Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 16
 4- Morgunblaðið/Bjami Citroen BX 4x4 skutbíll. aksturseiginleikar í samræmi við það og fara verður varlegar í þvottabrettin. Þá er eftir enn ein stilling, sú hæsta, 25 cm. Hún er í raun aðeins til þess að fleyta bílnum yfir sér- stakar hindranir og áreiðanlega hentug í snjó en þá er öll fjöðrun búin. Þá má aðeins aka bílnum á 15 km hraða enda má segja að ökumanni finnist hann vera kominn á trakt- or. En þessi fjölbreytta stilling á fjöðruninni er skemmtilegur kostur og kemur án efa oft að góðum notum þótt segja megi að við flest- ar venjulegar aðstæður skipti þetta ekki höf- uðmáli. Akstur Citroén BX 4x4 er með 1900 rúmsenti- metra vél sem gefur 107 hestöfl. Skutbíllinn vegur 1145 kg og er hann ágætlega kraftmik- ill. Eyðslan er sögð vera 10,5 lítrar í innan- bæjarakstri, 6,7 á jöfnum 90 km hraða og 8,7 á jöfnum 120 km hraða. Vinnslan með þennan kraft er allgóð en hér var þó aðeins ekið með einn til tvo farþega. Gírskiptingin er hins vegar ekki skemmtileg. Ekki beint stirð, en „plastleg" ef svo má að orði kom- ast. Hún mætti vera liðugri og hljóðlátari. Við akstur utanbæjar heyrist ekki mikið vélarhljóð en aftur verður að skrifa vegar- hljóð á reikning vetrarhjólbarða og nagla sem eru hvimleiðir. Bíllinn er fimm gíra og má segja að sá þriðji sé mest notaður í innan- bæjarakstri en hægt að læðast í þann fimmta þori maður að svindla á hraðamörkunum. Hann er hins vegar góður utanbæjar. Þá er ónefnt sjálft drifið. I akstrinum dreif- ist sídrifið heldur meira á framhjólin, 53%, en hægt er að læsa átakinu milli fram- og afturhjóla og læsa afturdrifinu. Er það gert með rofa milli framsæta og byiji bíllinn að spóla á öðru framhjólinu í átakslæsingunni sér rafeindabúnaður um að færa átakið út í það hjól sem hefur spyrnu hveiju sinni. Skutbíllihn er 4,399 metra langur, 1,682 m á breidd og hæðin er 1,441 m. Bíllinn ber 545 kg og 100 kg má setja á toppgrind. Hámarkshraði er 180 km og hann er 11,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Bensíntankur tekur 66 lítra. Verðið á skut- bílnum er um kr. 1.450 þúsund í staðgreiðslu en fimm dyra bíllinn kostar 1400 þús. kr. Citroén er því án efa kominn hingað til að veita Subaru og Toyota og öðrum vinsælum fjórhjóladrifsbílum ákveðna samkeppni og víst er rétt að hafa hann í huga þegar menn eru að leita að slíkum bíl. jt júk íjöðrun og ágætur kraftur einkenna Citroén BX 4x4 sem Globus hefur kynnt undanfarnar vikur og verður þessi fjórhjóla- drifna útgáfa af BX að teljast góður kostur í viðbót við BX-gerðimar sem fyrir eru. Sídrif- ið eykur enn á góða aksturseiginleika BX, en bíllinn er fáanlegur í tveimur gerðum, fimm dyra eða skutbííl og þá nefndur Evasion. Með þessum bíl blandar Citroén sér í harða bar- áttu fjórhjóladrifsbíla hérlendis sem annars staðar. Á síðasta ári voru seldir kringum 380 þúsund íjórhjóladrifsbílar í Evrópu og hafði sala þeirra þá tvöfaldast frá árinu 1985. Það er því eftir einhveiju að slægjast á slíkum markaði 'en Citroén gerir ráð fyrir að fram- leiða 8 þúsund 4x4-bíla á þessu ári. í dag er flallað um BX-4x4 skutbílinn. Útlit Útlitið á Citroén BX 4x4 er kunnuglegt og ekki svo frábrugðið hinum fyrri framdrifna bíl. Línur eru fremur kantaðar en bíllinn er rennilegur. Svartar hliðarrendur setja á hann sterkan svip svo og svartur ramminn kringum rúður. Bíllinn er vel búinn að innan sem utan og er hann fimm manna. Rafmagn er í hliðarr- úðum að framan. Samlæsing er á öllum hurð- um, útispeglar báðum megin, klukka í mæla- borði og lagt er fyrir 4 hátölurum og loftnet er í bílnum. Sætin eru mjúk og góð og veita allgóðan stuðning. Auk venjulegra stillinga er hægt að stilla hallann ;á setu framsæ- BX fæst í fímm dyra útgáfu eða sem skutbíll og er hann 16 cm lengri fyrir aftan afturhjólin. tanna. Meiri stuðning vantar þó við mjóbak- ið, þ.e. sætisbakið mætti vera stífara. Gott rými er fyrir farþega í fram- sem aftursætum og séu einungis tveir í aftursæti geta þeir látið fara vel um sig með armpúða milli sín. Útsýni úr bílnum er allgott og þegar öku- maður sest undir stýri kann hann fljótt vel við sig. Mælaborðið er skýrt og armar á stýri með stefnuljósa-, flautu-, þurrku- og fleiri rofum eru auðnáanlegir. Á mælaborðskantin- um eru einnig nokkrir rofar svo sem fyrir afturrúðuþurrku og fleira. Miðstöðvarstilling- ar eru á miðju mælaborðinu og milli sætanna eru rofar fyrir driflæsingu og hæðarstillingu. Þá eru allmörg og góð geymsluhólf nánast um allan bíl. Fjöðrun Vökvafjöðrunin og sídrifið eru að sjálfsögðu aðalkostir þessa bíls. Pjöðrunin er mjúk en Mælaborð og sljórntæki liggja vel við ökumanni. Skottrýmið er mikið og hlerinn opnast mjög vel. þó breytileg eftir því sem hæð bílsins er stillt. Sú stilling sem mest er notuð gefur bílnum besta flöðrun og á hún vel við nánast allar aðstæður. Þá er óhætt að aka bílnum all- greitt á krókóttum og ósléttum vegum og lausamöl jafnvel líka — hann er furðu rás- fastur. Gallinn við bílinn sem var prófaður var kannski sá að komnir voru undir hann vetrarhjólbarðar sem voru ekki skemmtilegir í mölinni. Sé ekið á grófum vegum er rétt að nota næstu stillingu fyrir ofan, þ.e. að hækka bílinn örlítið. Við það verður fjöðrunin stinnari og holur og ójöfnur finnast frekar. Breytast Mýkt og kraftur hjá Citroen BX með sídrifi Lexus í klúbb gæðabíla HINN japanski Lexus, nýi lúxusbíllinn sem Japanir senda til að keppa við evr- ópska og bandaríska gæðabíla, hefiir staðið sig vel í samanburði sem þýska bíla- blaðið Auto Motor und Sport gerði nýlega. Þar var Lexus LS 400 borinn saraan við BMW 735i og Mercedes Benz 420 SEL og býður blaðið Lexus velkominn í klúbb- inn, þennan merka klúbb þýskra bíla í þessum þýska samanburði. BMW hlaut flest stig, 274, Mercedes Benz 269 og Lexus 258. Bygging bílanna, aksturseiginleikar og þægindi eru meðal þeirra atriða sem borin eru saman. Farangursými þykir ekki nógu stórt hjá Lexus fyrir bíl í þessum stærðar- flokki en þetta eru bílar um 5 metra langir og vega kringum 1700 kg. Véiin þykir hins vegar góð, hljóðlát, kraftmikil og laus við titring og skýtur Lexus þar hinum aftur fyrir sig. BMW og Benz þykja hins vegar báðir mýkri, hafa betri aksturseiginleika og bjóða upp á meiri þægindi en Lexus. Lexus hinn jap- anski þykir hafa staðið sig vel í samanburði við þýska gæðabíla. Saab 9000 CD stóð sig best í samanburði við nokkra hliðstæða bíla. Saab í efsta sæti Saab CD 9000 Turbo 16 varð í efsta sæti yfir samanburð flnnska bílablaðsins Tuul- ilasi við BMW 525i, Opel Senator, Mercedes Benz 300, Alfa Romeo 164, Volvo 760 Turbo, Nissan Maxima og Rover 827 Sterling. Hlaut Saab 214 stig, BMW og Senat- or voru í örðu og þriðja sæti með 206 stig og síðan kom Mercedes Bens með 201 stig. í þessum samanburði voru meðal annars athugaðir aksturseiginleikar, almennur bún- aður, rými, kraftur, hemiar og fleira. Sam- anburðurinn var gerður til að kanna hvem- ig Maxima og Rover 827 kæmu út. Lentu þeir í 7. og 8. sæti með 192 stig, Maxima og 188 stig, Rover. BMW náði flestum stig- um í aksturseiginleikum en þar fannst Finn- um Saab vanta örlítið upp á mýktina. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.