Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Page 7
• r-
Ur New York Times Magazine
var þegar um mikla tilslökun að ræða af
hálfu Gyðinga 1922, þegar Bretar skiptu
landinu í Palestínu fyrir vestan ána Jórdan
og Transjórdaníu fyrir austan hana.
Bara Nafnið Sem Vantar
Sharon bendir á, að Jórdanía Hússeins
konungs hafí nú innan marka sinna um 70
af hundraði Palestínubúa. Og því segir hann
að þegar Palestínumenn krefjist þess nú að
Júdeu og Samaríu verði skilað aftur, séu
þeir í rauninni að fara fram á annað ríki
Palestínumanna. „Palestínuríki er þegar
fyrir hendi - Jórdanía - sem þarfnast
aðeins mjög lítillar breytingar til að verða
Palestínuríki. Það er bara nafnið, sem vant-
ar,“ segir hann.
Og ennfremur: „Menn tala um það, að
ef PLO myndi viðurkenna ísrael, myndu
þeir geta tekið þátt í samningaviðræðum.
En sem Gyðingur, sem sonur þjóðar, sem
hefur lifað í 3700 ár, hefur mér aldrei
fundizt eitt augnablik, að ég þyrfti viður-
kenningu frá neinum og allra sízt fra hópi
morðingja." Um rétt Palestínumanna í ísrael
segir Sharon: „Arabar hafa rétt á að búa
í þessu landi, en þeir hafa alls engan yfír-
ráðarétt yfír landinu. Það tilheyrir Gyðing-
um.“
En hvað myndi hann bjóða Hússein,
konungi, við samningaborð? „Ég myndi
bjóða honum frið gegn friði. Hann myndi á
margan hátt hagnast af því - efnahagur
lands hans myndi batna, hann fengi afnot
af höfnum í Israel, og við gætum jafnvel
barizt saman gegn hryðjuverkastarfsemi.
Ef ég er spurður segi ég að hann muni
aldrei fá neitt meira en frið á móti friði.
Þannig standa málin.“
Þriðja Stefnan
Þriðja stefnan í friðarmálum í ísrael nýtur
lýkur, við öll Arabaríkin."
Fylgismenn þessarar stefnu eru oft kall-
aðir „góðar sálir“ af andstæðingum sínum
og þá í niðrandi merkingu, þar sem gefíð
er í skyn, að þeir séu einfeldningar, sem
átti sig ekki á myrkviði Mið-Austurlanda.
„Ég er reiðubúinn að beijast fyrir hinni
andlegu framtíð sonar míns, en ekki hinni
efnislegu," segir A. Ravitzky, heimspeking-
ur, sem stofnaði hina trúarlegu friðarhreyf-
ingu.
Einn af þeim sem áður voru harðir í
afstöðu sinni til Araba, en skiptu um skoðun
hvað varðaði friðarhorfur, eftir umleitanir
Sadats 1977, er Ezer Weizman, fyrrverandi
hermálaráðherra Israeis.
ÞVERHAUS EÐA HEIGULL
„Ég get hlegið, þegar menn kalla mig
dúfu,“ segir hann. „Ég held að ég sé haukur
í mínu dúfnastandi. Það eru þeir sem alltaf
eru hræddir. Hússein lætur hafa eitthvað
eftir sér, og þá segja þeir strax: „Ó, varið
ykkur á þessu." og Mubarak segir eitthvað,
og þá segja þeir: „Ó, treystið þessu ekki.“
Þeir eru alltaf hræddir. I þeirra augum er
hver sá sem leitar að öðrum leiðum heigull.
En hver sá sem segir að það sé enginn
möguleiki á friði, er hugprúður maður,
traustur, heilsteyptur Gyðingur. En ég segi,
að hann sé þverhaus."
Vissulega hefur tvístrun Gyðinga og líf
þeirra í gettóum í Evrópu fyllt þá tilfínningu
um öryggisleysi, bætir Weizman við, en
zíonisminn átti að ráða bót á því. „Þeir sem
alltaf eru að tönnlast á því, að allir séu á
móti okkur, allir hati Gyðinga, það sé aðeins
herinn, sem geti bjargað okkur og að allir
séu skíthælar nema við, þeir eru að springa
af geðflækjum eftir 2000 ára útlegð," segir
hann. „Þess vegna sagði ég einu sinni: -
Það er hægt að ná Gyðingi úr gettói, en
Á heildina litið hafa þær breytingar, sem
orðið hafa innan ísraels á síðustu 19 árum,
og þær pólitísku deilur, sem hafa orðið þeim
samfara, stórlega dregið úr möguleikum
hvaða ríkisstjómar í Israel sem væri til að
semja um frið. „Sex daga stríðið færði ísrael
í hendur viss landfræðileg spil,“ segir S.
Gazit, fyrrverandi foringi í leyniþjónustu
hersins. „Við eigum enn flest af þessum
spilum, en vegna þess sem gerzt hefur síðan
1967, getur engin ríkisstjóm í ísrael orðið
nógu sterk lengur til að slá þeim út.“
HVORUGUR GETUR AFSALAÐ
SÉR DRAUMUM SÍNUM
Fomsta Palestínumanna virðist einnig
hafa staðnað í 20 ára gömlum viðhorfum.
Þegar PLO vom stofnuð á sjöunda áratugn-
um, var viss meining í skæruhemaði þeirra
og hryðjuverkum: Palestínumenn vom að
reyna að láta Vesturlönd og almenning
ísrael vita af sér, svo að eftir yrði tekið.
En snemma á áttunda áratugnum var því
ætlunarverki að fullu lokið, og með því að
beita áfram sömu aðferðum ala Palestínu-
menn aðeins á ótta ísraelsmanna um, að
Palestínumenn kæri sig ekki um samkomu-
lag, heldur ætli að beijast upp á líf og
dauða. Mistökin hjá Arafat sem leiðtoga
byggjast ekki á því, að hann greip til hryðju-
verka, heldur að hann gat aldrei fengið
hreyfínguna ofan af þeim aftur.
Svo virðist helzt sem eina „varanlega“
lausnin á vandamálinu varðandi Vestur-
bakkann sé „bráðabirgðalausn". Ef menn
stefna að varanlegri lausn við núverandi
aðstæður, lenda þeir ömgglega í sjálfheldu.
Ráðuneytisstjóri Rabins, forsætisráðherra,
hefur skýrt frá því, að þegar þeir Rabin og
Hússein, konungur, hittust á laun snemma
á áttunda áratugnum, hafí það verið við-
kvæði hjá Hússein, að hann „væri aðeins
Þrír áhrifamenn íísrael: Elyakim Haeezni, forsvarsmaður landnemanna á vestur-
bakkanum, Ariel Sharon, fyrrv. varnarmálaráðherra, ogShimon Peres, forsætisráð-
herra.
vemlegs fylgis í Verkamannaflokknum og
henni fylgja hinir litlu vinstri flokkar og
trúarlega friðarhreyfíngin. Skoðanakönnuð-
ir áætla fylgi hennar meðal kjósenda um
45 af hundraði. Fylgismönnum hennar má
svo skipta í tvo skýrt afmarkaða hópa.
Annar túlk^r málið á einfaldan og raunsæj-
an hátt og segir að bezta leiðin til að tryggja
framtíð Israels sé að ná samkomulagi við
Araba. Hinn skýrir málið á huglægari hátt
og heldur því fram að eigi ísrael að verða
lýðræðislegt ríki Gyðinga, eins og stofnend-
ur þess ætluðust til, geti það ekki haldið
áfram að undiroka 1,3 milljónir Araba á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Sumir
í þessum hópi em hlynntir landfræðilegri
málamiðlun í samningum við Jórdaníu eða
Palestínumenn, en aðrir vilja halda yfirráð-
um yfir landinu, en veita Palestínumönnum,
sem þar búa, virkilega sjálfstjóm.
Einn af andans mönnum þessarar stefnu
er hinn virti, ísraelski heimspekingur Y.
Leibowitz, sem nú er á níræðisaldri. I frægri
blaðagrein sem hann skrifaði þegar Israel
var í sigurvímu eftir sex daga stríðið 1967,
hélt hann því fram, að „frelsunar" landsvæð-
anna í því stríði myndi verða minnzt í sög-
unni sem upphafi að „hnignun og falli ísra-
elsríkis".
„ísrael verður að finna leið til að losa sig
við þann kross að kúga aðra þjóð,“ segir
Leibowitz nú. „Það er um líf eða dauða að
ræða. Á þeirri stund, sem heiður og vegsemd
þjóðarinnar verður æðsta markið, verður
maðurinn að villidýri. Ef við losum okkur
ekki við þessi landsvæði, heldur þróunin
áfram og Israel verður fasistaríki. Ut á við
munum við eiga í stöðugu stríði, unz yfir
það er ómögulegt að ná gettói úr Gyðingi."
Fylgismenn þessarar stefnu líta á sjálfa
sig sem hina sönnu raunsæismenn, en segja
að þjóðemissinar og endurlausnarsinnar
horfíst ekki í augu við veruleikann.
„Ég er slóttug dúfa og hef það eitt í
huga, sem gæti orðið ísrael fyrir beztu,“
segir Y. Harkabi, fyrrum eitilharður foringi
í leyniþjónustu hersins, sem einnig endur-
skoðaði afstöðu sína eftir framlag Sadats
til friðarmála. „Friður er í mína þágu. Hann
er ekki neitt, sem ég vil stuðla að Araba
vegna. Ég hef í huga fólksfjölda, ungu
kynslóðina og þá staðreynd, að friðurinn
milli ísraels og Egyptalands muni ekki
haldast, ef honum er ekki fylgt eftir á réttan
hátt.“
Slæmur Kostur Og VERRI
Um andstæðingana segir Harkabi: „Þeir
fullyrða að Messías muni koma, eða að tvær
milljónir Gyðinga muni setjast að á Vestur-
bakkanum eða að Arabar muni sætta sig
við óbreytt ástand - að eitthvað muni breyta
gangi mála. Þeir hunza þá staðreynd, að
breytingar em að verða á heimi Araba, sem
benda til þess, að þeir vilji finna leið til að
koma á friði við ísrael.
Menachem Begin ruglaði þjóðina. Hann
var alltaf að tala um hve slæmt það væri
að yfirgefa Vesturbakkann, en aldrei um
það hve slæmt það yrði að vera þar áfram.
Hann var alltaf að tala um hve hættuleg
hryðjuverkastarfsemi Araba væri, en talaði
aldrei um stríð. Sannleikurinn er sá, að við
eigum tvo kosti - slæman og verri. Slæmt
er að fara af Vesturbakkanum, en verra
að vera um kyrrt.“
til viðtals um að semja um 100 prósent.
Ef þið ætlið að tala um eitthvað minna, þá
verðið þið að ræða við Arafat." Með þessu
átti Hússein við að því aðeins gæti hann
yfírleitt byijað að íhuga friðarsamninga í
líkingu við Camp David samkomulagið við
ísrael, að öllum Vesturbakkanum og Jerú-
salem yrði skilað aftur.
Hver sem með völdin fer í ísrael á við
sama vandamálið að glíma á gagnstæðan
hátt, en þar er það öllu erfíðara viðfangs.
Jafnvel fyrir 100 prósent frið getur hann
ekki af stjórnmálaástæðum látið af hendi
landið 100 prósent. Þess vegna virðist hin
eina „varanlega" lausn vera bráðabirgðaráð-
stöfun, sem tíminn verður svo látinn um
að gera „endanlega“. Hvorugur aðilinn
getur afsalað sér draumum sínum formlega.
Það má sennilega helzt ráða af þeim
umræðum um friðarmál, sem nú eiga sér
stað í Israel, að dagar mikils háttar friðar-
gerðar séu liðnir. Friði milli Egypta og ísra-
elsmanna var að hægt ná með breytingum
á landakortinu og fögrum orðum. En enginn
friður kemst á milli ísraels og Jórdaníu og
Palestínumanna nema með breyttum tilfínn-
ingum. Nú er ekki þörf á nýjum ályktunum
hjá Sameinuðu þjóðunum, heldur á nýjum
veruleika. Og hann virðist aðeins geta orðið
með málamiðlun eða hyggilegum ráðstöfun-
um smám saman. Eina friðarvonin er bundin
við, að hægt sé með einhveijum ráðum,
fortölum, fagurmælum eða fræðslu að fá
fólk beggja aðila til að líta upp frá landa-
kortinu og stíga nokkur stutt skref í áttina
til hvors annars.
Sveinn Ásgeirsson tók saman
ODDNY BJORGVINSDOTTIR
Lestarferð
í kvöldstillunni
Afram, áfram
líður Iestin
gegnum myrkrið,
aðeins
fjarlæg Ijós
tjúfa sortann,
í blindaðri þrívídd
mænum við
út um skjáinn,
hvaða leifturljós
megna að rjúfa
sálarskuggann,
og hvers vegna
varpar fjarvíddin
ávallt skærasta Ijósinu?
Bleikt pappírstungl
hangir á bládöggvuðum
himni myrkursins,
seiðmögnuð Ijósskífa
svífur í
töfrandi húmi,
EN
und grænum og rauðum
bárujámsþökum
sitja tómir líkamar,
sálir þeirra
löngu
týndar í tilbúnum
glansheimi
myndvörpunnar.
Höfundurinn stafar hjá Ferðaþjónustu bænda !
Reyjavfk.
JÓN STEFÁNSSON
Veðurskeyti
haustið
rís upp frá
knéföllnu sumri
með gulbrún lauf í hári
og norðanvind í augum
veturinn
kemur á hvítum vængjum
með kalt bros
Höfundurinn er ungur Keflvíkingur.
HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Ambátt
Ég sat nakin
við gluggann í nótt
í skini mánans
beið þín
í frjálsri gleði
ambátt líkama míns
ambátt ástar
með dimm augu
full af trega
gakktu varlega
svo þú gangir ekki
á nakinni
sál minni
Höfíindurinn er sjúkralidi í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986 7