Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Blaðsíða 14
brekkunum yfír vatnið. Oft situr
lægð }rfír Reno og þá er stórkost-
legt að aka í gegnum snjóþykknið
upp í háflallasólina — oft upp í
nýfallinn snjó. í skíðaþorpinu
(2.516 metra hæð) er allt til stað-
ar — verslanir, veitingahús og öll
þjónusta í kringum íþróttina, en
veitingaaðstaða á svæðinu er
mjög góð. Skíðaskólinn er viður-
kenndur, sem einn af þeim bestu.
Almennar upplýsingar um
svæðið:
Mesta hæð 2.960 metrar.
Sex stólalyftur.
Lengsta braut 1.500 metrar.
Mesti hæðarmunur 1.450 metr-
ar.
Dagskort: Pullorðnir 20 dalir
(helgarverð 25), böm 10 dalir
(helgarverð 15).
Saman kostar dagskort, leiga
á skíðabúnaði og hópkennsla 40
dali á dag.
Hraðbraut 431 liggur að svæð-
inu.
Squaw Valley -
skíðasvæði 21. aldar!
í Squaw Valiey (við suðurenda
Tahoe-vatns, 73 km frá flugvelli
í Reno) færðu lyftukostnað endur-
greiddan að hluta, ef þú þarft að
bíða meira en 10 mínútur eftir
að komast upp! Hið risastóra
svæði nær yfír 33 km2 og sex
aðskilda fjallstinda, með stór-
brotnu útsýni yfír vatnið. Með
ótrúlegum hraða flytja 27 lyftur
39.000 manns á klst. enda státa
þeir sig af því að vera skíðasvæði
21. aldar! Svæðið liggur í
2.760/1.890 metra hæð. Byijend-
ur fara í lyftukláf upp í 2.500
metra hæð, á svokallað „gult
svæði" — þeir sem kjósa að reyna
meira á sig, geta sveiflað sér um
trjágöngin — fyrir ofurhugann er
sérstök keppnisbraut — göngu-
skfðamaður á kost á 40 km
göngubrautum. Yfír 150 kennarar
þjálfa og bjóða jafnvel upp á
ókeypis kennslu fyrir unglinga.
Ævintýraleg uppbygging!
Þeir sem ekki fara á skíði, geta
farið í útsýnisiyftu upp á upphit-
aða sólpalla eða „hina gullnu
strönd 21. aldar“, með úrvali af
veitingahúsum og börum. Aðrir
kjósa kannski nuddpotta og gufu-
böð inni í „’96, Squaw Valley
Logde". Við rætur flallsins er
nýrisið Óþeruhús — geysistór
samstæða, með kvikmyndasal,
sem rúmar 250 manns, ráðstefnu-
sölum, norrænni miðstöð og
frönsku veitingahúsi. Alls 600
gistiherbergi eru þarna og boðið
upp á margskonar „pakkaferðir"
í tengslum við gistingu — gisti-
verð f tveggja manna herbergi er
frá 140 dölum. „Mér fínnst svæð-
ið þröngt og erfítt fremst, þarf
að fara í lyftukláfum ofar til að
komast á skemmtileg svæði. Það
er líka alltof yfírgripsmikið, en
óneitanlega ævintýralegt að skoða
þetta framúrstefnusvæði," segir
Bjami.
Dagskort er á 32 dali — 5 dal-
ir fyrir böm yngri en 12 ára og
65 ára eldri.
Allt er risastórt í Ameríku!
Við heimsóttum líka hið risa-
stóra skíðasvæði Mammouth eða
„risaskepnuna" í miðri Kalifomíu,
í austurhluta Sierra Nevada —
sólríkt svæði, með skíðasnjó fram
í júlí! Það er næsta skíðasvæði
við Los Angeles og getur dregið
til sín um helgar yfir 21.000
manns — átti met í aðsókn vetur-
inn 1985/86, með 1,4 milljónir
gesta. Svæðið er innan Inyo-
þjóðgarðsins; náttúrufegurð mikil
— sólbaðaðir, snæviþaktir fjallst-
indar speglast í Mammouth-vötn-
um; en stærðin er slfk, að það
tekur nokkra daga að kynnast
því. Þijátíu lyftur þjóna 14 km2
svæði, sem liggur í 3.400/2.400
metra hæð. 400 gistiherbergi,
þijár heilsuræktarstöðvar, úrval
veitingahúsa og öll skíðaþjónusta
í sex þjónustumiðstöðvum, með
bflastæðum og lyftubúnaði. Dags-
kort er á 30 dali; 15 fyrir böm
Yfírlitskort yfír svæðið viðefstu
lyftu skoðað — áður en lagt er
í brekkumar. \
og 65 ára og eldri. Skíðakennsla
25 dali á dag. Yfír 25 milljónir
dala hafa verið lagðar í endurbæt-
ur — hraðvirkari lyftur og fleira
— á árinu.
Bærinn Mammouth, 6,5 km frá
fjallinu, er með 33.000 gistirúm
— gisting og morgunverður frá
18 dölum upp í 410 dali fyrir íbúð
með fjórum svefnherbergjum og
þremur baðherbergjum, að
amerískri hefð! í bænum eru 55
km af lögðum göngubrautum,
boðið upp á ferðir í hesta- og
hundasleðum, vélsleðum eða flug-
ferðir með loftbelg.
Útsýnisskíðaferðir um 5
svæði á dag
Við skfðuðum líka í Park City
í Utah-fylki, rétt utan við Salt
Lake City. í eins dags skíðaferð-
um er farið eftir hliðarvegum um
fjöllin og útsýnið er stórkostlegt.
I þessum ferðum er skfðað um
öll fimm svæði Wasatch-fjalla-
hringsins. En aðalsvæðið er svo
stórt, að það tekur tvo daga að
kynnast því — nær upp í 3.000
metra hæð. Afmarkað fjölskyldu-
svæði eða fyrir léttari skíðun, er
rétt hjá — með lægri lyftugjöld.
Fjórtán lyftur flytja upp í fjall —
tekur 23 mínútur með lyftukláf
að komast upp á næstefstu brún.
Þarna er ofboðslega kalt f janúar
og febrúar og snjóar á nætumar,
en hlýnar og hættir að snjóa eftir
það og skíðasnjórinn er mjög góð-
ur.
„Kokteilskíðagallarnir“
í Aspen!
Og að sjálfsögðu var komið við
í Aspen. Nafnið Aspen vekur upp
myndir af frægu fólki, sem skíðar
með „stíl" í brekkunum og borðar
hjá Gordon! Maður ér ekki að fara
á skíði til Aspen — heldur „að
fara til Aspen"! Þama safnast
saman efnaðasta skíðafólk í heimi
— ofboðslega miklir peningar í
veltu — dýrar verslanir og veit-
ingahús. Hæstu lyftugjöldin eru í
Aspen — dagskort á 35 dali. Nátt-
úrufegurð er mikil í Klettaljollun-
um, heitar uppsprettur við Qalls-
rætur og stærsta náttúrulega úti-
sundlaug í heimi rétt hjá. Bærinn
Aspen er mikil menningarmiðstöð,
með ótal tónleikahöllum og flöl-
breyttu leikhúslífí. Heimsfrægir
listamenn sýna þar og selja verk
sín fyrir tugþúsundir dollara. Mik-
il upplifun að sjá ríka fólkið, í
Þægilegur farakostur — húsbíll, með eldhúskrók, svefíiherbergi
og stofu — jeppinn f eftirdragi.
„kokteilskíðagöllunum" —
skínandi svörtum með glitrandi
skrauti —, safnast saman við lyft-
umar á kvöldin, tilbúið í síðdegis-
dryklquna, sem er oftast í tengsl-
um við tísku- eða myndlistarsýn-
ingar eða undir klassísku tónspili.
Skíðasvæðin Qögur
í Aspen
Alveg síðan árið 1936, þegar
svissneski skíðagarpurinn André
Roch sveiflaði sér niður fyrstu
svigbrautina í Aspen, hafa skíða-
menn litið til fjallsins með lotn-
ingu, lflct og klifurmenn torfæra
tinda. Aspenfjall rís upp frá sam-
nefndum bæ, upp í 3.420 metra
hæð — með skíðasvæði yfír 2,5
km2 og 1.000 metra hæðarmun.
En Aspen-skíðasvæðið allt nær
yfír fjögur fjallasvæði, 15 km2 og
yfír 260 svigbrautir. Um 20
mínútna akstur er um svæðin,
sem em: Aspen-fjallið — með
iyftukláf og 7 stólalyftum — fyrir
miðlungs- upp í keppnisfólk á
skíðum; Buttermilk-fjall (hæðar-
munur 620 metrar) með 6 stóla-
lyftur — höfðar mest til byijenda;
Snowmass-fjall (hæðarmunur
1.100 metrar) með 16 lyftur, fyr-
ir miðlungsskíðamanninn; Aspen
Highlands (hæðarmunur 1.150
metrar) með 9 stólalyftur, meira
fyrir keppnisfólk.
Nýtt, spennandi
skíðasvæði í Telluride
Við enduðum í Telluride, sunn-
arlega í Colorado. Þama er mikil
uppbygging í gangi, brekkur
brattar og krefjandi, nema nokkr-
ar miðsvæðis — enda er þama ein
Bandarísku sklðasvæðin eru það stór, að þau ná oft yfír marga
aðskilda Qallstinda.
Aspen og andrúmsloftið miklu
rólegra. Stórkostlegt að komast í
svona langar brekkur — en fæt-
umir þoldu illa álagið og við þurft-
um að taka þá 15 km löngu í 10
áföngum! Uppi á toppi var yfírlits-
kort yfír svæðið og auðvitað var
kominn þar kók-sjálfsali við hlið-
ina á saleminu, sem bar yfírskrift-
ina „see forever"! Svæðið skiptist
f þrennt: Sunshine Peak upp í
3.320 metra, Telluride Face upp
f 3.600 metra og Gorrono Basin
upp í 3.735 metra. Þeir nefna eitt
svæðið „Nordic skiing" og álíta
það sambærilegt við skíðasvæði í
Evrópu. En að mfnu áliti eru
brekkumar betri í Bandaríkjunum
en í Evrópu; snjórinn umtalsvert
betri og Telluride ætla ég mér að
kanna nánar, segir Bjami að lok-
um.
Oddný Sv. Björgvins
Nánari upplýsingar um svæðin:
Mount Rose Ski Area, P.O.Box
2406, Reno, Nevada 89505. Sími:
702 849-0704.
Squaw Valley, Squaw Valley
USA, Calif. 95730. Sími: 916
583-6985.
Mammouth Mountain Ski Area,
Box 24, Mammoth Lakes, CA
93546. Sími: 619 932-2571.
Park City Ski Area, P.O. Box
39, Park, City, UT 84060. Sími:
801 649-8111.
Aspen Skiing Company, P.O.
Box 1248, Aspen, Colorado
81612. Sími; 800 525-6200.
Telluride Real Estate Corpor-
ation, 137 W. Colorado Avenue,
P.O. Box 1739, Telluride, Col-
orado 81435. Sími: 303 728-3111.
lengsta svigbraut í heirrii, ef ekki
sú lengsta — 15 km. Svæðið er
nýtt og lftt þekkt ennþá, enda
annar stfll á skfðafólkinu en í
Skíðastaðirí Ölpunum
Tölurnarvísa til snjódýptar(sm) í bænum/skíðabrekkunum
AUSTURRÍKI
Gaschurn .20/130
Ischgl ..10/ 70
Saalbach .50/160
Schladming ..20/140
St. Johann ....50/100
St. Anton 30/220
Zell am See .. 10/115
Cortina ..... 0/15
Livigno .....25/ 60
Madonna ......5/ 25
Selva ........ 0/30
ITALIA
Cervina ...10/100
SVISS
Crans-Montana 5/ 50
Flims/Laax .... 15/ 50
Gstaad .....20/ 30
Verbier .....5/100
Zermatt ...15/ 45
FRAKKLAND
Alpe d'Huez . 50/ 80
Avoriaz ...40/ 65
La Plagne ...20/ 100
Meribel ...30/105
Megeve ....20/ 80
Val d'lsere .... 50/ 70
Valmorel ..20/ 85