Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Side 10
KRISTINN
MAGNÚSSON
Skæruliðinn
Hann kunni
hvorki
á handsprengjur
eða byssur
Þó var honum
skipað
að skjóta
valdhöfunum
skelk í bringu -
eða
sjálfan sig
En skæruliðinn ungi
kunni hvorugt -
að duga eða drepast
Hann var fljótfæmislega
huggaður
Stríð er stríð!
Og velkominn
vegna
manneklu
Höfundurinn er prentari og stööumæla-
vöröur og hefur oft ort í Lesbók.
LÁRASIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
Gestir
Það er mikið að gera í garðinum mínum
þar eru gestir á ferð.
Sem allan daginn baxa og basla
við búskap og hreiðurgerð.
Og þama grær í garðinum mínum
gamalt og virðulegt tré.
Og inni á milli þess grænu greina
gestimir fundu vé.
Og bóndinn er iðinn og kampakátur
kannski stundum með snúð.
En stráum og kvistum af kunnáttu raðar
konan hans falleg og prúð.
Og brátt mun flölga í Qölskyldunni
því frúin á von á sér.
Og pabbinn er pínulítið montinn
og puntar sig þar og hér.
En það eru fleiri er um garðinn ganga
glampar á augnaeld.
Gömlu kisu er kampana sleikir
með kafloðinn bröndóttan feld.
En aumingja kisa engan fær bita
og ekki má gera hér spjöll.
Hún er þó að þjóna eðli sínu
það gerum við reyndar 511.
Ur hreiðrinu flugu svo ungamir allir
iðandi af lífi og þrá.
Og loks sá ég litlu búkana búsnu
bera við hvelin hi
Esja
Enn get ég þig glaðst að sjá
græna búnum feldi.
Þegar blikar brúnum á
bjarmi af sólareldi.
Vermir sólin kalda kinn
kætir mig að líta.
Fagra bjarta barminn þinn
brá og haddinn hvíta.
Höfundurinn er húsmóöir í Reykjavík.
w U R G L A T K 1 S T U N N 1
Föstuinngangurinn
1861
EFTIR ÓKUNNAN HÖFUND
Þorsteinn Antonsson kynnir áður óbirtar skáldsögur frá síðustu öld
Menntaskólalíf hefur ævinlega verið menningarkimi, lifnaðarhættir
skólanema að talsverðu leyti frábrugðnir almennings og mennta-
manna í landinu á sama tíma og þó með menningarlegu sniði; byggðir
á hefð skóla þeirra og menntaþreps, talshættir og metnaðarmál fijáls-
legri en ráðsettra borgara og markast af ungæðislegri andófsþörf og
að nokkru af sérþörfum mannsefna sem hljóta að hasla sér völl í
samræmi við hæfileika sína. Samstaða fslenskra menntamanna, sem
á rætur að rekja til skólaáranna, er sérstætt einkenni íslensks menn-
ingarlífs enda fyrrum sérstaklega rfk þörf fyrir slíkt félagslyndi;
barátta Fjölnismanna fyrir íslensku þjóðemi hafði þeirra í milli jafnan
á sér sama svipmót og einkennt hafði félagslff þeirra á skólaárunum
eins og sjá má af bréfum þeirra, leynifélög skólapilta voru uppeldis-
stofhanir fyrir verðandi stjómmálaforingja og rithöfunda og áttu
vafalaust dijúgan þátt í að gera persónuleika þvílíkra manna, sem
mótað hafa þjóðarsöguna, svo sterka sem raun ber vitni. Og ritstíll,
sérstaklega ádeiluskrifa, sem einkennir fslenskar bókmenntir á sfðari
tímum, verður rakinn til stúdentalífs menningarfrömuða á 19. öld-
inni, Jónasar Hallgrímssonar á gamanmálum hans, Benedikts
Gröndals, Þórbergs Þórðarsonar framan af ævi, og líklega allar götur
fram til Guðbergs Beigssonar.
Til eru gamanmál Hólapilta frá 1767, sem leiða ! Ijós að húmorinn
hefur verið svipaður og hjá piltum í lærða skólanum hundrað árum
sfðar og hafði þá um skeið náð að þróast meðal pilta í Bessastaða-
skóla þar sem menntasetur var afráðið eftir að skóli hafði verið
lagður niður á Hólum, til að koma í veg fyrir að bæjarlífíð spillti
skólapiltum.
Einhveijum kann að þykja, af eftirfarandi kafla úr óbirtri skáld-
sögu, sem ber heitið Föstuinngangurinn 1861, að menntaskóli hefði
betur aldrei verið settur niður í Reykjavík; sagan virðist þó fremur
staðfesta hið gagnstæða þegar tekið er með f reikninginn að hér er
á ferðinni fyrsta fslenska „lykilsagan“; lýsingamar sannferðugar og
margir þeirra pilta, sem við sögu koma undir dulnefni, urðu síðar
kunnir menn og eru sumir það jafnvel enn. Fylgir sögunni lykill að
dulnefnunum. Föstuinngangurinn 1861 er allskemmtileg á köfíum,
auk þess sem bókin er söguleg heimild. Óljóst er um höfund hennar,
Eggert Brím (1840—1893) skrifaði það handrit sem til er, en líklega
eftir öðru. Við sögu kemur hver einasti þáverandi nemandi skólans
og flestir kennarar og þvf ekki auðvelt að geta sér til um hofund. En
það má einu gilda. Sagan er til, hún er 163 þéttritaðar síður í hand-
riti. Þetta er upphaf hennar:
úsund árum síðar en Naddoddr fann Island
var skóli í Reykjavík, og var honum skipt í 4
deildir, er bekkir voru kallaðir. Þar voru kennd-
ar allar hinar sömu vísindagreinir sem nú og
allar voru þar hinar sömu reglur.
Sjö voru þar kennendr og 34 lærisveinar.
Einn kennendanna var skólastjóri. Hann
bjó í skólanum.
Þar bjó og dyravörðr. Hann hét Hrappr.
Hann var lágr maðr, rauðskeggjaðr, flá-
mæltr og ráðríkr.
Húskarl hans hét Lalli. —
Sigurðr hét skólastjóri. Hann var maðr
höfðingleitr, spakr að viti, hljóðlyndr og
fálátr. Hann kenndi sagnafræði og guð-
fræði. Lærisveinar kölluðu hann Pusa.
Hinir kennendmir hétu: Gunnlaugr, Eyj-
ólfr, Beinteinn, Guðmundr, Ámi og Þorkell.
Gunnlaugr var þá hniginn á efra aldr,
gráhærðr og sköllóttr. Hann var maður ljúfr
og blíðlátr, en nokkuð fáskiptinn. Hann var
spekingr mikill. Hann kenndi náttúrufræði
og talnavísindi. Hann kölluðu þeir Laugsa.
Eyjólfr var maðr eigi fríðr yfírlitum,
grámóeygr og hvikeygr, hvellmáll og mikil-
máll, og hirti sig lítt, því var hann Skítr
kallaðr. Hann kenndi íslensku og annað.
Beinteinn var meðalmaðr vexti, fríðr sýn-
um, bláeygr og fráneygr, skjótlyndr og
þunglyndr, blíðmáll stundum, en þó bak-
máll. Hann var málfræðingr mikill. Hann
kenndi latínska tungu. Hann kölluðu þeir
Skrúfu.
Guðmundr var maðr snotrleitr og ung-
leitr, léttr í skaplyndi og viðræðu, skapbráðr
nokkuð. Hann þótti framhleypinn og forvit-
inn og hafði lítt á sér virðing manna. Hann
kenndi latínska tungu og fleira. Hann var
Spinklari kallaðr.
Ámi var lítill vexti og þriflegr ásýndum;
spéhræddr var hann og mikill af sjálfum
sér, og heldr illmáll, er því var að skipta,
hann var skartmaðr og snyrtimaðr mikill.
Hann kenndi náttúrusögu. Hana kölluðu
lærisveinar snakk, en hann Snakkara eða
Snakkó.
Þorkell var maðr glaðlyndr og mjúkmáll,
lítillátr og oftast tilvæginn. —
Fjórðubekkingar hétu: Þrándr, Styrr,
Hákon, Grani, Skeggi, Bessi, Hrafn, Ketill,
Lambi og Gyrgir. Hákon hafði umsjón í
bekknum og var því oft Bekksi kallaðr,
Þrándr við bænir, Hrafn í svefnlofti, en
Skeggi úti við. —
Þriðjubekkingar hétu: Heimdallr, Oddr,
Njörvi, Höfundr, Hrærekr, Þórarinn og
Glúmr. Heimdallr hafði umsjón í bekknum.
Hann kölluðu þeir Dall eða Dalla. —
Aðrirbekkingar vom 9. Þeir hétu: Þráinn,
Mörðr, Svanr, Rauðr, Sighvatr, Tryggvi,
Sveinn og Loki. —
Fyrstubekkingar hétu: Tindr, Refr,
Skúmr, Álfr, Ingi, Snorri, Köttr og Kálfr.
Þráinn hafði umsjón í öðrum bekk, en Álfr
í neðsta bekk.
Skólalærisveinar voru á kosti um bæinn
hverr á sínum stað. Þar sváfu og þeir Styrr,
Lambi, Þórarinn, Svanr, Refr, Skúmr, Ingi
og Kálfr. —
Við sögu þessa koma og þeir Hrólfr Hjálp-
reksson, Gunnar Bjamarson, Snækollr,
Gormr, Halldór og Kolbeinn prestlingar,
Hringr gullmunnr, Einar uggi, Finnr og
Böðvar kaupmenn, Hróbjartr ölsali, Þórðr,
Áskell og Guðmundr halti, búsettir menn.
Enn eru nefndar þær Ásdís Guðnadóttir,
Signý Þorgeirsdóttir og Þorbjörg Þórarins-
dóttir húsfreyjur, Svafa Sighvatsdóttir,
Ragnhildur Ásmundardóttir, Ása Önundar-
dóttir og Snæfríðr Sveinsdóttir meyjar.
Gunna gotrauf og Amleif langalíf Amórs-
dóttir griðkonur, og enn nokkrir menn fleiri.
Á sunnudagsmorguninn í fostuinngang
kemr Hrappr inn í salinn; sváfu þá enn all-
ir. Hann gekk að rekkju Hraftis, þreif í
fætr honum og mælti: „Hvað hugsar þú,
lagsi? Klukkan er komin fast á slag.“
Hrafn gýtr upp augunum, klórar sér í
höfðinu og segir: „Ekkert liggr á; 10 mínút-
ur eru meira en nógar; en hvemig er veðrið?"
Hrappr kvað vera frost mikið, og gekk út
síðan. En Hrafn rís upp, smeygir sér í brækr
og gengr svo að fremstu rekkjunum. Þar
sváfu Fjórðubekkingar, en Aðrirbekkingar
og Þriðjubekkingar sváfu um mitt loftið,
en Fyrstubekkingar innstir.
Hrafn segir við Fjórðubekkinga: „Viljið
þið ekki fara að hreyfa ykkr. Klukkan er
orðin átta.“
Þeir mmskast, en sofna síðan, en hann
færist innar eftir loftinu, og tekur þá að
rífa klæði ofan af mönnum, og stafnbúana
þreif hann fram á stokkinn og bað þá snáfa
úr fletinu. En er hann hafði vakið þá alla,
snýr hann fram eftir loftinu. Þeir voru þá
aftr sofnaðir Sveinn og Hrærekr.
Hrafn réð fyrst að Sveini og dró hann
fram á gólf, en Sveinn æpir mikinn. „And-
skotans píkuskrækr er í þér, en það er nú
reyndar náttúrlegt," segir Hrafn.
„Ég læt þó ekki eins og breima fress eins
og þú,“ segir Sveinn, og skildu þeir að því.
Réð Hrafn þá að Hræreki og vildi svifta
af honum fötunum, en Hrærekr hélt í mót
hið fastasta, varð með þeim orðakast nokk-
uð, þar til er Hrafn vill rykkja ofan af honum
klæðunum, en þá sleppti Hrærekr, svo að
Hrafn hrökkr aftr og var nær því fallinn.
Skildu þeir við það, og tók Hrærekr að klæða
sig.
Nú hafa þeir vaknað við þessa sennu
Fjórðubekkingar. Hrafn veik að þeim og
mælti: „Því farið þið ekki að klæða ykkr?
Hvem andskotann eruð þið að hugsa? Þið
hafíð þó líklega ekki timbrmenn; það vom
þó engir fullir í gærkvöld, nema hann Glúmr
og hann Tryggvi svolitla ögn; þið hafíð þó
vænti ég ekki haft pelann undir koddanum
núna?“
Bessi svarar: „Ekki var það nú svo vel;
en manstu eftir í fyrra þennan morgun? Þá
var spýja við annað eða þriðja hvert rúm.“
Hrafn segir: „Já, það var satt, morguninn
eftir nóttina góðu eftir þorraþrælinn, —
nóttina, sem hann Ketill skeit í rúmið og
tappinn fór úr flöskunni hjá þér.“
Bessi segir: „Já, það var mikil andskotans
frammistaða; en hvaða helvíti var það, að
við mundum ekki eftir að halda þorraþræl-
inn sæla heilagan núna?“
Hákon segir: „Hann er ekki kominn enn
þá, asninn þinn! Við getum bæði heilsað
honum og kvatt hann.“
Bessi svarar: „Það verðr samt engin
mynd á því; við emm orðnir svo andskoti
skikkanlegir."
„Ekki vil ég nú sveija upp á það, að
minnsta kosti ekki fyrir mína lítilfjörlegu
persónu," segir Hákon.
Nú gengr Hrafn innar eftir loftinu, og
sér, að Rauðr fer í treyju. Hrafn þrífr í öxl
honum og segir: „Ætlarðu ekki að þvo þér,
strákur? Snautaðu fram að fötunum."
Rauðr fítjar upp á munninn og segir: „Þú
talar ekki um það, þótt hann Þrándr þvoi
sér ekki nema einu sinni í viku.“
Þrándr var þar nærstaddr. Hann var
maðr bráðgeðja og óvæginn. Hann hleypr
að Rauði, hvessir röddina og mælti: „Viltu
vera að fara með nokkr upplogin sannindi,
helvítis rauðkuntan þín?“ Og rak honum
kinnhest, svo að Rauðr hrökklaðist út í vegg-
inn; læddist sfðan fram að dyrunum og hljóp
ofan bölvandi.
Nú tóku allir að ryðjast ofan, og urðu
þeir síðastir Hrafn og Ketill. Var liðinn fjórð-
ungr hinnar níundu stundar, er þeir komu
ofan. Hrafn segir: „Þú ert þá orðinn sub
um 5 mínútur, Ketill! En það gjörir ekkert,
því hann Siggi er ekki kominn á fætr enn
þá.“