Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 12
V — ~ 1 s 1 h D 1 Geruiskinn r l
Geislunarfræði
Nýjustu tæki til sjúk-
dómsgreiningar skila
frábærum skyndi-
myndum innan úr
líkamanum, sem sýna varhuga-
verða bletti. í geislunarfræði hef-
ur þróunin orðið frá óljósum
myndum af brotnum beinum til
litmynda, sem greina heiiasjúk-
dóma, hjartaáföll og flogaveiki.
í stað þess að nota venjulega
röntgengeilsa taka læknar nú að
nota tölvusneiðmyndun, sem lýsir
upp vefi og æðar sem og bein.
Geislunarlækningar eru einnig
að verða nákvæmari. Gegn sum-
um tegundum krabbameins hefur
árangurinn
komið greini-
lega í ljós, svo
sem gegn
Hodgkins-
veiki.
Eitt af hin-
um fyrstu
tækjum sinnar
tegundar, sem
getur greint
efnabreyting-
ar og sýnt
viðbrögð við
lyfjum, er
mjmdatækið
PET, sem er
skammstöfun
fyrir Positron
Emission
Tomography. Það er eins og risa-
stórt bíldekk í laginu og er notað
til að kortleggja heilann með því
að greina hvemig finimur noti
þrúgusykur, helzta orkugjafa
sinn. Myndir sýna mismunandi
heilamynstur, eftir því hvort menn
eru að hugsa, hvílast, hlusta á
tónlist eða rifja upp og reyna að
muna.
PET getur sýnt mun á heilum
heilbrigðs fólks og þeirra, sem
hafa einkenni Alzheimers veiki.
Það hefur reynzt bezta tækið
til að staðsetja skemmdan vef í
heilanum, sem veldur flogaköst-
um. Skurðlæknar geta nú fjarlægt
skemmdan heilavef með meiri
nákvæmni, en til þeirra ráða er
gripið í alvarlegum tilfellum.
Þá segja sérfræðingar, að PET
sé eitt af beztu tækjunum til að
komast að raun um, hve mikið
af hjartanu hafi skemmzt við
hjartaáfall. PET kemur þá að
góðu haldi við læknismeðferðina.
Segulherma. Eitt stórfengleg-
asta tækið er MR, sem er skamm-
stöfun fyrir „Magnetic reson-
ance“, sem þýtt hefur verið „seg-
ulherma". Það var fyrst notað til
að greina sjúkdóma í heila og
hrygg, en lofar nú góðu við að
finna veilur í blöðruhálskirtli,
hjarta og kynfærum.
Tækið er
40 tonn og
80
kr.
Sjúklingur lyftir höndum með sigur-
merkjum, um leið og hann fer inn í
segulhermuna, sem grannskoðar öll
líffæri manna.
kostar
millj. ísl.
Það vinnur
þannig, að
það myndar
segulsvið og
lætur út-
varpsbylgjur
dynja á sjúkl-
ingnum. Þeg-
ar því er hætt,
senda vetnis-
ftumeindir í
líkamanum
frá sér út-
varpsmerki,
sem endur-
spegla mun-
inn á heilbrigðum og sködduðum
vef.
„Það bezta við MR er, að það
veldur sjúklingnum engum skaða
vegna geislunar," segir dr. Juan
Taveras, sérfræðingur í geislunar-
fræði við Massachusetts General
Hospital.
Verið er að reyna, hvort MR,
segulherman, geti komið í staðinn
fyrir það að taka þurfi vefjarsýni.
í stað þess að gangast undir
uppskurð og bíða dögum saman
eftir niðurstöðu, gætu sjúkling-
amir fengið svar undireins.
á brunasár
Um aldir var sá háttur
hafður á, þegar fólk
hlaut alvarleg bruna-
sár, að búið var um
sárin og þau síðan látin um að gróa
af sjálfu sér. Dauðsföll af völdum
brunasára voru tíð. Þeir sem lifðu
af urðu oft hræðilega afskræmdir.
Nú á tímum hefur meðhöndlun
brunasára gjörbreytzt með tilkomu
gerviskinns og betri aðferða til að
koma í veg fyrir sýkingu. Fyrir 20
árum dóu 3 af hveijum 5 sjúkling-
um, sem höfðu hlotið brunasár á
60 hundraðshlutum líkamans. Nú
lifír meira en helmingur þeirra af
sem verða fyrir svo miklum bruna.
í framtíðinni munu sérfræðingar
einbeita sér að því að bæta með-
höndlun sjúklinga með brunasár að
því er varðar útlit þeirra, sérstak-
lega með því að nýjar gerðir af
gerviskinni verða æ fullkomnari.
En það sem ekki er líklegt að
breytist að ráði, er hinn mikli kostn-
aður sem meðhöndlun brunasára
er samfara, enda þótt sjúkrahúsdvöl
skaðbrenndra sjúklinga hafi stytzt.
GERVJSKINN
Dr. John Burke í Boston notar
gerviskinn sem unnið er úr kýrhúð,
við meðhöndlun sjúklinga með al-
varlegbrunasár.
Það skiptir mjög miklu máli, að
brunasár séu hulin sem fyrst til að
koma í veg fyrir banvæna sýkingu.
Aður en gerviskinn komu til dóu
illa brenndir sjúklingar oft, vegna
þess að þeir höfðu ekki nægilegt
óbrunnið skinn sem hægt var að
taka og græða sár þeirra með.
Gerviskinn dr. Burkes gegnir
hlutverki leðurhúðar, innra lags
húðarinnar. Að nokkrum vikum
liðnum eyðist gerviskinnið og eðli-
legur vefur vex í gegnum það.
Plasthimna sem verndar gervihúð-
ina, er síðan flarlægð og yfírhúð
annars staðar af sjúklingnum
grædd í gervigrunninn.
Fram til þessa hefur þetta gervi-
skinn verið grætt á 70 sjúklinga í
Boston og 40 annars staðar.
„Ólíkt öllu sem áður hefur verið
notað er gerviskinnið ekki umbún-
aður,“ segir dr. Burke, „heldur
gegnir það hinum lífeðlisfræðilegu
hlutverkum húðarinnar."
SÁRSAUKAFULL
LÆKNISMEÐFERÐ
Til að koma í veg fyrir sýkingu
og vökvamissi eru sjúklingar á vel
búnum sjúkrahúsum fyr-
ir meðhöndlum vegna
brunasára hafðir í hlýju
og raka og stundum í
sótthreinsuðum plast-
„blöðrum".
Þrátt fyrir allar fram-
farir eru alvarleg bruna-
sár mjög kvalafull. Fyrir
nokkru var lífi 28 ára
gamals manns bjargað,
eftir að hann hafði hlotið
brunasár á 90 hundraðs-
hlutum líkamans. Þetta
gerðist við slys í verk-
smiðju og manninum var
veitt sakramenti, áður
en hann var fluttur á
sjúkrahúsið í Boston, þar
sem áðumefndur dr.
John Burke starfar.
Tvisvar á dag varð hann
eins og aðrir sjúklingar
með bmnasár að þola
aðgerð, sem er fólgin í
því að dauðir vefír em
fjarlægðir. Læknar gefa
yfirleitt morfín fyrir þær
aðgerðir. Sjúklingurinn sagði síðar:
„Þetta er sennilega versti sársauki
í heimi. Þið getið ímyndað ykkur
hvemig það er að svitna þegar
svitinn er blóð.“
BATI
Þrátt fyrir miklar kvalir og lýti
sem þeir verða oft að þola, sem
hljóta meiriháttar bmnasár, tekst
flestum sjúklingunum að byggja
upp líf sitt að nýju. En hinar sál-
fræðilegu afleiðingar af bmnasár-
um em þungbærar fyrir sjúklinga
og fjölskyldur þeirra og álagið er
einnig mikið á þær hjúkmnarkonur
sem stunda þessa sjúklinga.
„Það er nær óbærilegt stundum,
þegar komið er með fólk á sjúkra-
húsið nær dauða en lífi og.viðþols-
laust af kvölum," segir hjúkmnar-
kona sem vinnur á „bmnadeild"
Massachusetts General í Boston.
„En það að hafa séð slíkt fólk eftir
mánaða þjáningar taka sín fyrstu
skref aftur út í lífið, gefur manni
kjark og kraft til starfa."
Framtíðarhorfur
Vísindamenn em nú að vinna að
nýjum gerðum af gerviskinnum sem
gætu táknað endalok flutnings og
ígræðslu skinns.
Dr. Howard Green í Harvard
hefur ræktað yfírhúð út af skinn-
pjötlu á stærð við frímerki, sem
Gerviskinn bjargaði sennilega lífi
þessa 16 mánaða gamla barns, sem
brenndist mjög illa.
tekin var af sjúklingi.
Dr. John Hefton við New York
Hospital hefur ræktað húðþekju eða
yfirhúð af líki. Hefton segir, að 35
sjúklingar hafi fengið slíkt skinn
við meðhöndlun og í helmingi til-
fella hafi árangurinn orðið betri en
með ígræðslu og í hinum jafngóður.
Nýjasta gerviskinnið hefur bæði
húðþekju og leðurhúð og dr. Burke,
sem hefur notað það við meðhöndl-
un á tveimur sjúklingum með
minniháttar bmnasár, segir það
lofa góðu.
Þó að lífslíkur vegna meiriháttar
bmnasára muni aukast, telja sér-
fræðingar að erfíðara muni að ná
árangri við endurbætur, hvað varð-
ar útlit manna eftir bmnasár, sér-
staklega ef það er langt síðan menn
hlutu þau.
Hugsanlegt er að lyf verði einnig
notuð í framtíðinni á fyrstu stigum
meðhöndlunarinnar. Lathyrogen,
sem unnið er úr ilmbaunum, stuðl-
aði að því að draga úr örmyndunum
hjá um 50 sjúklingum dr. E. Pe-
acocks, sérfræðings í lækningum
vegna bmnasára, í Chapel Hill.
Hann segir: „Nýlegar framfarir
gera okkur kleift að bjarga lífi æ
fleiri þeirra, er hljóta alvarleg
bmnasár. En nú emm við að leita
leiða til að bæta útlit þeirra."
til Englands. Þar fór ég strax á kvöldskóla
til þess að læra ensku almennilega og fékk
vinnu á skrifstofu í framhaldi af því. Ég
hafði mikinn hug á að komast í háskólann
í London og það tókst mér, en þar lagði ég
stund á tungumál og sögu listar í Evrópu."
Peter, viltu nú ekki telja upp allar
tungurnar sem þú talar, og hvernig
í ósköpunum fórstu að því að læra
ÖU þessi tungumál?
„Já, tungumálin. Það er nú fyrst mitt
móðurmál, tékkneska, og svo rússneska,
enska, þýska, franska, ítalska, portúgalska,
pólska, serbo-króatíska, búlgarska, gríska,
hebreska og svo er ég núna að læra íslensku
í háskólanum héma. Það var nú kannski
ekki svo erfítt fyrir mig að læra sum þessara
mála, t.d. er rússneska skyldufag í Tékkó-
slóvakíu og heima var ég vanur að heyra
frönsku og þýsku. Svo dvaldi ég fjögur ár
í Grikklandi og lærði grísku þar, og tvö ár
var ég í ísrael og lærði hebresku. En eftir
því sem maður nær taki á fleiri tungumálum
því auðveldara er að læra önnur ný og þar
sem ég hef alltaf haft sérstaka ánægju af
málum yfirleitt hef ég lagt mig eftir að
læra þau þar sem ég hef getað.“
Hvað var það Peter, sem fékk þig til
að koma tíl fslands?
„Ég kom hingað fyrst árið 1972 um
sumar, en þá var ég enn við nám í London.
Ég fékk vinnu í fiski á Flateyri, sem var
svo sem ágætt. En alltaf síðan ég var smá
strákur hef ég haft áhuga á íslandi. Afi
minn átti mjög gott bókasafn þar sem margt
var að fínna frá Norðurlöndunum, og meðal
annars fornar, norrænar sögur sem ég
gleypti í mig. Því miður fór þetta bókasafn
hans forgörðum á erfíðu tímunum, bæði
þurfti hann að selja mikið úr því og svo var
ýmsu verðmætu stolið, en það er önnur
saga. Eftir þijá og hálfan mánuð á íslandi
sumarið 1972 sneri ég_ aftur til London og
tók til við námið. En á íslandi hafði ég orðið
fyrir sterkum áhrifum og gat ekki gleymt
landinu. Ég hafði ferðast dálítið héma um
landið með vinkonu minni sem slegist hafði
í för með mér 1972, m.a. gengum við frá
Gullfossi og alla leið til Blönduóss, en það
var nú hálfgerð svaðilför þó að allt færi vel
að lokum. Og í tólf ár hugsaði ég um ís-
lensku sumaraætumar og þetta sérkenni-
lega land. Að lokum ákvað ég að láta eftir
þeirri löngun minni að koma til íslands öðru
sinni, og hingað kom ég svo í nóvember
1983. Útlendingar sem búa héma hafa orðið
fyrir þessari sömu reynslu og ég. Þeir segj-
ast hafa orðið fyrir einskonar gjömingum
við fyrstu kynni sín af landinu og orðið að
koma aftur."
Hefurðu kannski i hyggju að setjast
hérna að fyrir fullt og allt?
„Ég gæti svo sannarlega hugsað mér það
ef — það em svo mörg ef í þessu sambandi.
Fyrir það fyrsta er erfitt að fá starf við
mitt hæfi, ég hefi tilskilin réttindi til há-
skólakennslu, en slík staða er ekki í sjón-
máli enn.
Oftast nær er ég ekki virtur svars þó ég
sæki um starf. Mér hefur skilist að hér
komi sér vel að þekkja fólk sem þekkir fólk,
en ég þekki svo sárafáa að lítil von er fyrir
mig að fara þá leiðina. Nú sem stendur vinn
ég á næturvöktum á Hrafnistu tvær vikur
í mánuði; nú kemur sér vel sjúkraliðanámið
sem ég var settur í að læra í herþjónustunni
hér áður fyrr. Og svo kenni ég við Náms-
flokka Reykjavíkur nokkur tungumál.
Vandamál sem ég á ekki síður við að stríða
er húsnæðisvandamál. Þar skilst mér einnig
að kunningsskapurinn hafi mikið að segja.
Þar sem ég bý núna er húsaleigan rándýr
og húsnæðið allsendis óviðunandi, svo ekki
sé meira sagt. Annars er ég ekki að kvarta
sem útlendingur, fólk er oftast mjög alúðlegt
í minn garð og ég veit fullvel að það er
einnig erfitt fyrir Reykvíkinga að fá húsnæði
á sanngjömu verði."
Þetta vandamál þekkja margir, því miður,
og leitt að geta ekki hjálpað upp á sakimar
hjá Peter, sem áreiðanlega er ákjósanlegur
leigjandi, þar sem hann er annaðhvort að
vinna eða lesa, nú og stundum hlýtur hann
að þurfa að sofa eins og annað fólk. En
hvað þá með tómstundir, á hann ekki eitt-
hvað af þeim?
„Tómstundimar eru nú ekki margar, en
þegar þær gefast fer ég gjaman á hljóm-
ieika af einhveiju tagi. Eg er ákafur tónlist-
arannandi og hef sérlega gaman af óperam.
Þegar ég bjó í Grikklandi fór ég mjög oft
á hljómleika, þar var mikið tónlistarlíf. En
ég verð að segja það, að ég varð undrandi
þegar ég heyrði og sá íslensku söngvarana
hér flytja ópera. Þeir era svo ótrúlega góðir
og jafnast á við þá bestu í Evrópu margir
hverjir að mínu mati. Það er enn furðulegra
þegar þess er gætt að hér hefur ekki verið
um stöðugan óperaflutning að ræða gegnum
árin og engin hefð til hér í því sambandi."
Hvað finnst þér áberandi i fari íslend-
inga?
„Mér finnst þeir dálftið feimnir og það
er frekar erfitt að kynnast þeim, en þegar
inn úr skelinni er komið era þeir ákaflega
alúðlegir, gestrisnir og hjálpsamir.
Hér verða menn að vinna mikið til að
geta lifað góðu lífí og það setur sinn svip
á samskipti fólks. Ætli mér fínnist íslend-
ingar ekki full miklir efnishyggjumenn? Ég
hugsa það. Svo finnst mér hræðilegt hversu
margir hér misnota áfengi. Ég er vanur
því að fólki drekki til að njóta vínsins en
ekki til að drekka sig ölvað. Sérstaklega
finnst mér sorglegt að sjá unglinga vart
komna af bamsaldri drakkna og það á
almannafæri. Það era svo ótal margar leiðir
fyrir þetta unga fóik nú á tímum; menntun
er alls staðar að hafa og mér virðist unga
fólkið í þessu landi eiga úrval tækifæra."
Líklega verður Peter hugsað til sinna
bams- og unglingsára og þeirra erfiðleika
sem hann ólst upp við. Hann heldur áfram:
„Líf mitt hefiir verið sífelldur bamingur,
en ég er ekki viss um að ég hefði viljað
komast hjá öllum erfiðleikunum sem ég hef
lent í. Staðreyndin er nefnilega sú að maður
lærir svo geysimikið á þeim. Ég er reynsl-
unni og viskunni ríkari."
Þegar hér var komið sögu varð Peter litið
á klukkuna og brá í brún, okkur hafði enst
kaffíð og spjallið lengur en hann hafði búist
við. Hann hafði á orði að nú yrði hann að
drífa sig heim og demba sér í lesturinn
því hann ætti að lesa Gísla sögu Súrssonar
áður en hann sæi kvikmyndina „Útlagann".
Reyndar bætti hann við að hann væri ekki
nógu góður nemandi þessa dagana, það
væri í svo mörg hom að líta.
En hvað sem öllum gjömingum líður sem
fyrr er minnst á, þá mega það vera miklir
galdrar sem Peter varð fyrir í öndverðu ef
það á að verða hans hlutskipti í lífinu að
huga að ellihramu fólki sem sumt hvert
hefur týnt niður skilningi á móðurmálinu.
Og Peter, sem bráðum er altalandi á þrett-
án tungumálum! En enginn veit sína ævina
fyrr en öll er.
12