Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Side 3
E
E M
13SB0K
B ® ® @!«] @ 11E H ® ® IH S ®
Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnareson. Aðstoö-
arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulitr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Rrtstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
Fjalla-
Eyvindur
er enn á dagskrá, en með óvenjulegum hætti. Næstkom-
andi fimmtudag flytur Sinfónían í konsertbúningi söngleik-
inn Fjalla-Eyvind eftir Franz Mixa, sem var hér á fjórða
áratugnum, en býr nú í ellinni í Miinchen. Anna Bjama-
dóttir í Zurich hitti hann þar og ræddi við hann um
Islandsdvölina og tilurð Fjalla-Eyvindar.
Vötnin
miklu á mörkum Bandarikjanna og Kanada eru eins og
höf yfír að líta og gegna geysilega þýðingarmiklu hlut-
verki fyrir orkubúskap og samgöngur. Mengun, sem var
að drepa þau fyrir nokkrum árum, þykir heldur minni
nú og um það og annað, sem snertir vötnin miklu skrif-
ar Sigurður Greipsson, sem dvelst þar vestra við
framhaldsnám í líffræði.
Forsíðan
I tilefni sýningar Braga Ásgeirssonar listmálara, birtir
Lesbók mynd af listamanninum í vinnustofu sinni á efstu
hæð í einni af háu blokkunum á Laurarásnum. Þaðan
sést yfir alla borgina, en heilmikið og íjölbreytilegt út-
sýni er þama innan dyra eins og sést og má ugglaust
segja, að þetta sé nokkuð dæmigert vinnustofulandslag.
Á bls 9 er stutt viðtal við Braga og fleiri nýjar myndir
eftir hann.
Sóley
Eiríksdóttir er upprennandi myndhöggvari, ef hægt er að
kalla þá myndhöggvara, sem vinna í leir. í fyrirsögn hef-
ur Lesbókin nefnt verk hennar húmoreskur og má ekki
misskilja, að list getur verið alvarleg og metnaðarfull,
þótt hún komi manni í gott skap, en þannig em verk
Sóleyjar, sem hún sýnir á Kjarvalsstöðum frá og með
deginum í dag.
ÖRN ARNARSON
Syndajátning
Ég veit, að þið kallið mig syndasvín,
en syndina að forðast er vandinn,
því holdið er gráðugt í víf og vín,
en veikur og breyskur er andinn.
Við annarra konur ekki má
í orði né verki spauga.
Og þó má ég ekki sumar sjá,
þá sendi ég þeim girndarauga.
Við útbreiddum faðmi, framréttri hönd
ég fæ ekki baki snúið,
því andinn er hnepptur í holdsins bönd
og holdið er reiðubúið.
Örn Arnarson hét Magnús Stefánsson réttu nafni
og fæddist í Kverkártungu á Langanesströnd 1884.
Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla, síðar
kennari og kenndi í átthögum sínum og vann um tíma
ÍVestmannaeyjum. En lengst af var hann skrifstofu-
maöurog bókavörðurí Hafnarfiröi. Landskunnurvarð
hann af 11 kvæðum, sem birtust í Eimreiöinni 1920.
Frægust kvæða hans eru Stjáni blái og tregafullt Ijóð,
sem hann orti til móður sinnar. í Ijóöinu, sem hér birt-
ist, kveðurviðalltannan tón, sem sýnirað Örn
Arnarson gat brugðið ýmsu.fyrir sig.
AKADEMIA
ALÞÝÐUIMNAR
Oneitanlega kom mér í
hug leikrit Holbergs um
þann lærða afturrétting,
Erasmus Montanus,
þegar ég las grátbros-
lega ritsmíð í Morgun-
blaðinu laugardaginn 7.
marz sl. Þar á blaðamað-
ur tal við nafntogaðan íslenskan myndlistar-
mann, sem verið hefur langdvölum erlendis,
fyrst við nám og síðan störf á sviði listar
sinnar. Hann hefur sem sagt verið búsettur
í Hollandi síðan 1970 og samkvæmt fréttum
sýnt verk sín víða um heim, hlotið lof lærðra
listdómenda, fengið aðgang að kunnum sýn-
ingarsölum með myndir sínar og þær verið
keyptar af virtum listasöfnum, sem gera
strangar kröfur, auk þess sem auðugir lista-
verkasafnarar hafa kunnað að meta verkin.
Og ef ég man rétt hefur listamaðurinn tek-
ið við verðlaunum fyrir afrek sín úr
konungshendi. Orðalag viðtalsins ber það
og með sér, að hann hefur komist í snert-
ingu við konungborið fólk og aðal, a.m.k.
listaaðal gróinna menningarlanda Evrópu.
Og nú bjóst listamaðurinn við, að landar
hans kynnu að taka á móti honum á viðeig-
andi hátt, þegar honum þóknaðist „að stela
sér einni viku til að koma“ eins og hann
orðáði það, „og þegar ég tek boði um að
halda sýningu tek ég það alvarlega". En
þegar alvarlegur áhugi gestgjafanna beind-
ist fremur að því að fá verk meistarans
hingað, en alls ekki að því, að trufla hann
við störf í skjóli erlendar „menningarelítu",
þá brást meistarinn ókvæða við. Auk þess
bætti það ekki úr skák, þegar opnun sýning-
arinnar dróst á langinn vegna mistaka. Þá
komst hann að þeirri ógnvænlegu stað-
reynd, að alþýðan ræður myndlistar-
smekknum hér, en það er fyrirsögn
umræddar blaðagreinar. Og hann gerir sér
jafnframt ljóst, að hér á landi er ekki bú-
andi fyrir lærða listamenn, heldur aðeins
„amatöra“, enda ekkert spennandi fyrir
„prógressíva" listamenn, svo enn sé vitnað
til orða hans sjálfs. Þetta er mikil sorgar-
saga og sérstaklega, að blessaður maðurinn
skyldi hafa gleymt því, að á íslandi býr
einungis alþýða. Hins vegar renndi ég grun
í, að Hollendingar myndu eiga bágt með
að átta sig á þeirri alþýðu. Kemur mér þá
í hug, að fyrir rúmum áratug dvaldi hol-
lensk menntakona hér norður í Laufási í
eitt ár. Hún náði fljótt góðum tökum á
íslenskri tungu og fór stundum með okkur
hjónunum í heimsóknir á önnur sveitaheim-
ili. Það datt yfir stúlkuna, þegar bændur
og skyldulið þeirra tóku að ræða um skáld-
skap og bókmenntir af miklum áhuga og
jafnframt þótti henni ótrúlegt að sjá í hverri
dagstofu gott úrval af bókum í hillum. Þetta
gat ekki gerst á hollenskum bændabýlum,
sagði hún. Þar kvað hún gamla fólkið helst
lesa í postillum af vanafestu og trúrækni,
en ekkert fram yfir það. Bókmenntir voru
fyrir menntaaðal, en ekki alþýðu, ekki frem-
ur en frummyndir listamanna á veggjum
alþýðuheimila, sem hún kvað einstætt fyrir-
bæri hér á íslandi. Viðbrögð Hollendingsins
voru í fullu samræmi við þá skoðun, sem
Halldór Laxness birti í Islendingaspjalli:
„Skáldskapur og bókmenntir hafa einlæjgt
verið miðþýngdarstaður þjóðlífsins á Is-
landi. Slíkt ástand með þjóðum er óskiljan-
legt víðast hvar í Evrópu, þar sem
skáldskapur og bókaramennt meðal al-
menníngs var talið annarlegt og óviðkunn-
anlegt fyrirbrigði, eitthvað í ætt við ófreski
og galdur, þángað til í nokkrum síðustu
kynslóðum." Og á öðrum stað í sömu bók
segir skáldið: „Sé nú haldið áfram að nauðga
mér til sagna um það hvemig sambúð
íslenskra rithöfunda sé við þjóð sína, og ef
ég svara því að alþýða manna í landinu,
einkum þó búandkallar, sé ein óslitin aka-
demía og hafi verið í þúsund ár, og hver
sá maður sæll sem skrifar bækur um þvílíka
akademíu og handa henni, þá eru þau svör
eftilvill ekki með öllu fortakslaus að því er
undirritaðan snertir sjálfan, þó þau séu
nokkumegin rétt til að mynda frá sjónar-
miði íslenskudeildar Háskólans.“ Ljóst er
að allar deildir akademíu íslenskrar alþýðu
hafa tekið Halldór Laxness í sátt, kaupa
verk hans ög meta ritsnilld hans, án þess
þó að vera ávallt sammála skoðunum hans.
En það er einkenni þessarar alþýðu, sem
alls ekki býr í námunda við aðal, að hún
horfir opnum augum á umhverfið og hrær-
ingar lífsins. Hún er alls ekki fordómalaus,
en sálarlíf hennar er eigi að síður í sam-
ræmi við fágætlega heilnæmt og hreint loft,
tæra liti og stórbrotin form íslands. Menn
kunna að hrista hausinn hér yfir framúr-
stefnuverkum í tónlist eða myndlist, en þeir
láta þau koma sér við, velta vöngum yfir
þeim og ræða þau. Slíkar umræður hefi ég
heyrt bæði í peningshúsum og frystihúsi.
Staða myndlistar á Islandi er kannski ekki
mjög fastmótuð, en hún er óvenjulega
gróskumikil og mikils af iðkendum hennar
að vænta, þótt hún og gengi hennar séu
að verulegu leyti háð áliti alþýðunnar í
landinu eða öllu heldur ekki síst vegna þess.
Það hefur a.m.k. orðið íslenskum bókmennt-
um til ávinnings í aldanna rás. En Erasmus
Montanus hefur stundum skotið upp kollin-
um hér og ruglað ágæta menn í ríminu
stundarkorn. BOLLI GÚSTAVSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRÍL 1987 3