Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Blaðsíða 13
Michigan-vatnið teygist líkt og úthaf frá borginni Milwaukee, einni af stóriðnaðarborgunum, sem standa við vötnin og hafa gert torvelt að vinna bug á menguninni
íþeim.
skurð fara nú meiri flutningar en um Pa-
namaskurð og Suezskurðinn til samans.
Iðnaðurinn varð síðan mjög sérhæfður á
þessu svæði; til dæmis settist bílaiðnaðurinn
að í Detroit. Stærstu komhafnir Ameríku
eru við Michigan-vatnið, í Chicago og Mil-
waukee. Við Superior-vatn eru einnig stórar
komhafnir í Duluth og Thunder Bay. Þess-
ar borgir em nærri sléttufylkjunum, sem
sem megin kornframleiðsla Norður Ameríku
er. Um þessar borgir fara svo miklir korn-
flutningar, að um 1946 vom flutningar um
vötnin meiri en samanlagðir flutningar
Bandaríkjanna og Kanada á úthöfunum.
Að sjálfsögðu hafa þeir vaxið síðan; yfir
200 milljónir tonna af jámi, kolum, korni
og timbri ásamt ýmsu öðm er nú árlega
flutt um vötnin. Helztu annmarkarnir em ís
í fjóra til fimm mánuði á ári og of gmnnir
skipaskurðir. Stór úthafsskip, sem komast
leiðar sinnar á vatnasvæðinu, em fermd í
Montreal, New York eða öðmm borgum við
Atlandshafið.
ONTARIO
QUEBEC
NEW YORK
Þverskurður, sýnir hæð ímetrum yfir
sjávarmál (mys) og dýpt vatnanna.
Kornhafnir og bílaiðnaður
Landnám í kringum vötnin hófst fyrst
um 1870, en áður höfðu franskir landnemar
sezt að í Ontario. Vötnin urðu strax mikil-
væg flutningaleið fyrir landnemana; til
dæmis komust íslenzkir landnemar á skipum
eftir vötnunum miklu á leið sinni til Nýja
Islands. Síðar hafa vötnin og St. Lawrence-
áin ásamt skipaskurðum orðið mikilvæ fyrir
þróun iðnaðar í Bandaríkjunum og til dæm-
is um orkuframleiðsluna má geta þess að
árlega fást úr þessum fallvötnum 50 milljað-
ar kólóvattstunda.
Fýrir skipaflutninga vom Niagara-foss-
amir langmesta hindmnun, en það breyttist
þegar Welland skipaskurðurinn var tekinn
í notkun 1829; þarmeð var komin leið upp-
fyrir fossana og um 1850 fóm skip að sigla
frá Evrópu til Chicago. Erie skipaskurður-
inn, um 580 km langur, hafði verið opnaður
nokkmm ámm áður og tengir hann Erie-
vatnið við Hudson-ána í New York fylki.
Þessi skipaskurður átti stóran þátt í tilurð
stórborganna Buffalo, Albany og New York,
en áður var mestöll framleiðsla miðvest-
urríkjanna flutt langa leið niður Missisippi-
fljót til New Orleans. Svo miklir flutningar
urðu um Erie-skipaskurðinn, að flutning-
stollar borguðu hann upp á 9 ámm.
Iðnvæðingin hófst um 1845 með námu-
vinnslu í Michigan-fylki, sem jókst til mikilla
rauna, eftir að skipaskurður opnaði leið
milli Huron og Superior-vatnsins. Um þann
Yfirstjórn á nýtingn vatn-
anna
Atta fylki Bandaríkjanna og tvö fylki í
Kanada liggja að vötnunum miklu og St.
Lawrence-fljóti. Á þessu svsqði em fjórar
af tólf stærstu borgum Bandaríkjanna:
Chicago, Detroit, Cleveland og Milvaukee.
En Kanadamegin er Toronto við Ontario-
vatnið og Montreal við St. Lawrence-fljótið.
Það er augljóst, að þarna eiga margir ólíkra
hagsmuna að gæta og gerir það heildar-
stjóm á skipaflutningum og mengunarvöm-
um vatnanna mjög erfiða, því hvert fylki
hefur sína eigin löggjöf og yfirstjórn vatn-
anna er háð tveimur ríkisstjómum. Pylkin
í kringum vötnin hafa líka ólíka afkomu;
sum byggja á landbúnaði, önnur á iðnaði.
Sum fylkin eiga langar strandlengjur með-
fram vötnunum, t.d. Ontario og Michigan,
en önnur mun minni, svo sem Pennsylvania
og Indiana.
Fyrsti samningur milli Bandaríkjanna og
Kariada um sameiginlega nýtingu vatnanna
er frá 1909. Fyrst var einkum og sér í lagi
deilt um, hvar landamærin skyldu liggja.
Síðan þá hafa vandamálin stækkað og
breyzt. Núgildandi samningur ríkjanna um
mengunarvamir við vötnin var gerður 1972
og lítillega breytt 1978. Frá 1909 hefur
verið starfandi nefnd (Intemational Joint
Commission) og em í henni jafn margir
menn frá báðum þjóðunum. Starfssvið henn-
ar er að leysa vandamál og setja reglugerðir,
sem lúta að samaeiginlegri nýtingu vatn-
anna.
Höfundurinn stundar framhaldsnám í líffræði í
Bandaríkjunum.
Á sjöunda áratugnum var sagt, að ykist
mengunin, þá yrði að hætta að taka úr
þeim neyzluvatn. Sem betur fer hefur
ástandið batnað síðan þá. En þótt hverskon-
ar mengun yrði stöðvuð núna, þá er svo
mikið af eiturefnum fyrir í vötnunum, að
áratugi eða jafnvel aldir þyrftu að líða unz
PENNSYLVANIA
Úrgangur neyzluþjóðfélagsins ryðgar ogrotnará vatnsbakkanum og vötnin hafa
ístórum stíl verið notuð til að losna við allskonar úrgang, en nú ersem betur
fer vaknaður nýr skilningur á afleiðingum þess.
Cleveland er ein hinna stóru iðnaðarborga á svæðinu ogþaðan barst óhemju magn af úrgangi ogmengandi efnum útí
Erie-vatnið, svo að um 1970 var varla lífsmark íþvílengur. Síðan hefurástandið breyztsvo mjög til batnaðar, aðnú
veiða menn fisk af bökkunum.
er vatnshæðinni í þeim stjórnað. En það er
eins og að líkum lætur, að við þessa stjóm-
un verða miklir hagsmunaárekstrar. Skipa-
félögin vilja hafa vatnshæðina sem mesta
til þess að geta notað sem stærst skip við
flutninga. Raforkuverin vilja stjórna vatns-
hæðinni til sinna nota, safna vatni á haustin
og nota það á vetrum. Landeigendur við
vötnin vilja hafa vatnsborðið eins lágt og
unn er til þess að forðast landrof og
skemmdir á mannvirkjum. Þá er einnig þess
að gæta, að of hátt eða of lágt vatnsborð
getur haft áhrif á tilvist villtra dýra, mörg
þeirra em veiðidýr. Við vötnin em víða bað-
strendur, sem mundu einfaldlega hverfa,
ef vatnsborðið væri hækkað til muna.
Fyrsta heimild um mengun í vötnunum
er frá 1912; þá var hún frá sögunarmillum
og að öllum líkindum æði lítil hjá því sem
nú gerist. Því miður hefur mengun sett sinn
svip á vötnin. Mikið af fosfór, kvikasilfri
og DDT hafa fundizt þar og alls hafa rúm-
lega þúsund eiturefni verið greind úr
vötnunum. Það er þó misjafnt hvar sú meng-
un hefur lent. Skást er ástandið í Superior-
vatni; það er raunar talið lítið mengað, en
eftir því sem neðar dregur í vatnakerfið
versnar ástandið og mengunin verður stað-
bundnari. Ekki er heldur við því að búast
að þróunin snúist við á meðan verksmiðjur
láta ennþá nokkur tonn af mengandi efnum
gossa út í vötnin. Þessar sömu verksmiðjur
nota daglega 1,7 milljarða lítra af vatni til
kælingar. Allt rennur það vatn til baka út
í vötnin og veldur staðbundinni mengun.
öll sú mengun væri burt skoluð og horfin.
Ýmislegt stendur þó til bóta. Til dæmis
hafa þjóðirnar tvær á vatnasvæðinu varið
tæpum 9 milljörðum dollara á árabilinu
1971-1984 til skolphreinistöðva umhverfis
vötnin og það hefur orðið til þess að fos-
fórmengun hefur minnkað til muna.
Þarna í kring eru blómleg landbúnaðar-
héruð og einnig hefur sá búskapur sín áhrif
á vötnin; m.a. berast meira en 11 milljónir
tonna af jarðvegi út í vötnin árlega. Allt
hefur það sín áhrif á lífríki vatnanna og
annað, t.d. skipaleiðir, sem annað veifið
verður að dýpka af þessum ástæðum. Og
það er fleira, sem mæðir á lífríki vatnanna,
ekki sízt súrt regn og það á sinn uppruna
á fjörrum slóðum, jafnvel suður í Texas.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRlL 1987 13