Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Blaðsíða 12
Thoroddsenshús á Isafirði.
amtmanni, að hann hafi sleppt að rannsaka
mál fanga síns af því að hann hafi ekki
talið neinn fót fyrir orðsveiminum um af-
brotið, en skrifar svo fyrir almenning í blaði
sínu, það sem almenningur vill heyra, að
maðurinn sé örugglega morðingi, það sé að
minnsta kosti sín sannfæring eins og al-
mennings.
Skúli Thoroddsen vann sér mikinn orðstír
hjá alþýðu manna, sem skeleggur Danahat-
ari. „Málflutningur hans á opinberum
vettvangi lét vel í eyrum. Það var ekki ver-
ið að viðhafa hálfyrði og tæpitungu né gera
sér dátt við valdsmenn og höfðingja, hvort
sem þeir sátu á Ísafírði, suður í Reykjavík
eða úti í Kaupmannahöfn," segir í Jónsbók.
En var Skúli allur í þessum málflutningi?
Það er að minnsta kosti ekki hægt að finna
þennan anda í bréfum, sem Skúli skrifar
valdsmönnum, amtmanni, landshöfðingja og
sjálfum Nelleman, þegar hann biður þessa
menn að sleppa sér með áminningu. Og
kemur þetta heim og saman við það. Sem
Skúli skrifar vinum sínum, Finni Jónssyni
og Vaitý Guðmundssyni, þar sem hann bið-
ur þá að veija sig á danskri grund á þeim
forsendum að það hafi aldrei sannast á
hann, að hann hafi skrifað iilt orð um Dani
eða dönsk stjómvöld í blaðið Þjóðviljann,
þar sem hann hafi ekki verið ritstjóri blaðs-
ins? Þær eru með mörgum hætti frelsis-
hetjumar eins og aðrir.
Þá gengur manni illa að finna samræmið
í því, að Skúli, sem er á oddinum í barátt-
unni vestra gegn kaupmannaveldinu, sem
græði á fátæklingunum, og stofnar kaup-
félag, en lætur það veslast upp og stofnar
sjálfur verzlun á rústum þess og gerist að
auki fiskkaupmaður og útgerðarmaður og
fer stórefnaður sem slíkur frá Isafirði.
Skyldi hann hafa efnazt með öðrum hætti
en aðrir kaupmenn, selt dýrar en hann
keypti?
An þess að dæma nokkuð um Uppkastið,
þá getur það ekki dulizt neinum, að Skúli
kom aftan að félögum sínum í Sambands-
laganefndinni. Það er umdeilanlegt, hvort
þetta var rangt eða rétt að því er varðaði
málstaðinn, en það breytir ekki þeirri stað-
reynd, að Skúli rak rýting í bakið á
samnefndarmönnum sínum.
Og það var Skúli Thoroddsen sem í sókn
sinni eftir almenningshylli festi morðingja-
nafnbótina á umkomulítinn alþýðumann svo
rækilega, að hún hefur fylgt honum útyfir
gröf og dauða.
Með því að rannsaka ekkert málið, heldur
reka það sem morðmál strax að vilja al-
mennings, gekk Skúli svo frá Sigurði skurði
sem segir í ræðu veijanda Skúla fyrir Lands-
yfirrétti: „Varla er sá maður hér á landi,
sem ekki er sannfærður um, að Sigurður
skurður hafi verið valdur að dauða Salóm-
ons.“
Nú hefur verið saminn enn einn dýrðaróð-
urinn um Skúla Thoroddsen og er ekki nema
gott eitt um það að segja, að vinir hans
haldi minningu hans á lofti, svo fyrirferðar-
mikill, sem Skúli var í landsmálapólitík síns
tíma og merkur maður sem slíkur. En sam-
kvæmt fyrrnefndri áráttu Skúlavina að niða
niður í svaðið alla andstæðinga hans, þá
er ekki ljós blettur á Lárusi H. Bjamasyni;
hins vegar sleppur Sigurður skurður á þann
hátt sem réttur er, að hann hafi ekki vitað,
hvort hann drap eða drap ekki mann, og
þessi vottur um réttsýni Skúladýrkenda
kemur aftan að manni.
Þetta nýjasta minningarrit um Skúla er
í leikritsformi og sagt gott leikstykki, og
eru það góðar fréttir, ef þjóðinni hefur
bætzt góður leikritahöfundur, ekki sízt ef
þess er þá von, að það verði til þess, að
höfundurinn hætti að vera vondur stjóm-
málamaður.
Nú er það svo, að gott skáldverk verður
ekki drepið með málarekstri, en ég hef samt
áhuga á að stefna höfundinum fyrir hvemig
hann nafngreinir nýlátna menn, sem eiga
sér enn nána ættingja, börn og bamaböm.
Höfundur hefur viljað treysta aðsóknina
með þessum hætti. En þótt verkið verði
ekki drepið, sem ég hef heldur engan áhuga
á, þá er forvitnilegt að vita, hversu langt
höfiindar mega ganga í því að skrifa mann-
skemmandi um tiltölulega nýlátna menn,
sem eiga á lífi svo nána ættingja, að það
jafngildir að á sjálfa þá sé ráðist. Þetta
gæti orðið líflegt mál og mætti reka það
sem prófmál í þessu efni. Ég er líkast til
of fjarskyldur Lárusi til að standa fyrir
málarekstrinum, auk þess, sem ég hef litla
samúð með þessum fjarskylda frænda
mínum fyrir að láta Magnús landshöfðingja
plata sig vestur á fjörðu í vonlausan mála-
rekstur og ranglátan. Helga, amma Lárusar,
var Amadóttir Magnússonar auðga í Meiri-
Hlíð í Bolungarvík og er Lárus því fjórði
maður frá Magnúsi en ég sjötti, og orðinn
svo blandaður öðm blóði, að ég hefði aldrei
tekið að mér að reka Skúlamál, hugsanlega
farið vestur fyrir Manga, en áreiðanlega
forðað mér snarlega, og sagt honum að
fara sjálfum í þetta úlfabæli.
Það sagði einhvern tímann við mig sunn-
lenzkur skipstjóri: „Trúðu aldrei einu einasta
orði, sem Vestfirðingar segja um fiskirí fyr-
ir vestan Látrabjarg." Þetta er nú liðin tíð,
éins og kunnugt er, engir menn segja nú
sannari fiskifréttir en Vestfírðingar. Það,
sem Grindvíkingar og Vestmanneyingar, að
ég nú ekki tali um Homfirðinga, segja er
allt rakin lygi. Vestfirðingar hafa um margt
verið forystumenn, ekki síst í fiskveiðimál-
um, og þeir voru lygnir, en hinir eru það.
I Skúlamálum töluðu Vestfirðingar eins
og þeir væm að segja fískifréttir, í því skyni
að hinir formennimir fyndu ekki miðin, sem
þeir höfðu aflað á í síðasta róðri. Það var
ekki eitt einasta orð að marka, sem þeir
bám fyrir rétti í Skúlamálunum. Það var
daglegt brauð í réttarhöldunum hjá Lámsi,
að vitnin játuðu á sig rangan framburð, þar
til hann var orðinn réttur fyrir Skúla, og
ef Láms vildi ekki samþykkja þetta, til
dæmis við þriðju breytingu, þá sögðu vitnin
hann hafa bókað fyrri framburði skakkt,
reiðubúin að sveija sig uppá það. Ég klykki
hér út með sýnishomi.
Láms hafði komið Skúla og hans mönnum
að óvömm vestur. Hann brá við snarlega
um leið og hann var landfastur á ísafírði
að grípa réttarvottana, mikilsverðustu
mennina í sambandi við yfirheyrslur yfir
Sigurði skurði. En það kölluðu Skúlamenn
hina mestu óhæfu að koma að vitnum „óvið-
búnum" eins og þeir orðuðu það, ef þeir
misstu vitni í réttinn án þess að geta undir-
búið það. Láms lét sækja réttarvottana,
Þorstein Stefánsson, bræðslumann hjá Ás-
geirsverzlun, og Ólaf Ólafsson, fjósamann
hjá Skúla, þangað sem þeir vom að störfum
um daginn. Og segir nú af þessum „óundir-
búnu“ vitnum skrifað uppúr Skúlasögu Jóns:
„Þessi óvænti komumaður, Láms Bjarna-
son, tók þegar að hlýða þeim Ólafi og
Þorsteini yfir hluttöku þeirra í Skurðarmál-
inu. Innti þá alveg sérstaklega eftir vatns-
og brauðvist Sigurðar Jóhannssonar. Ólafur
kveðst ekki vita til þess, að Sigurður hafi
sýnt nokkum mótþróa eða neitað að svara
spumingum dómarans í réttarhöldunum
21., 23., 25. og 30. janúar. Hann minnir
þó, að fanginn hafi sýnt vöflur af sér í einu
hinna þriggja fyrstgreindu réttarhalda, en
man ekki, hvernig honum fómst orð. Ekki
veit hann til þess, að dómarinn hafí beitt
sakboming nokkru ofbeldi í réttarhöldunum,
en hann hafi stöku sinnum verið harður við
hann. Honum er ókunnugt um, að illa hafi
verið farið með Sigurð í fangelsinu.
Vitnisburður Þorsteins var mjög á sömu
lund. Hann kveður dómarann hafa talað svo
til Sigurðar, er hann úrskurðaði honum
vatn og brauð í fyrra sinnið: Fyrst þú ekki
vilt meðganga, verðurðu að lifa við vatn og
brauð, þangað til þú meðgengur. Farið út
með hann, piltar. Láms Bjarnason kallaði
Ólaf Ólafsson aftur fyrir rétt samdægurs.
Ber Ólafur það, að rannsóknardómarinn
hafi sagt við Sigurð í einhveiju réttarhaldi
eitthvað á þessa ieið: Ég er neyddur til að
Skúli Thoroddsen
þyngja á þér, fyrst ég fæ ekkert svar. Ekki
kveðst Ólafur þora að neita því, að dómar-
inn hafi í einhveiju prófanna sagt við Sigurð:
Eg er neyddur til að setja þig upp á vatn
og brauð, fyrst þú ekki vilt meðganga.
Hann minnir nú, að Sigurður hafi færzt
undan að svara einhverri spurningu dómar-
ans í réttarhaldinu 21. janúar. Ekki getur
hann gert neina grein fyrir því, hvaða spum-
ingar það vom, sem Sigurður færðist undan
að svara, og nú getur hann ekki heldur
borið um það, í hvaða réttarhaldi þetta átti
sér stað.
Um áttaleytið um kvöldið gerði Skúli
Thoroddsen þeim Ólafi og Þorsteini boð að
finna sig. Þegar þeir komu á fund sýslu-
manns, innti hann þá eftir, hvað gerzt hafði
í réttinum um daginn, og leystu þeir úr því
eftir föngum. Skúli bar þá upp erindi sitt.
Kvað hann það vera tilmæli sín, að þeir
semdu skýrslu um framkomu sína sem dóm-
ara í rannsókninni um dauðasök Salómons
Jónssonar. Tóku þeir vel í það, en kváðust
heldur kjósa, að hann tæki hana saman sjálf-
ur og skyldu þeir síðan rita undir nöfn sín.
Þegar Skúli hafði lokið skýrslugerðinni, las
hann hana upp í áheym Ólafs og Þorsteins
og brýndi fyrir þeim að undirrita hana ekki,
nema þeir vissu hana sanna í hvívetna og
gætu staðfest með eiði, ef krafizt yrði. I
skýrslu þessari, sem þeir Ólafur og Þor-
steinn undirrituðu lýsa þeir yfir því, að
Sigurður Jóhannsson sýndi í fleiri skipti
þijózku við réttarhöldin þannig, að hann
neitaði að svara spurningum, sem fyrir hann
voru lagðar af rannsóknardómaranum, og
að rannsóknardómarinn brýndi það fyrir
Sigurði, að slíkt háttalag tjáði honum eigi,
og að hann neyddist til að setja hann upp
á vatn og brauð, þar sem hann ekki breytti
því háttalagi sínu. Þetta átti sér stað í þau
skipti, sem dómarinn úrskurðaði Sigurði
vatn og brauð, en aldrei sýndi rannsóknar-
inn Sigurði nokkra hörku eða þvílíkt, að
hann reyndi að kúga hann til að meðganga
eða að hann hótaði honum vatni og brauði,
ef hann ekki meðgengi, en aðeins brýndi
hann alvarlega fyrir Sigurði að segja sann-
leikann og að hann svaraði þeim spurning-
um, sem hann lagði fyrir hann.
Samkvæmt framansögðu er það ekki
nákvæmt eða rétt orðað í réttarhaldi 27.
janúar þ.á., þar sem segir, að dómarinn
hafi gefið í skyn, að ef Sigurður ekki með-
gengi bráðlega, yrði hann settur uppá vatn
og brauð, því að engin slík hótun hefir oss
vitanlega átt sér stað, og það er gáleysi
okkar að hafa ekki gert athugasemd um
þetta í þingbókinni."
Svona gengu öll réttarhöldin til. Ég held
maður hefði látið sér hægar en Lárus, þeg-
ar í ljós kom, hvernig landið lá og helzt
laumast í burtu, ef ekki með öðrum hætti
þá í myrkri yfir Breiðdalsheiði í von um að
fá inni hjá Sigurði skurði, því að gisting
hefði ekki legið á lausu. Ég get ekki fund-
ið, að mér sé skylt að rétta hlut fjarskylds
ætiingja, sem asnast í gapastokk.
Það er nú samt skylt einhveijum sagn-
fræðingi að skrifa söguna sæmilega hlut-
lausa; annars getur rithöfundur hæglega
unnið hana uppúr bók Jóns. Hún er það
gott heimildarrit. Og það er líklega betra
að saga Lárusar verði í höndum rithöfundar
en sagnfræðings. Þeir skilja aldrei sínar
eigin heimildir. Sagnfræðingar hafa hæfi-
leikann til að finna heimildir en rithöfundar
að leggja útaf þeim skynsamlega.
Sjálfur ætla ég að fara eftir heilræðinu
í þessari vísu um Skúlamál:
Kjartan Bjargmundsson í hlutverki Skúla Thoroddsen og Lilja Þórisdóttir í hlut-
verki Theódóru konu hans (úr leikriti Ragnars Arnalds „Uppreisn á ísafirði").
Enginn skyldi ætla sér
í því máli að pæla,
þcgar saman soðin er-
samfelld lygaþvæla.
12