar hafa ávallt verið næmir fyrir tízkustraumum að utan og það hefur frekar ágerst en hitt, þeir virðast gleyma því, að hér geta þeir ekki síður verið gefendur en þiggjendur. Hér erum við óþarflega miklir alla, þótt ritmálið sé ekki fyrirferðarmikið. Ljóst má vera, að Else E. Guðjónsson hefur unnið hér mikilsvert verk og ætti ég að gagnrýna eitthvað, þá væri það helst, að bókin skuli ekki í stærra broti og viðameiri. Þá sakna ég kveðskaparins, sem drepið er á í bókinni og sem mátti sjá á hinni eftir- minnilegu sýningu: „Með silfurbjarta nál“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins, og nú er nýlok- ið. Þau eru einmitt mikilsverðar heimildir um hið sérstaka andrúm í kringum útsaums- smiðjuna — mikilhæfar konur, er lögðu hér gjörva hönd að svo og menningarheimili, er útbreiddu holla siði og góða. Víst er að nógur mun efniviðurinn í stærra rit og umfangsmeira, og það mun vafalítið sjá dagsins ljós fyrr en varir eftir útkomu þessarar frumsmíðar. Bókin er vel gerð og falleg og öllum til sóma, er lögðu hönd á plóginn og þá einkum Elsu E. Guðjónsson. Bragi Ásgeirsson LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. MARZ 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.