Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Blaðsíða 5
Franz Mixa við Ásgrímsmyndina sem hann fékk frá Hfjómsveit og Lúðrasveit
Reykjavíkur 1930.
áfram. „Við getum ekkert gert án þín,“
sagði hann. En ég benti honum á að ég
yrði að fá tækifæri til að stjóma. Ég gat
ekki stjómað nema það væri almennileg
hljómsveit og það þurfti tónlistarskóla til
að manna hana. Ég setti sem skilyrði fyrir
því að vera áfram að það yrði stofnaður
tónlistarskóli og ég fengi næga peninga til
að byggja upp góða hljómsveit. Það var
gengið að því. Tónlistarfélagið var stofnað
og ég fékk konsertmeistara (Heller) og selló-
leikara (Fleischmann) til liðs við mig frá
Austurríki."
Þriðji þáttur verks-
ins varð að takast
„Ég var ungur á þessum árum, fullur af
vilja, krafti og fmmkvæði. Það var heillandi
fyrir mig að geta byggt upp tónlistarstarf-
ið. Páll hafði nokkra orgelnemendur en það
vom engir tónlistarkennarar að ráði og eng-
inn skóli. Bjöm heitinn Ólafsson, konsert-
meistari, lærði hjá Stephanek, sem tók við
af Heller, og ég fékk til landsins. íslending-
ar sýndu að þeir höfðu mikla hæfíleika.
Þeir náðu vemlegum árangri á skömmum
tíma. Þá þyrsti í þekkingu og dmkku í sig
allt sem ég gat veitt þeim. Ég kenndi söng,
tónsögu, tónfræði og á píanó. Við stofnuðum
tríó og lékum Schubert við opnun Tónlistar-
skólans. Það vom haldnir útvarpstónleikar
einu sinni í viku og hljómsveitin æfði reglu-
lega. Þetta var erfitt en mikilvægt starf.
Ég starfaði á íslandi í átta ár en gerði aldr-
ei skriflegan samning. Við tókumst í hendur
upp á að það yrði staðið við mínar kröfur
og það var gert. En seinna varð ég að
skrifa til íslands og biðja um skjal því til
sönnunar að ég hefði starfað þar í öll þessi
ár.“
Myndaalbúm Mixa ber þess vitni að hann
ferðaðist víða um landið. Myndir af fossum
em sérstaklega áberandi. Hann kunni að
meta íslenska náttúm. Hann las íslenskar
bókmenntir, bæði gamiar og nýjar, og safn-
aði sönglögum eftir séra Bjama Þorsteins-
son. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar um
Fjalla-Eyvind hafði þó sérstök áhrif á hann.
„Saga þessa fólks í íslenskum óbyggðum,
hin mikla ást sem þau bám hvort til ann-
ars. Það er mögnuð saga,“ sagði hann.
„Mér gafst því miður aldrei tækifæri til að
sjá leikritið á sviði. Það fjallar ekki síður
um Höllu en Eyvind og stundum hvarflar
að mér hvort ég hefði átt að kalla ópemna
Höllu.“
Katrín Ólafsdóttir, fyrri kona hans, hjálp-
aði honum að þýða textann á þýsku. „Ég
byijaði á að semja þriðja þáttinn í óper-
unni,“ sagði Mixa. „Ég vissi að það væri
ekki þess virði að semja tónlist við verkið
nema mér tækist að túlka hinar mannlegu
og sálarlegu ófarir, sem koma fram í þriðja
kafla leiksins, fullkomlega. Það tókst og ég
lauk við verkið á þremur vikum.“ Hann
byijaði að setja það út fyrir hljómsveit á
Islandi og hafði lokið við fyrrihluta annars
þáttar þegar hann flutti aftur heim til Aust
urríkis í maí 1938.
„Heimþráin réði því að lokum að ég fór
frá íslandi. En ég hélt áfram að útsetja
ópemna og lauk því um haustið 1938. Ég
spilaði kafla úr henni á píanó fyrir kunn-
ingja í Tónlistarfélaginu í Reykjavík og við
veltum því fyrir okkur hvenær hún yrði
frumflutt á íslandi. Og nú er komið að því.
— Ég sendi hana til fyrrverandi kennara
míns sem stjómaði Miinchen-óperanni þegar
hún var tilbúin en fékk hana endursenda í
apríl 1940. Ég frétti seinna að Göbbels hefði
fyrirskipað að aðeins jakvæð" verk yrðu
flutt í ópemnni."
„Hann Olafur minn
býr á íslandi“
Mixa og Katrín settust að í Graz, næst-
stærstu borg Austurríkis, og eignuðust
soninn Ólaf. „Hann starfar sem læknir á
íslandi og er mikilvægasti maður í heimi í
mínum huga," sagði hinn stolti faðir og
sýndi mér gamla mynd af Ólafí. Mixa var
skólastjóri tónlistarskóla Steiermark, ópem-
skólans í Graz, og kenndi við háskólann.
Hann var kvaddur í þýska herinn árið 1943
og var í herfangelsisvist í Frakklandi til
ársins 1947.
Katrín flúði frá Asturríki til Bæjaralands
þegar her Bandamanna réðst inn í Aust-
urríki. Mixa gat komið boðum um hvar hún
var niðurkomjn til íslendinga í París og
Rauði kross íslands hjálpaði henni heim.
„Þau fór um Kaupmannahöfn," sagði Töp-
per. „Ólafur var á sandölum og Katrín
þurfti að kaupa á hann skó áður en þau
fóra heim. Hún skipaði stráknum að segja
ekki aukatekið orð á þýsku inni í búðinni
en auðvitað sagði Ólafur: „Die Schue sind
zu klein (skómir em of litlir)," þegar þeir
pössuðu ekki. Sölustúlkan neitaði að selja
þeim skóna þegar hún heyrði að þau vom
þýskumælandi."
Mixa hélt tónlistarstörfum sínum áfram
í Graz eftir stríðið og kom því meðal ann-
ars til leiðar að Pampichler, Hriberschek
og Ploder, sem spiluðu allir með Fílharmóní-
unni í Graz, fluttu til íslands. Sjálfur flutti
hann til Múnchen árið 1958 og helgaði sig
tónsmíðum. Hann hefur samið fjölda tón-
verka og starfar enn. Mörg verkanna hafa
íslenskt þema og minna á dvöl hans á Is-
landi. Sinfóníuhljómsveit íslands fmmflutti
3. sinfóníu hans árið 1970. Hann hefur víða
hlotið lof og viðurkenningu fyrir störf sín;
er meðal annars heiðursfélagi Tónlistarfé-
lags Reykjavíkur og hefur verið sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Þau hjónin taka vel á móti gestum og
vildu fyrir alla muni sýna mér sem mest
af Munchen. Mixa hugsaði til baka á meðan
Töpper ók okkur um breiðgötur borgarinn-
ar. „Ég eignaðist marga góða vini á íslandi,“
sagði hann. „Bjössi í búðinni (Bjöm, kaup-
maður á Vesturgötunni) var einn þeirra og
Ragnar í Smára annar. Hann var einn hinn
mesti öndvegismaður sem ég hef kynnst á
ævinni. Við fómm saman í klukkutíma
gönguferð á hveijum morgni og eftir tvö
eða þijú ár sagði hann: „Veistu að ég skildi
ekki orð af því sem þú sagðir þegar við
byijuðum að fara í þessar gönguferðir. En
nú skil ég þig vel.“ Ragnar hafði þessa
miklu þörf til að læra, eins og svo margir
íslendingar. Ég bý alltaf að kjmnum mínum
af Ragnari. Náttúra landsins hafði mikil
áhrif á mig og ég á góðar endurminningar
frá Islandi. Og tengsl mín við landið slitna
aldrei," sagði hinn emi, hlýlegi maður.
„Hann Ólafur minn býr á íslandi."
Hðfundurinn er fréttaritari Morgunblaðsins
Zurich.
H O R F T
A H E I M I N N
EFTIR GABRIEL LAUB
NUA
AÐ SPARA
eir sem skulda verða
að spara, það er deg-
inum ljósara — sama
hvort það er fátæk
ekkja með sjö böm
eða vellauðugt ríki
með fleiri milljón
skattgreiðendur.
Náttúrlega em það helst þeir ríku sem
geta sparað, fátæklingar hafa ekkert til
að spara.
Ríkissjóðurinn okkar hefur alveg sér-
staka aðstöðu í spamaðarmálunum.
Hann er fullur af peningum og getur
því sparað og verður líka að spara því
landið er svo skuldugt. Vandamálið er
barasta hvar og hvemig á að spara.
Það em svo margar leiðimar til að
spara. Hafi maður til
að mynda ekki ráð á
brauði með áleggi láta
sumir nægja brauðið
áleggslaust en aðrir
sætta sig við áleggið
brauðlaust.
Margir vita upp á hár
hvemig farið er að því
að spara. Hagsýnar
húsmæður elda bara
gellur fímm sinnum í
viku. A skrifstofum má
spara bréfaklemmur og
pappir — með því að
gera uppköst að nýjum
bréfum aftaná gömul
bréf, þetta sparar vita-
skuld þeim mun meir
sem embættismennirnir
em fleiri. Þessvegna
em stofnuð svona mörg
embætti og skipaðir all-
ir þessir yfírmenn á spamaðartímum.
Fjölmiðlar og útgefendur byija hinsvegar
sinn sparnað á höfundagreiðslunum —
sem hvorteðer em bara hverfandi hluti
af heildarkostnaðinum.
í Prag var forðum sögð sú saga af
flokksprelátunum Húsak og Bílak að
þeir hefðu gengið út meðal fólksins líkt
og Harún-al-Rasíld gerði á sínum tíma.
Þeir komu á bamaheimili og spurðu for-
stöðukonuna hvað nú helst vanhagaði
um: „Við þyrftum að fá nýja stóla fyrir
krakkana,“ sagði forstöðukonan, „gömlu
stólamir em farnir að skrölta og svo em
þeir altof stórir." — „Hvað mundi það
nú kosta?“ spurði Húsak. „Tvöhundmð
þúsund kall.“ „Það em miklir peningar,"
sagði þá flokksleiðtoginn," „þið verðið
að notast áfram við gömlu stólana, við
þurfum að spara.“
Þá litu þeir kumpánamir inní fangelsi
og enn spurði Húsak fangelsisstjórann
hvað hann vanhagaði um: „Okkur bráð-
vantar sundlaug handa föngunum,"
svaraði hann. „Hvað mundi þetta kosta?"
„Tuttugu miljónir." „Ágætt“, sagði Hús-
ak þá, „peningana fáið þið undireins."
Þegar félagamir vom komnir út fór
Bílak að furða sig á þessu: „Þú neitar
bömunum um tvöhundmð þúsund og
lætur fangana undireins fá tuttugu milj-
ónir...“
„Reyndu nú að hugsa,“ sagði Húsak
þá föðurlega við kumpán sinn sem fræg-
ari var fyrir annað en skerpu í hugsun.
„Dettur þér kannski í hug að við yrðum
lokaðir inni á bamaheimili ef þannig
skipuðust veður í lofti?“
Ekki eiga nú stjómvöld okkar og þing-
menn alveg svona auðvelt val í spamað-
armálunum. Við þyrftum öllsömul að
leggjast á eitt með þeim og finna sem
flestar sparnaðarleiðir.
Hjálparlaust em þó stjómmálamenn-
imir komnnir að þeirri niðurstöðu að
ráðlegast sé að byija niðurskurðinn á
menntamálunum. Og rétt er það. Skól-
atíminn er til að mynda altof langur —
um það getur hver einasti nemandi vitn-
að. Hver einasti maður sem lokið hefur
námi veit líka að helmingurinn af því
sem lært var í skóla kemur aldrei að
neinu gagni í lífinu; og menn þar að
auki búnir að gleyma helftinni af því sem
þá er eftir. Vel mætti sleppa öllu þessu
tilgangslausa námsefni: helmingnum
fyrst og síðan helmingnum af seinni
helmingnum — og spara þannig alveg
leikandi þijá fjórðu skólatímans.
Ekki man ég lengur neitt af mínum
reikningslærdómi nema rétt það sem
dugir til að reikna það út hvað eftir
verður af laununum mínum þegar búið
er að draga skattinn frá. Annars má sem
best leggja reikningskennsluna niður í
framtíðinni. Einhver var að reikna það
út nýlega að það mundi kosta um það
bil 12.000 krónur að kenna hveiju bami
samlagningu og frádrátt, en fyrir örlítinn
hluta þess fjár getur krakkinn fengið sér
vasatölvu sem líka kann að margfalda
og deila.
Og hvað á að gera með hjálpar-
kennslu í móðurmálinu þegar löngu er
búið að leysa vandamál þeirra sem koma
mállausir út úr skólakerfinu með því að
ráða þá tilað stjóma þáttum í sjónvarpi
og útvarpi.
En þetta var barasta sparðatínsla.
Yfirleitt mætti hugleiða það í alvöm
hvort ríkinu beri yfirleitt nokkur skylda
til að kosta menntun hvers sem er —
réttast væri kannski að ríkið borgaði
einvörðungu menntun þeirra sem ætla
að verða ríkisstarfsmenn, menntun hinna
yrði þá greidd af þeim atvinnuvegum sem
nýta vilja krafta þess fólks sem ekki
getur orðið ríkisstarfsmenn. En lær-
dómshestar ættu að borga úr eigin vasa.
Hluti menntunar af þjóðartekjum er
nú orðinn lægri hér en víðasthvar annar-
staðar í álfunni — án þess nokkur heyrist
á það minnast að við séum heimskari
en aðrar þjóðir. Og vogi sér einhver að
nefna slíkt þá bendum við bara á stjóm-
málamennina okkar. Það nægir. Það eitt
að þeir skuli hafa komið auga á það að
enn má spara fé til menntamála sannar
kænsku þeirra. Og það sannar líka að
þeir kannast mætavel við brandarann frá
Prag og vita þar af leiðandi að jafnvel
þó þeir féllu í kosningum, sem Guð forði
okkur frá, þá yrðu þeir aldrei sendir í
skóla aftur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRÍL 1987 5