Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Síða 7
Hús mitt er ekki minna Vorið, sem ég vann á eyrinni, var eitt þeirra vora þegar nær eingöngu blæs úr norðri. Þetta var sólríkt vor, en svalt og vindasamt. Oft létu skipin bíða eftir sér og þá var unnið langt fram eftir kvöldi. Þá var stundum kalt á eyrinni, einkum þegar norðanvindurinn sýndi mátt sinn og tók að ýfa hylgrænar, skvampandi öldumar á höfninni, og naga sig inn í ungar kinnar. Ég man, að stundum fannst mér ég vera eins og glóandi eld- hnöttur í framan þegar ég kom heim til mín á kvöldin. Qitiogqoo eftir EINAR HEIMISSON Við vorum samstarfkmenn þetta vor, ég og hann. Stóðum saman við fjalabrettin, og hlóðum á þau mjölpokum og niðursuðudós- um. Mér fannst sem mér hefði ekki fyrr á ævinni verið sýnd önnur eins lítilsvirðing. Að vera settur við hlið þess manns sem minnstrar virðingar naut á eyrinni. Þessa gamla skakknefjaða ræfils. í kaffiskúrnum þótti það ágæt skemmtun að beina að honum talinu. Á þunglyndisleg- um mánudagsmorgnum þegar menn sátu við langborðið í skúrnum og biðu skipanna í aðgerðarleysi og tilgangsleysi, var það talin langskásta leiðin til að drepa tímann. Hvemíg gengu veiðamar um helgina, spurðu menn. Kvennaveiðarnar? Áttu ekki sæmilega snöm? Það umlaði einatt undarlega í honum þegar hann var spurður þessarar spurning- ar, eða einhverrar ámóta, Hann var flámælt- ur og tannafár og svo undarlega og fárán- lega korraði í honum að menn þreyttust aldrei á að bera upp við hann þessa spurn- ingu, eða einhverja viðlíka; ávallt var hægt að hlæja. Svipbrigði sýndi hann lítil, enda veitti ásjóna hans ekki mikið færi á því. Nefið lá flatneskjulega út á miðja hægri kinn, og byrgði fyrir nánast allar svipbreyt- ingar andlitsins. í kaffiskúrnum voru uppi ýmsar kenning- ar um það hvers vegna hann væri svona hroðalega skakknefjaður. Sumir töldu víst að hann hefði fæðst svona; aðrir, og þeir voru heldur fleiri, vom þeirrar skoðunar að nefið hlyti að hafa mölbrotnað á unga aldri; en sakir þess hve hann var Ijótur fyrir hefði engan veginn þótt taka því að rétta það. Eg forðaðist að yrða á þennan aulalega samstarfsmann minn nema í ítrastu neyð. Þegar hann þóttist ætla að skipa mér fyrir sneri ég mér við svipfýldur og öskraði eitt- hvað á móti. Veð sgölum koma aftör í sgöd, eða eitt- hvað ámóta, korraði oft í honum. Hvað vill mannfjandinn, hugsaði ég einatt með mér og taldi réttast að troða nefinu á honum upp í hann. En svo fór ég á undarlegan hátt að finna til samstöðu með honum. Þegar hrandi af brettunum, sem við höfðum hlaðið á, og hás og stirðlunduð djúprödd lúgumannsins uppi á dekkinu minnti mig á stöðu mína í sam- félagi eyrarinnar, þá fannst mér betra að eiga einhvern samstöðumann. Ég fór að bera mig éftir tungutaki hans, og komst að raun um, að ekki var tiltakanlega erfitt að skilja hvað hann sagði, ef menn vissu að ö þýddi líka u og e þýddi líka i .Og ég fyr- irgaf honum, þótt hann reyndi stundum að sýna vald sitt gagnvart mér. Raunar kom hann mér einu sinni gjörsam- lega í opna skjöldu. Eitt kvöldið þegar ég var farinn að berja mér af kulda og við biðum brettanna niðri í lestinni, þá sneri hann sér að mér og glennti upp augun á sérstæðan hátt. Auðheyranlega hafði hann lengi beðið færis á að ávarpa mig, enda vafðist honum tunga um tönn. Hv... umlaði í honum. Hann gerði aðra tilraun, og nú tókst honum að koma allri setningunni út úr sér óbrenglaðri. Hvaða húsdýr er skyldast fílnum? Ég gat engu svarað þótt ég stritaðist við að grafa heilann, og þótt það auðvitað há- bölvað. Hann horfði framan í mig og í fyrsta sinn tók ég eftir því að hann hafði gríðar- stór augu, sem nú bára vitni um óblandna og einlæga sigurgleði. Mér varð þarna undir- eins ljóst að þessi augu vora eini lykillinn að sálu hans. Þetta veit hann ekki ræfillinn og þykist samt vera í skóla, sagði hann. Og þegar hann hafði notið þess nokkra stund að sjá mig standa á gati, bætti hann við og saug herfilega upp í nefið af ánægju. Það er svínið. Upp frá þessu urðum við samheijar í lífsbaráttunni; tveir lágstéttarmenn i sam- félagi eyrarinnar. Svo fór ég aftur í skólann. Árin liðu án þess að ég kæmi nálægt eyrarvinnu. Að því kom að ég lauk stúdents- prófi. Ég ákvað að gera hlé á námi og réðst í vinnu sem blaðamaður. Það var á jóla- föstu, fyrsta vetur minn á blaðinu, að mér var fengið það verkefni að skrifa um hag aldraðra í þjóðfélaginu í fyrsta sinn var mér nú fengið verkefni, sem ég taldi mér á nokkurn hátt samboðið: Áður hafði ég mestmegnið fengist við að snara heimsku- legum blaðafréttum upp úr útlendum ög heimskulegum blöðu'm. Ég tókst því sannarlega feginn á hendur hið viðamikla verkefni mitt, og var staðráð- inn í að skapa mér nú loks þá viðurkenn- ingu sem ég þóttist eiga skilið. Ég ákvað að eiga viðtöl við nokkra aldraða, ýmist á elliheimilum eða annars staðar og fá þá til að lýsa hag sínum. Ekki man ég lengur hvers vegna mér kom í hug að fara á fund hins gamla samstarfs- manns míns af eyrinni. Raunar hafði ég aldrei verið viss um hvað hann var gamall; nefið olli þvi, eins og fleira, að aldur hans var torráðinn af andlitinu. Ég taldi þó víst að nú hlyti hann að vera farinn að nálgast sjötugt. Ég hringdi til hans að kvöldlagi, snemma í desember. Hann þekkti mig undireins. Ég spurði hvort ég mætti hitta hann. Ég væri sem sé að undirbúa útgáfu á dálitlum blaðsnepli og vildi gjarnan birta samtal við hann þar. Ég fann að hann var ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Þér er velkomið að hitta mig, hvenær sem þú vilt, en ég vil ekki vera í neinu blaði, svaraði hann. Ekki í neinu blaði. Við mæltum okkur samt mót í húsi hans, enda taldi ég víst að ég myndi síðar geta talið hann á að samþykkja birtingu við- talsins. Ég þrammaði til hans eitt kvöld nokkra síðar, i kuldahryssingi og slyddu. Hann kom til dyra, strokinn og spariklæddur eins og væri hátíðardagur, ellegar gesturinn mikið stórmenni. Hann bauð mér til stofu. Það er steytingur í honum, sagði hann. Ætli hann sé að ganga í norðrið? Það er ekki ósennilegt, sagði ég. Yiltu ekki kaffi? spurði hann. Ég þáði kaffið og hann skenkti mér í handmálaðan postulínsbolla, sem augsjáan- lega hafði ekki oft verið notaður. Það sá til botns, þótt bollinn væri fullur. Má ekki bjóða þér appelsínu með, spurði hann. Ég varð hálfhvumsa, enda hafði ég ekki áður borðað appelsínu með kaffi. Jú, þakka þér fýrir, gjarnan, heyrði ég samt sjálfan mig segja, og fann hönd mína seilast til ávaxtarins í hendi hans. Við vorum nokkra stund þöglir og fláðum börkinn utan af appelsínunum. Þær brögð- uðust engu betur með kaffi en ég hafði búist við. Síðan tók ég skarið og dró upp- tökutæki úr tösku minni. Það var eins og honum litist illa á tækið. Er nauðsynlegt að nota þetta? Ég kann ekki að tala í tæki. Hann lét samt undan þrábænum mínum, og lágt suð tækisins var undirleikur sam- tals okkar. í fyrstu þurfti ég ekki að spyija hann neins. Hann rakti æviferil sinn óbeðinn. Hæruhvítur og ijóður, spariklæddur og strokinn sat hann í hálfrökkrinu og skýrði mér frá leyndardómum sínum. Hann hafði auðheyranlega raðað orðunum í huga sér áður en ég kom. Frásögn hans var skýr og greinargóð og í rauninni á vandaðri íslensku, þrátt fyrir flámælið. En ég hætti fljótlega að taka eftir því sem hann sagði; mér fannst ég hafa heyrt þessa sögu oft, og ég þyrfti ekki að hlusta á hana einu sinni enn. Mér fannst þetta vera sama sagan og allir hinir höfðu sagt; allt það aldraða fólk, sem ég hafði talað við vegna greinarinnar. Augu mín tóku að hvarfla um stofu hans. Mér sýndust hús- gögnin vera frá fjórða eða fimmta áratugn- um; þau vora flest orðin slitin. í einu horn- inu var gamalt 'útvarp.^ Stórt útvarp, með hjálmi úr brúnum viði.Ég fór að velta því fyrir mér hvernig hljómaði í þessu útvarpi. Það hlyti að vera fjarlægur hljómur, djúpur hljómur. En svo staðnæmdust augu mín á gamalli mynd, sem hékk á einum veggnum. Þetta var ljósmynd af ungri konu, slegin brúnum litblæ. Þessi unga kona horfði á rhig, að mér fannst. Samt var myndin auð- sæilega gömul og konan hlaut líka að vera orðin gömul. En ég gat ekki haft af henni augun. Skyldi hann hafa þekkt hana? Draumkenndar hugsanir flögruðu um huga minn. Nei, það gat ekki verið. Hún var allt- of falleg, konan sú arna, til að hann gæti hafa þekkt hana. Mér fannst hún horfa á mig með óræðum svip og ég gat ekki gert upp við mig hvort hún brosti eða ekki, hvort hún var glaðleg á svip eða alvarleg. Ég hrökk allt í einu við. Hann var hætt- ur að tala. Hann þagði og horfði á mig. Gríðarstórum augum, og það rifjaðist upp fyrir mér að þau vora lykillinn að sálu hans. Þekktirðu hana spurði ég og benti á myndina á veggnum. Hann svaraði ekki. Þekktirðu hana, endurtók ég. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.