Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Page 13
LESBOK
m ® LH ® S! [n I [b i 5] [áJ S S! [E (Hl ®
9. SE.PTEMBER 1989
FERMBIáÐ
LESBÓKAR
Mt. McKinley úr flarlægð.
Fjallgöngu- og kllfurferðir
Við sólsetur í læknabúðum.
Tekist á við Mt.
McKinley í Alaska
Á haustmánuðum 1988 ákvað
undirritaður ásamt fleiri áhuga-
mönnum um fjallgöngu að nú
skildi, á komandi vori, reyna á
uppgöngu á eitt kaldasta fjall í
heimi, Mt. McKineley í Alaska,
en fjallið er um 6.196 m á hæð
og er hæsta fjall í N-Ameríku.
Pjöldi fjaligöngumanna reynir ár
hvert að komast á tind fjallsins
en aðeins lítill hluti hefur erindi
sem erfiði.
Undirbúningur ferðarinnar
hófst um sex mánuðum fyrir áætl-
aðan brottfarardag enda var að
mörgu að hyggja. Fjárfesta varð
í búnaði sem gerði mönnum kleift
að þola þann mikla kulda sem er
að jafnaði á fjallinu. Eins þurfti
líkamlegt og andlegt atgerfi að
vera í mjög góðu standi því ljóst
var að ekki yrði neinn hægðarleik-
ur að ganga á fjallið. Því var það
að við vorum meira og minna á
fjöllum allan veturinn á undan.
En eftir því sem leið á vorið
breyttist og minnkaði hópurinn
sem ætlaði á íjailið og á endanum
urðu það aðeins tveir sem lögðu
af stað til Alaska, þ.e.a.s. greinar-
höfundur og Kristinn Einarsson
Akurnesingur.
Það var síðan 6. maí sem við
yfirgáfum skerið og héldum áleið-
is til Alaska og eftir 17 tíma flug
og sólarhringsstopp í New York
komum við til höfuðborgar Al-
Greinarhöfundur að bíða veð-
urs í efstu búðum.
aska-ríkis, Anchorage. Þar var
keypt það sem eftir var að kaupa
og var matur til 25 daga innifal-
inn í því.
Sá bær sem næstur er fjallinu
heitir Talkeetna og eina leiðin til
að komast þangað var að taka
einskonar rútubíl sem var ákaf-
lega fornlegur í útliti og brenndi
á leiðinni mun meira af olíu en
bensíni.
Talkeetna er nokkuð skemmti-
legur bær. Þar búa um 70 manns
þegar mest er og lifa flestir á að
Á köldum morgni.
þjóna klifrurum og veiðimönnum
á einn eða annan hátt.
Til að komast að fjallinu frá
bænum þarf annað hvort að
ganga í gegnum skóglendi í tvær
til þijár vikur eða fá einn af
nokkrum atvinnuflugmönnum
sem bjóða þjónustu sína á þessum
vettvangi til að fljúga með sig upp
á skriðjökul sem liggur niður af
McKinley. Við völdum seinni kost-
inn. Flugvélarnar sem flogið er í
eru litlar einshreyfils skíðavélar
og þegar var búið að troða öllum
farangrinum inní vélina vorum við
örlítið farnir að efast að vélin
myndi hafa sig á loft, en það
tókst. Flugferðin uppá jökul var
ótrúleg. Flugmaðurinn læddi vél-
inni rétt meðfram fjöllum og í
gegnum stórfengleg fjallaskörð
og útsýnið var með ólíkindum.
Við lentum í fyrstu búðum um
kl. 11 um kvöld. Sólin var sest,
og viðbrigðin að koma úr 8 stiga
hita í 20 stiga frost töluverð.
Daginn eftir var hið þokkaleg-
asta veður þannig að við bjuggum
okkur til farar. Hlóðum öllum
búnaðinum okkar á snjóþotur og
í bakpoka en við vorum með um
70 kíló af farangri hvor. Okkur
miðaði vel, en fyrsta dagleiðin var
farin að mestu á flatlendi. Á 3.
degi var veður hinsvegar ekki eins
gott, snjókoma og sást ekki spönn
frá rassi. Einnig hafði brattinn
aukist það mikið að ekki var
hægt að fara með búnaðinn í einni
ferð heldur þurftum við að fara
með helminginn upp í næstu búð-
ir, grafa hann í snjó, fara aftur
niður, sofa þar um nóttina, taka
afganginn af búnaðinum og fara
aftur upp þangað sem við grófum
fyrri helminginn af búnaðinum og
tjalda. Svona héidum við áfram
að fikra okkur upp eftir íjallinu í
nokkra daga og alltaf í snjókomu
og strekkingi svo varla sást út
úr augum. En öll él birtir um síðir
og eftir 7 daga göngu náðum við
4.200 metrum. Þá var orðið hið
þokkalegasta veður. Tjaldbúðir-
nar í þessari hæð voru all sérstak-
ar. í þeim var á vegum tveggja
háskóla rekin einskonar rann-
sóknarstofa þar sem könnuð voru
áhrif súrefnisskorts á klifrara.
Þarna voru tveir læknar sem
, skoðuðu alla klifrara sem komu
upp og mældu meðal annars súr-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
n