Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Page 4
Ofsinn og rnildin búa þér undir bránni Um hafíð í íslenskum ljóðum Isambýli lands og þjóðar hlýtur lega landsins að vera mikilvæg. Að sögn Landnámu sigldi Garðar Svavarsson fyrstur manna kringum landið okkar og komst að raun um, að það var eyja. Sú stað- reynd, að ísland er eyland úti í reginhafi og strend- EFTIR SIGURLAUGU BJÖRNSDÓTTUR umar einar byggilegar, mun hafa mótað þjóðina öðru fremur. Frá landnámstíð fram á tuttugustu öld var hún samfélag bænda og sjómanna. Matthías Jochumsson segir í íslands minni. Eitt er landið ægi girt yst á Ránar slóðum, fyrirlöngu lítils virt, langt frá öðrum þjóðum. Um þess kjör og aldarfar aðrir hægt sér láta, sykki það ímyrkan mar, mundu fáirgráta. Bókmenntir íslendinga lýsa nábýlinu við hafíð. Þær hafa að geyma óviðjafnanlegar lýsingar á margbreytileik þess, fegurð og ógn, fangbrögðum manna við ægi, sigrum þeirra og ósigrum, er sóttu lífsbjörg í greipar hans. íslenskan hefur mörg heiti á sjónum; lögur, mar, græðir, sær, ægir, rán. Og ís- lenskur skáldskapur er auðugur að líking- um, sem sóttar eru í mál sjómanna. Aður en Þórir jökull var höggvinn á Örlygsstöðum í Skagafirði árið 1238, mætti hann fram vísu og er þetta upphafið. Upp skaltu á kjöl klífa. Köld er sjávardrífa. Þegar Jón Helgason hugsar heim af Hafnarslóð, bregður hann upp þessari mynd. Á meðan brimiðþvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyija dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Bókmenntimar skýra frá slysum og sjó- dauða og harmi lostnum ástvinum, sem eftir lifðu. Allir þekkja söguna um Egil Skalla- grímsson, sem missti Böðvar son sinn í sjó- inn. Þegar Egill hafði lagt Böðvar í hauginn hjá Skallagrími föður sínum, gekk hann heim og lagðist í rekkju. Neytti hann hvorki matar né dryklq'ar. Þorgerður dóttir hans var sótt vestur í Hjarðarholt. Hún mælti við Egil: „Nú vildi ég faðir, að við lengdum líf okkar, svo að þú mættir yrkja erfikvæði eftir Böðvar." Egill segir, að það var þá óvænt, að hann mætti þá yrkja mega, þó að hann leitaði við, „en freista má ég þess“, segir hann. Egill orti þá kvæðið „Sonar torrek" og fer hér á eftir eitt erindi úr því. Grimmt vörum hlið, þats hrönn of braut föðurmíns á frændgarði. Veitk ófullt ogopitstanda sonarskarð, es mér sær of vann. (Grimmilegt var mér það hlið, sem sjórinn braut á frændgarð föður míns. Ég veit, að sonarskarðið, er sjórinn braut fyrir mér, stendur ófullt og opið.) Egill hresstist við að yrkja kvæðið. Og er hann hafði lokið við það, færði hann það Asgerði konu sinni og Þorgerði dóttur þeirra og settist síðan í öndvegi sitt. Þegar Ketilríður, sem sagt er frá í Víg- lundar sögu, fékk þá frétt, að bræðumir Víglundur og Trausti hefðu farist, þá sé á hana ómegin, og er hún raknaði við, leit hún til sjávar og mælti þessa vísu. Eigi má ek á ægi ógrátandi líta, síst er málvinir mínir fyr marbakkann sukku. Leiðr er mér sjóvar sorti og súgandi bára. Heldur gerði mér harðan harm íunna farmi. (Eigi má ég líta ógrátandi á hafíð, síðan vinir mínir sukku í djúpið. Mér er hvimleiður sjávarsortinn og hin súgandi bylgja. Bijóst mitt er gripið djúpum harmi.) í kvæðinu „Utsær“ segir Einar Benedikts- son: Til þín ermín heimþrá, eyðimörk ógna ogdýrðar, ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu. Sum skáld yrkja um hina blíðu ásýnd hafsins og dýrð þess, önnur um ógnir þess. „Hafblá alda og himinskin hafa mig löng- um átt að vin.“ Þannig farast Jónasi Hall- grímssyni orð, og hann biður bárumar að kyssa „bát á fiskimiðum". Jónas yrkir um hina blíðu ásýnd hafsins. Það er tærleiki og birta í kyrrlífsmynd dr. Jakobs Jónssonar. Lítillbátur í logni björtu þrýstir sér fast í fjarðarins spegilflöt. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.