Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1986, Blaðsíða 4
Óperan Tosca Puccini á sviði Þjóðleikhússins Átök milli trúar, ástar og sjálfrar listarinnar Giacomo Puccini 1858—1924, höfundur ópenumar. Er hægt að ímynda sér óperuna Toscu eftir Verdi? Nei, því svo samtengd hefur óperan orðið höfundi sínum Giacomo Puccini. En það furðulega er, að það var alls ekki svo öruggt um tíma, því minnstu munaði að Puccini yrði af verkinu. Forsaga óperunnar minnir á snjalla refskák, sem var tefld til að Puccini yrði tryggður rétturinn til að nota leikrit Victorien Sardous um Floriu Toscu sem óperuhandrit. En það er einmitt þessi saga sem glæðir óperuna nýjum töfrum. Um þessa frægu óperu og höfund hennar, Pucc- ini, refskákina, sem tefld var til þess að hægt væri að setja upp leikrit Sardous um Floriu Toscu, efni óperunnar og frægar söngkonur, sem minnst er í sam- bandi við óperuna. EFTIR GUÐRÚNU NORDAL PUCCINI Tosca var fímmta ópera ítalska óperutón- skáldsins Giacomos Puccini. Hann fæddist í Lucca á Ítalíu 22. desember 1858. Hann var kominn af tónlistarmönnum í marga ættliði, svo það var ekki að furða þótt hon- um kippti eitthvað í kynið. Puccini missti föður sinn, sem var tónskáld, þegar hann var aðeins fímm ára gamall. Þá stóð móðir hans ein uppi með sjö böm. Hún studdi hann og hvatti til frekara tónlistamáms. Eitt atvik er sagt hafa sannfært hann ræki- legast um köllun sína til tónlistarinnar. Árið 1876, þegar hann var tæpra átján ára, heyrði hann Aidu eftir Verdi flutta í ná- grannabænum Pisa. Hann varð að ganga báðar leiðir og hann var svo gagntekinn, að hann tók ekki eftir því hve leiðin var löng til baka. Þá skildi hann hvar köllun hans lá: þannig ópemr vildi hann semja. Móðir hans, Albina, reyndist honum betri en enginn og talaði við sjálfa drottningu ítala, Margheritu di Savoia, til að útvega honum styrk til að læra við konservatóríið í Mflanó. Það tókst og hann fór til Mflanó árið 1880 og var þar í tvö ár við nám. Hann bjó í sambýli við tvo vini sfna og reynd- ist sú reynsla honum notadijúg þegar hann samdi La Bohéme. Það var tekið eftir tónlist- arhæfileikum hans í skólanum og kennari hans, Ponchielli, hvatti hann til að taka þátt í tónlistarsamkeppni blaðsins „Teatro ill- ustrato". Af því tilefni samdi hann ópemna Le Villi í einum þætti. Dómnefndin taldi hana ekki einu sinni eiga skilið að vera nefnd. En vinur Puccinis, Arrigo Boita kom auga á verðleika hennar og kom því í kring að hún var flutt í Teatro dal Verme í Mflanó þrítugasta og fyrsta maí 1884. Síðar var endurskoðuð og lengd útgáfa hennar flutt í La Scala í Mflanó tuttugasta og flórða janúar 1885, eftir að hafa verið fyrst flutt þannig í Turin. Um svipað leyti og Puccini lýkur námi missir hann móður sína, sem var honum gífurlegt áfall. Hann lendir þá í eldheitu ástarævintýri með giftri konu, Elvim Cem- ignani. Þetta samband vakti mikla reiði og andstöðu almennings enda var stranglega tekið á slfkum málum á ítalfu. Elvira skildi við mann sinn og giftist Puccini. Þrátt fyrir hinn mikla ástareld sem logaði í upphafí varð hjónabandið stormasamt, ekki síst vegna þess að Puccini hafði gott auga fyrir fallegum konum, og þótt hann væri giftur maður breyttist hann ekki. Elvira var sjúk- lega afbrýðisöm og eitt sinn náði afbrýði- semi hennar svo langt að hún kostaði mannslíf. Puccini var mikill náttúmunnandi þó að það komi eigi fram í ópemm hans. Hann átti sveitahús í Torre del Lago þar sem hann naut þess að vera einn og ganga um náttúmna. Elvira var þar ekki með honum og ásakaði hann fyrir að halda við vinnu- konu sem hann hafði þar hjá sér. Puccini neitaði staðfastlega, en ásakanir hennar gengu svo langt að stúlkan varð frávita af hræðslu og svipti sig lífi. Þegar líkrannsókn var gerð kom í ljós að stúlkan var hrein mey. Litlu munaði að Elvira yrði hneppt í fangelsi fyrir að hrinda henni út í dauðann. Þau hjón skildu ekki, en bóndinn hélt upp- teknum hætti og kemur ást Puccinis á kvenkyninu vel fram í ópemm hans. Konur em þar mjög áberandi og um þær snúast atburðimir; nægir að nefna Toscu og Mad- ame Butterfly. ÓperurPuccinis Ifyrsta ópera Puccinis, Le Villi, var óþroskað verk, en vakti athygli fyrir hug- myndaauðgi laglínunnar og fyrir góðar hljómsveitarútsetningar. Rúm fjögur ár liðu þar til næst heyrðist frá Puccini, þegar óp- eran Edgar var flutt í La Scala í Mflanó tuttugasta og fyrsta apríl 1889. Hún er byggð á skáldsögu Alfred de Musset „La coupe et les lévres". Edgar var strax illa tekið, og náði engum vinsældum. En óperan Manon Lescaut sem var fmmflutt fyrsta febrúar 1893 í Teatro Regio í Turin, var að nokkm leyti sárabót fyrir vonbrigði Pucc- inis eftir Edgar. Manon Lescaut er byggð á samnefndri sögu eftir Prévost. Hún sýnir mikla þróun frá hinum tveimur fyrstu í stílbrögðum, og er fyrirboði um það sem seinna varð bæði stykur hans og veikleiki: hinir óvenjulegu hæfíleikar til að skapa mikla stemmningu á sviðinu en um leið em persónur hans ekki nógu skýrt afmarkaðar. En það var ekki fyrr en með La Bo- héme, sem var frumflutt fyrsta febrúar 1896, sem Puccini endanlega skipaði sér fremst í flokk meðal ungra ítalskra ópem- tónskálda. Hún varð strax mjög vinsæl og er enn ein dáðasta ópera sögunnar. Fimmta ópera hans var svo Tosca, sem verður fjall- Salur / Farnese-höllinni, þar aem annar þáttur gerist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.