Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Side 5
Hvít eru ský á skálarbotni glitrarsól ígiæru djúpi, mætast himnar tveir við hafsins brún. Hvílir bátur smár íheimi miðjum. Ljóð Jóhanns Siguijónssonar er um tví- hyggjuna, ógn og dýrð hins svikula hafs. Gefðu mér hláturþinn, söngglaði sær, ogþinn sviflétta dansyfir votum steinum, þó aðþú geymir ígrafdjúpum leynum grábleikan dauðann, þú sýnirei neinum annað en sóiroðið andlit, sem hlær. Gefðu mér dramb þitt, þú dýrlegi sær! þinn drifhvíta brimskafl, sem ólgarog freyðir, sem smávöxnu bátunum brosandi eyðir, en bryndreka jámvarða í hafnimar neyðir, hann brýtur sig sjáifúr við hamrana og hiær. Þetta ljóð leiðir hugann að kvæði, sem Matthías Jochumsson orti um brúðkaupsferð Eggerts Olafssonar og konu hans. Þau ætluðu yfir Breiðafjörð, en þetta var þeirra hinsta för. Hinn veðurglöggi sjómaður sá vá í lofti og varaði við. Gamall þuiur hjá græðisat geigur var svip hans í, hann mælti við Eggert Ólafsson: „Mérógnaþau vindaský. “ „ Eg sigli ei skýin, ég sigii sjá,“ svaraði kappinn oghió. „Eg trúi á guð en grýlur ei oggleð mig við reiðan sjó. “ Gamaii þuiurfrá græði hvarf, gegndi með þungri lund: „Þú sigiir ei þennan sjó ídag, þú siglir á guðs þíns fund. “ Spá gamla mannsins rættist. Óveður skall á, holskefla reið yfir hinn „smávaxna" bát brúðhjónanna. „0, guð, sú báran er brött og há,“ var síðasta hróp brúðarinnar, áður en hún hvarf í djúpið. I ljóði Helga Sæmundssonar leynist hin eilífa ógn í hyldýpi sævarins, en öryggið býr í hinum háu ijöllum, sem ber við himin. Framundan ströndinn fángvíður hyldjúpur særinn fjær ber við himin fjöli háogtraust. Þangað liggur þegargaungur hefjast alira vegur undirhaust. Vakirogslær vefinn sífelida eilífðin endalaust. „Ólag“ eftir Grím Thomsen sýnir trölls- legt hamsleysi hafsins. Þar ríkir ógnin ein. Eigi er ein báran stök; yfir Landeyjasand dynja brimgarðablök, búa sjómönnum grand, búa sjómönnum grand, ■ magnast ólaga afl, — einn fer kuggur á Iand, rís úrgráðinu gafi, þegar gegnir sem verst, níu, skafi eftir skafi, skáima boðarílest, — eigi er ein báran stök — ein er sfðust ogmest búka flytur og flök, búka flytur og fiök. Grímur Thomsen orti um hetjur, sem buðu hættum byrginn. Í kvæðinu um Skúla fógeta eru þessi erindi: Til skipvetja kallaði Skúli snjallt: „ Skreiðist þið fram úr bælum. Heitt er í víti, þó hér sé kait, oghættið þið öllum skælum. Þið munuð fá að súpa á sjó, þótt sitjið og bælið fletið, ogháttunum ná íhelvítiþó þið hjarið á meðan þið getið. “ Efni kvæðisins um Þorbjöm kólka eftir Grím er á þessa leið: Þorbjörn reri einn á áttæringi og sat alltaf á dýpstu miðum. Enginn ýtti fleytu úr sandi, ef að Þorbjöm sat í landi. Veðurglögg- ur var hann og hjálparsnöggur, í hættum bæði kaldur og djarfur. Allir hlýddu forustu hans, en flestir reru skemmra en hann. Eitt sinn, er hann var úti á miðum, sá hann, að syrti í lofti. Tók hann þá til ára, og er hann kom á Olnbogamið, var komið ofsarok. Sá hann þá, hvar hrökklaðist bátur, því að bátsmenn voru orðnir uppgefnir. Hann tók bátinn í tog og rétti fram annan fótinn, meðan hann reri. Anna bát tók hann upp á Bjargamiði og rétti þá fram báða fætur. Bátarnir lentu allir heilir á húfi. „En heldur sár var Þorbjöms lófi.“ Þetta er síðasta erindið: Maigar fórust fiskisnekkjur fyrirSkaga sama daginn. Margar konur urðu ekkjur. Yndi og stoð þær misstu ísæinn. En — þar var ekki Þorbjörn nærri, þær hefðu annars verið færri. Konurnar, sem misstu yndi og stoð í sæinn, leiða hugann að ljóðlínum í „Utsæ“ eftir Einar Benediktsson. Þá er eins og líði aflandinu svipir af harmi. Þeir leita í val undir marareidi, — og mæðuandlit svefnþung á svæfli og armi sjá þá, sem varstu bæði iífið oggröfin. Ólína Andrésdóttir yrkir um dáðrakka drengi. Sæmderhverriþjóð að eiga sægarpa enn, ekki er að spauga meðþá útnesjamenn. í kvæðinu „Sigling" lýsir Örn Arnarson útþrá hins stórhuga æskumanns. Hafið, bláa hafið, hugann dregur hvað er bak viðystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma iönd. Beggja skauta byr bauðstmér aldrei fyrr. Bruna þú nú báturminn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni hafog himinninn. I „Hrafnistumenn" bregður hann ljósi á hlutskipti íslenskra sjómanna, hetjulund þeirra, líf og starf. Hvort með heimalands strönd . eða langt út ílönd á hann leiðyfir ólgandi flóð, gegn um vöku ogdraum, fiéttar tryggðin þann taum, sem hann tengir við iand sitt og þjóð. Þegar hætt reynist för, þegar kröpp reynast kjör, verpur karlmennskan íslenska bjarma á hans sióð. „Stjáni blái“ er einn þeirra manna, sem íslenska karlmennskan varpar bjarma á. Kvæðið um hann er eftir Örn Arnarson. Hann varalinn upp viðslark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark meitiuðu svip ogstældu kjark. Hann varaiinn upp viðsjó, ungan dreymdi um skip ogsjó, stundaði aiia ævi sjó, aidurhniginn fórst ísjó. Ljóðið, sem fer hér á eftir, er eftir Hannes Pétursson. Það vekur bemsk hughrif. Ennþáergaman guðséiof að fleyta keriingum út á fagurskyggðan sjóinn — að veija stein ' ogstein, flatan í möl sem stormar og brim hafa strokið hivina. Að ieika sér áfjáður fyrir opnum firði rétt eins og var um vordaga fyrir löngu að gefast steini sem úr greip manns fiýgur aðstíga fram á sjóinn ísteini, iangt. . . iangt. Ófáir íslendingar hafa slitið barnsskónum í flæðarmálinu og því mun Einar Benedikts- son mæla fyrir munn margra með hinni fleygu ljóðlínu í „Útsæ“. Mín iéttustu spor eru grafin íþína sanda. Sigurlaug Björnsdóttir er kennam Hafnarfirði. Steingerður Guðmundsdóttir í myndheimi Svavars Guðnasonar Ilmur í lofti angan töfra — dúlúðgur seiður drauma. Að skynja andrúm málverks — teyga litagleði litafegurð litamýkt litaþrótt — mótun og hrynjandi listar — er að bergja á uppsprettulind eilífðar. Sáð var fræi í frjóa mold. Ox upp kvistur. í Ijósi upphimins dafnaði tré. Stormar æddu. Regn buldi. Frost nísti. Tréð stóð heilt. í fylling tímans bar það ávöxt — safaríkan ávöxt. Falla geislar á gagnsæjan ís — grænir geislar — smaragðgrænir. Leysing. Leysing. Leysing! Vot eru augu Vatnadisa. Hlæja þær og hjala í moll. Bera GuIIfjöII við bláa fírð. Hollvætta glæstar hallir. Dansar þar um lágnætti — vafurloga við Ijósálfa skari. Siglir far á svarbláum mar undir mjúkhreima viðlagi vindsins. Hvar eru fuglar? Hvítir bleikir brúnir. Pegasus hinn gullni átt þú svar við því? Jöklar. Haf. Himinn! Mennska. Elfska. Sindrar á kjarna. Hismi í hafsauga horfið. Allífs vor á sólvængjum svífur að. Höfundurinn er leikkona i Reykjavík Ola Jonsmoen Sunnu- dagurí ágúst Baldur Pálmason þýddi Þessir sunnudagar í ágúst árla morguns ökuferð þegar Iengra Ieið. Eg finn þá ennþá í innstu taugum sem væru þeir brenndir fastir og allt mitt líf hafi verið runa af ökuferðum um sólheita ágústdaga. Sveitin breiðir úr sér með alslegnum túnum, fföllin rísa um kring fjólublá og grá kinka kumpánlega kolli öllum stundum. Segið mér hvert hef ég stöðugt stefnt? Hversvegna allt þetta flökt? Sunnudagssíðdegið leið fljótt fólk gerðist tregafullt fyrir brottförina, glaðlegum orðum beitt til fararheilla og til hughreystingar óhörðnuðum manni með heimþrá. Þessi kökkur í hálsi — Þessi hugsanahnútur sem ég gat ekki leyst fyrr en ég var farinn og orðinn einn, einmana á annarri slóð, því grímunni varð að halda hlægja við og láta sem ekki væri heimurinn allur að veifa í kveðjuskyni. Þessir sunnudagar í ágúst með bláa ása og milda birtu angurblíða munu fylgja mér allt til enda. Ola lonsmoen er menntaskólarektor i Tynset i norðanverðum Austurdal á Heiðmörk. Hann ritará nýnorsku og hefurskrifað 28 bækurá 27 árum. Helmingurþeirra eru Ijóð og laust mál handa börnum og unglingum, en hinn helmingurínn skiptist milli smá- sagna, leikrita og Ijóða. OtaJonsmoen kvaddi sérhljóðs 27 ára gamallmeð Ijóðabókinni Dagen, vinden og hjartet, en alls eru Ijóðasöfn hans orðin 6 að tölu. Nýjasta Ijóðabókin, Utásjá og heim og dans, kom útifyrra. Kvæðin héreruþýdd úrhenni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.