Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 15
inn var að hænast að „le patron" (hús- bóndanum), en það var hann almennt kallaður á skipinu. Það leið aldrei á löngu áður en kötturinn hafði tekið sjer fast sæti við borðið við hliðina á honum, því þar fann hann að sjer væri vel borgið og að hann fengi eitthvað gott að borða. Þegar máfur- inn, sem svo mikið hefur verið talað um hjer, datt niður á þilfarið rjett áður en skip- ið kom hingað í síðasta sinn, þá var það Chareot sjálfur, sem kenndi honum átið. Nærgætni Chareots við hásetana var að sama skapi. Einn morgun gjörði hann mjer boð og beiddi mig að koma með sjer og mönnum sínum upp í Kristskirkju í Landa- koti. Hann ætlaði að láta lesa sálumessu, vegna lítillar dóttur eins hásetans, sem skeyti hafði borizt um, að væri nýdáin. Þetta var mjög hátíðleg stund og jeg er viss um, að samúð allra, sem þarna voru viðstaddir, vermdi hjarta aumingja föðurins. Jeg veit ekki hvort þessir ungu vísinda- menn, sem sátu við hliðina á mjer í kirkjunni, voru trúaðir eða ekki, en víst var um það, að jeg sá þá gráta, einn þeirra sjerstaklega, og hefur mjer tíðum dottið í hug, að þessir ungu menn, sem vanalega voru svo kátir og sýndust svo áhyggjulausir, hafi samt á þessari stundu hugsað alvarlega um eilífðar- málin. Herra Meulenberg biskup sagði mjer seinna, að Charcot hefði komið upp í kirkju á hveijum morgni meðan hann dvaldi hjer, til þess að biðjast fýrir, einnig síðasta morg- uninn, 15. sept. Biskupinn sá til hans og beið hans fyrir utan kirkjudyrnar til þess að kveðja hann. Hann gekk með honum að túnhliðinu og þar óskaði hann honum góðr- ar ferðar og sagðist hlakka til að sjá hann aftur næsta ár. En þá hristi Charcot höfuð- ið og sagði í lágum rómi: „Jeg finn að þetta völlum var tekin mynd af Charcot og mjer saman og er það síðasta myndin, sem af honum var tekin. Sunnudaginn 13. sept. var síðdegisboð hjá hr. Pjetri Gunnarssyni, núverandi for- seta Allianee Franeaise, og var það til heiðurs Charcot og öðrum Frökkum. Þegar jeg kom benti húsbóndinn mjer á, að hann hefði rifið blaðið af veggalmanaki sínu, svo þar stóð 14. sept. „Mjer var orðið svo illa við töluna 13 að jeg vildi ekki láta hana sjást í dag, enda hef jeg í dag þurft að hugsa töluvert um hana, því að á seinasta augnabliki komu afboð, svo að alltaf urðum við 13. Jeg flýtti mjer að bjóða öðrum í staðinn og nú held jeg, að mjer hafi heppnazt að hafa gesti mína með ijettri tölu, það er að segja að við verðum alls 14. Nú biðum við einungis eftir Charcot og Conniat 'skip- stjóra. Aldrei þessu vant ljet Charcot bíða eftir sjer og þegar hann kom var hann einn. Jeg heyrði einn af löndum mínum muldra fyrir aftan mig: „Hann hlýtur að vera feig- ur,“ og kom það illa við mig. Þetta kvöld voru Zarzeckihjónin og jeg boðin að borða í „Pourquoi Pas?“ Þetta var skilnaðarveizla, því næsta dag kl. 1 átti skipið að leggja af stað til Kaupmannahafn- ar. Matseðilinn geymi jeg sem dýrgrip, hann var handmálaður og handritaður af ungu mönnunum, en Charcot hafði sjálfur lagt til skrítin nöfn á ijettunum og hann og hin- ir vísindamennirnir höfðu ritað nöfn sín á til minningar. — Charcot sagði sögur og skrítlur eins og hann var vanur og kvöldið leið fljótt og skemmtilega. Þegar við kvödd- um um miðnætti fylgdi Charcot okkur frú Zarzecki inn í svefnklefa sinn, þar sem yfir- hafnir okkar voru. Andlit hans var algjör- lega breytt, hann leit í kringum sig og andvarpaði þungan: „Að hugsa sjer að jeg Pourquoi Pas? siglir frá Reykjavík í blíðskaparveðri þann 15. sept. 1936. Þetta er síðasta myndin sem tekin var af skipinu. er í síðasta sinn, sem jeg kem hingað," og skundaði burt. Faðir Charcots var álitinn guðleysingi, en það var hann ekki. Hann aðhylltist eng- in viss trúarbrögð, en þó ljet hann skíra börn sín. A æskuheimilinu varð hann ekki fyrir neinum trúaráhrifum og æskuárin lifði hann í glaumi og gleði. Þegar faðir hans dó kom alvaran og hann breyttist mjög mikið. Jeg hef drepið á hvernig honum var innanbijósts, þegar hann fór í fyrstu heim- skautsför sína, en sjálfur hefur hann sagt: „{ einverunni í heimskautslöndunum fann jeg, þegar jeg horfði á fegurð þeirra, að skapari minn var mjer nálægur." Biskupinn í Landakoti hafði miklar mæt- ur á honum og ræðan sem hann hjelt hjer í Kristskirkjunni yfir jarðneskum leifum hans 31. sept. var að mínu áliti hin ein- faldasta og fegursta, sem fylgdi honum í gröfína, en þær voru margar. Charcot hinsvegar, þótti mjög vænt um herra Meulenberg og virti hann mikils. Hann var því líka einnig sjerstaklega ánægður yfir að Frakkastjóm hafði falið honum að færa biskupinum stórkross Heið- ursfylkingarinnar frönsku. Sú athöfn fór fram á þilfari „Purquoi Pas?“ með sama hætti, og þegar hann fjórum ámm fyr, nældi riddarakrossinn á bijóst Chattons skipstjóra, einnig í þetta sinni veittist mjer sá sómi að vera guðmóðir. Ræðismaður Frakka, Zarzcki og frú hans, vom bæði mjög elskuleg og var jeg tíður gestur hjá þeim með Charcot og mönnum hans. Hinn 10. sept. var farin skemmtiferð til Þingvalla á tveimur bílum, þótt veðrið væri kalsalegt og engin sól. Þar kom fyrir lítið atvik, sem hafði komið fyrir áður og átti nú að endurtaka' sig nokkmm dögum seinna. En það var, að þegar við ætluðum að setj- ast að borðum vomm við 13. Frú Zarzecki tók eftir því í tíma, svo hægt var að bjóða bílstjómnum að borða með okkur. Á Þing- eigi að yfirgefa þetta allt sem mjer er kært. . . og skipið mitt kæra — en næsta ár er jeg sjötugur." Rjett á eftir tók að hvessa ákaflega og þótt storminn lægði með morgninum þá var þó ómögulegt að ieggja af stað, svo að ferð- inni var frestað. Um kvöldið var aftur komið svo mikið rok, að engum datt í hug, að skipið myndi komast af stað næsta dag. En hinn 15. var komið blíða logn og um kl. 1 kom Charcot inn í búðina til mín og sagð- ist vera kominn til að kveðja, því að þeir mundu leggja af stað kl. 3. Hann sagðist koma af pósthúsinu, því hann hefði þurft að senda mikinn póst, enda hefði hann ver- ið að skrifa mestalla nóttina. Milli kl. 2 og 3 sagðist hann hafa ætlað upp á þilfar eins og vanalega til þess að líta eftir áður en hann háttaði, en stormurinn hefði þá verið svo ofsalegur að hann hefði ekki getað ráð- ið sjer. Hann sagðist hafa sofið óvanalega lengi fram eftir þennan morgun, en þegar hann kom upp á þilfar var sjórinn svo speg- ilsljettur, að hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Loftvogin var að stíga, svo allt væri í lagi. Jeg var sú síðasta, sem kvaddi hann hjer í bænum. Jeg gat ekki farið frá störfum mínum til þess að sjá „Pourquoi Pas?“ sigla út úr höfn, en herra Zarzeci og frú hans voru á hafnargarðinum og tóku myndir af hinu fallega skipi, þegar það fór hjeðan í síðasta sinni. Eins og sjest á þessum mynd- um var sjórinn rennisijettur og sakleysisleg- ur, eins og ekkert rok hefði verið nóttina áður, því síður áttu menn von á, að það yrði enn verra næstu nótt. Sú nótt var hræðileg. Það hrikti í húsinu, sem jeg bjó í, og þótt jeg sæi ekki sjóinn, þá varð mjer nóg um, að horfa út á tjöm- ina, því að aldrei hef jeg sjeð hana Ijótari eða með stærri bylgjum. Mjer varð ekki svefnsamt, því að auðvitað hugsaði jeg um „Pourquoi Pas?“, en vonaði þó að skipið hefði legið í hlje um nóttina undir Skaga. Vilhjálmur H. Gíslason IMóttin Regnið á rúðunni lemur, roðinn í vestri dvín, kolsvöit nóttin kemur með kolsvait húmið til mín. Mig vefur í volduga arma, veitir mér hvíldar gnótt, bætir mér böl og harma, ég er barnið þitt, svarta nótt. Nálægð þín náðar stund er næring í lúin bein, meðan að grætur grund gusturinn kyssir stein. Við uppfyllta innri von, andi minn nýtur sín, þú verndar þinn sofandi son, svartklædda móðir mín. 16. júní 1986, Vilhjálmur H. Gíslason er matvælafræðingur norðan úr Húnavatnssýslu en býr í Reykjavík. Hann bjó í mörg ár í Danmörku og orti þá á dönsku. Guðný Sálarkreppa Þú ert eins og sökkvandi skip í djúpi sjálfs þín og enginn kemur þér til hjálpar. Þín leitandi sál sekkur dýpra inn í sjálfan sig og lamar hug þinn. Og þú bjargast ekki, því þú ert ekki lengur þú sjálfur. Augnablik hamingjunnar Eitt andartak hittumst við í óendanleikanum milli draums og veruleika. Örstutt snertust naktar sálir okkar hrökt’okkur aftur til veruleikans, þar sem okkur heldur áfram að dreyma, hvort fyrir sig. Sófus Bertelsson Jónsmessunótt Með hugarró hvíldar ég gisti á grjóti hörðu í geðblæ hrifningar fegurðina met ég. Sólargeislar glitra í lofti jafnt sem jörðu, og á Jónsmessunótt heillaður set ég efst á Ásfjallsvörðu. í hrifnæmri lotningu ég góni á geislatrafið guðleg dýrkun inn í huga minn flæðir. Fegurðarskinið er inn í vitund mína vafið, veglega sýn í minninguna þræðir er sólin sígur í hafið. Á hverfanda hveli sólarrönd djúpið sogar síðasti geisli á himni litum blandar. í fljótandi gulli sýnast víkur og vogar, varlega blærinn í næturstillunni andar þegar himinn og haf logar. Höfundurinn er verkamaður í Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.