Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 7
oft á sér stað er gamlir miklir menn eiga í hlut, að þeim finnst að engir séu þess umkomnir að setjast í sæti þeirra, er þeir hverfa héðan úr heimi. Paasikivi bar mál í þetta. Sibelíus hlustaði, en loks sagði hann: „Vertu alveg óhræddur, Paasikivi, þú hefur Kekkonen, sem keppt hafði verið við um forsetaembættið, en ég hef Malmstén. Sá maður var nú ekkert stórmenni á sviði tón- listarinnar." Þeim Jean og Aino Sibelius varð sex dætra auðið. Ein þeirra dó í æsku. Dætum- ar voru taldar með allra glæsilegustu konum í Finnlandi og giftust háttsettum og kunnum mönnum þar í landi. Engan son áttu þau hjónin. Góður gestur hjónanna hafði eitt sinn á orði hvort þau söknuðu þess ekki að eiga engan soninn. Sibelius kvað sig einkar án- ægðan með dætumar, þær væm honum nóg. En frú Aino svaraði: „Hvað eigum við með stráka að gera. Ég held að sé nógur strákurinn í honum Jean.“ Dálítið þótti húsbóndinn vandsetinn, þeg- ar hann var að semja verk sín. Hann komst í uppnám við minnsta hávaða, og því sendi frúin dætumar oft út, er tónskáldinu reið mest á þögninni. Frú Aino var stórmerk kona og manni sínum ómetanlegur fömnautur og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hlúa að list- gáfu hans og sköpun, enda mat Sibelius hana mikils. Hún þótti mikil og stjómsöm húsmóðir og garðræktarkona svo af bar. Ber garðurinn umhverfis Ainola því gott vitni og trén þar lofa hana. En garðurinn er hennar verk. Og þá er mál til komið að ganga inn í húsið og virða fyrir sér safnið. Allt er með sömu ummerkjum og það var meðan þau hjón lifðu. Úr anddyri er gengið inní salinn. Þar stendur flygill Sibeliusar. Á veggjum hanga málverk hvert öðm fegurra. Em þau gjafir til þeirra hjóna frá frægustu samtíma- málumm Finna. 011 vekja þau mikla athygli: Hrímskógur, sem Pekka Halonen gaf hús- bóndanum á fimmtugsafmæli hans, Dauði bams, gjöf til Ainola-hjóna eftir að þau höfðu misst dóttur sína, sem þau treguðu mjög. Myndir em af þeim hjónum, málaðar, önnur af frú Aino, gerð af Eero, bróður hennar, hin eftir Albert Edelfeldt, af Sibel- iusi. Á homhillu er brjóstmynd af tónskáld- inu, höggvin í stein. Næst verður fyrir matstofa, stór og rúm- góð, enda þurfti þess við, því jafnan var gestkvæmt í Ainola, frændlið fjölmennt, auk vina og aðdáenda tónsnillingsins sem oft komu í heimsóknir. Af myndum á vegg dvelja augun lengst við mynd Eeros málara af móður þeirra Jamefelts-systkina, tigin kona og eftirminnileg. Þá tekur bókhlaðan við: Djúpur og fyrir- ferðamikill hægindastóll húsbóndans. í honum sat hann oft löngum stundum, eink- um eftir að hann eltist. Reykti hann þá oft stóra vindla, sem hann kunni vel að meta, og hvarf inn í tónheim sinn. Bókasafn er þar allstórt og vandað og vekur band margra bókanna aðdáun. Leynir sér ekki, að hús- bóndanum hefur þótt vænt um bækur sínar. Fegurstu málverk prýða hér enn veggi, m.a. eftir Akseli Gallen Kallela, jafnaldra og vin Sibeliusar. Gengið er upp stigann og litið inn í efri hæð hússins. Þar er snyrtilegt eldhús, vinnu- stofa og svefnherbergi. Lengst af vann Sibelius uppi á loftinu og þar var svefn- herbergi hjónanna. En á efri árum hélt hann mest fyrir í bókasafninu, vann oft langt fram á nætur og sofnaði í hægindastólnum sínum. í vinnustofunni er kunnur uppdráttur arkitektsins Elíel Saarinen af þinghúsinu í Helsingfors, sem hann hlaut verðlaun fyrir, þó að endanlega væri húsið ekki byggt eft- ir honum. í Ainola er allt ríkmannlegt og hlutum vel og snyrtilega fyrir komið, af næmum smekk húsmóðurinnar. Jean Sibelius andaðist 20. sept. 1957 og var þá níræður og einu ári betur. Heilsa hans var í betra lagi allt til hins síðasta.'— Skömmu fyrir dauða sinn sat hann á stól úti í garðinum í fögru haustveðri. Stór trönu- flokkur flaug í oddaflugi yfir Ainola og kvakaði. Jean Sibelius var vinur alls lífs, dýra og jurta. Við þessa sýn varð tónskáld- inu að orði: „Trönurnar eru að kveðja mig í hinzta sinn.“ Hann horfði á eftir þeim og klökknaði. Frú Aino lifði mann sinn í tólf ár, andað- ist háöldruð og var þá 97 ára. Leiði þeirra hjóna er í tijágarðinum, skammt frá húsdyrum. Það er í skjóli blóm- legs eplatrés og stórfuru. Á því er stór grafhella úr rauðleitu graníti. Á henni stend- ur aðeins: Jean Sibelius, með stóru letri og neðar með smærra letri: Aino Sibelius. Ég hefði kosið það stærra. Höfundurinn er fyrrum prófastur í Saurbee á Hvalfjarðarströnd. Malara- stúlkan fagra Gripið niður í ljóða- flokk eftir Wilhelm Miiller. Þýðing: Guð- mundur Hansen í dag verður fluttur í Austurbæjarbíói á vegum Tónlistarfélagsins ljóðaflokk- urinn Malarastúlkan fagra eftir Wilhelm Muller. Tónlistin er eftir Schubert. Það er barítónsöngvarinn William Parker sem syngur við píanó- undirleik Dalton Baldwins. Guðmundur Hansen fyrrum skólastjóri í Kópavogi hefur aðundanfömu unnið að þýðingu þessa ljóðaflokks og í tilefni flutnings- ins í dag birtir Lesbók tvo kafla úr ljóðaflokknum. 2. Hvert? Það rennur lítill lækur frá lind sem mér er kær og dansar niður dalinn svo dásamlega tær. Ég eigi veit hvað olli og ei hver ráð mér gaf en þangað verð að þjóta og þríf minn göngustaf. Ég áfram geng alltaf lengra og alltaf þeim læknum nær sem alltaf nið sinn eykur og alltaf rennur tær. Hvert liggur til þín leiðin? Ó, lækur, hvaða slóð? Já, slóð - hvaða slóð? Svo nemur eyrað niðinn sem neistar eins og glóð. En niður er það ekki og ekkert villir sýn: Á hafmeyjar ég hlusta sem halda til í Rín. Já, syngdu, vinur, syngdu og sæktu glaður nær þótt mylluhjólin marri í myllulæknum fjær. Já, syngdu, vinur, syngdu og sæktu glaður nær. 6. Hinn vorvitni Ég spyr ei staka stjömu, ei stijál á velli blóm. Þar verða ei rúnirnar ráðnar sem ríkir þögnin tóm. Þótt himinljós ég líti og laði blómin smá ég lækinn fyrst vil fregna hvort fölsk er hjartans spá? Ó, lækur, kæri lækur, of lygn mér sýnist þú. Ef aðeins eitt þú vissir! Eitt orð mig þrúgar nú. Já — heitir orðið eina þótt einnig gildi nei. Svo margt þau bæði boða og biðlund hef ég ei. Ó, lækur, kæri lækur, nú legg ég fast að þér. Ef mátt þú satt mér segja, ó, svara: Ann hún mér? ERLENDAR BÆKUR ELMORE LEONARD: GLITZ. Penguin Books 1986. Hó! Elmore Leonard, einhver snarpasti núlifandi reyfarahöfundur (í heimi? Já, við skulum segja) í heimi, skrifar og skrifar og svíkur ekki þá sem bitið hafa á hVassa öngla hans í hafsjó afþreyingabókmenntanna. í Glitz segir hann frá geggjuðum nauðgara og morðingja, fómarlömbum hans og lögg- unni Vincent Mora sem á að verða fómar- lamb hans og verður. í sjálfu sér er plottið ekkert stórfenglegt, en hvemig þessir gæjar og þessar pæjur spjalla, maður lifandi, það er engin hemja. Leonard er ósmeykur við allt eins og hetjur hans eða andhetjur og hjólin í sögum hans snúast eins og hjól eiga að snúast í almennilegum reyfurum. JorgeLuisBorges Selected Fbems 1923-1967 Editcd with an Introduction and Notes by Norman Thomas di Giovanni \ JORGE LUIS BORGES: SELECTED POEMS 1923-1967. Ritstjóri, höfundur inngangs og athuga- semda: Norman Thomas di Giovanni. Penguin Books 1986. „Ritað mál sem lesið er eins og það sé ætlað skynseminni er prósi; lesið einsog fyrir ímyndunaraflið gæti verið kveðskapur. Ég get ekki sagt til um það hvort verk mín séu kveðskapur eður ei; það eitt get ég sagt að ég geri kröfur til ímyndunarafls- ins.“ Eitthvað á þessa leið stendur skrifað í aðfaraorðum skáldsins Borges að þessu ágæta ljóðasafni hans. í þeim fáu orðum sem þar eru stendur heilmargt sem athygli vekur. Borges er snillingur í því að glíma við lesendur sína. Það er strembnara en frá þarf að segja að snúa ljóðum af einu máli á annað og í þessu bindi, sem hefur ljóðaþýðingar einar að geyma, hefur Borges haft hönd í bagga með þýðendunum og þakkar þeim pent í lok formálans fyrir að hafa ort ensk kvæði eft- ir spænskum frumtextanum og þannig gefið ljóðunum nýtt líf. Borges er nokkuð kynntur á íslandi. Sög- ur eftir hann hafa verið þýddar og nokkur ljóð hans líka. Hann kom til íslands og þekkti vel til íslenskra bómennta, einkum að ég held þeirra almennilegu sem ritaðar voru fyrir meira en hálfu árþúsundi. GERALD NICOSIA: A CRITICAL BIOGRAPHY OF JACK KEROUAC. Penguin Literary Biographies 1986. Nú þegar tískan hefur um nokkurt skeið notið góðs af þeim árum sem fylgdu í kjöl- far síðari heimsStyrjaldarinnar og fram yfír upphaf rokksins, er ekki órökrétt að rithöf- undar þessara. ára séu dregnir fram í sviðsljósið og öðlist sess meðal þeirra sem einhvem áhuga hafa á bókmenntum með- fram því að tolla í tískunni. Þegar hipparnir spmttu fram á sjónarsviðið var ekki svo auðveldlega umflúið að lesa Jack Kerouac, Ginsberg og Burroughs, það var af því að þeir töldust feður þessarar óskilgetnu kyn- slóðar sem lág í taóisma með öðm en taó mun til að mynda vera táfyla. Og nú þegar hippamir sjást vart lenGur nema sem billeg- ar eftirlíkingar og sjötti áratugurinn hátíska les margt fólk og meðvitað Kerouac og fé- laga til þess að vera nú alfarið í takt við tíðina. Jack Kerouac á betra skilið en vera tísku- bóla sem blæs upp á tuttugu ára fresti. Hann var góður rithöfundur og endaði líf sitt í dómsdags fylleríi. Hann skrifaði rúmar tuttugu bækur og kunnastar era On the Road, The Dharma Bums sem var biblía hippAkynslóðarinnar, og Lonesome Travel- er. Þeir sem lesið hafa þessar bækur Kerouacs hafa kynnst lífemi hans nokkuð því allar skáldsögur hans em sjálfsævisögu- legar hvað atburði snertir, þessir atburðir, þessi lífsstíll hans öðlast annað og stórbætt líf í textanum sjálfum. Og hér er svo ævisaga hans og ættu all- ir sannir aðdáendur Kerouacs að næla sér í hana því hún er fyllri en til að mynda bók Ann Charters um hann. PATRICIA HIGHSMITH: THE MYSTERIOUS MR. RIPLEY The Talented Mr. Ripley. Ripley Under Ground. Ripley’s Game. Penguin Books 1986. Hver er leyndardómur þess að myrða? Eða er eitthvað leyndardómsfullt við það? Þegar verknaðinum er lokið er útilokað að snúa við. Ekkert verður endurtekið. Patricia Hightsmith hefur sagt að hún geti ekki með nokkra móti skilið það að nokkur maður skuli myrða annan og það er líkast til þess vegna sem hún er svo magnaður reyfarahöf- undur sem raun ber vitni. Hún hefur skrifað ijöldann allan af stórfenglegum reyfurum sem teljast til hinna bestu í þeirri grein bókmenntanna og er Tom Ripley trúlega áhrifaríkasta persónan sem hún hefur skap- að. Tom Ripley er morðingi sem myrðir af nauðsyn, af nauðsyn drepur hann einn til að losna við að drepa fjóra eða kannski sex að auki. Vitaskuld er Ripley geggjaður, en ekki svo mjög að maður vilji að honum verði komið á hæli, því þá væri útséð með að Highsmith skrifaði fleiri bækur um hann. Og þó! Guðbrandur Siglaugsson tók saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRÍL 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.