Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 7
fyrir mikinn þrýsting frá vinum sínum jafn- ; vel skáldinu Jevtusjenko og tónskáldinu ■ Sjostakovitsj. Hann sagði þíðuna vera verk Krúsjeff, og að hann hefði leyst marga listamenn úr haldi — þá hefði hann og rifið grímuna af Stalín. Er Krúsjeff, sem alltaf var mikill tiifínningamaður, frétti þetta, brast hann í grát. Krúsjeff bauð honum seinna þrisvar að heimsækja sig í búgarð sinn, sem hann þó þáði ekki, og á þeim tíma fékk forsætisráð- herrann fyrrverandi þá hugmynd að biðja hann að gera minnismerki á gröf sína. Neizvestny skrifaði vísast aldrei undir traustsyfirlýsingu við Krúsjeff, á meðan hann var við völd, en hann vildi svo ekki heldur skrifa undir vantraust á hann eftir fall hans. Með þessu komst hann í ónáð hjá hinum nýju valdhöfum og var ofsóttur allt fram til ársins 1969. Það ár markaði tímamót í lífi hans, en hann vann þá samkeppni um risastórt minnismerki um byggingu Assuan- stíflunnar, er Nasser forseti efndi til. Neizvestny vann að tillögu sinni í kyrrþey og smyglaði henni úr landi með vinum sín- um, er höfðu ferðafrelsi. Með þessum sigri sínum komst hann aftur í sviðsljósið og nú var ekki hægt að ganga fram hjá honum, enda fékk hann á næstu árum meiri og stærri verkefni en nokkur dæmi voru til um rússneskan myndhöggv- ara. Þetta gerðist þó ekki þegjandi og hljóða- ! laust. Honum var boðið að gerast á ný meðlimur myndlistarsambandsins, en ekki í sambandi við sigurinn við Assuan, heldur síðbúna viðurkenningu varðandi sigurinn við Heisendorf. Það hafði uppgötvast að hinn „fallni" yfirlautinant Neizvestny og hinn umdeildi myndhöggvari væru einn og sami maðurinn og því verðugur ættjarðarheiðurs af hárri gráðu. Fréttin var gerð opinber ásamt löngu kvæði Voznesenskijs. Hann var og beðinn að skrifa afsökunar- bréf, en neitaði afdráttarlaust... Þrátt fýrir allt varð hann meðlimur á ný. Miðstjóm myndlistarsambansins lét undan, en hafði þó alltaf hom í síðu hans. Nú fylgdu ár mikilla athafna, meðbyrs og frægðar. Ungir og framagjamir húsa- meistarar og tæknifræðingar voru komnir til áhrifa og sóttust eftir samvinnu við myndlistarmenn af gráðu Neizvestnys. Nýj- ar hugmyndir í húsagerð, skipulagningu borga og myndskreytingu mannvirkja ruddu burt áhrifum Stalínstímabilsins, stöðlun og yfírþyrmandi íhaldssemi á þessum sviðum. Sumir reyndu jafnvel að endurvekja „kon- strúktívar" hugmyndir frá öðrum áratug aldarinnar, en aðrir hölluðu sér að áhrifum frá vestrænni húsagerðarlist. Neizvestny fékk risavaxin verkefni, m.a. eitt, sem hann átti að fullgera á sex mánuðum og öðmm þótti óframkvæmanlegt. Það hlakkaði í andstæðingum hans, því að lyki hann ekki verkinu á tilsettum tíma yrði hneyksli, því að sjálf miðstjóm flokksins átti að vígja það samkvæmt óumbreytanlegri tímaáætlun. Hér var Neizvestny rekinn áfram af metnaði og lagði heiður sinn og framtíð að veði. Aðstoðarmenn hans unnu kauplaust að verkinu með ádrætti um stærri hlut í næstu verkefnum, ef verkið heppnaðist. Enginn vissi, að á tíu ámm hafði Neizvestny komið upp þjálfuðu liði aðstoðarmanna, sem allir vom lærðir myndhöggvarar, og að hóp- urinn hafði þróað sérstaka tækni í útfærslu veggmynda. Á tilteknum tíma hafði hinn samstillti hópur ekki aðeins lokið við verkið heldur betur — aukið það úr 300 kvaðrat- fermetrum upp í 970! Menn féllu í stafi, er þeir litu árangurinn, og aldrei hafði Neizvestny fengið jafnmikið hrós um dagana. Formaður framkvæmda- nefndarinnar gekk til hans og sagði: Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Michelangelo hafí verið guðdómlegur eða djöfullegur og yfírþyrmandi. Ég veit ekki, hvort þú ert guðdómlegur. En ég veit, að þú ert yfir- þyrmandi. En þessum mönnum, sem jafnframt vom andstæðingar hans innan myndlistarsam- bandsins, var ekki rótt. Héldu seinna fund og þar urðu menn sammála um, að þeir yrðu að skipa honum til sætis. Fengi hann að halda óhindrað áfram á þennan hátt, yrði hann brátt mikilvægasta persónan í sovéskri list. Það myndi skapa vandamál innan fagfélagsins og grafa undir öllum listheiminum. En þar sem hann fengi þegar verkefni óháður þeim, gætu þeir ekki gert mikið, en þó myndu þeir ná taki á honum að lokum. Þeir væm færir um að búa til lög, sem bönnuðu slíkan óhaminn fram- kvæmdamáta, þar sem hann ógnaði stöðu þeirra... Þetta sýnir mjög ljóslega þá miklu erfið- leika, sem Neizvestny varð að sigrast á og raunar allir verða að sigrast á, sem á ein- Emst Neizvestny ogNikita Krúsjeffræða saman & heimili Krúsjeff árið 1962. Til vinstri sést hugmyndafræðingurinn Susloff þá Neizvestny, Brésjnef, Krúsjeff og Kirkilenko. Lifír nú landflótta í New York ásamt því að starfa nokkra mánuði ár hvert í Svíþjóð. Hann varð heimsþekktur fyrir munnhögg viðsjálfan Nikita Krúsjeff, er sá heimsótti sýningu framsækinna myndlistarmanna í Moskvu árið 1962 ásamt flokksforystunni og ijölda áhrifamanna. Einarðlegur og opin- skár málflutningur Neizvestny þótti með ólíkindum, og varð hann í einu vetfangi einn helsti talsmaður frelsis og nýrra viðhorfa í rússneskri myndlist. Krúsjeff umtumaðist, er hann sá verkin á sýningunni, og krafðist þess með miklum hávaða og látalátum að fá að ræða við fyrirsvarsmanninn, ekki hinn opinbera held- ur þann, er raunverulega væri ábyrgur. Honum var þá bent á Neizvestny og fór þá Krúsjeff aftur að öskra. Það gekk fram af mönnum, er Neizvestny sté fram og öskraði á móti: „Þú getur mín vegna verið forsætisráðherra og formaður flokksins, en ekki hér fýrir framan verk mín. Hér er ég æðsti ráðherra, og við skulum rökræða á jafnréttisgrundvelli." Einn ráðamannanna við hlið Krúsjoffs segir þá: „Veist þú, hvem þú ávarpar? Það er sjálfur aðalritari flokksins. Hvað þig snertir, þá munum við líkast senda þig í úrannámurnar.“ Neizvestny vissi þá, að hann var að beij- ast fyrir lífi sínu, enda gripu tveir öryggis- verðir undir handleggi hans. Hann þóttist ekki sjá mælandann, en snéri sér beint að Krúsjeff og sagði. „Þér talið við mann, sem hefur hugrekki til að fremja sjálfsvíg hve- nær sem er. Hótanir þínar hafa hér ekkert að segja.“ Mönnum var bmgðið, er hann sagði þetta, og öryggisverðirnir slepptu honum sam- kvæmt ábendingum ráðamannsins, sem hafði hótað honum vist í úrannámunum. Það ríkti dauðaþögn um stund og Neiz- vestny sneri sér að myndverkum sínum og hóf að ganga í átt til þeirra. Krúsjeff fylgdi svo í humátt á eftir og þeir hófu að ræða saman í miklum ákafa og æsingi. Listafólkið og hið 70 manna fylgdarlið Krúsjeffs stóð eins og neglt við gólfíð. Að nokkurri stund liðinni hófu menn aftur að safnast í kringum þá og skjóta inn orði, og þá fer yfírmaður öryggislögreglunnar að fínna að klæðaburði Neizvestny, sagði hann í bítníkka-jakka. N. sagði honum að skammast sín fyrir slíkan framslátt í sam- félagi, sem heiðrar vinnuna. Hann hefði unnið alla nóttina og varðmenn þeirra hefðu ekki viljað leyfa konu sinni að færa honum nýja skyrtu um morguninn. — Er svo Neiz- vestny hóf að ræða um verk starfsbræðra Orfeus, 1962—64. Hugmyndina fékk Neizvestny eftir rifrildið við Krúséff. sinna var hann sakaður um samkynhneigð. Aftur sneri hann sér beint að Krúsjeff og sagði: „í þeim efnum er vandræðalegt að vitna til sjálfs sín, Nikita Sergejevitsj. En ef þú gætir útvegað stúlku hingað, þá skyldi ég sýna ykkur . . .“ Forsætisráðherrann hló. Þannig ræddu þeir á ýmsan veg og komu víða við í deilum sínum, en Neizvestny gaf sig hvergi, og svo er Krúsjeff hélt á brott með fylgdarliði sínu eftir dijúga stund, mælti hann að skilnaði: „Þú ert náungi, sem mér líkar vel við. En það eru bæði engill og djöfull í þér. Ef engillinn vinnur, þá getum við náð saman. Ef djöfullinn vinnur, þá náum við okkur niðri á þér.“ Nokkrum vikum seinna var haldinn mikill fundur með listamönnum í frumheijahölinni á Lenínhæðum og var Krúsjeff þar í for- sæti. Þar voru mættir 400 manns frá ríkis- stjórninni, miðstjórninni, listasamtökum, intellegensíunni, sósíal-realismanum auk nokkurra andófsmanna. Og í mars árið eftir var enn haldinn svipaður fundur með sex hundruð þátttakendum í Sverdlovsk-höllinni í Kreml, þar sem línurnar voru lagðar á ný. í millitíðinni máttu listamenn þola miklar ofsóknir í opinberum málgögnum og félags- samtökum og margir myndlistarmenn voru fordæmdir, Neizvestny var lýstur í bann. Það voru á þessum árum miklar hræring- ar í sovésku þjóðfélagi, sem enduðu með falli Krúsjeff, og ekki tók betra við, þegar Brésneff settist í stól hans. En árangur þíðunnar, er ríkti eftir fall Stalíns, var þó nokkur og þannig fékk Neizvestny að mestu að vera í friði, þótt hann sætti ofsóknum sem listamaður. Máski fyrir hinn einarðlega og kjarkmikla mál- flutning, er gerði nafn hans þekkt í Vestr- Gríma og hendi. inu. Hann fékk ýmis stór verkefni hjá húsa- meisturum vinum sínum, en undir fölsku nafni. Krúsjeff var mannlegur og iðrandi ýmisa orða og fullyrðinga á fundum sínum og listamanna — tók sumt til baka í skrifum sínum eftir fall sitt, baðst jafnvel afsökunar. Þau tvö ár, sem hann átti eftir að vera við völd eftir framangreindar viðræður, reyndi raunar Neizvestny fyrir sitt leyti að blíðka hann með því að hafna óhlutlægri list og vinna meira í anda realismans. Eftir fall Krúsjeffs var reynt að láta Neizvestny taka opinbera afstöðu gegn honum, en hann neitaði og lagði sig þar með í mikla hættu, þetta gerði hann þrátt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. APRlL 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.