Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Page 13
íslensk heimspeki 3
GUNNAR
REISS-ANDERSEN
Vindurinn
Sævindur suðurósa
kom syngjandi norður höf,
heilsu- og hreystigjöf
hnipinna þymirósa.
— Hálf rann haustsól við nöf —
Hressandi veig á skálum
hann barþeim ogbauð upp ídans,
þær urðu eins og á nálum
allar af viðmóti hans.
— Horfin var haustsól við nöf —
Sólvín á sumarskálum
bar sævindur norður höf.
Sævindur suðurósa
gekk syngjandi upp frá sjó,
djúpum, dynjandi sjó
í dans meðal hnipinna rósa.
Þá feimnustu og döprustu dró
í dansinn á undan hinum,
og hún varð að rauðastri rós,
rauðari öllum hinum,
rósanna fegursta rós.
Vindurinn sunnan af sjó,
kátastur vinur með vinum,
hrópaði, dansaði hló.
Sævindur suðurósa
dansaði burt í dans
drunga hnipinna rósa,
og rauðasta rósin varð hans.
Um lokkað höfuð hans lagði
Ijósbleikan tunglskinskrans,
en hann varð hljóður og þagði.
— Á himin dagsbirta steig -
Hann sá fyrir sér að bragði
sólhaf er reis og hneig.
Og sævindur suðurósa,
náttfari nafnlaus á jörð,
hljóður úr húsi rósa
hvarf með þá ennisgjörð.
ARVID MÖRNE
Sjó-
manns-
vísa
Vorfagra Víkur-Lára,
vonin ber hálfa leið.
Sérðu hvar brýtur bára
braut fyrir léttri skeið?
I framseglið fagurlitað
er fomafn þitt gullstöfum ritað.
Vorfagra Víkur-Lára,
vonin ber hálfa leið.
Svo ítur sem öspin beina,
svo ung sem hið fyrsta vor!
Þangið við þvala steina
þaggaði niður hvert spor.
Hljóðnuð lá Víkin, horfin var sól,
hálfrökkrið ströndina blámóðu fól.
Svo ítur sem öspin beina,
svo ung sem hið fyrsta vor!
Vorfagra Víkur-Lára,
vindurinn kemur og fer.
Innan skamms önnur bára
annan bát flytur þér.
Spor okkar grefur særinn í sand,
síbyltir þangi sem skolar á land.
Vorfagra Víkur-Lára,
Vindurinn kemur og fer.
Bragi Sigurjónsson
þýddi
Sáttmálakenning
um
mannlegt samlíf
Um ritgerðina
„Frjálshyggja og velferðarþjóðfélag“
eftir Matthías Johannessen
Matthías Johannessen hættir ekki að koma
okkur á óvart. Hann hefur verið ritstjóri
Morgunblaðsins í rúman aldarfjórðung og í
starfi sínu fylgt því boðorði helgrar bókar
dyggilega að vera slægur sem höggormur
og saklaus sem dúfa. Hann hefur verið einn
mesti áhrifamaður Sjálfstæðisflokksins, alið
upp nokkra öflugustu stjómmálamenn okk-
ar af yngri kynslóðinni og gefið hinum eldri
góð ráð. Hann hefur aflað sér margvíslegr-
ar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir
ágæt tök sín á ljóðlist, gefið út margar prýði-
legar samtalsbækur og staðið framarlega í
samtökum rithöfunda. Og nú hefur hann
snúið sér að heimspeki, því að löng og ræki-
leg ritgerð hans um „fijálshyggju og velferð-
arþjóðfélag" í 2. hefti Frelsisins 1985 verður
ekki kölluð annað en heimspekileg. Þar
gerir hann grein fyrir siðferðilegri undir-
stöðu stjómmálaskoðunar sinnar og reynir
að sætta stuðning sinn við velferðarríki og
áherslu á einstaklingsfrelsi. Ég er alls ekki
sammáia Matthíasi um ailt (enda samdi
hann ritgerð sína meðal annars til þess að
andæfa ýmsum skrifum mínum), en ritgerð
hans er tvímælalaust mjög athyglisverð.
EFTIR DR. HANNES
GISSURARSON
Hér ætla ég að fara örfáum orðum um
nokkrar heimspekilegar hugmyndir Matthí-
asar.
Getur Efahyggja Verið
UndirstaðaFrjálshyggju?
Hvers vegna aðhyllist Matthías Johannes-
sen einstaklingsfrelsi? Mér fundust sum
svör hans við þessari spumingu í bókinni
Félaga Orði, sem kom út fyrir nokkmm
ámm, heldur óskýr. Þar sagði hann sem
svo, að í stjómmálum væri ekki til neinn
stórisannleikur. Við gætum ekki gert upp á
milli markmiða eða gilda lífsins af neinu
viti og yrðum því að leyfa öllum að njóta
sín. Sannleikskjami er auðvitað í þessari
kenningu. Hæfíleg efahyggja er öllum holl.
En traumlaus efahyggja er þó ekki traust
undirstaða fijálshyggjunnar. Ef við leggjum
öll gildi eða markmið að jöfnu, þá leggjum
við um leið frelsi og alræði að jöfnu og
kunnum engin svör við hinum pólitíska ofsa-
trúarmanni. Þá er skipulag tómhyggju og
tilgangsleysi skammt undan — og þaðan
fljótum við síðan sofandi að feigðarósi.
Matthías er hins vegar ekki tómhyggju-
maður, heldur kristinn einstaklingshyggju-
maður, borgaralegur húmanisti. Hann veit,
að einstaklingsfrelsi hefur ekkert gildi án
þess aðhalds, sem við höfum af sögu okkar
og siðum. Og í ritgerð sinni í Frelsinu er
hann sem betur fer afdráttarlaus í þessu
efni. Hann færir þar ekki rök fyrir einstakl-
ingsfrelsi með því að afneita sannleikanum,
heldur bendir á hið sama og annað skáld
gerði fyrir þijú hundruð árum, John Milton,
að við getum ekki gert okkur vonir um að
nálgast sannleikann bema búa við frelsi.
Matthías segir þar, að í stjómmálum sé að
vísu ekki til neinn stórisannleikur, heldur
sá bráðabirgðasannleikur hvers tíma, sem
sprettur upp úr rökræðum og tilraunum
skynsamra og fijálsra manna. Þessi sann-
leikur er háður sífelldri endurskoðun, en
einstaklingsfrelsi er nauðsynlegt skilyrði
slíkrar endurskoðunar.
HLUTVERK RÍKISINS
Frelsi eins manns hlýtur að takmarkast
af sama frelsi allra annarra mana. En þar
sem menn lifa saman og hafa áhrif hver á
annan með margvíslegum hætti, verður ein-
hver að skilgreina réttindi þeirra, draga
mörkin á milli þeirra. Frjálslyndir menn
horfa til ríkisins í þessu viðfangi. Þeir eru
ekki stjómleysingjar. En þeir em sannfærð-
ir um, að valdið sé hættulegt, þótt það sé
nauðsynlegt, og þess vegna leituðust þeir á
nítjándu öld við að setja því skorður. Matthí-
as Johannessen er vafalaust sammála
Gunnari Gunnarssyni rithöfundi, sem sagði
í hinni frægu ræðu sinni gegn kommúnisma
árið 1954, að valdið væri eins og eldurinn:
það horfði til heilla, þegar því væri hófsam-
lega beitt, en óskaplegt tortímingarafl,
þegar óvarlega væri með það farið.
Matthías er sveigjanlegur fijálshyggju-
maður fremur en harður. Hann telur rétt
að beita ríkisvaldinu víðar en ýmsir aðrir
gera. Hann er þeirrar skoðunar, að hlutverk
ríkisins eigi ekki aðeins að vera að skil-
greina og vemda réttindi einstaklinganna,
heldur einnig að fullnægja ýmsum þörfum
þeirra, svo sem fyrir menntun og lágmarks-
framfærslu. Hann er með öðmm orðum
stuðningsmaður takmarkaðs velferðarríkis
fremur en þess „næturvarðarrikis" eða lág-
marksríkis, sem sumir sáu fyrir sér á
nítjándu öld og bandaríski heimspekingurinn
Robert Nozick efldi að rökum í bók sinni
Stjórnleysi, ríki og. staðleysum árið 1974.
Hvers vegna er Matthías þessarar skoð-
unar? „Ég lít svo á,“ svarar hann í ritgerð-
inni (bls. 103—4), „að við, sem búum
tiltölulega fijáls og ömgg í velferðarþjóð-
félagi, höfum gert með okkur sáttmála eins
og Rousseau lagði áherslu á. í þessum sátt-
mála sé kveðið svo á, að hinir efnaðri leggi
í sameiginlegan sjóð til að veita hinum fá-
tækari aðstoð, ef í harðbakka slær.“
Matthías vísar ennfremur til ákvæðisins í
stjómarskrá okkar um, að menn verði að
láta eign sína af hendi, ef almenningsþörf
krefji. Hann minnir einnig á, að jafnharðir
ftjálshyggjumenn og Friedrick A. von Hay-
ek og Milton Friedman hafa talið rétt að
ríða „öryggisnet" um þjóðlífið, þannig að
enginn þurfi að falla niður fyrir það og líða
sáran skort.
Gallarnir á SÁTTMÁLA-
KENNINGU MATTHÍASAR
Matthías Johannessen reifar í ritgerðinni
það, sem kalla má sáttmálakenningu um
velferðaraðstoð ríkisins. Skattar þeir, sem
lagðir em á fólk með meðaltekjur og há-
launamenn og síðan notaðir til þess að
framfæra fólk með lágar tekjur, réttlætast
af sáttmála okkar um gagnkvæma aðstoð.
Þess má geta, að þessi hugmynd Matthíasar
er jafngömul Islandsbyggð. Hreppar gegndu
að fornu því hlutverki, sem hann ætlar
ríkinu: ef einn hreppsbúinn varð fyrir
óhappi, til dæmis húsbmna, þá bar nágrönn-
um hans lagaleg skylda til þess að koma
honum til aðstoðar. Sáttmálahugmyndin er
einnig gamalkunn í vestrænni heimspeki.
Sókrates vísar til slíkrar kenningar í sam-
ræðunni Krítóni, sem komið hefur út á
íslensku. En þeir John Locke og Rousseau
hafa líklega verið áhrifamestu talsmenn
sáttmálahugmyndarinnar, þótt kenningar
þeirra séu um margt ólíkar. Og bandaríski
heimspekingurinn John Rawls setti nýlega
fram sáttmálakenningu, sem ieiðir til svip-
aðrar niðurstöðu og hugmynd Matthíasar.
Samkvæmt henni er ríkið umfram allt trygg-
ingafélag, og skattar okkar era iðgjöldin.
En gallamir á sáttmálakenninguni em
einnig alþekktir, þótt David Hume hafí
líklega orðað þá skýrar en aðrir. í fyrsta
lagi er það ekki sögulega rétt, að við íslend-
ingar höfum gert með okkur sáttmála og
síst um velferðaraðstoð. Hvenær skrifuðum
við undir slíkan sáttmála?
í öðm lagi er alls ekki augljóst, að sátt-
máli eða samningur skuldbindi aðra en þá
tilteknu menn, sem gera hann. Þótt forfeð-
ur okkar hefðu gert slíkan sáttmála með
sér, hefði það ekki í för með sér, að við
værum bundin af honum.
I þriðja lagi er ekki víst, að við séum öll
tilbúin til að samþykkja sama þjóðarsáttmál-
ann, þótt við kunnum að vera sammála um
hitt, að stjómskipulag okkar hvíli með einum
hætti eða öðmm á óskráðu samkomulagi.
Sínum augum lítur hver á silfrið. Sáttmál-
inn, sem Matthías hugsar sér, er ólíkur
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. NÓVEMBER 1986 13