Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 5
þá bátsmaðurinn talsvert. Skipið komst á flot aftur. Enginn leki hafði komið að því, en vélin stöðvaðist við áreksturinn. Voru nú sett upp tvö segl, forsegl og fokka. Kl. 5.45 steytti skipið á skeri að nýju og brotn- aði mjög mikið, svo að það tók þegar að sökkva. Var þá sýnt hvernig fara mundi og gaf skipstjóri þá skipun um að nú yrði hver maður að bjarga sér. Náði í LANDGÖNGUSTIGANN Bátum var nú skotið fyrir borð, en ýmist brotnuðu þeir eða sukku samstundis. Mér sýndist þá sem allir skipveijar væru með björgunarbelti og nokkrir höfðu auk þess stráhringa um handleggina. Ég ætlaði fyrst að fara í stóra bátinn, en hann mölbrotnaði við skipshliðina. Komst ég þá í doríu við þriðja mann, en skammt frá skipinu sökk hún undir okkur. Áður en ég iagði af stað frá borði fór ég úr stígvélunum og sneri um öllum vösum og varð það mér til láns nú er ég varð að halda mér uppi á sundi. En sundkunnátta hefði þó komið að litlu liði í hinu ógurlega holskeflubrimi, ef ég hefði ekki verið með björgunarhring. Ég sá hvar rekald flaut á sjónum og náði í það. Þetta var einhver viðarbútur og fleytti ég mér á honum um stund. En þá bar að mér land- göngustiga skipsins. Sleppti ég þá rekaldinu og náði í stigann. Fór ég undir hann til þess að láta hann hlífa mér við boðaföllunum og hélt mér í efstu rimina. í þessum svifum sá ég nokkra af félögum mínum betjast við dauðann þama í brimganginum. Einn þeirra náði í hinn enda stigans og skreið uppá hann. Eftir stutta stund kom ólag og sleit manninn af stiganum og sá ég hann ekki framar. Ég var nú þarna aleinn og hafði ekki hugmynd um hvar ég var staddur né heldur hvort land var nærri. Sjórinn var kaldur. Veðurgnýrinn og brimskellirnir um- hverfis mig voru eins og ægileg þruma. En ég var ekki hræddur. Lífshvötin varð óttan- um yfirsterkari og ég hugsaði um það eitt að halda sem fastast í stigann. Ekki veit ég hve lengi ég hef verið að velkjast þann- ig er ég sá land. Þá var ég viss um að ég mundi bjargast, en síðan man ég ekkert fyrr en ég vaknaði eins og af draumi hér inni í Straumfirði við það að fólk var að stumra yfir mér og reyna að koma ofan í mig heitu kaffi. Um dr. Charcot og skip- stjórann veit ég það seinast, að þeir stóðu æðrulausir á stjórnpalli hins sökkvandi skips. Jú, eins atviks verð ég að geta, því það sýnir hvem mann dr. Charcot hafði að geyma. Þegar við vomm hjá Grænlandi í sumar, var það einn góðan veðurdag að már kom og settist á skipið. Hann var svo gæfur, að ég náði honum með höndunum. Töldum við að hann óskaði þess sjálfur að gerast félagi okkar og buðum hann hjartan- iega velkominn í hópinn. Venjulega var hann hafður í búri, en stundum höfðum við hann iausan í sal yfirmanna. Hentum við oft hið mesta gaman að honum, einkum eftir að við komumst að því, að honum þótti koníak gott. Stakk hann stundum nefinu niður í glösin hjá okkur og sötraði og varð þá óvenjulega fjömgur og kotroskinn og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986 5 verið Gróttuviti sem við sáum, heldur Akra- nesviti. Veðrið hafði hrakið skipið miklu meira en nokkum gmnaði. Klukkan 4 fór ég af verði og háttaði. En mér varð ekki svefnsamt. I mér var einhver óskiljanlegur órói og kvíði, svo að ég klæddi mig aftur og var kominn upp á þiljur kl. 5. Þá vom brotsjóir allt umhverfís skipið. Um stundar- fjórðungi síðar tók það niðri og slasaðist Pourquoi Pas? var fagurt skip og svo styrkt til siglinga í ís, að það átti ekki að geta brotnað. skipið á móti fárviðri og sjó. Sá kostur hef- ur einn verið fyrir hendi að snúa við, enda var það gert. Tæknin á það til að bregðast þegar sízt skyldi og næst biluðu loftskeyta- tækin; skipið varð sambandslaust. Frásögn Gonidecs Eugene Gonidec aðstoðarstýrimaður varð einn til frásagnar um það sem átti sér stað á skipinu eftir að það sigldi frá Reykjavík. Hann komst einn af eftir mikla mannraun, en þegar hann fór að hressast eftir góða aðhlynningu í Straumfirði leysti hann frá skjóðunni og Árni Ola skráði eftirfarandi: „Skipið fór frá Reykjavík laust eftir há- degi á þriðjudag og var komið vestur fyrir Garðskaga kl. 6 er ég fór af verði. Þá var komið versta veður. Nokkm síðar var ákveð- ið að snúa við og halda til Reykjavíkur. Rétt á eftir biluðu loftskeytatækin, svo að skipið gat ekki haft neitt samband við loft- skeytastöðina í Reykjavík, né heldur við önnur skip. Veit ég svo ekki hvað gerðist fyrr en ég kom aftur á vörð kl. 12 á miðnætti. Þá var talið að skipið mundi vera 13-14 sjómílur vestur af Gróttu. Var þá komið aftakaveð- ur, stýrið var í ólagi og mjög erfitt að halda stefnunni og vissum við að skipið mundi hrekja undan vindi. Þeir dr. Charcot og Le Conniat. skipstjóri vom báðir á stjórnpalli og hurfu þaðan ekki fyrr en yfir lauk. Um kl. 3 um nóttina sást ljós og ætluðu þeir að það mundi vera Gróttuviti. Var þá stefn- unni breytt til norðurs, til þess að sigla nógu djúpt fyrir nesið. Þetta var feigðarflan- ið. Þarna var stefna tekin beint í opinn dauðann, því ég veit nú, að það hefur ekki Dr. Charcot og kona hans ásamt fleiri skipverjum við kaffidrykkju á þilfari Pourquoi Pas? sumarið 1912. Hjónin í Straumfirði 1936: Þórdís Jónasdóttir og Guð- jón Sigurðsson. baðaði út vængjunum eins og hann vildi leggja allan heiminn undir sig. Þessi góði vinur okkar var nú einn í búri niðri í skip- inu og enginn mundi eftir honum á hættu- stundinni — nema dr. Charcot. Þegar skipstjóri gaf skipun um að hver skyldi reyna að bjarga sér, gekk dr. Charcot rakleitt nið- ur í skipið og sótti mávinn. Hélt hann á honum ofurlitla stund og mér fannst hann kveðja mávinn með þessum orðum: „Vertu sæll, vinur. Hér skiljast leiðir. Nú ertu fremri oss öllum, því þú getur bjargað þér þótt vér hinir fömmst. Vertu sæll og berðu kveðju hinna dauðavígðu félaga þinna svo vítt sem þú flýgur." Svo sleppi hann fuglinum, en márinn greip flugið og var brátt horfinn út í sortann." Lýkur þar fráspgn Gonidecs. Ekki þarf að efast um, að Árni Óla hefur skráð frá- sögnina rétt samkvæmt þýðingu Péturs Þ.J. Gunnarssonar kaupmanns, sem var með í ferðinni á strandstaðinn. Á þessu er þó eins- konar helgisagnarblær, einkum þegar kemur að frásögninni um mávinn. En Goni- dec er ekki úr sögunni; síðar verður sagt frá björgun hans og annarri ferð, ísem hann fór síðar á strandstaðinn. INGIBJÖRG Á HOFSTÖÐUM SEGIR FRÁ Nú þegar rétt 50 ár em umliðin em að- eins fjórar manneskjur eftirlifandi af þeim sem komu í Straumfjörð þennan eftirminni- lega dag og hefur Lesbókin hitt þau öll að máli. Þau eru Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofstöðum í Álftaneshreppi, áttræð á þessu ári, Jón H. Jónsson á Miðhúsum í sömu sveit, 88 ára á þessu ári, Einar Sigmunds- son frá Krossnesi, áttræður og býr í Borgamesi, og loks Finnbogi Rútur Valde- marsson, landskunnur maður og þá ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann verður áttræður á þessu ári. Þegar mig bar að garði á Hofstöðum bjóst ég satt að segja ekki við því að hitta að máli konu, sem hefur ólíkt meira af eld- móði og íjöri æskunnar en margar þær sem eru hálfri öld yngri. Að ræða við Ingibjörgu Bærínti í Straumfirði. Hér bjuggu þau Þórdís og Guðjón og húsið var komið 1936.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.