Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 11
Frá minningarathöfninni í Landakotskirkju.
?
margar heimildir. Vélbáturinn Ægir sótti
líkin í Straumfjörð, en sökum sjógangs
reyndist ekki unnt að selflytja þau yfir í
Hvidbjömen við Akranes svo sem ætlunin
var. Bæði skipin sigldu því áleiðis til
Reykjavíkur og í Eiðisvík hjá Viðey lagðist
Ægir uppað danska skipinu og voru líkin
sett á 22 fleka, sem sérstaklega höfðu ver-
ið útbúnir. Var breitt yfir ásjónur líkanna
og þau sem fatalítil voru vafin í dúk. Enn
var þeim raðað upp á afturþiljum skipsins,
danski fáninn dreginn í hálfa stöng í skut,
en sá franski í hálfa stöng á aftursiglu.
Tekið var að skyggja, þegar Hvidbjömen
sigldi til hafnar í Reykjavík. Þá mátti mjög
víða sjá fána í hálfa stöng í bænum og ótrú-
lega margt fólk var komið niður að höfn
til að taka á móti skipinu. Það fór ekki
milli mála, hvað var að; slíka athygli hafði
þessi atburður vakið og ennfremur var minnt
á skipskomuna með því að kirkjuklukkum
var hringt.
A bryggjunni beið röð vörubíla og var
líkbörunum raðað á þá. Umhverfis stóð
þögull mannfjöldinn. Bílalestin lagði öll af
stað í einu og á eftir henni gekk einn mað-
ur, berhöfðaður og álútur: Skipbrotsmaður-
inn Gonidec. Lákunum var ekið í Landakots-
spítalann; haustmyrkrið lagðist yfir bæinn
og kirkjuklukkurnar héldu áfram að óma á
sinn dapurlega hátt.
Fimm dögum eftir strandið kom hingað
tundurspillir á vegum frönsku stjórnarinnar;
annað hraðskreiðasta skip heimsins, en svo
djúpskreitt, að það komst ekki inn í
Reykjavíkurhöfn. Ekki átti það að ná í líkin,
heldur voru á því menn, sem áttu að rann-
saka strandið og bjarga því, sem bjargað
yrði.
Sýnt var, að tundurspillirinn gat ekki
komizt nálægt Hnokkaflögunni og því leigðu
Fransmenn hafnarbátinn Magna til rann-
sóknarfarar. í þá för fóru tveir yfirforingjar
af skipinu, Gonidec og Þórður Stefánsson
kafari. Þá hafði skipið borizt nokkuð inn-
fyrir Hnokka, en þeir fundu það og Þórður
kafaði niður að því. Hann sá, að það hafði
brotnað í fjóra hluta, en allt innanúr því
var mölbrotið. Það eina sem ástæða þótti
til að bjarga voru merkjabyssur úr kopar,
dýptarmælir, skuggamyndavél, áttaviti,
borðklukka og eitthvað fleira smálegt.
Á skipinu höfðu verið 40 manns, þar af
5 vísindamenn, 7 yfirmenn og 28 hásetar.
Tveir vísindamannanna höfðu orðið eftir í
Grænlandi til að ljúka rannsóknum og komu
til Kaupmannahafnar um svipað leyti og
Pourquoi Pas? fórst. Hafi skipshöfnin upp-
haflega verið 40 manns hafa 37 drukknað.
En þegar hér var komið sögu höfðu 22
fundizt.
Stærsta Líkfylgd
í Reykjavík
Líkin voru geymd í Landakotsspítala og
vísast hér enn til greinar í þessu blaði eftir
dr. Bjarna Jónsson, fyrrum lækni á spítalan-
um, sem fékk það óvenjulega verkefni að
smyija líkin. Franskt herskip kom síðan
með líkkistur og var kistulagt þriðjudaginn
29. september, en kveðjuathöfn skyldi fara
fram morguninn eftir. En svo margir vildu
vera við athöfnina í kirkjunni, að sýnt var
að kirkjan rúmaði ekki nærri alla. Þess-
vegna var gripið til þess ráðs að senda út
boðskort til allra þeirra, sem þar áttu að
vera og komust ekki aðrir inn. Meðal þeirra
sem fengu aðgangskort var fjölskyldan í
Straumfirði, Þórdís, Guðjón og Kristján fóst-
ursonur þeirra. Ingibjörg á Hofstöðum var
einnig þar á meðal svo og heimilisfólk frá
Álftanesi og öll fóru þau suður og voru við
athöfnina.
Athöfnin þótti löng og virðuleg svo sem
tíðkast í kaþólskum sið og var henni allri
útvarpað um stuttbylgjustöð til Frakklands.
Eftir að stökkt hafði verið vígðu vatni á
kisturnar og veifað reykelsi voru þær bom-
ar út og settar á stóla við Túngötuna. Þeim
var síðan raðað á 12 líkvagna og fór
líkfylgdin niður Túngötu, þaðan um Kirkju-
stræti, Pósthússtræti og vestur Tryggva-
götu að Gróflnni, þar sem herskipið lá við
bryggju. Svo mikill mannfjöldi var þama
viðstaddur, að önnur eins líkfylgd hafði þá
aldrei sést í Reykjavík. í fararbroddi fór
homaflokkur og lék sorgarlög og að lokum
kvað við dúndrandi fallbyssuskothríð til
heiðurs hinum látnu. Fransmönnum þótti
mikið til um þá samúð, sem íslendingar
auðsýndu og þakkaði Zarzeki ræðismaður
í Morgunblaðinu daginn eftir og sagði að
fólkið hefði vottað samúð sína svo hjartan-
lega, að ekki liði úr minni.
Frönsku herskipin sigldu utan 3. október
og komu fyrst til St. Malo í Norður-Frakk-
landi. Eftir athöfn þar vom líkin flutt til
Parísar og sungin yflr þeim virðuleg sálu-
messa í Notre Dame-kirkjunni. Dr. Charcot
var jarðaður í Montmartre-kirkjugarðinum
í París, en ættingjar tóku á móti hinum
líkunum og þau vom jarðsett víðsvegar í
Frakklandi. Thora Friðriksson segir í minn-
ingarriti sínu að þrátt fyrir íburð í Notre
Dame-kirkjunni, hafi athöfnin og þátttaka
almennings í Reykjavík þótt miklu hjart-
næmari.
Litlu síðar rak fleiri lík og líkamsparta í
Straumfírði og nágrenni. Sérstök sálumessa
var þá sungin í Landakoti og jarðað í Foss-
vogskirkjugarði. Ókennilegum líkamshlut-
um hafði verið safnað saman á Landakots-
spítala og fór fram athugun þar, ef vera
kynni að hægt væri að ráða í af hverjum
þessir líkamshlutar væm. Ég enda þessa
samantekt á því að vitna í ritgerð Áma
Óla, forvera míns á Lesbók, en hann kom
við í Landakoti og segir svo frá því:
„Ég fékk að koma þangað og blasti þar
við ömurleg og átakanleg sjón. Einn búkur-
inn var nokkuð heillegur, en vantaði á
höfuð, handleggi og fætur. Um mittið var
buxnastrengur og við hann hékk vasi, en í
vasanum var lítill hnífur. Þessi hnífur sýndi,
að þarna vom líkamsleifar Le Conniat skip-
herra á Pourquoi Pas? Hann hafði átt þennan
hníf. Ekkert annað gat bent til þess hver
maðurinn mundi hafa verið.
Seinustu fregnir af skipherranum hafði
ég áður fengið hjá Gonidec. Hann sagði
mér, að þá er skipun kom um, að nú yrði
hver og einn að reyna að bjarga sér og all-
ir skyldu taka björgunarhringa hafði Parat
skipslæknir komið upp á stjórnpall. Hann
spurði skipherrann hvers vegna hann væri
ekki með björgunarbelti eins og aðrir eða
hvort hann hefði ekki getað náð sér í belti.
Svaraði þá skipherra að björgunarbelti sitt
væri niðri í sal yfírmanna.
—„Ég er nú einmitt að koma þaðan og
ég gáði sérstaklega að beltinu, en það var
þar ekki,“ sagði læknirinn.
—„Það gerir ekkert til, sagði skipherr-
ann, ég þarf ekki á því að halda.“
Magnús / Straumfirði við grasflötina þar sem líkunum var raðað upp.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986