Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 2
HORFT Á HEIMINN Skáld í vanda EFTIR GABRIEL LAUB ig langar til að verða skáld. Yrkja kvæði. Skáldin gera það gott. Vaða náttúrlega ekkert í peningum, en fá samt ritlaun. (Borgað fyrir hverja línu þó línurnar megi vera örstuttar.) Njóta þaraðauki virðingar. Þeim leyfist meiraaðsegja að skrifa kolrangt mál. Enginn ritstjóri vog- ar sér að orðfæra slíkt við skáld — þetta gæti verið skáldaleyfi og þá lægi ritstjór- inn í því. Bókmentafræðingar skrifa langar greinar og heilar bækur um kveðskap. Greinamar eru handa þeim sem nenna ekki að lesa sjálf kvæðin, bækurnar skrifa þeir að gamni sínu og til þess að skaprauna stúdentum. Fræðingamir gera sér mat úr því að túlka má kvæðin allavega: Það fara kannski þijúhundruð síður undir þessa útlegginguna og síðan aðrar þrjúhundruð undir rökstuðning á þveröfugri útleggingu. Fjölmörg skáld hafa fengið Nóbels- verðlaun fyrir örfá næfurþunn ljóðakver — grínhöfundurinn fær varla einusinni ritdóm í blaðinu sem hann skrifar reglu- lega fyrir. í stuttu máli: skáld, jafnvel leirskáld, njóta virðingar allra, grínhöf- undar, jafnvel afburða grínistar hljóta bara virðingar lesendanna — einkum þeirra sem greindari em. Það er nú samt ekki lofið og frægðin sem freista mín til skáldskapar. Ég er barasta orðinn leiður á því að nöldra og jagast og ganga alltaf með bros á vör. Mig langar orðið að skrifa eitthvað já- kvætt, eitthvað verulega fallegt um þennan heim okkar. Og hveijum stendur slíkt til boða nema ljóðskáldinu, utan- veltu óskabami hugsjónarinnar! Enda þótt skáldin eigi líka torvelt með þetta í seinnitíð, nema þau vilji þá ljúga. En vilji þau á annaðborð ljúga blasir náttúrlega við þeim pólitískur frami ell- egar staða lárviðarskálds hjá einhveiju „sósíalista“ríkinu, með orðum og heið- ursútnefningum frá morgni til kvölds. Hér áðurfyrr voru tii aðlaðandi, bjarg- föst viðfangsefni handa skáldum að skrifa eitthvað jákvætt um. Landslagið tilaðmynda. Heimurinn er fagurt sköp- unarverk — eða það virðist okkur minstakosti úrþví við þekkjum engan annan heim. Enn þann dag í dag má víða sjá fagurt landslag, þráttfyrir alla viðleitni manna. En þar er þá annaðhort stríð eða ferðamannaþjónusta. Ellegar þá sárasta fátækt. Ætli nú skáldið að horfa framhjá öll- um þessum þrem göllum á landslaginu og lofsyngja dýrðlegan jarðarskika kemst hann fljótt að því að hann var nokkuð seint á ferðinni — þetta var alt búið að mála í miklu fallegri litum. í auglýsingabæklingunum. Hugmynda- flug auglýsingatextanna slær ekkert skáld út — enda höfundar þeirra miklu betur launaðir. Önnur hefðbundin viðfangsefni skáld- anna hafa líka verið eyðilögð. Hér áðurfyr þurfti skáld ekki nema líta fagra konu — eða bara hugsa sér hana — og þá var komið efni í heila sonnettu, lof- söng og marga sálma. Hann þurfti ekkert að gera nema að lýsa konunni frá hvirfli til ilja. Þykku síðu hárinu, djúpum kolsvörtum (bláum, brúnum) augunum, grönnu mittinu, mjóum leggj- unum ... núorðið vekti slíkt undireins hugmyndir um sjampóauglýsingar, tískugleraugu, megrunarlyf og sokka- buxur. Forðumdaga biðluðu menn til kvenna, núorðið biðla menn til viðskiptavina. Aukþess væri alveg stórháskalegt að kveða um fegurð konunnar núádögum — einsvíst að jafnréttiskellingar rifu mann þá í sig. Þær verða svo móðgaðar þegar manni fmst kona falleg, eins þó viðkom- andi dama sé hreint ekki ein af þeim. Þegar manni fínst kona falleg þýðir slíkt bara að maður sé að gera hana að kyn- tákni. Annars hef ég verið að bíða spentur eftir því hvemig þær muni leysa tvenn framtíðarvandamál þegar kvenveldið verður komið á: Hvemig fara þær að því að láta körlunum fínnast konur Ijótar og hvemig ætla þær uppfrá því að tryggja viðkomu mannkynsins? En það verða nú þeirra vandamál — eða þá í besta falli vandamál framtíðargrínist- anna — ekki skáidanna. Enda hafa skáldin ærin vándamál án þess. Einkum vilji þau nú skrifa eitthvað jákvætt. Eins- og ég. Andskotinn hafí það! Maður er að þrá að skrifa eitthvað fallegt um fegurðina og stendur svo uppi sem grínisti! Erlendar baekur Siglaugur Brynleifsson Irís Murdoch: The Philosopher’s Pupil. Penguin Books 1984. Þar sem ein persóna endar, tekur önnur við. Það er því ekki furða, þótt eitt og ann- að vaggi og velti og hringli, hrærist og slitni og verði eftir öllu dálítið hrollvekjandi í bók þar sem upphafsorð þessa pistils em höfð til viðmiðunar. Það dregur til tíðinda. Einn George reynir (eða hvað?) að sálga eigin- konu sinni. Hann er fyrrverandi heimspeki- nemi. Eftir áð hafa reynt um of á þolrif læriföður síns og elt hann til Ameríku, sneri George aftur til heimabæjar síns og gerðist safnvörður. Hann endaði feril sinn þar á því að mölva rómanskar rúður sem vom það dýrmætasta sem fyrirfannst í bænum. Ge- orge er sumsé bijálaður. Svo kemur heimspekingurinn John Robert Rozanov til bæjarins og sögunnar og þeir atburðir taka að gerast sem hvergi geta gerst nema í velfléttuðum bókum og verður ekki farið út í þá sálma hér. Eitt tekur við af öðm eins og ein persóna af annarri og er The Philosop- her’s Pupil ein heljarinnar orgía og sætt og söltuð, pipmð og soðin af meistara Murdoch. Fyrir aðdáendur höfundarins er þessi bók enn ein veislan. Robert Darnton: The Great Cat Massacre And Other Esisodes in French Cultural History. Penguin Books 1986. í þessu riti rannsakar höfundur hugsana- gang manna í Frakklandi á átjándu öld. Vitaskuld er ekki auðhlaupið að því en með sæmilegar og reyndar fyrirtaks heimildir sér við hlið hefur Robert Damton unnið gott verk. Bók þessi er skemmtileg aflestrar og trúverðug. Það er fjallað um ótrúleg mál í henni, til að mynda kattadrápin miklu í Saint-Séverin-götu í París á fyrri hluta ald- arinnar. Þannig var málum háttað að prentara- sveinar meistara Jacques Vincents bjuggu við illan kost hjá honum. Máttu þeir sofa í skítugu og köldu herbergi í prentsmiðjunni, og urðu að rísa óguðlega snemma úr rekkju til að sendast fyrir meistarann sem hæddi þá og gaf þeim óæti að borða. Maturinn var það versta. Þeir máttu setja þennan óþverra í sig í eldhúsinu og matreiðslumað- urinn seldi leifar meistarafjölskyldunnar á laun og setti kattamat fyrir sveinana. Þetta var úldið ket sem þeir höfðu ekki minnstu lyst á og köstuðu fyrir kettina sem fúlsuðu við veitingunum. Kettir voru margir í prent- smiðjunni. Meistarafrúin dáði þessar skepnur en prentarasveinamir urðu að þola margt þeirra vegna, ekki bara matinn held- ur héldu dýrin fyrir þeim vöku um nætur og þeim þótti af þessum sökum lítið til þess- ara kvikinda koma. Annar piltanna prílaði því einhveiju sinni upp á þak meistarahúss- ins og hóf upp ægilegan söng ekki ólíkan þeim sem kattaskepnur syngja þegar náttúr- an kallar á þær og varð þetta uppátæki sveinsins til þess að meistarafrúin taldi galdra í spilinu og var nú ákveðið að útrýma dýrunum en kerla tók strangt fram að ekki mætti gera þeim gráa mein. Sveinamir tóku nú til við að framkvæma skipun meistarans og drápu fyrstan þann gráa og fjölmarga ketti aðra. Höfundur leysir þessa gátu sem í sjálfu sér er engin á þann hátt að með þessu hafi verkalýðurinn, þ.e. sveinarnir, sýnt óánægju sína með hin illu kjör sín. Þetta rit hefur fleira að geyma og er sem fyrr segir skemmtilegt. Joseph Conrad: A Romance of the Shallows. Penguin Books 1984. Máski er hægt að kalla þessa sögu Conrads sem og flestar hinna, ævintýra- sögu, en þá hefur líka allur safí hennar lekið hjá og spillst. Og á sama hátt má lesa Dostoévskí, að maður tali nú ekki um Gre- ene. Conrad skrifaði bækur af einstöku listfengi og telst til klassískra höfunda nú til dags. Það er bara hveija mælistiku mað- ur notar, ekki víðsfjarri að telja hann til rómantíkera og ekki heldur svo galið að segja hann realista, en þá má með sanni nokkrum segja að hann hafí verið expres- sjónisti en tæplega dadaisti og ekki módemisti. Það er ekki höfuðmál undir hvaða fána hann skrifaði heldur hitt að hann reit einhveijar þær bestu bækur sem skrifaðar hafa verið síðustu hundrað ár eða svo. Það er útþráin og leitin að upprunanum sem heldur manni vakandi við lestur bóka hans. Tom Lingard, skipstjóri, sem siglir um höfin hjá Malaysíu, rekst á stmdað skip og hefur tveimur farþegum þess verið rænt af einum af höfðingjum Hassims sem er vinur Lingards. Nú verður Lingard að velja milli þess að bjarga þessum samlöndum sínum eða þá fylgja eftir loforðum sem hann hefur áður gefíð vininum Hassim. Og átökin eru mikil og líkist Lingard um margt þeim dular- fulla Mister Kurtz úr sögu hans Heart of Darkness. The Rescue er dæmigerð Conrad-bók. Athugasemd vegna greinar eftir Ævar Kvaran Bábiljur um jörðina eftir Ara Trausta Guömundsson Maður sem titlaður er fyrrum forseti Vís- indaakademíunnar í New York, A. Cressey Morrison að nafni, rökstyður guðstrú sína í grein sem Ævar R. Kvaran ritar í Lesbókina 30. ágúst. Morrison færir fram nokkur atriði sem eiga að sýna að sanna megi „samkvæmt óhagg- anlegum stærðfræðilögmálum" að heimur okkar „sé skipulagður og skapaður af mikl- um, hugsandi anda“. Hann klykkir út með því að segja að ekki sé einn möguleiki móti milljarði að lífið á jörðinni hafi orðið til fyr- ir tilviljanir. Það er ekki tími eða rúm til þess að hrekja vangaveltur Morrisons um brautar- hraða jarðar, um yfírborðshita sólar og sveiflur hans, um möndulhalla jarðar eða ijarlægð tunglsins frá jörðu. En ég get ekki látið ógert að fjalla um furðuhugmyndir Morrisons þessa um yfír- borð jarðar. Hann heldur því fram að ef jarðskorpan hefði verið um þremur metrum þykkari að jafnaði en hún er, væri nú hvorki til súrefni né dýralíf. Fyrir þessu er ekki flugufótur enda rangt að örlítið þykkari jarðskorpa (meðalþykkt er mæld í tugum kílómetra) geti torveldað myndun andrúms- lofts hvort sem þar fara nú leifar upphaflega lofthjúps jarðar eða lofttegundir sem komu úr iðrum jarðar við umbrot fyrrum. Sama er að segja um þá staðhæfíngu að nokkurra metra meira meðaldýpi hafanna (það er um 3.800 metrar) hefði valdið því að kolefni (!) og súrefni eyddist með einhveijum óskiljan- legum hætti. Gervivísindi og bábiljur sem þessar eiga ekkert erindi í umræðu um heimspeki eða trú. Loks er vert að geta þess að áætlanir um fjölda sólstjarna í alheiminum og þar með reikistjarna eru slíkar að líkurnar einn á móti tíu milljörðum eru hreint alls ekki litlar. Ég minni á þetta hér vegna þess að Morrison heldur að því sé þveröfugt farið og að þar með sé ekki hægt að ímynda sér að skilyrði lífs séu tilviljunum háð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.