Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 3
LESBOC
i! @ a @ m m n b m n ® m 0 ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthfas
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
INIína BJörk
Ámadóttir er afkastamikill höfundur; gaf út skáld-
sögu i fyrra og senn er von á nýrri ljóðabók. Af
því tilefni hefur Kristín Ómarsdóttir hitt hana að
máli.
Forsídan
Myndin er tekin í hinu nýbyggða Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar á Laugamestanga, sem vígt var
í gær. Þar er nú yfírlitssýning í tveimur sýningar-
sölum, en þar að auki er í húsinu falleg kaffístofa
með útsýni til sjávar. Nánar er sagt frá safninu á
bls 2.
Ljósm.:Lesbók/Bjami.
Helga
Egilsdóttir myndlistarkona er ein af fjölmörgum
úr þeim geira, sem eiga viðamikið nám að baki,
en eru enn óþekktir meðal þjóðarinnar. Úr því
ætlar Helga að bæta með sýningu 1 Gallerí Borg.
Hún hefur rætt við Elfsabetu Jökulsdóttur um
sjálfa sig, nám sitt og list.
NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR
Ég bíð þín
Hvílir rökkur
í bijósti mínu
hvilir
og inni í rökkrinu
myndin af þér
öxl mín þráir kossa þína
augu mín þrá
þrá augna þinna
lendar mínar bærast af þrá
eftir höndum þínum
eftir lendum þinum
eftir tungu þinni
þér með sprota þinn
dansandi ástarsprotann þinn
vertu hljóð og ég svæfi þig
segir rökkrið
og með rökkrinu
minnist ég við
myndina af þér
ég bíð þín — það veistu
Ljóðið er birt í tilefni nýrrar Ijóöabókar Ninu
Bjarkar, sem út kemur sem og einnig i tilefni
samtals við skáldkonuna i þessu blaöi.
Sigur drullunnar
Fyrir allnokkru hlustaði ég
á fréttaþátt í Ríkisútvarp-
inu. Fréttakona úti á landi
var að kvarta eða réttara
sagt bölsótast yfír vegar-
spotta í námunda við
byggðarlag hennar. Ljóst
var af lýsingúnni, að mikil bleyta gerði veg-
inn nánast ófæran. Yfír þetta ástand átti
konan ekkert orð annað en „drullu". Fimm
sinnum í stuttum þætti notað konan þetta
orð.
Hún er ekki ein um það. Síðustu tvö til
þijú ár hugkvæmist fréttamönnum blaða,
útvarps og sjónvarps ekkert annað orð yfír
það, sem áður var kallað aur, for, eðja,
leðja, aurskriða, svað eða bleyta. í annarri
sjónvarpsstöðinni var dögum saman verið
að segja frá aurskriðu í Olafsfírði. Framan
af var orðið drulla allsráðandi, en seinast
var farið að segja „for og drulla". Fyrra
orðið nægði víst ekki. Drullan varð að fylgja.
Aður var þetta orð varla notað um annað
en ákveðna tegund af hægðum, en „pen-
Ustu“ orðin yfír þá tegund voru linar hægð-
ir, steinsmuga eða niðurgangur. Að vísu
man ég eftir orðinu í hinni nýju merkingu
í samsetningunni „drullupollur", sem oft
heyrðist hjá bömum í Reykjavík, áður en
farið var að malbika götumar. „Datztu nú
í drullupoll," spurðu mæðumar, þegar böm-
in komu svo óhrein heim, að verka þurfti
þau niðri eða úti í vaskahúsi. Einnig man
ég til þess, að telpur léku sér við að þykj-
ast baka köku úr mold, sem ýmist vom
kallaðar moldarkökur eða dmllukökur. Að
öðm leyti þótti þetta mjög ófínt orð, sem
heyrðist ekki mikið notað og þá sízt af kven-
fólki.
Ég er ekki pempíulegri í orðavali en geng-
ur og gerist, en gera verður þá kröfu til
þeirra, sem skrifa daglega handa öllum
landslýð og lesa (eða tala yfir honum), að
þeir noti rétt orð á réttum stað á réttum
tíma og í réttri merkingu. Þótt orðið drulla
sé til í merkingunni aur eða for, má það
ekki útrýma þeim og öðmm samheitum.
Ég tala nú ekki um, þegar jafnóskemmti-
legt orð er á ferð. Fréttamenn mega ekki
ganga fram fyrir skjöldu í fylkingu þeirra,
sem gera málið fátæklegra með hverju ári.
Sama orðið er notað í stað margra, sem þar
að auki fela oft í sér blæbrigðamun eða
jafíivel meiri mun. Merking einstakra orða
týnist eða dofnar með sífelldri útjöskun, svo
að eftir verður óljóst heildarhugtak, eins og
þegar dmlla er látin duga yfír sjö önnur
orð. Tíguleg orð og skrautleg eiga heima á
sínum stað í máli manna; gróf orð og dóna-
leg eiga sér önnur heimkynni, annan sama-
stað.
A'nnars finnst mér það vart einleikið,
þegar átt er við svað, og einu sinni var jafn-
vel sagt, að bíll hefði mnnið „í ísdrúllu ofan
á veginum", en ljóst var af nánari lýsingu,
að hann hafði mnnið til í hálku, af því að
ísskæni eða þunnt klakalag lá ofan á vegin-
um. Orðið er líka orðið vinsælt í ýmsum
afbrigðum hjá þeim, sem setja (slenza texta
við sjónvarpsmyndir. Stundum er engin
ástæða til þess að nota orðið, nema þá sú,
að þýðandann hafí langað svo mikið til þess
að koma því að. Nýleg dæmi: „Get out!“
er þýtt „dmllastu út!“ og „I was scared"
er þýtt „ég varð dmlluhræddur“. Ef til vill
halda þýðendur, að með þessu verði þýðing
þeirra „hressileg" og „alþýðleg", en það er
hinn mesti misskilningur.
Sumir blaða- og útvarpsmenn virðast
halda, að þeir „nái betur til fjöldans", verði
„alþýðlegri" með því að nota óvandað mál,
lélegt tungutak og dægurslettur, jafnvel
dönskuslettur og danska orðaröð (hafa t.d.
eignarfomafn á undan nafnorði í tíma og
ótíma, aðallega ótíma). Vitanlega er sjálf-
sagt að nota hvers konar stílbrellur og sér-
kennileg orð, sé það í hófi gert og á réttum
stöðum, en tilfinninguna fyrir því skortir
því miður. Góðir rithöfundar geta leyft sér
margt til þess að ná fram ákveðnum blæ-
brigðum á einum stað, en það þýðir ekki,
að hvaða bögubósi sem er geti apað eftir
þeim á hverri blaðsíðu.
Sú var tíðin, að í Ríkisútvarpinu heyrðist
aldrei nema hið fegursta tungutak, og á ég
þá bæði við orðaval, stíl og flutning. (Hið
sama gilti um tónlistina, sem þá var sann-
kölluð drottning meðal lista í RÚV, nema
hvað „danslög" voru leikin á laugardags-
kvöldum.) Því miður em hinar gömlu og
ströngu kröfur til málfars á greinilegu und-
anhaldi í þessu ríkisrekna vamarvígi ís-
lenzkunnar. Fréttamenn kómast upp með
slappt tungutak, bæði í orðavali og fram-
burði (ég nefni aðeins „fleirri" í stað „fleiri").
Oft held ég þó, að ekki sé fávizku um að
kenna, heldur einhverri löngun til þess að
vera galgopalegur í tali, „hressilegur" og
„alþýðlégur". Það er vond ímyndun, haldi
menn, að þeir samsamist betur „alþýðunni"
með slettum, aulafyndni og lélegum texta.
Fyrir nú utan hrokann, sem í þessu felst,
er þetta grundvallarmisskilningur. Reyndar
gætti sama misskilnings á tímabili í mörgum
erlendum útvarpsstöðvum. Sumar hafa horf-
ið aftur að ýtmstu málvöndun; aðrar ekki.
Kjami málsins er sá, sem gæzlumenn
franskrar tungu, félagar í frönsku akadem-
íunni, orða svo: „Það er sitt hvað að vúlgar-
isera eða pópúlarisera.“ Hvemig á ég nú
að þýða það? Það er sitt hvað skrílmál og
alþýðlegt, eðlilegt tungutak.
Hér vil ég skjóta inn skyldu atriði: Það
dregur úr trausti fólks á hinni ríkisreknu
fréttastofu, þgar íjallað er um fréttir (eink-
um innlendar) með sífelldri innsýn í hugar-
heim fréttamannsins, innskotum með hug-
renningum hans og vangaveltum; sbr. hið
óendanlega §as fyrir nokkm: Talið er, að
nýtt og eldfimt efni sé komið upp í stjómar-
herbúðunum; talið er, að þetta geti verkað
sem sprengja á stjómarsamstarfið; heyrzt
hefur úr stjómarherbúðunum, að þetta geti
orðið mjög eldfímt efni í stjómarsambúð-
inni; þetta gæti orðið sem nýtt tundurdufl,
sem ræki á fjörur stjómarsamstarfsins, og
var þó ekki á það bætandi, að kunnugra
manna sögn; o.s.frv. Hvað eiga svona hug-
lægar (og fátæklega orðaðar) athugasemdir
„frétta“manns í Ríkisútvarpi að þýða? Vilja
menn eyðileggja það traust, sem fréttastof-
an þó hafði? (Reyndar tala fréttamenn nú
alltaf um að „gereyðileggja", en hvemig
það getur orðið meira en að eyðileggja,
veit ég ekki; sbr. líka „algert öngþveiti" og
„alger örtröð“; e.t.v. halda þeir, að sögnin
að eyðileggja þýði aðeins að skemma.)
Fréttastofa skattgreiðenda á að halda sig
við hreinar fréttir en láta öðrum eftir útlist-
anir og almennar hugleiðingar.
Áður léku hljómlistarmenn fallegt lag í
útvarpinu, nú spila strákamir skondinn
smell. Ég talaði við menntakonu á miðjum
aldri um daginn, og vildi hún láta kalla sig
stelpu. Einu sinni áttum við sveina og meyj-
ar, drengi og telpur, pilta og stúlkur, og
svo áttum við líka stráka og stelpur. Nú
er síðastnefnda parið orðið allsráðandi og
farið að ná yfír fólk á öllum aldri. Gamal-
mennin em líka strákar og stelpur, saman-
ber nýlegan sjónvarpsþátt. Öll hin orðin em
á útleið, séu þau ekki alveg farin, og þykja
sennilega tilgerðarleg og hjákátleg, ef ekki
eitthvað þaðan af verra (fela þau e.t.v. í sér
„stéttamun", „úreltar siðgæðiskröfur" eða
„mismunun eftir hegðun"?). Ég fæ ekki við
því gert, en mér fínnst íslenzkan orðin mun
fátækari, þegar allir íslendingar era orðnir
að strákum og stelpum, nema þá helzt gaml-
ir karlmenn, sem fjölmiðlungar kalla af lítil-
læti sínu (með yfirlætislegu brosi þó; gam-
alt fólk er nefnilega svo fyndið) „kempur"
(þótt þeir séu mestu rolur) eða „aldna heið-
ursmenn" (þótt þeir séu margdæmdir tugt-
húslimir.) Prestarnir em að reyna að halda
í eitthvað af þessum orðum, þegar þeir birta
fermingarbarnalista sína á vorin, en þeir
em orðnir svo mglaðir, að þeir para saman
drengi og stúlkur eða pilta og telpur!
Er það ekki líka dæmi um sigur dmllunn-
ar í málinu, þegar fjölmiðlafólk er greinilega
fasrið að halda, að sögnin „að glotta" merki
„að brosa" eða jafnvel að segja eitthvað
brosandi? („Hún settist aftur við eldhús-
borðið. „Fáðu þér meira kaffí, væna mín“,
glotti hún“.) Svona merkingarbreytingar
breiðast ótrúlega hratt út í heimi fjölmiðl-
unga.
Það er sjálfsagt óumflýjanleg þróun, að
sum orð breyti um merkingu. En hvers
konar þróun getur það verið, þegar t.d.
„kornungur", sem áður hafði ákveðna merk-
ingu, þ.e. „mjög ungur“, er allt í einu farið
að þýða nákvæmlega sama og „ungur" hjá
blaðamönnum? Þetta er meira að segja orð-
ið svo teygjanlegt, að ég hef séð fólk kallað
komungt fram yfír þrítugsaldur í blöðunum.
Þama em afkastamestu ritsmiðir þjóðarinn-
ar að bijóta verkfærin sín.
Ég hafði næstum gleymt sigri dmllusokk-
anna á nýju merkingarsviði. Áður var þetta
dmlluháleistur, ódámur og skíthæll, en nú
er það allt í einu farið að merkja stíflulos-
ara, sem gekk undir hinu óglæsilega nafni
„klósettpumpa" fyrr á ámm. Jæja, farið
hefur fé betra.
MAGNÚS þórdarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 3