Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Síða 2
Vöruþróun matvæla Yöruþróun er orðið að lykilorði í matvælaiðnað- inum. í stuttu máli má segja að vel hafi tek- ist til með vöru þegar framleiðandi hefur markaðsfært „rétta vöru, á réttu verði, á rétt- um stað og á réttum tíma“. Oft liggur 3ja-5 ára vinna á bak við nýjar matvörur áður en þær birtast í verslunum en um 20 ára rannsókna- og þróunarvinna er ekki óþekkt hjá stærri fyrirtækjum erlendis. Fyrri hluti eftir ÓLAF SIGURÐSSON í þeirri geysilegu samkeppni, sem ríkir um pláss á hillum stórverslana er líftími matvöru yfirleitt stuttur. Nýjar vörur eru sífellt að koma fram og gamlar að detta út, þar sem hilluplássíð er takmarkað. Einn- ig er takmarkað hvað neytandinn kemst yfir að skoða í einni verslunarferð, hvað þá að borða í einni máltíð. Því er vöruúrvalið ætíð takmarkað amk. hvað varðar þessi atriði. Stærri verslanir og fleiri hillur vega þó eitthvað á móti þessu. Algengt er því að verslunareigendur þurfí að nota sérstaka reikniformúlu til að finna út hve mikið hver vara gefur af sér á tíma- einingu miðað við það hillupláss sem hún tekur. Ef tiltekin vara skilar ekki nægum hagnaði er henni skipt út fyrir aðra, sem væntanlega gerir það betur. Því er mikil- vægara fyrir framleiðendur, en oft áður að vanda vel til nýrrar matvöru. Vöruþróun gegnir því augljóslega sífellt stærra hlutverki í markaðssetningu mat- væla. Þetta þarf þó ekki að þýða að allar nýjar matvörur hafi verið þróaðar sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. Ný vara í gömlum umbúðum eða gömul vara í nýjum umbúðum ásamt tilheyrandi auglýsingaher- ferð, getur verið dæmi um skemmtilega markaðssetningu frekar en vöruþróun. Það þarf því alls ekki að liggja mikil vinna á bak við góða söluvöru. Hinsvegar er tölu- verð áhætta fyrir fyrirtæki að markaðsfæra vöru án góðs undirbúnings. Það ber því að varast að rugla saman nýjungum í markaðs- setningu við vöruþróun, þó það gæti verið tengt. VÖRUÞRÓUN í STUTTU MÁLI Aður en ný vara er sett á markað er venjan að hún gangi í gegnum tiltekið vöru- þróunarferli. Fyrst þarf að velja vandlega og eftir kúnstarinnar reglum þá vöruteg- und, sem á að framleiða og síðan að kanna markaðinn fyrir hana með neytenda- og markaðskönnun. Það þarf m.a. að liggja fyrir hveijum varan er ætluð, hvar sá markhópur er og við hvaða tækifæri er ætlast til að varan sé notuð. Einfalt dæmi um þetta gæti verið markaðssetning á hamborgurum og samlok- um fyrir ungt fólk á ferðinni í miðbænum, sem vantar skyndibita á matartímum. Þegar niðurstöður liggja fyrir um það hvernig varan á að vera hefst oft kostnað- arsamasti hluti ferlisins, sem er markaðs- setning. Markaðssetning tilbúinnar matvöru (þ. á m. auglýsingar) getur auðveldlega kostað mun meira en nokkurra ára vinna við vöruþróun og rannsóknir og ekki má gleyma umbúðahönnun. Er algengt að um- búðakostnaður sé meira en 20% af verði vörunnar. Oft liggur 3—5 ára vinna á bak við nýjar -matvörur áður en þær birtast í verslunum, en allt að 20 ára rannsóknar- og þróunar- vinna er ekki óþekkt hjá stærri fyrirtækjum erlendis. Áferðarþættir sem lýsa eigingerð mat- vælanna eins og t.d. tyggni, seigja, þéttni, stökkleiki, fitukennt eða límkennt eru dæmi um tungutak þeirra, sem vinna við vöru- hönnun, sem er aðeins einn þáttur vöruþró- unar. I Svíþjóð er stór stofnun, sem fæst ein- ungis við skynmát (þ.e. að prófa og meta einstaka þætti í matvælum). Eru þar fjöldi smakkata að störfum við að meta hvort t.d. ein tegund hrökkbrauðs sé stökkari en önn- ur eða hvort ódýrari bragð- eða litarefni feli í sér greinilegar bragð- eða litabreytingar á tiltekinni matvöru. Til að allt fari rétt fram eru útbúnir sérstakir klefar fyrir smakkarana með möguleikum á mismun- andi lýsingu til að litur matarins rugli fólk ekki í ríminu. Einnig er loftið í þessum sérút- búnu herbergjum hreinsað til að útiloka óviðkomandi lykt, sem gæti truflað dómar- ana. Þetta kann allt að hljóma hjákátlega, en er samt óhjákvæmilegt til að meta hlut- laust hvort t.d. nauðsynlegar lagfæringar á annars góðri söluvöru geti breytti henni um of. Það er nær regla að stærri fyrirtæki erlendis hafi þesskonar aðstöðu og notist við sérstaklega þjálfað starfsfólk við smökk- unina. Rannsóknastofnanir fískiðnaðarins og landbúnaðarins hafa þessháttar aðstöðu hérlendis. Til eru dæmi um að tilteknar matvörur hafí verið fjarlægðar úr hillum verslana og framleiðslu þeirra hætt í bili, þar sem varan hefur verið talin á undan sinni samtíð. Þetta hefur verið nokkuð áberandi erlendis hvað varðar tilbúna smárétti fyrir örbylgjuofna. Það ætti því að framansögðu að geta verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig ný vara verður til. Fyrir valinu varð sýrð mjólk- urafurð, sem var markaðsett í Evrópu fyrir nokkrum árum og hlaut þar góðar viðtökur en hefur einnig haft mikil áhrif á fram- leiðslu annarrar mjólkurvöru. SÝRÐAR MJÓLKURVÖRUR - MARKAÐSKANNANIR Mjólkuriðnaðurinn er víðast hvar vel staddur fjárhagslega, enda er mikil vinna lögð í rannsókna- og þróunarstarfsemi, sem er grundvöllur vöruþróunar og þar með vel- gengni iðnaðarins. Þessi vinna hefur aukið verulega markaðshlutdeild mjólkur í formi nýrra vörutegunda. Eitt það nýjasta í mjólkurmálum í Evrópu er nokkuð athyglisvert dæmi um vel heppn- aða vöruþróun sem samtímis tengist rann- sóknum á hollustu mjólkursýrugerla. Markaðskannanir í V-Þýskalandi sýndu að 75% almennings neytti jógúrtar reglulega eða einstaka sinnum en einnig að neyslan væri minni þar en í mörgum öðrum löndum með annars svipaðar neysluvenjur. Svíar, Hollendingar og Danir neyta t.d. um 25 kg af sýrðum mjólkurvörum á ári, en Vestur- Þjóðveijar einungis um 8 kg. Það þótti því líklegt að auka mætti neysluna töluvert með öflugri markaðsfærslu á nýjum vörutegund- um. Hinsvegar kom í ljós að verðið á vinsæl- ustu sýrðu mjólkurvörunum (jógúrt) þótti heldur hátt, en með skynsamlegri verðlagn- ingu og nýjum tegundum (alls kyns ávaxta- tegundir og létt-jógúrt) mætti gera betur. Einnig var þekkt að með lagfæringum á sjaldgæfari tegundum, sem bundnar voru við ákveðin fjarlæg menningarsvæði eins og t.d. kefir (sýrð mjólk), kumiss (sýrð merarmjólk), quark (ostur) og geijaðri mysu, mátti auka verulega dreifíngu og sölu þeirra. Notkun sérstakra gerlastofna eða blöndu þeirra hefur hjálpað mjólkur- fræðingum verulega við að þróa þessar „nýju“ eða umbreyttu tegundir sýrðra mjólkurafurða. Aukin þekking á næringargildi sýrðra mjólkurafurða hefur einnig aukið á vinsæld- irnar, fyrir utan þá ímynd að mjólk sé góð- ur bætiefnagjafi eða vítamíndrykkur. ÆSKILEGIR EIGINLEIKAR SÝRÐRAR MJÓLKURVÖRU Sýrðar mjólkurafurðir verða eins og aðrar matvörur að uppfylla meginkröfur neytenda um verð, bragðgæði, áferð, þægilegar um- búðir og fljótlega matreiðslu. Þegar það lá fyrir hveijir þessir þættir voru, gátu vestur- þýsku mjólkurfræðingarnir hafist handa við þann hluta vöruþróunarferilsins, sem gjarn- an er nefndur vöruhönnun. Það var því ekki nóg að vita hvernig vöru neytendur vildu fá, heldur þurfti að finna einfalda framleiðsluaðferð, sem hentaði þeim vélbún- aði sem víðast hvar er fyrir hendi. Niður- staða vöruþróunarinnar átti þó eftir að hafa mun víðtækari áhrif en nokkurn óraði fyrir. Að sjálfsögðu var byggt á fyrri reynslu og þekkingu. Það hafði t.d. lengi verið þekkt að með því að blanda saman fleiri en einni gerlategund mátti fá fram ýmsa eiginleika, sem gjarnan er sóst eftir í sýrðum mjólkur- vörum. Með mismunandi gerlum, geijun- artíma, fitumagni og breytingum á fram- leiðsluferli var hægt að breyta verulega þeim eiginleikum sem gjama einkenna sýrð- ar mjólkurvörur. Að lokum tókst að hanna vöru, sem hefur náð mikilli útbreiðslu og vinsældum langt út fyrir ætlað markaðs- svæði. Hlaut þessi nýja sýrða mjólkurafurð, sem nefnist „Bioghurt" og afbrigði hennar, sem nefnist „Biogarde", mikla umfjöllun í evrópskum tímaritum, sem fjalla um hollt mataræði. Talið er að ákveðið hlutfall þriggja gerla- tegunda (Lactobacillus acidophilus, Streptococcus thermophilus og Bacillus bifido) hafi ráðið mestu um velgengni þess- ara mjólkurvöru. Við rannsóknir á þeim efnisþáttum, sem hafa mest áhrif á gæði sýrðrar mjólkurvöru, kom í ljós að mjólkur- sýran, sem þessir gerlar mynda inniheldur hærra hlutfall af svonefndri „hægri snú- andi“ mjólkursýru en almennt gerist í sýrð- um mjólkurvörum (lýsingin á við um til- tekna niðurröðun atóma í mjólkursýrusam- eindinni). Allir mjólkursýrugerlar framleiða mjólk- ursýru, sem hleypir próteinum mjólkurinnar og þykkir hana samtímis. Sama gerist í raun ef við setjum appelsínusafa eða edik- sýru í mjólk, nema hvað bragðið og áferðin verður kannski ekki eins góð og í jógúrt. Mismunandi gerlastofnar gefa einnig mjög mismunandi bragð og eiginleika. Hvað varð- ar hægri eða vinstri snúandi mjólkursýru er það að segja að sú fyrrnefnda nýtist okkur sem orkugjafi fyrir t.d. hjartavöðva, lifur og nýru en sú síðarnefnda er okkur ónýtanleg. Þannig er um öll lífræn efni, ef þau eiga að vera okkur nýtanleg verður niðurröðun atómanna að vera með réttum hætti. I seinni hluta þessarar greinar verður fjallað nánar uny vöruhönnunina og hollustu Bioghurt-gerlanna. • EF EITTHVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS ÞÁ FER ÞAÐ ÚRSKEIÐIS. • ÞAÐ ER ALDREI NEITT EINS EINFALT OG ÞAÐ VIRÐIST IFYRSTU • ÞAÐ SEM ÞÚ ÁKVEÐUR AÐ GERA KOSTAR ALLTAF MEIRI PENINGA EN ÞÚ ÁÆTLAÐIR. • ALLT TEKUR LENGRI TÍMA EN ÞÚ BÝST VIÐ. • EF ÞÚ FIKTAR NÓGU LENGI VIÐ EITTHVAÐ ÞÁ MUN ÞAÐ AÐ LOKUM EYÐILEGGJAST. • EF ÞÚ REYNIR AÐ GERA ÖLLUM TIL HÆFIS, ÞÁ MUN EINHVERJUM EKKI LlKA ÞAÐ. • ÞAÐ ER NÁTTÚRULÖGMÁL AÐ EKKERT HEPPNAST FULLKOMLEGA. • EF ÞÚ VILT GERA EITTHVAÐ, ÞÁ VERÐUR ÞÚ ALLTAF AÐ GERA EITTHVAÐ ANNAÐ ÁÐUR. • AUÐVELDARA ER I AÐ KOMAST EN ÚR AÐ LOSNA. • EF ÞÚ ÚTSKÝRIR EITTHVAÐ SVO VEL AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ MISSKILJA ÞAÐ, ÞÁ MUN SAMT EINHVER GERA ÞAÐ. • EF HLUTIRNIR VIRÐAST ÆTLA AÐ GANGA BETUR, ÞÁ HEFUR ÞÚ GLEYMT EINHVERJU. • EKKERT ER ÓMÖGULEGT FYRIR ÞANN SEM EKKI ÞARF AÐ GERA ÞAÐ SJÁLFUR. • ÞEGAR EINU SINNI ER BÚIÐ AÐ KLÚÐRA VERKI ÞÁ GERIR HVAÐ SEM GERT ER TIL AÐ BÆTA ÞAÐ BARA ILLT VERRA. ÞAÐ ER EKKERT TIL SEM HEITIR ÓKEYPIS MATUR. REGLA O'TOOLES: MURPHY VAR BJARTSYNISMAÐUR Lögmál Murphys er ómissandi lærdómur fyrir hvern þann sem þarf að koma nálægt vöruþróun. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.