Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Page 4
uuoO inte nulémfiVKH i ifi6iv 50 enÍ9 bH ROIvO 6iv mi'jf! 'iiiinsjl bJJscJ jliA nr Handan yið Hávamál Klængur Þorsteinsson var biskup í Skálholti á árunum 1152-76. Hann virðist hafa verið hinn mesti sómamaður. Að tali Hungurvöku var hann gott skáld, risnumaður með af- brigðum og stundaði sýslu sína af stakri prýði. Áður en hann fluttist suður í Biskups- tungur vann hann við bókagerð á Hólum í Hjaltadal. Um Klæng er það annars skemmst að segja að frægð hans stafar hvorki af ritstörfum fyrir norðan né biskups- dómi fyrir sunnan, heldur af tilteknu atviki sem gerðist á Hólum í Hjaltadal meðan hann var kornungur prestlingur. Í Jóns sögu helga sem Gunnlaugur Leifsson skráði á Iatínu á efstu misserum tólftu aldar og er nú varðveitt í íslenskum þýðingum einum er svofelldur kafli um baráttu Jóns biskups gegn siðspillandi bókmenntum: Leikur sá var kær mönnum áður en hinn heilagi Jón varð biskup að kveða skyldu karlmaður til konu í dans blautleg kvæði og regileg, og kona til karlmanns man- söngsvísur. Þenna leik lét hann af taka og bannaði styrklega. Mansöngskvæði vildi hann eigi heyra, né kveða láta, en þó fékk hann því eigi af komið með öllu. Það er sagt að hinn heilagi Jón biskup kom að einn tíma, er einn klerkur er Klængur hét og var Þorsteinsson, er síðar varð biskup í Skálholti, las versabók þá er heitir Ovidius de arte, en í þeirri bók talar meistari Ovidius um kvenna ástir, og kennir með hverjum hætti menn skuli þær gilja og nálgast þeirra vilja. Sem hinn sæli Jóhannes sá og undirstóð hvað hann las fyrirbauð hann honum að heyra þess háttar bók og sagði að mannsins breyskleg náttúra væri nógu framfús til munúðlífis og holdlegrar ástar, þó að maður tendraði eigi sinn hug upp með sauruglegum og syndsamlegum diktum. Klængur Þorsteinsson mun vera eini íslenski pilturinn fyrir siðaskipti sem las hina frægu bók Óvíðs, svo að getið sé í heimildum, og raunar er hann langfyrsti Norðurlandabúinn sem vitað er um að kynnti sér þessi fræði. Og þó hefur Óvíð með öllum sínum djörfu og þörfu kenningum um ástir manna og kvenna löngum verið vinsælli flestum fornskáldum öðrum. Fróðir menn sem rekja sögu Óvíðs bóka allar göt- ur frá andláti hans árið 18 eftir Krists burð og fram á daga þá sem nú standa yfir staldra við svo sem eitt andartak þegar liðn- ar voru um það bil ellefu aldir frá dauða hans og minnast þess með lotningu í hveiju unglingur var að grúska norður á Hólum ofarlega á biskupsárum Jóns helga. Hægt er að geta sér nokkurn veginn til um hve- nær þetta atvik átti sér stað. Klængur var fæddur um það bil 1105 og kom að Hólum tólf vetra að aldri, sennilega árið 1117, en biskup andaðist árið 1121, þegar Klængur mun hafa verið sextán ára gamall. Þótt Klængur Þorsteinsson sé eini nafn- greindi íslendingurinn í kaþólskum sið sem vitað er um að hafi lesið Óvíð, þá bera • ýmis rit á móðurmáli voru óræk vitni um áhrif frá hinu rómverska skáldi. Seint á tólftu öld orti óþekkt skáld suður í Frakk- landi gamanleik um ungan mann sem legg- ur hörkumikla ást á stúlku og getur þó ekki unnið hana nema með hjálp annarra. Sjálf ástargyðjan Venus fræðir pilt um list- ina að elska, og síðan kemur slóttug kerling á vettvang, og kunni hún ýmislegt fyrir sér í þeim fræðum sem gerðu Óvíð svo frægan og Jóni helga voru lítt að skapi. Kella beit- ir klókindum og vélum, enda lýkur skáld- verkinu með þeim hætti sem allir myndu kosið hafa. Um miðja þrettándu öld var þessum gamanþætti, sem heitir raunar Pam- fílus, enda var söguhetjan hinn mesti luk- kunnar pamfíll, snúið á móðurmál okkar, að öllum líkindum í Noregi, enda þótti menntuðum Norðmönnum á þrettándu öld ekkert sjálfsagðara en að yrkja bækur á íslensku. Hér er rétt að drepa lauslega á tvö einkenni á gamanleiknum sem komin eru frá Óvíð. í fyrsta lagi telur hið róm- verska skáld rétt að beitt sé brögðum eða Hér er vikið að áhrifum Óvíðs á Hávamál, ekki sízt Manvéla, sem höfundur nefnir svo, þar sem mönnum eru lögð til heilræði við að gilja konur. Ekki voru þau að skapi Jóni biskupi helga og bannaði hann styrklega þann sið hér á landi, að karlmaður skyldi kveða til konu í dansi „blautleg kvæði og regileg“. Fyrsti hluti af þremur Eftir HERMANN PÁLSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.