Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 11
Gmza er aðal skemmtanahverhd i lokýo.
stúlka kemur þangað með dínósárusinn
sinn ...“
Ikezawa er að sumu leyti gagnrýninn á
japanskt nútímaþjóðfélag. Hann er ekki einn.
um það, en óvenjulega opinskár af Japana
að vera. Hann sagði að „hópsálarkennd"
Japana stæði þroska fyrir þrifum og hann
gaf lítið fyrir tækniundur og efnahags-
kraftaverk, ef þjóðinni tækist ekki að losa
um sína innri einangrun, hægja á streitunni
og læra að samkeppnisandinn er góður og
gildur uns mörkunum er náð; þá kemur í
hann eyðileggingarmáttur, sem hann segist
skelfast. Kurteisin væri að koma Japönum
í fjötra. Eins og þetta með nei-ið, sem ætti
Natsuki Ikezawa
&
m*
■ •
■■ ■■■
Fræg steiaverk, Usuki.
aði nöfnin á ryokönum og minshukum niður
á japönsku svo að ég gæti sýnt leigubílstjór-
um á hverjum stað. Hún fór með mér í við-
töl og túlkaði stundum fyrir mig og alltaf
endurgjaldslaust. Við borðuðum saman
nokkrum sinnum og mér tókst að fá hana
til að segja mér smálegt af sjálfri sér. En
við tókumst aldrei í hendur, fyrr en kvöldið
áður en ég fór og hún fylgdi mér út í bílinn
og þá loksins dirfðist ég að rétta fram hönd-
ina og hún tók í hana. Þó hefur Midori
búið bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi,
því að faðir hennar er í utanríkisþjón-
ustunni og hann var þessa dagana að búa
sig undir að fara til New York og taka við
starfí sem aðalræðismaður Japans þar. Þó
kom fyrir að menn heilsuðu mér með handa-
bandi, það var sjaldgæft og það var fæstum
eðlilegt. Með allmörgum undantekningum
þó.
Japanir segja heldur aldrei nei. Hins veg-
ar er ekki þar með sagt að þeir segi „hæ“
við öllu. En þeim er næstum því ógerningur
að fá nei yfir varir sér. Þetta gerir ýmislegt
mjög snúið í samskiptum þeirra við útlend-
inga - og kannski innbyrðis líka. Frekar en
segja nei snúa þeir sig út úr málinu með
endalausum málalengingum.
Einn daginn fór ég að hitta Natsuki
Ikezawa sem er meðal virtari höfunda af
yngri kynslóðinni og þar sem hann var um
margt einkar ójapanskur í viðræðu spurði
ég hann hvaða skýringu hann hefði á nei-
tregðunni. Hann sagði að þetta væri inn-
byggt í þjóðarsálina. Hluti af misskilinni
kurteisi sem tröllríður japönsku samfélagi.
Ikezawa hefur sent frá sér nokkrar skáld-
sögur og fékk virt japönsk bókmenntaverð-
laun fyrir síðustu bók sína og nú er hann
að skrifa nýja, hún fjallar um stúlku sem á
dínósárus. Þó er ekki alveg víst, hvort dínós-
árusinn er aðeins til í hennar hugarheimi
eða hvort hann er raunverulegur. Hún tekur
nærri sér að margir leggja ekki trúnað á
sögu hennar um dínósárusinn. Þá'verður
hún að finna einhveija leið og hún ákveður
að fara til íslands með dínósárusinn, þar
getur hann fengið að leika sér óáreittur úti
í náttúrunni. Af hveiju honum hefði dottið
ísland í hug? Jú, það var vegna þess að
Ikezawa hafði lesið um það þegar íslenskur
vísindamaður hafði skorað náttúruöflin á
hólm og stöðvað framrás hraunflóðsins í
Vestmannaeyjum með vatnskælingu. „Allar
sögur mínar snúast á sinn hátt um glímu
mannsins við náttúruöflin og hvernig hann
leiðir hana til lykta. í landi þar sem svona
atburður gerist hljóta menn einnig að vera
umburðarlyndir og jafnvel hrifnir af því ef
í raun réttri ekkert skylt við kurteisi og
væri aðeins ytra tákn um öryggisleysi.
Ég lenti einatt í því að fá ekki svar vegna
þessarar nei-tregðu og það voru stundum
kostulegar uppákomur. Einhverju sinni
hafði mér láðst að panta herbergi á hótelinu
mínu nema eina nótt, eftir að ég kom til
Tókýó úr flakkinu. Þegar ég fór að athuga
málið kom í ljós að ég gat ekki fengið að
vera síðustu nóttina því að allt var fullsetið
vegna ráðstefnu og ég varð að flytja fyrir
eina nótt. Það þótti mér hið mesta klúður.
Talaði við móttökustjórann og hann hneigði
sig djúpt og bað mig margfaldlega afsökun-
ar þótt augljóslega væru mistökin mín, ég
hafði gengið út frá því sem gefnu að ég
gæti verið síðustu nóttina og gleymt að stað-
festa það. Ég reyndi að beita móttökustjó-
rann hneigjandi fortölum. Hann endurtók
og hneigði sig að því miður — en þeir
skyldu hringja í annað Prince-hótel fyrir
mig og fá þar sama afslátt og á Tókýó
Prince. „Þetta er sem sagt algert nei?“ sagði
ég og auðvitað var það ekki fallega gert
því að maðurinn engdist sundur og saman
við þessa afarkosti sem honum voru nú
settir. „Ég var alls ekki að segja það,'
stundi hann upp. „Það er bara ekki pláss.
Ég er búinn að fara nákvæmlega yfir allan
listann."
í annað skipti tók ég vitlausa lest frá
Hiroshima þegar ég var á leið til Beppu á
Kyushu-eyju. Það var vegna þess ég leit á
mína klukku í staðinn fyrir stöðvarklukk-
una. Mín var tuttugu sekúndum of fljót og
þar með sté ég upp í kolvitlausa lest. Lestar-
þjónninn uppgötvaði þetta fljótlega og hóf-
ust nú umræður um hvað gera skyldi. Ég
spurði hann hvort ég ætti að fara úr lest-
inni á næstu stoppistöð og hvort mín rétta
lest kæmi þá innan tíðar. „Hæ, hæ,“ sagði
hann brosandi. „Eða ætti ég kannski að
halda áfram með þessari lest, fer hún
kannski á endanum til Beppu“ sagði ég.
„Hæ hæ“ sagði hann brosandi. Ég komst
að þeirri niðurstöðu að það væri skynsam-
legast að fara út á næsta viðkomustað, eft-
ir að þessi orðaskipti höfðu verið endurtekin
nokkrum sinnum, Tuttugu sekúndum síðar
kom rétta lestin mín svo auðvitað brun-
andi. Það verður ekki ýkt um stundvísina
og nákvæmnina í þessu landi.
Sjálfsagi og agi eru ríkir eiginleikar í
japönsku samfélagi. Útlendur maður sem
ég ræddi við og hefur verið búsettur í Japan
í nokkur ár sagði að agi gengi eins og rauð-
ur þráður í gegnum allt og alla. Hann sagði
— og undir það tóku fleiri — að það væri
sín skoðun, að í þessum aga fælist meðal
annars það að kæmi einhyer sterkur maður
fram á sjónarsviðið gæti hann nánast feng-
ið Japani til að gera hvað sem væri, þar
sem það væri svo fastgreipt í þá að hlýða.
í því gæti legið mikil hætta. Ikezawa hafði
talað um japanska samkeppnisþjóðfélagið
og á sama hátt og ekki verður ýkt um
stundvísina er ekki hugsanlegt að ýkja um
samkeppnina, sem oft tekur á sig sjúklegar
myndir. Fólk býr oft við ómanneskjulega
pressu, hvort sem er í námi eða starfi og
hefur ekki alltaf tök á að ráða fram úr
vandanum. Kannski meðfram vegna þess
að persónuleg vandamál skulu ekki rædd.
Úm það leyti sem ég var í landinu voru
skólar að hefja störf eftir sumarleyfi. Dag
eftir dag eftir dag voru fréttir um sjálfs-
morð ungra skólabama í blöðum. Tíu og
tólf ára gamlir krakkar hentu sér út úr
háhýsum, skáru sig á púls og ég man ekki
hvað. Allmargir kennarar fyrirfóru sér þessa
sömu daga. Síðan var jafnan hnýtt aftan í
fréttir af þessu tagi, að talið væri að viðkom-
andi hefði verið óhamingjusamur/söm vegna
slæmra einkunna síðasta skólaár sem hefðu
valdið að það fengi ekki inngöngu í góðan
bekk; kennaranum hafði mistekist að ná
árangri með nemendur sína og fleira af
ámóta óhugnaði.
Eins og áður hefur verið vikið að er
mörgum áleitið umhugsunarefni hve djúpt
hin fræga japanska kurteisi ristir. Hún kem-
ur að minnsta kosti þannig fyrir sjónir að
hún sé við yfirborðið og birtist í framkomu
þeirra sem bundin er venjum og siðum.
Gestur hefur ekki á hreinUj hvað af viðmót-
inu er frá hjartanu komið. Útlendingar segja
oft að Japanir kæri sig ekki um kynni við
þá, það sé nær ógjörningur að kynnast Jap-
önum, þeir haldi fólki í hæfílegri flarlægð
með kurteisinni en hafi í raun og veru
djúpstæða fyrirlitningu í þeirra garð sem
sé hvort tveggja í senn sprottin af stjórn-
lausri þjóðemiskennd sem segi þeim að þeir
standi öllum framar — og ótrúlega sterkri
minnimáttarkennd sem geri þá í raun ger-
samlega óhæfa til að eiga eðlileg samskipti
og mynda tilfinningasamband við aðra.
í rauninni er það svo að tali maður um
Japani við útlendinga sem hafa búið í
landinu er sú mynd ófögur sem upp er dreg-
in. Auðvitað veit maður ekki hvað er hvað
eftir skamma dvöl, en stundum hvarflaði
að þeir ættu sjálfir hlut að því að láta Jap-
ani komast upp með undansláttinn. Útlend-
ingar veigra sér við að spyija og horfa ekki
beint framan í þá. Þeir kreíjast ekki svara,
af því að þeir vita hversu erfitt er að fá
þau. Það útheimtir áreiðanlega mikinn tíma
og þolinmæði að fá þá til að tjá sig — ekki
aðeins vegna furðulegrar vangetu þeirra til
að tala ensku, þrátt fyrir að þeir byiji að
læra hana strax í bamaskóla heldur vegna
þess að þeir svara hver öðrum ekki beint
út og þaðan af síður útlendingum. Og
kannski er það ekki erfiðisins virði. Það var
enn erfiðara að fá þá til að spyija. Samt
hallast ég að því, að það ráði töluverðu,
hvemig maður nálgast þá. En þá þarf líklega
að gefa sér óratíma.
Það er margt — ef ekki allt sem kemur
á óvart í Japan. Ég hafði til dæmis haldið
að vestræn áhrif væru sterkari en raun bar
vitni um. Þrátt fyrir að unga fólkið klæði
sig langflest fijálslega, fari á diskótekin og
hlusti á vestræna músík, er mjög fjarri því
að maður geti talað um að vestræn áhrif
séu þar að nokkru marki. Þeir hleypa áhrif-
um, straumum, útlendingum ekki lengra en
þeir ákveða sjálfir. Og það er ekki mjög
langt.
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS ?2. OKTÓBER 1988 1 1