Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Side 16
„Fugtínn fer upp íský“ eftir Sólveigu
Þórsdóttur, 7 ára. Hólabrekkuskótí.
• •
sýna í Listasafni
ASÍ á vegum
Iðnaðarbankans
Næstkomandi laugardag
verður opnuð óvenjuleg
myndlistarsýng í Lista-
safni ASÍ. Þetta er
sýning á 100 myndum
eftir 6-12 ára börn úr
Reykjavík. Forsaga
málsins er, að í vetur
stóð Iðnaðarbankinn fyrir myndlistarsam-
keppni í bamaskólum Reykjavíkur í sam-
vinnu við myndmenntakennara þar og voru
undirtektir svo góðar, að alls bárust um
eitt þúsund myndir. Dómnefnd, sem skipuð
var Hringi Jóhannessyni listmálara, Önnu
Þóru Karlsdóttur myndmenntakennara og
Braga Hannessyni bankastjóra, valdi 100
myndir sem verða á sýningunni í Listasafni
ASÍ. Hún verður þar um páskana, eða nán-
ar tiltekið frá 11.-26. apríl.
Auk verðlauna, sem höfundar þessara
hundrað mynda fá, mun Iðnaðarbankinn
kaupa 30 þeirra, ef þær reynast falar. Munu
þær í framtíðinni prýða húsakynni bankans
og verða hluti af safni yfir myndlist bama,
sem þegar er til vísir að í Iðnaðarbankan-
um. Aður hafa verið haldnar þrjár sýningar
á myndlist bama á vegum bankans, í
Garðabæ, á Selfossi og Akureyri, en þær
hafa verið minni í sniðum. Vegna sýningar-
innar í Listasafni ASÍ verður gefið út plakat
og einnig vönduð sýningarskrá.
Kannski rekur nú einhver upp stór augu
og segir með tilheyrandi hneykslunarsvip:
Þetta er svo sem eftir öðru; er nú farið að
líta á bamamyndir sem alvörulist, jafnvel
til að hengja upp í svo virðulegum stofnun-
um sem bönkum? - Þá er því til að svara,
að þegar bezt lætur, tekst að gæða myndir
einhveijum þeim galdri, að þær geta talizt
list - og þá skiptir ekki máli, hvort höfundur-
inn er bam, gamalmenni eða á einhverjum
aldri þar á milli. Fullorðnir sjá hinsvegar,
og jafnvel með nokkurri öfund, að blessuð
bömin hafa í ríkum mæli þann hæfileika
að tjá sig á eðlilegan máta í mynd. Það er
svo dapurleg staðreynd, að sú myndsýn
lætur í lægra haldi og koðnar oftast niður,
,Böm aðleik“eftir Helgu Gunnarsdóttur, lOára. MyndtístarskótíReykjavíkur.
„Leið 3“ eftir Hjálmar Guðjónsson, lOára. Æfinga- og tilraunaskótíKHÍ.
þegar bömin fara að njóta kennslu. Þá kem-
ur skynsemin til skjalanna og segir þeim,
að mynd megi ekki vera „óeðlileg" eða
bamaleg og við þann skilning deyr hin eðlis-
Iæga og umbúðalausa tjáning. Sjóaðir
myndlistarmenn skoða myndir bama með
aðdáun og finna oft, að þar er eitthvað, sem
þeir í raun eru að leita að, en er þó ekki
hægt að stæla, því það verður tilgerðin ein-
ber.
Myndir barnanna endurspegla það um-
hverfí og þar.n veruleika, sem við búum við
eins og eðlilegt má telja. Reykjavíkurbömin
túlka heim borgarbamsins eins og sést að
minnsta kosti á tveimur myndanna, sem hér
eru prentaðar: Annarsvegar fótboltavöllur-
inn og hinsvegar strætó með auglýsingu á
hliðinni og blokkimar í baksýn. GS.