Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Page 9
Haust á Þingvöllum, vatnslitir, 1949.
Uppstilling, vatnslitir, 1916.
rímur 1908af fœðingarstað sínum.
Úr Húsafellsskógi, olíumálverk 1946. Hér kveður við nýjan tón.
telja megi líklegt að hæfíleikar hans þeim
megin hafí verið mun minni. Það hefur
hann sem betur fer skilið; hann hélt áfram
að dá Mozart og margt úr klassískri tón-
list, sem fylgdi honum alla ævi, en sköpunar-
máttur hans var á myndræna sviðinu.
Afburða Kóloristi
í því sambandi er ekki óeðlilegt að reynt
sé að komast að niðurstöðu um það hvar
Asgrímur sé í rauninni sterkastur á svellinu
í listgrein sinni. Teikningar, sem hann gerði
ungur og birtar eru í bókinni, sýnast lofa
góðu; þama eru greinilega meðfaeddir hæfí-
leikar. Samt varð Ásgrímur aldrei neinn
afburðateiknari; miklu betri þó en Jón Stef-
ánsson sem virðist alltaf hafa átt svolítið
bágt þegar hann þurfti að teikna, einkum
fólk og skepnur.
Það er aftur á móti í meðferð litarins sem
Ásgrímur er sterkastur. Hann er afburða
kóloristi þegar bezt lætur og merkilegt er
það, að þessir tveir brautiyðjendur okkar í
myndlist, Ásgrímur og einkum þó Jóhannes
Kjarval, eru svo frábærir kóloristar, að aðra
betri höfum við ekki eignast síðan. Hvað
Ásgrím áhrærir er hægt að styðja þetta
með mörgum dæmum og byggja á sumu
því sem birt er í bókinni. Það er út af fyrir
sig merkilegt, að Ásgrímur hefur litinn á
valdi sínu hvort sem hann málar með ýtrustu
hófsemi eins og Þingvallamyndin frá 1907
sýnir — hún er m.a. prentuð á kápu bókar-
innar — eða þegar hann lætur litinn virkilega
klingja eins og til dæmis í sumum Húsafells-
myndunum frá 5. áratugnum. Sum verk
Ásgríms, sem einnig eru stórkostleg í lit,
má telja að séu þama mitt á milli; til dæm-
is mynd sem birt er í bókinni og heitir
Skammdegissól við Öskjuhlíð, máluð 1929.
Þó hefur Ásgrímur málað aðra ennþá betri
mynd af sama mótífí, eða svipuðu: Vetur
við Hafnarijörð sem mig minnir að Sverrir
apótekari í Hafnarfirði hafí átt og sé nú f
safninu sem hann gaf bænum. Mörg fleiri
dæmi mætti nefna um litsnilld Ásgríms, en
því drep ég sérstaklega á þetta atriði, að
yfirhöfuð er ekki minnst á það einu orði í
texta þeirra Hrafiihildar Schram og Hjörleifs
Sigurðssonar í bókinni, að Asgrímur hafi ve-
rið neitt sérstakur á þessu sviði. Hitt er svo
annað mál að Ásgrímur var ekki alltaf „á
boltanum" eins og golfarar segja. Hann átti
til að mála myndir sem voru dálítið þungar
og leiðinlegar í lit; þar á meðal myndina af
Hafnarfjarðveginum frá 1931 sem prent-
uð er í Helgafellsbókinni um Ásgrím og
einnig í þeirri sem hér er til umræðu. Fjór-
um árum áður hafði hann málað Heklu úr
Þjórsárdal, dýrlega mynd sem er í eigu
Ldstasafiis Íslands. Þar er kóloristinn á ferð-
inni og þama vinnur hann meira í anda
impressjónistarina en oftast bæði fyrr og
síðar. í raun og veru segir þetta málverk
fullt eins mikið um veðrið þennan sólfagra
sumardag og um Búrfell og Heklu. Síðar,
í Húsafellsmyndunum frá því um og eftir
1941, eru vinnubrögð Ásgríms í anda ex-
pressjónismans eins og Hjörleifur tekur
réttilega fram. ....
Meistarasmíð Frá 1909
Fróðlegt er að bera þessa mynd saman
við stóru Heklumyndina sem Ásgrímur
málaði 1909, þá 33 ára gamall. Þótt ekki
sé hann eldri verður þetta tilkomumikla
verk talið eitt af meistaraverkum íslenzkrar
myndlistar. Myndin af því er vel prentuð í
bókinni en hefði þurft að vera stærri til að
njóta sín. Upp af bænum á Hæli í Gnúp-
veijahreppi, þar sem Ásgrímur hélt til, fann
hann mikilfenglegan útsýnisstað, þaðan sem
stórbrotið útsýni er yfir sveitina og til
Heklu. Til að magna fram dramatískar and-
stæður tók hann þann kost að sveipa skugga
á sveitina í forgrunni myndarinnar en feikn-
arleg birta lýsir upp Heklu og baksviðið.
Þetta er ugglaust málað í anda þess sem
Ásgrímur hefur lært í Akademíinu í Höfn;
heiðarlegur natúralismi, þar sem málarínn
leyfír sér þó að magna skáldleg áhrif með
birtunni. Hér örlar ekki á áhrifum frá im-
pressjónistunum og þaðan af síður ex-
pressjónisma. Hér er ísland eins og það
hafði verið um aldir. Bæimir í Steinsholti,
Ásum, Hamarsheiði og á Stóra-Núpi kúra
þama í sátt og samlyndi við landslagið; allt
úr torfi og gijóti nema kirkjan á Stóra-Núpi.
Myndlistaræðin Frá
TUNGUFELLI
í Hreppunum var Ásgrímur meðal vina
og aðdáenda og átti í móðurættina rætur
sínar í Hrunamannahreppi; kominn af
þekktri myndlistarætt. Þessu eru gerð mjög
ófullnægjandi og að sumu leyti röng skil í
bókinni eftir því sem ég veit bezt. Eg hef
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986