Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 11
Altalandi á tölf tungumálum Elly Vilhjálmsdóttir rætir við Peter Radovan Jan Vossicky frá Tékkóslóvakíu, sem verið hefur á Islandi síðan 1983 og er nú að bæta 13. tungumálinu við: íslensku að gætti nokkurrar eftirvæntingar meðal verðandi nemenda í portúgölsku hjá Náms- flokkum Reykjavíkur kvöld eitt í vetur, þar sem þeir sátu í lítilli kennslustofu efst upp undir þaki Miðbæjarskólans í Reykjavík. Hvemig skyldi kennarinn nú líta út? Við vissum að hann hét Peter en það var líka alltogsumt. Ekki var nú fjöldanum fyrir að fara þama í stofunni, fjórar konur svo og roskin hjón. Á mínútunni kl. 21.00 birtist kennarinn, hár og grannur maður, dökkhærður og með þreytuleg augu og eilítið prófessorslegur, en mjög geðþekkur. Hann bauð „góða kvöldið" á ensku og hélt síðan áfram á sama máli og spurðist fyrir um hvetjir væm með tilskildar kennslubækur. Utkoman var ein bók. Nú fór í verra. Reyndar var hann með ljósrituð blöð sem hann útbýtti, eins og hann hefði búist við þessari niðurstöðu fyrirfram, og talaði á meðan um þessi voðalegu vandræði með að ná í kennslubækur. Svona væri það lfka f grískunni og hebreskunni, hann ætti svo erfitt með að nálgast tilheyrandi bækur til kennslunnar. Nú skildi ég prófessorssvip- inn og þreytulegu augun. Maðurinn var auðvitað búinn að lesa sfðan hann lærði að stauta. Gott ef augun vom ekki farin að gefa sig. í þann mund sem ég var að velta þessu fyrir mér tók ég eftir nokkurri ókyrrð þar sem rosknu hjónin sátu og þau hvísluð- ust mikið á. Síðan snéri konan sér að mér og spurði hvort maðurinn talaði ekki ís- lensku? Það vissi ég ekki frekar en hún, en andartaki síðar heyrði ég hana kveða upp úr með það við bónda sinn að þau hefðu hreint ekkert að gera, stóð upp og gekk út og hann á eftir án þess að yrða á Peter einu íslensku orði til pmfu. Hann horfði dálitið undrandi á eftir þeim og sagði svo eins og við sjálfan sig að líklega hefðu þau ætlað í aðra stofu. En áfram með smjörið. Ég hef alltaf öfundast einhver býsn út í fólk sem getur tjáð sig á mörgum tungumálum, en dáðst að því um leið að sjálfsögðu. Og sem ég nú sat þama og horfði á furðuverkið Peter, fékk ég þessa hríslandi tilfinningu sem bytjar f mjóhryggnum og heldur svo áfram upp í axlir og gerir þær stífar (sem er óhemju óhollt), allt vegna þess hversu hrifning mín varð mikil þegar hann nefndi grísku og hebresku. En þá minntist ég orða ökukenn- arans mfns forðum daga: Ef axlimar verða stífar á að draga djúpt að sér andann og slaka svo vel á í útönduninni. Þetta gerði ég og það hreif. Eftir að hafa jafnað mig dálít- ið. stóðst éer ekki þá freistineru að sDvria manninn hversu morgtungumál hann talaði. J TÓLF, var svarið. Og um leið ætlaði hrísl- tilfinningin að heltaka mig, en ég sá við henni í tíma og dró djúpt að mér andann og kom í veg fyrir stífar axlir að sinni. í þessum fyrsta tíma varð ég alveg ákveð- in í að fá hann til að segja mér frá sjálfum sér, og þegar ég svo orðaði það við hann, var ekkert sjálfsagðara. Peter hefur orðið. „Ég heiti Peter Radovan Jan Vosicky og fæddist í Prag í Tékkóslóvakíu í janúar 1949. Faðir minn var endurskoðandi og móðir mín kenndi frönsku og þýsku við háskólann í Prag. Fyrir heimsstyrjöldina seinni var föðurafi minn diplomat, hann var yfirmaður þeirrar deildar í utanríkisráðu- nejdíftu sem fór með mál rómönsku land- anna í Evrópu. Vegna yfirgangs kommún- ista í Tékkóslóvakíu var faðir minn settur í fangelsi sakir stjómmálaskoðana sinna, en hann aðhylltist ekki kommúnisma, og móðir mín send í einskonar útlegð, ásamt mér og yngri bróður mínum, til lítils fjalla- þorps sem er nærri landamærum A-Þýska- lands. Þá var ég þriggja ára. Fjölskylda mín hafði svo sem orðið að þola ýmislegt áður en hún varð fyrir þessu áfalli því afar mínir báðir sátu í fangabúðum nasista í stríðinu og nokkrir nánir ættingjar mínir létust þar. Þetta fólk hafði hjálpað gyðingum til að flýja land, þó svo að sjálft væri það ramm-kaþólskt, og þurfti svo sannarlega að gjalda þess dýru verði. Faðir minn var látinn laus úr fangelsi 1954 vegna lélegrar heilsu og fékk vinnu sem bókhaldari við fyrirtæki í borg sem heitir Ústí Nad Labem og þangað var okkur fjölskyldu hans leyft að flytja árið 1959. Hann dó 1979.“ Hvernig fór með skólagöngu þína á þess um árum? „Ég naut góðs af því að móðir mín var kennari og hafði með höndum kennslu í þorpinu þar sem við bjuggum, það var bara einsetinn skóli og allar deildir eða bekkir í sömu tímum svo að þetta var mjög erfítt starf fyrir móður mína. Ég lauk gagn- fræðaskóla, en þá átti ég heldur ekki að fá að læra meira. Um menntaskóla var ekki að ræða vegna stjórnmálaskoðana foreldra minna. Þá kom mér til hjálpar skólastjóri nokkur sem hafði verið með föðurafa mínum í fangabúðum nasista og hann kom því til leiðar að mér auðnaðist að ljúka stúdents- prófi frá skóla hans, en meira gat hann ekki gert fyrir mig. Um háskólanám var alls ekki að ræða. Það var einungis fyrir hina útvöldu, hreinræktaða kommúnista. Eftir þetta var ég dreginn í herinn. Af þeim §órum herskylduárum sem kveðið var á um í Tékkóslóvakíu lauk ég tveimur. Mér var sleppt vegna þess að ég er með astma sem ég fékk upp úr langvarandi og stöðugu lungnakvefi sem bam. Það átti rætur sínar að rekja til kjallaraíbúðarinnar sem okkur var úthlutað í borginni fyrmefndu. Þar hafði vist verið e.k. grænmetisgeymsla áður en okkur var komið þar fyrir, og ég man enn taumana sem mnnu niður veggina vegna rakans, og sveppir gátu lifað góðu lífi á gólfinu. í þessum kjallara bjuggum við í sex ár og öll biðum við skaða á heilsu okkar. í desember 1967 var ég laus úr hemum og bjó eftir það hjá ömmu minni í Prag þar sem ég fékk vinnu í banka. Tímamir virtust vera að batna í Tékkóslóvakíu um þetta leyti — við ólum með okkur bjarta drauma — of bjarta til að þeir gætu nokkum tíma ræst. Ég skrapp til Englands sumarið 1968 og vann við beijatínslu á sveitasetri í Lincoln- shire. Það vora ánægjulegir dagar en heim- koman var ekki eins ánægjuleg því að ég kom heim sama dag og rússneskur her gerði innrás í Tékkóslóvakíu. Ég má til með að skjóta því hér að, að mér finnst furðulegt hvað fljótt svona atburðir gleymast, hinn frjálsi borgari virðist ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegt mál innrás af þessu tagi er. Það var erfitt að sætta sig við ástandið og við voram nokkur, eldheitir og rómantískir ættjarðarsinnar, sem héldum að við gætum komið í veg fyrir yfirganginn sem okkur var sýndur sem þjóð og reyndum að vinna landi okkar gagn. En ég sé núna að við gátum ekkert gert, ekki nokkum skapaðan hlut. Ég býst við að þessi mót- þrói okkar hafi flokkast undir neðanjarðar- starfsemi, en þetta var fyrst og fremst starfsemi föðurlandsvina. En hvað um þetta, þetta endaði með þvi að við gátum ekki um frjálst höfuð strokið og okkur var ekki vært í landinu. Það var því ékki um neitt annað að ræða en að forða sér, og það gerðum við. Ég komst á fölsuðum pappíram til V-Þýskalands í desember 1968. Ef ég hefði náðst hefði ég verið fangelsaður og vafalítið sendur til Síberíu í þrælkunarbúðir, en þaðan komast fæstir lifandi. í V-Þýska- landi dvaldist ég í flóttamannabúðum í nokkra mánuði uns mér tókst að komast * f LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5. APRlL 1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.