Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1986, Qupperneq 14
þeim, sem sumir aðrir geta skrifað undir.
Hvernig leysum við úr slíkum ágreiningi?
Svarið er, held ég, að við getum gert ráð
fyrir víðtæku óskráðu samkomulagi þjóðar-
innar um nokkur einfold og skýr megin-
verkefni ríkisins. En því minni líkur eru á
samkomulagi sem við fjölgum verkefnum
þess. Ekki er til dæmis teljandi ágreiningur
um það, að ríkinu beri að halda uppi lögum
og rétti. En margir eru ósamþykkir því, að
ríkið bregði sér í gervi Hróa hattar og færi
með valdi fé frá ríkum til fátækra. Þeir
hafna þeirri hugmynd, að fólk eigi heimt-
ingu á framfærslufé úr vasa annarra af
þeirri ástæðu einni, að það hafi fæðst í sama
landi.
Er Velferðaraðstoð
Réttlætanleg?
Við getum af framangreindum ástæðum
ekki gert ráð fyrir neinum þjóðarsáttmála
svipuðum þeim, sem Matthías Johannessen
hugsar sér, þótt við getum hugsað okkur
óskráð samkomulag þjóðarinnar um nokkur
meginverkefni ríkisins. Sennilega er þó bita
munur, en ekki fjár, á skoðunum okkar
Matthíasar. En tvær spumingar hljóta að
vakna að svo komnu máii. Felur þetta
óskráða samkomulag í sér velferðaraðstoð?
Og ef svo er, hvemig er slíkri velferðarað-
stoð haganlegast fyrir komið? Víðtækt
samkomulag er áreiðanlega með þjóðinni
um það markmið, að enginn Islendingur
þurfi að líða skort vegna þess að hann geti
Matthías Johannessen er ekki
tómhyggjumaður, heldur borg-
aralegur húmanisti. Hann veit,
að einstaklingsfrelsi hefur ekk-
ert gildi án þess aðhalds, sem við
höfum af sögu okkar og siðum.
Og í ritgerð sinni í Frelsinu fær-
ir hann ekki rök fyrir einstakl-
ingsfrelsi með þvi að afneita
sannleikanum, heldur bendir á
hið sama og annað skáld gerði
fyrir þtjú hundruð árum, John
Milton, að við getum ekki gert
okkur vonir um að nálgast sann-
leikann nema búa við frelsi.
ekki bjargað sér sjálfur (en þeir, sem það
geta, eiga auðvitað að gera það). Hann
hefur ekki heimtingu á aðstoð, en æskilegt
er hins vegar, að hún sé veitt. En sú álykt-
un er alls ekki réttmæt, að velferðaraðstoð
ríkisins sé eina færa leiðin að þessu mark-
miði. Við verðum að vera tilbúin til að
endurskoða þann sannleika, sem við höfum
trúað á, í ljósi reynslunnar. Við komumst
ekki að skynsamlegum niðurstöðum nema
með því að líta til hennar.
Og hvað sýnir reynslan okkur? í fyrsta
lagi hefur mörgum þeim, sem einblína á
rikið, sést yfir hið mikilvæga hiutverk, sem
einstaklingar, fjölskyidur, líknarfélög og
önnur frjáls samtök geta gegnt og hafa
gegnt í velferðarmálum. Og menn geta
tryggt sig gegn áhættu án þess að ríkið
þurfi ailtaf að neyða þá til þess. Einn
ísmeygiiegasti ókostur ríkisafskipta af þess-
um málum er, að tilraunastarfsemi einstakl-
inga og samtaka þeirra minnkar
óhjákvæmilega.
í öðru lagi er enginn vafi á því, að velferð-
araðstoð ríkisins hefur óholl áhrif á marga
þá, sem hana þiggja. Þeir taka að líta á
sjálfa sig sem þiggjendur fremur en veitend-
ur, missa virðinguna fyrir sjálfum sér.
Velferðarríki okkar daga minnir með nokkr-
um hætti á Guðrúnu Ósvífursdóttur; þeim
er það verst, sem það ann mest.
I þriðja lagí má aldrei gleyma því, að
velferðaraðstoð er síður en svo ókeypis. Fé,
áem einstaklingar hefðu ella notað sér-
þekkingu sína til að ávaxta, er tekið af
þeim og notað í annað. Sjálfkrafa straumur
þess í hagkvæmustu farvegina er truflaður
og torveldaður.
í Qórða lagi er velferðaraðstoð sú, sem
felst ekki í beinni millifærslu fjár, heldur
niðurgreiðslu ýmissar opinberrar þjónustu,
til dæmis skólagöngu og heilsugæslu, mjög
óhagkvæm. Þeir, sem njóta hennar, fá ekki
að vita, hvað hún kostar í raun og veru og
geta því ekki hagað ákvörðunum sínum eins
hyggilega og ella.
Valdið Lýtur Eigin
Lögmálum
Ekki er alit talið. Ríkisvaldið er síður en
svo hlutlaust verkfæri, sem við getum notað
til þess að komast nær ýmsum æskilegum
markmiðum okkar. Það lýtur sínum eigin
lögmálum og getur núist í höndum okkar.
Eitt lögmálið, sem hagfræðingar hafa kom-
ið orðum að, er kennt við Aaron Director,
fyrrverandi prófessor í Chicago-háskóla.
Það er í sem fæstum orðum, að þeir hópar,
sem hafa af einhverjum ástæðum bestan
aðganga að ríkisvaldinu, hagnist umfram
aðra á millifærslum ríkisins, beinum og
óbeinum. Og það fólk, sem ekki getur björg
sér veitt, er ekki líklegt til að vera í þessum
hópum, heldur þeir, sem kunna að koma
fyrir sig orði eða geta skipulagt sig betur
til sóknar á vígvelli stjórnmálanna en aðrir.
Ymis rök má leiða gegn millifærslum frá
efnuðu fólki til fátæks, eins og ég hef þeg-
ar gert. En ef þær eru umdeilanlegar, þá
ættu millifærslur frá fátæku fólki til efnaðs
að vera enn umdeilanlegri. Og þegar við
skoðum millifærslur ríkisins, sjáum við, að
þær eru að jafnaði ekki frá efnuðu fólki til
fátæks, heldur úr einum vasa venjulegs
Jónas H. Haralz segir í bréfi til
Matthíasar, sem birt er í Frelsis-
ritgerðinni: „Ein höfuðástæða
þess, að menn hafa ekki fengið
að njóta sín, er efnalegur skort-
ur, sú fátækt, sem mannkynið
hefur búið við frá aldaöðli. Ekk-
ert samfélag hefur náð meiri
árangri til áð lyfta því oki af
herðum manna en einmitt frjálst
borgaralegt þjóðfélag. Sá árang-
ur er svo að sínu leyti forsenda
velferðarríkisins. “
skattborgara í annan vasa hans eða jafnvel
frá fátæku fólki til efnaðs. Sjómaðurinn í
Bolungarvík og saumakonan í Breiðholti
greiða til dæmis með sköttum sínum fyrir
menntun ráðherrasonarins og óperugöngur
næringarfræðingsins. Og framleiðendur
eins og bændur og útgerðarmenn eru styrkt-
ir af almannafé! Jón Baldvin Hannibalsson
hefur stundum talað með nokkrum rétti um
„velferðarríki fyrirtækjanna", og Magnús
Kjartansson hafði á sínum tíma mörg orð
um „pilsfaldakapítalismann".
Hagfræðingar eins og Director, George
Stigler, James M. Buchanan og Gordon
Tullock hafa síðustu áratugi kannað ýmis
lögmál, sem giida á vígvelli stjórnmálanna.
Við getum ekki gert ráð fyrir því, segja
þeir, að ríkið sinni alltaf því hlutverki, sem
hugsjónamenn ætla því. Við ættum heldur
að spyrja, hvemig kaupin gerast á eyrinni.
Ef stjómmálamenn fá fleiri atkvæði með
því að veita vel skipulögðum og háværum
hagsmunahópum aðstoð en með því að veita
aðeins raunvemlega velferðaraðstoð, þá er
ekki við öðm að búast en þeir taki fyrr-
nefnda kostinn. Þar sem þeir em mannlegir
eins og við hin, hafa þeir meiri áhuga á
eigin ávinningi en raunvemlegum þörfum
annarra. Við ættum því ekki að spyija,
hvað velferðarríkið geti gert fyrir okkur,
heldur hvað það sé að gera okkur.
Hugmyndir Jónasar
H. Haralz
Þótt Matthías Johannessen sé áreiðanlega
ekki sammála mér um allt það, sem hér
hefur verið sagt um velferðaraðstoð, veit
hann auðvitað af þeim möguleikum, sem
eru á velférðaraðstoð án atbeina ríkisins
og mörgum þeim hættum, sem fylgja ríkis-
afskiptum af velferðarmálum. En ég held,
að sumir aðrir hafi ef til vill ekki gert sér
fulla grein fyrir, hversu varasamt ríkisvald-
ið er, jafnvel þegar (og reyndar ekki síst)
þegar mönnum gengur gott eitt til. Óvand-
aðir eða eigingjarnir menn og hópar hljóta
fyrr eða síðar að hrifsa þetta verkfæri og
beita því í eigin þágu nema notkun þess séu
settar strangar skorður í stjómarskrám.
Þrátt fyrir rannsóknir þeirra Buchanans,
Tullocks og annarra fræðimanna hafa sum-
ir þeir, sem taka til máls um velferðarríkið,
enn tilhneigingu til að bera saman fijáls
viðskipti einstaklinga eins og þau eru og
ríkisafskipti eins og þau ættu að vera, en
ekki eins og þau em í raun og vem.
Herða má á þessari hugsun með tilvitnun
til Jónasar H. Haralz, hagfræðings, en
nokkrir kaflar úr merkiiegu bréfi Jónasar
til Matthíasar em birtir í Frelsis-ritgerð-
inni. Tildrög bréfsins vom þau, að Þorsteinn
Gylfason, heimspekikennari í Háskóla ís-
lands, birti langa grein í Skími 1984, þar
sem hann líkti fijálshyggju við alræðisstefnu
kommúnista og réðst af mikilli hörku á
ýmsa helstu hugsuði hennar. Þorsteinn
beitti meðal annars þeim rökum, að menn
væm ekki líklegir til að taka út fullan
þroska eða njóta sín í fullkomnu séreignar-
skipulagi. En Jónas segir í bréfinu: „Ein
höfuðástæða þess, að menn hafa ekki feng-
ið að njóta sín, er efnalegur skortur, sú
fátækt, sem mannkynið hefur búið við frá
aldaöðli. Ekkert samfélag hefur náð meiri
árangri til að lyfta því oki af herðum manna
en einmitt fijálst borgaralegt þjóðfélag. Sá
árangur er svo að sínu leyti forsenda velferð-
arríkisins."
Síðar í bréfinu lætur Jónas svo um mælt:
„Ríkið er klunnalegt og klaufskt verkfæri,
sem aldrei nær þeim árangri, sem ætlast
er til. Skýringin er sú, sem Hayek hefur
lýst manna best, að þekkingin er ekki á
einum eða fáum stöðum, heldur dreifð á
milli þúsunda og milljóna manna. Þess vegna
er það miklu vænlegra að láta einstaklinga,
félög þeirra og margvísleg samtök styðja
menn til þroska heldur en að láta ríkið, þar
sem ákvarðanir eru ætíð teknar af fáum
mönnum á grúndvelli lítillar þekkingar. Enn
alvarlegra er þó hitt, að ríkið bókstaflega
drepur viðleitnina til þroska í dróma. Þetta
er ekki aðeins hægt að styðja með þekkingu
okkar á mannlegu eðli, heldur einnig með
skírskotun til beinnar reynslu. Ef menn eru
famir að treysta á ríkið í þessu efni sem
öðrum, dregur úr viðleitninni til sjálfsbjarg-
ar, og sú viðleitni fer smátt og smátt að
teljast óeðlileg, uns hún að lokum er talin
andstæð almannaheill og þar með glæpsam-
leg.“
ÍSLENDINGSEÐLIÐ ElNSTAKL-
INGSEÐLI
Svar mitt við spumingunum um velferð-
araðstoð er í stuttu máli þetta: Já við
velferðarþjóðfélagi, nei við velferðarríki! Við
eigum ekki að fela ríkinu að veita velferðar-
aðstoð nema fullreynt sé, að einstaklingar
og samtök þeirra geti ekki annast hana af
eigin rammleik. Ég hef ekkert á móti frjáls-
um tryggingafélögum, sem starfa með
svipuðum hætti og hrepparnir gerðu að
fornu, svo framarlega sem menn mega velja
um það, hvort þeir trýggja sig eða ekki.
En velferðarríki, sem annast um menn frá
vöggu til grafar, er okkur íslendingum ekki
eiginlegt. Þeir norsku höfðingjar, sem neit-
uðu að greiða Haraldi lúfu skatt, en buðust
til að gefa honum gjafir jafnháar, hefðu
ekki verið hrifnir af því. Þeir vom ekki að
flýja þennan ófögnuð, til þess að afkomend-
ur þeirra þyrftu að hitta hann fyrir á okkar
dögum. Steinunn hin gamla, frændkona
Ingólfs Arnarsonar, sem vildi ekki þiggja
jörð að gjöf frá honum, heldur kaupa, hefði
ekki litið það hýru auga. Höfundur Háva-
mála, sem orti, að bestir væru viðurgefendur
vinir, hefði ekki heldur goldið því atkvæði
sitt. íslendingseðlið er umfram allt einstakl-
ingseðli.
Mig greinir líklega á við þá Jónas H.
Haralz og Matthías Johannessen um margt
í velferðarmálum. En fijálshyggjan er rúm-
góð kenning, og við getum ekki vænst þess
að komast að neinum skynsamlegum niður-
stöðum nema við þorum að rökræða og
prófa nýjar hugmyndir. Og lokaorð Matthí-
asar get ég óhikað gert að mínum: „íslensk
þekking og tækniþróun eiga, vænti ég, eft-
ir að auka veraldlega velferð þegnanna og
draga jafnframt úr sóun og magngræðgi.
Að því verður stefnt að breyta gæðum í
mikil verðmæti, en ekki magni í lítil verð-
mæti. Þannig lít ég einnig á hlutverk fijáls-
hyggjunnar: að breyta litlu þjóðfélagi í
verðmæta einstaklinga. Er ekki nóg af millj-
ónaþjóðfélögum um allan heim, þar sem
einstaklingurinn er ekki meira virði en loðna
í nót?“
Stanford, Kaliforníu, í ágústlok 1986.
Vísur
Jón Gunnar Jónsson tók saman
Yið heilsum að þessu sinni með
nokkrum vísum eftir Pál Ólafs-
son. Margir samtímamenn litu
ekki á Pál sem veruíega merki-
legt skáld, heldur sem góðan hagyrðing,
en það er hægt að vera hvorutveggja í
senn með góðum sóma. Hann lifði í
skugga virðulegri þjóðskálda, sem svo
voru kallaðir. Vissulega gátu þau líka
gert góðar tækifærisvísur og jafnvel
bundið spekiorð í einföldum stökum. En
alþýðuhylli naut Páll. Sjálfur tók hann
ljóðagerð sína og sjálfan sig varla eins
hátíðlega og sum samtímaskáldin, er
höfðu hærri menntagráður og almenn-
ingur leit kannski meir upp til. En sá
sem velur vísur hér í þáttinn metur Pál
Ólafsson mikils. Til konu sinna orti hann:
Þú skalt rentu frá mér fá.
Svo fús er ég að kveða og skrifa
hundrað vísur, ef ég á
afmælið þitt næst að lifa.
Þú skalt rentu frá mér fá,
feldu hana í bijósti þínu,
sérhvem þanka er ég á
indælan í hjarta mínu.
Þú skalt rentu frá mér fá
fullríkum úr hjartans sjóði,
sérhvem dropa er ég á
i æðum mér af heitu blóði.
En máske ég í móðurætt
megi hniga innan stundar.
Hugsaðu um því hefur blætt
hjartanu, sem værast blundar.
Þessi mun vera ort seint á ævi Páls:
Heldurðu að ég geti gleymt
gjörðum bæði og orðum,
eða mig um annað dreymt
en ástúð þína forðum?
Páll fæddist 1827, sonur séra Ólafs
Indriðasonar, sem kenndur var við Kol-
freyjustað í Fáskrúðsfirði, hann fékkst
nokkuð við skáldskap líka. Ennfremur
varð Jón, sonur sama prests, f. 1850,
hálfbróðir Páls, þjóðkunnur maður, bæði
fyrir skáldskap, ritstjórn og pólitísk af-
skipti. Pál var raunar líka þingmaður,
en ekki talinn mikill skörungur á því
sviði. Jón gaf út ljóð bróður síns. En
talið er að nokkur fljótaskrift hafí verið
að undirbúningi þeirrar útgáfu. Sum-
staðar flotið með vísur, sem vafasamt
er að Páll hafí ort. Ein þeirra er svo
kölluð Bleiksvísa, sem skotist hefur inn
í eftirmæli Páls um reiðhest sem Bleikur
hét. Sveinbjörn á Draghálsi, Árni Óla
og fleiri hafa fært rök að því, að vísa
sem svona byijar: „Ellin hallar öllum
leik,“ sé eftir samtímakonu Páls sem
heima átti í Kelduhverfí í Þingeyjarsýslu.
Páll fluttist ásamt konu sinni til
Reykjavíkur í skjól bróður síns og þar
dó hann 1905. Jón Ólafsson kom eins
og áður er sagt víða við. Hann ferðaðist
og mikið. Hann andaðist 1916.
Þessi alkunna vísa er eftir Jón Ólafs-
son:
Hálfan fór ég hnöttinn kring,
hingað kominn aftur,
átti bara eitt þarflegt þing,
og það var góður kjaftur.
Einnig:
Hér er nóg um björg og brauð
berirðu töfrasprotann.
Þetta land á ærinn auð,
ef menn kunna að not’ann.
Svo fer kannski best á því að ljúka
þessum þætti með vísum eftir gamla Pál
og loks einni, sem vinur þeirra hjóna
orti, er gamli maðurinn var allur. Páll
orti:
Systur tvær mig sækja heim
svartar vetramætur.
Yndi mitt er allt hjá þeim,
uns menn koma á fætur.
Onnur þeirra er ást til þín,
aldrei sem ég gleymi.
Hin er veika vonin mín,
vina best i heimi.
Þorsteinn Erlingsson orti til ekkju
Páls til minningar um afmælis- og brúð-
kaupsdag hennar.
Fyrir ástúð ár og síð,
alla tryggð og braginn,
sveipar minning björt og blíð
blessaða gamla daginn.
14